Morgunblaðið - 17.10.1973, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1973
13
Sláið skjaldborg
um sveitar-
stjórnarkerfið
Að læðast inn bakdyramegin
Jón
Isberg,
sýslumaöur:
Fyrir nokkrum árum var mikið
rætt um að sameina sveitarfélög í
stærri heildir, eða sameina
hreppa. Hugmyndin var mjög at-
hyglisverð og það átti fullkomlega
rétt á sér að kanna^llar leiðir. En
þeir, sem að unnu, gerðu það svo
klaufalega, að öll þessi áform
runnu út i sandinn. Fyrst og
fremst af því, að aðaláherzlan var
lögð á að fækka hreppum, að
skera niður eða gjörbylta í stað
þess að vinna að samvinnu
hreppa, sem hefði getað orðið til
þess, að hreppar sameinuðust í
fyllingu tímans, eða m.ö.o. þá og
ef samvinnan hefði sannfært
hreppsbúa um, að sameining væri
þeim fyrir bestu. Þetta kallast
-uppbygging, þróun, byggð á
reynslu lifandi og horfinna kyn-
slóða, en gjörbylta ekki. Sem sagt,
allt þetta brambolt minnir á sög-
una, þegar fjöllin tóku jóðsótt en
fæddist lítil mús.
Nú hefir stjórn Samb. ísl.
sveitarfél. aftur hafið útrýming-
arherferð á þætti í stjórnkerfi
landsins og nú eru það sýslu-
nefndirnar, sem skulu fjúka. Ég
segi stjórn Samb. ísl. sveitarfél.
vegna þess, að eins konar blaða-
fulltrúi hennar hefir látið Tíman-
um í té tillögur eða gefið upplýs-
ingar um tillögur frá fundi full-
trúaráðs sambandsins, sem hald-
inn var á Höfn nú í byrjun
septembermánaðar. Blaðið birtir
viðtalið undir þversíðu fyrirsögn
á forsíðu: „Gjörbylting á stjórn-
kerfi landsins er í nánd ( og með
undirfyrirsögn), ef Samb. ísl.
sveitarfél. fær vilja sfnum fram-
gengt. “
Við þessa frétt hefir stjórn
Samb. ísl. sveitarfél. mér vitan-
lega ekki gert athugasemd. Hún
hefir þvi með þögninni gert þessa
skoðun að sinni, sem Tíminn hef-
ir eftir deildarstjóra sambands-
ins. Beini ég því grein minni að
stjórn Sambands fsl. sveitarfél. og
það því fremur að framkvæmdast.
sambandsins hefir sveigt að sýslu-
nefndum í annars ágætri og fróð-
legri grein 12. hefti Sveitarstjórn-
armála nú í ár, þar sem hann
gerir samanburð á hreppum og
kaupstöðum. En þessi munur er
sáralítill. Ef hann er sagður í
stuttu máli, þá er hann helztur sá,
að krafist er fullkomnara bók-
halds og framkvæmdastjórnar,
eftir því sem sveitarfélagið er
stærra og að ýmsum ágreinings-
atriðum hreppa er skotið til sýslu-
nefndar, til úrskurðar í stað þess
að kaupstaðir leita beint til
félagsmálaráðuneytisins. Ur-
skurður sýslunefndar er ýmist
endanlegur eins og úrskurður
stjórnvalds getur verið, áfrýjan-
legur til félagsmálaráðuneytisins
eða riftanlegur, með samþykkt
aukins meirihluta almenns
hreppsfundar.
Framkvæmdastjórinn segir: Því
er ekki að leyna, að skattlagn-
ing sýslunefndanna er mikill
þyrnir í augum margra hreppa,
bæði að því er varðar sýsluvega-
sjóðsgjöld og sýslusjóðsgjöld (bls.
61.). Hér vil ég gera þá athuga-
semd, að það er ekki sýslunefnd,
sem skattleggur til sýsluvegasjóð-
anna, heldur er það alþingi, sem
sett hefir þau lög, að hvert sveit-
arfélag, kaupstaðir undanskildir,
skuli greiða andvirði þriggja
vinnustunda til sýsluvegasjóðs.
