Morgunblaðið - 17.10.1973, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÖBER 1973
Myndir Scerris íKjarvalsstöðum
’TW r
(Jr Eyjum.
rijiil ÁV § ! :: ■
m L v
(Jr Grindavlk.
Af þeim 233 verkum, sem Sverrir
Haraldsson listmálari sýnir um
þessar mundir í Kjarvalsstöðum,
er meira en helmingur fyrir-
myndanna sóttur til Vestmanna-
eyja, þar sem listamaðurinn
fæddist og ólst upp.
Elztu myndirnar á sýningunni
eru frá 1942, þegar listamaðurinn
var 12 ára gamall. Síðan kemur
þróunin stig fyrir stig, en allar
myndirnar fram yfir 1950 eru
málaðar úti f Vestmannaeyjum.
Þó er t.d. mynd frá 1944. nr. 21
á sýningunni, og heitir Foss. „Það
er enginn foss í Eyjum,“ sagði
Sverrir, „og þegar ég fór i ferða-
lag til Austfjarða 1944, sá ég þar
litla bunu eða læk falla af fjalli,
og mér fannst þetta svo stórkost-
legt, að ég gerði foss ú bununni
með penslinum. Þessar myndir
voru þó málaðar af mikilli van-
kunnáttu, málað á seglstriga, sem
ég keypti hjá Helga Ben. og
rammana smíðaði ég sjálfur úr
plönkum, sem fengust hjá Arsæli
Sveinssyni."
Það kemur fljótlega í Ijós á ferli
Sverris að hann útfærir fyrir-
myndirnar og túlkar með eigin
augum á sérstakan hátt.
„Eg hafði svo gaman af að
mála,“ sagði hann, „að ég passaði
mig stundum að mála ekki alveg
eins mikið og mig langaði til,
svona rétt til að vera viss um, að
ég yrði ekki leiður“.
Eftir 1946 fara myndir Sverris
að bera nýjan svip. „Það var eftir
að ég fór í skólann," sagði Sverrir,
„þá „fór allt til fjandans, og þetta
ruglaðist allt. Þó hafa meira að
segja mestu abstraktmyndirnar
ákveðin mótív, og allt er þetta sótt
til Eyja, en það varð misjafnlega
mikiö eftir af raunveruleikanum í
þeim myndum, en ég get talið
upp, húsin sem eru grunntóninn
í þeim. Rafstöðin, Drifandi, Kuði,
skúr bak við Borg og svo fram-
vegis."
A eftir Eyjamyndunum koma
síðan sprautumyndirnar og svo er
á sýningunni „hornið með flatar-
málsmyndunum", eins og list-
málarinn orðaði það. 1963 tekur
Sverrir sér síðan aftur pensil í
hönd, og nú liggja hinir
margslungnu þættir í málaraferli
hans frammi í Kjarvalsstöðum,
myndir listmálara, sem gefur sig
allan í starf sitt. — á j.