Þéttbýlisstaðir greiði þó aðeins
hálft gjald. Nú í ár er innheimt
um kr. 350.— á hvern ibúa I
hreppnum til sýsluvegasjóðs. Það
er í sjálfu sér ekki rökrétt að
leggja sýsluvegasjóðsgjald, þótt
aðeins hálft sé, á kauptúna-
hreppa, því í raun er það aðeins
skerðing á þéttbýlisvegafé. En
fyrir þá, sem ekki vita, er rétt að
taka fram, að vegasjóður ver 1214-
% af tekjum sínum til gatnagerð-
ar í kaupstöðum og kauptúnum,
en kauptúnahreppirnir verða sem
sagt að endurgreiða um fimmta
part í formi sýsluvegasjóðsgjalds.*
Sýslunefndin leggur aðeins á
lögboðið gjald og veitir svo fénu
til mismunandi sýsluvega, en
vegagerðin annast allar fram-
kvæmdir. Vald sýslunefndarinn-
ar er því aðeins að skipta fénu og
er það frekar vinsælla. En vilji nú
svo til, að sýsluvegir viðkomandi
sýslu þurfi ekki á fénu að halda,
rennur það til þjóðveganna í sýsl-
unni, svo eðli gjaldsins segir til
sín.
Auðvitað veit framkvæmda-
stjórinn þetta allt, en hefur ekki
gætt sín sem skyldi, og því geta
ófróðir lesendur haldið það vera f
verkahring sýslunefnda að
ákveða sýsluvegasjóðsgjöld.
1 áðurnefndri frétt kemur fram
svo mikil fákunnátta um stjórn-
kerfið að fáheyrt er. Ef til vill er
fréttamaðurinn H.H.J. svona
ófróður um það, sem hann skrif-
ar, eða deildarstjórinn veit bara
ekkert um hvað hann talar. Þvf ég
vona, að hér komi til þekkingar-
leysi, en ekki vilji til þess að
blekkja. I niðurlagi fréttarinnar
segir „Sýslukerfið hefur m.a. þá
annmarka, að ibúar fjölmennra
byggðakjarna á borð við Ölafsvík
og Dalvík með þúsund íbúaog þar
yfir, verða að sækja algenga þjón-
ustu eins og útborgun almanna-
tryggingagjalda og endurnýjun
ökuskirteina, svo að dæmi séu
tekin, til sýslumanna, sem búsett-
ir eru annars staðar, þ.e. í
Stykkishólmi og á Akureyri í
þessum tilvikum.“
Hér ruglar maðurinn, deildar-
stjórinn eða fréttamaðurinn, sam-
an sýslum og lögsagnarumdæm-
um. Sýslur og sýslunefndir hafa
ekkert með tryggingamál eða út-
gáfu ökuskírteina að gera. Það
hafa sýslumenn, sem eru umboðs-
menn Tr. st. og einnig lögreglu-
stjórar. Húnavatnssýla er eitt lög-
sagnarumdæmi en tvær sýslur,
Vestur- og Austur-Húnavatns-
sýsla. Ég vona bara að hér hafi
vanþekking ráðið rfkjum, en ekki
sé gerð tilraun til blekkingar.
Hitt er svo allt annað mál, að
vel getur verið, að sumir sýslu-
menn geri sér ekki grein fyrir
þeirri miklu þjónustu, sem skrif-
stofur þeirra eiga að veita al-
menningi og hafi því ekki fylgst
með þróuninni sem skyldi.
Hér I Húnavatnssýslu er þetta
þannig, að greitt er út 6 sinnum á
ári á Blönduósi og Hvammstanga
svona 7 — 10 daga i hvert sinn.
Auk þess er farið til Skagastrand-
ar til útborgunar. Þá geta menn,
ef þeir vilja, fengið greitt inn á
reikning sinn í sparisjóði, í banka
eða fengið bætur sendar f ávísun.
Vel getur verið, að sýslumenn
sem skipaðir starfsmenn ríkisins
eigi ekki að vera oddvitar og
framkvæmdastjórar sýslunnar,
en því er þá ekki barist fyrir því
að fá t.d. kosna oddvita sýslu-
nefnda eins og t.d. sveitarstjóra
og byggja þannig upp, í stað þess
að rífa það niður, sem menn virð-
ast ekki vita hvernig byggt er
upp?
Þá er rætt um í margnefndri
frétt, að koma eigi upp stjórn-
sýslumiðstöðvum í hverjum
landshluta og þær fengju ýmis
verkefni frá ríkisstofnunum og
þau verkefni, sem nú eru f hönd-
um heimamanna. M.ö.o. ef þetta
er rétt eftir haft, á að taka vald
frá heimamönnum og þá senni-
lega frá þessum voðalegu sýslu-
nefndum og fá þau í hendur
stjórnsýslumiðstöðvum Iands-
hlutasamtakanna. Er þetta.í sam-
ræmi við þá yfirlýsingu núver-
andi ríkistjórnar, sem segist vilja
efla byggðarlögin og auka sjálfs-
forræði þeirra?
Ég læt þessar athugasemdir
nægja um fréttina af fundinum á
Höfn en vil ræða nokkuð sýslu-
nefndir og hlutverk þeirra og
landshlutasamtökin.
Sveitarstjórnarkerfi það, sem
við nú búum við, erfrá árinu 1872
eða liðlega 100 ára og hefir staðið
í höfuðatriðum óbreytt. Það var
miðað við okkar bændasamfélag
og er eðlilega sniðið samkvæmt
því, og því, að yfirstjórnin var úti
í Kaupmannahöfn. Kjarninn er
hreppurinn, sem átti að sjá um
fátækramál, hafði eftirlit með til-
sjón prestsins um uppfóstur og
uppeldi barna, (á nútíðarmáli:
fræðslumál), átti að sjá um notk-
un afrétta, fjallskil, fjárheimtur
og eyðingu refa, átti að hafa gæt-
ur á heilbrigðisásigkomulagi í
hreppnum og „þar að auki skal
bera undir hreppsnefndina önnur
mál, sem snerta sveitina sjálfa, án
þess að nefndin eigi að gjöra út
um þau. — og skal nefndin einnig
hafa heimild til þess, að gjöra
uppástungur og senda bænarskjöl
til stjórnarinnar um allt það, sem
getur verið sveitinni til gagns"
(23. gr. Tilsk. 4. mai 1872.).
1 sveitarstjórnarlögunum frá
1963 heitir þetta „Skylt ersveitar-
félagi að annast þau hlutverk,
sem því eru falin í lögum eða á
annan löglegan hátt —. Hlutverk
sveitarfélaga er ennfremur það
að vinna að sameiginlegum vel-
ferðarmálum þegna sinna — og
gera ráðstafanir til þess að koma 1
veg fyrir almennt atvinnuleysi
eða bjargarskort, eftir þvi sem
fært er á hverjum tirna,, (10.gr.).
Svo segja má að hreppsnefnd og
bæjarstjórn sé ekkert mannlegt
óviðkomandi.
Sýslunefndin átti svo að hafa
eftirlit með þessum störfum
hreppanna og auk þess sjá um
vegi, brýr, hafnir, ferjur o.fl.,
gefa út reglugerðir og samþ. fyrir
alla sýsluna eða hafa eins konar
yfirstjórn allra sveitarmála sýsl-
unnar.
Amtsráðið (eiginlega forveri
landshlutasamtakanna) átti svo
að hafa yfirumsjón með sýslu-
nefndinni og landshöfðingi
hafði eftirlit með amtsráðinu og
loks kom stjórnarráðið og kon-
ungurinn.
Þetta var kerfi þeirra tíma, en
eftir að við fengum heimastjórn
breyttist þetta og ömtin féllu nið-
ur, en frumeiningarnar, hrepp-
arnir og sýslurnar lifðu og hafa
þróast fram til þessa tíma. Sums
staðar á landinu, þar sem stórir
kaupstaðir hafa tekið að sér mörg
af verkefnum sýslunnar, t.d. heil-
brigðisþjónustu, þ.e. rekstur
sjúkrahúsa, og menntamálin,
hafa sýslurnar orðið nánast
gagnslausar, en þar sem þessu er
ekki til að dreifa, hafa sýslurnar
orðið viðkomandi héruðum sam-
vinnuvettangur til þess að koma á
fjölmörgum sameiginlegum
stofnunum.
Til þess að skýra þetta betur vil
ég nefna Gullbringusýslu og
Húnavatnssýslur. Kerfið, eins og
áður segir, var fyrst og fremst
sniðið við okkar gamla bænda-
þjóðfélag. í Gullbringusýslu eru
mörg kauptún og þéttbýlisstaðir
en búskapur ekki mjög þýðingar-
mikill, auk þess eru þar nærri
helstu kaupstaðir landsins, sem
veittu alla almenna þjónustu, t.d.
voru og eru þar sjúkrahús,
menntastofnanir, slökkvilið, svo
eitthvað sé nefnt. Þjóðvegir liggja
um sýsluna þvera og endilanga.
Þetta hefir orðið til þess að minna
og minna hefir þurft á sýslunni
sem slíkri að halda og hún orðið
verkefnalaus að mestu. I staðinn
hafa öll sveitarfélögin myndað
samband í kjördæminu, sem er i
raun valdalaus útvíkkun á sýsl-
unni. En eins og þekktum íslenzk-
um rithöfundi þótti hæfa að vega
að sauðkindinni, sem þó hefir
haldið lfftórunni í þjóðinni á um-
liðnum öldum, þegar hann var
kominn í álnir, þannig töldu sum-
ir leiðtogar þessara kaupstaða í
Gullbringusýslu eitthvað sveita-
legt við sýslunafnið og ekki sam-
boðið fínum kaupstöðum, að ekki
sé Reykjavík nefnd, að taka þátt i
slíku samfélagi og því beri að
afnema þær. Nei, þar sem hið
þægilega og fallega orð lands-
hlutasamtök gat ekki átt við, áttu
samtökin að heita „Samvinnu-
nefndir sveitastjóra" eða
„Héraðsnefndir". Það er margt
skrýtið i kýrhausnum.
Ég tek hins vegar Húnavatns-
sýslur, sem dæmi um raunhæfa
sýslur, ef orða mætti það svo.
Bæði þekki ég ég best til þar og
svo eru þar engir kaupstaðir, og
skera þær sig þannig úr norð-
lenskum sýslum.
Hér hefir sýslunefndin orðið
nauðsynlegur samvinnu- og fram-
kvæmdaaðili allra sveitarstjórna í
sýslunni. Auk hinna venjulegu
verkefna sýslunefnda, þ.e. eftirlit
með sveitarstjórnum og setning
samþykkta og reglugerða, þá hafa
sýslurnar með heilbrigðismál að
gera. Sjúkrahús eru bæði á
Hvammstanga og Blönduósi og
okkur hefir tekist að halda lækn-
um. Vestur-Húnavatnssýsla
byggði í samvinnu við Stranda-_
sýslu Reykjaskóla og sýslurnar"
ráku þann skóla þar til rikið yfir-
tók héraðskólana, illu heilli. Aust-
ur-Húnavatnssýsla hefir rekið
kvennaskóla og siðar húsmæðra-
skóla nú í tæp 100 ár. Sýslum var
skipt 1907. Fyrstu áratugina eftir
þá skiptingu ráku báðar sýslurnar
skólann. Þetta geta menn sagt sé
arfur frá liðnum tíma. Ég ætla þvi
að taka nokkur atriði úr nútíman-
um og tek aðeins A-Hún., svo
greinin verði ekki of löng og rek
söguna aftur á bak.
Nú er sýslan í samvinnu við
Blönduóshrepp að byggja 330 fm.
bókhlöðu á tveimur hæðum og
kjallara, sem er upp úr jörð.
Húsið er uppsteypt og verð-
ur glerjað í haust og það
kemur til að kosta milli
10—20 millj. og ef til vill meira,
ef verðbólgan vex með sama
hraða og hún hefir nú gert.
Þarna verður einnig skjalasafn
sýslunnar. Ætlunin er að þarna
verði geymdar bækur þeirra
lestrarfélaga sýslunnar, sem hafa
ekki samastað og bækur sendar út
um sýsluna i bókakössum, eins og
t.d. áhafnir skipa geta nú fengið
sums staðar.
Nú i haust á að reisa hér
slökkvistöð yfir slökkvitæki, tvo
bíla m.fl., sem er eign Blönduóss
og innhreppa sýslunnar. Þessari
samvinnu kom sýslunefndin á
fyrir um 15 árum, en bein stjórn
þessara samvinnusamtaka eru i
höndum oddvita hreppanna.
Fyrir um 10 árum var byggt hér
á Blönduósi myndarlegt héraðs-
félagsheimili með þátttöku sýsl-
unnar. Ákveðið hafði verið að
byggja héraðsfélagsheimili og
kannaður vilji sýslubúa í sam-
bandi við almennar sveitarstjórn-
arkosningar, hvort hrepparnir
ættu beina aðild að þvi eða sýslan.
Samþykkt var með yfirgnæfandi
meirihluta, að sýslusjóður væri
beinn aðili að byggingunni.
Báðar Húnavatnssýslur ásamt
Strandasýslu hafa byggt upp
byggðasafnið við Reykjaskóla.
Sýslan rekur tvær vegagerðarvél-
ar (ámokstursvélar) og svona
mætti halda áfram með ýmsa
minni þætti.
Þegar heilbrigðiseftirlitið var
endurskipulagt nú fyrir fáum ár-
um beitti sýslunefndin sér fyrir
einni heilbrigðísnefnd, fyrir alla
sveitahreppa sýslunnar í sam-
vinnu við Blönduós, og hefir það
gefið góða raun.
Fyrir liðugum 10 árum beitti
sýslunefndin sér fyrir því, að sem
flestir sveitahreppar sýslunnar
sameinuðust um byggingu skóla
að Reykjum við Reykjabraut. Nú
er sá skóli orðinn staðreynd og
hefir starfað i 3 ár, þótt auðvitað
sé þar aðeins um byrjunarfram-
kvæmdir að ræða.
Fyrir nokkrum árum var sam-
þykkt, að greiða 10% stofnkostn-
aðar vegna iþróttamannvirkja i
sýslunni. Greiðslur hafa orðið
minni, en ráð var fyrir gert,
vegna þess að ríkið, eða iþrótta-
sjóður, greiðir ekki sinn hluta og
framkvæmdir þvf orðið minni, en
æskilegt væri.
Þessi upptalning á störfum
sýslunefndar sýnir aðeins, að
þessi stofnun hefir orðið að leysa
þörf samfélagsins, vegna þess að
annar aðili var ekki til staðar. En
þar sem kaupstaðir voru, leystu
þeir margir hverjir þessi mál,
byggðu sjúkrahús, skóla eins og
áður er tekið fram.
Hér hefir það verið venja, að
sýslan styrki félagasamtök, sem
ná yfir alla sýsluna t.d. Ung-
mennasambandið, Kvennasam-
bandið, Sögufélagið, Skógræktar-
félag sýslunnar o.fl. og til sýsl-
unnar er leitað, þegar eitthvað
meiriháttar á að gera.
Ég hefi bent hér á tvö dæmi um
sýslur. Annað sýnir, að þróunin
hefir minnkað gildi sýslufélags-
ins eins og það er nú upp byggt,
en kallað á annað víðtækara. Hitt
dæmið sýnir aftur á móti hvernig
þróunin hefir eflt sýslufélagið og
gert það að nauðsynlegum hluta
sveitastjórnarkerfisins.
Þá er aðeins rétt að minnast á
þá athugasemd talsmanns stjórn-
ar Sambandsins, þegar hann
segir: „Sýslurnar eru tengd-
ar samgöngukerfi miðalda
og henta þvi ekki i nútíma
þjóðfélagi." Þetta eru lokaorð
frásagnar um, að sýslu-
mörk falli oft á tíðum ekki
saman við eðlileg mörk byggðar-
laga. Þetta er að vísu rétt, en má
ekki breyta þessu, ef óskað er?
Hér á Norðurlandi falla sýslu-
mörk og héraðsmörk nokkuð vel
saman. Og ég tel þetta upp fyrir
þá, sem ekki þekkja, sem eru lík-
lega nokkuð margir, fyrst starfs-
maður sveitarstjórna landsins
þekkir það ekki, maður, sem ætti
að kynna sér þetta a.m.k. áður en
hlaupið er til og yfirlýsingar eru
gefnar, sem geta varðað miklu
fyrir byggðarlögin, ef mark er á
þessu tekið.
Vestur-Húnvetningar sækja
mest alla verslun sina til
Hvammstanga og þangað
eiga allir erindi. Til gamans má
geta þess, að nú um eins árs skeið
hefir sýslumaður eða fulltrúi
hans komið vikulega á skrifstofu
á Hvammstanga til þess að veita
fbúum sýslunnar betri þjónustu.
En þetta gerir hann sem sýslu-
maður, en ekki sýslunefndarodd-
viti.
Miðstöð austursýslunnar er
Blönduós og þangað liggja flestra
leiðir. Að vísu hefir Skagaströnd
sérstöðu, því hún byggir afkomu
sína á útgerð, en aðeins eru nú 23
km á milli og nú orðinn greiður
vegur svo varla telst það langt.
A.m.k. yrði lengra að sækja i
Framhald á bls. 18