Morgunblaðið - 03.01.1974, Page 22

Morgunblaðið - 03.01.1974, Page 22
22 MORGUNÉLaBÍö; FIMMTUEAGURT TA'NtíAR’r97T t Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURVIN ÞORKELSSON, frá Vestmannaeyjum, Maríubakka 14, andaðist 29. des. sl. Vilborg Andrésdóttir og synir. Maðurinn minn t EIRÍKUR einarsson frá Kappeyri, Fáskrúðsfirði, andaðist föstudaginn 28. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna Stefánsdóttir. t Konan mín elskuleg, ÞÓRA JÓNSDÓTTIR, Bústaðavegi 85. andaðist i Landakotsspitala. 1 7. desembe.r sl Jarðarförin hefir farið fram. Kjartan Bjarnason, börnin og barnabörn. t Systir okkar. ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR, frá Ásmúla er látin. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju, mánudaginn 7 janúar kl 1.30. Systkinin. t Eiginmaður minn, ALEXANDER BRIDDE, andaðist í Landsspítalanum 1 janúar Þórdís Bridde. t Systir okkar, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, andaðist 31 desember Jarðarförin fer fram laugardaginn 5. janúar kl 1 30 frá Keflavikurkirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuð Fyrir hönd systkina, Jónína Jónsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar VILHJÁLMUR HÚNFJÖRÐ lézt í Borgarspítalanum mánudaginn 31 desember. Sigurbjörg Lárusdóttir og börnin. t Konan mín og móðir okkar, ANTONÍA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, lézt að Hrafnístu 1 janúar Jón Tómasson og börn. t Eiginmaður minn PÁLL JÓNSSON, Skaftafelli, Hveragerði, sem andaðist að morgni 29 þ.m. verður jarðaður að Kotströnd Ölfusi laugardaginn 5 jan. kl 2, Fyrir hönd barna og systkina, Guðrún Jónsdóttir. Peter Wigelund skipasmíðameistari Fæddur 25. júní 1899 Dáinn 22. desember 1973. GÓÐUR drengur er genginn á vit feðra sinna. Dauðanum fylgir ávallt sorg og söknuður, en hann getur vissulega einnig verið líknargjöf. Pétur, eins og hann var venjulega kallaður, átti við mikið heilsuleysi að stríða síðustu ár ævi sinnar, en nú er hvíldin og lausnin komin. Pétur var fæddur í Thorshavn í Færeyjum þann 25. júní 1899, næstyngstur systkina sinna. Eftir- lifandi eru einn bróðir og þrjár systur, öli búsett í Kaupmanna- höfn. Pétur fór ungur til Dan- merkur til að læra skipasmiðar og þar komst hann í kynni við hnefa- leikaíþróttina og náði mjög góð- um árangri í sínum þyngdar- flokki. Keppti hann m.a. fyrir hönd Danmerkur á erlendum vettvangi við góðan orðstír. Til Íslands kom Pétur árið 1926, er hann var ráðinn við byggingu Löngulínu, einnig sem kafari. Honum líkaði dvölin hér svo vel, að hann ákvað að setjast hér að, og hér hefur hann búið og starfað alla tíð síðan. Hér festi hann ráð sitt, kvæntist glæsilegri dugnað- arkonu, sem bjó honum yndislegt heimili, Vilborgu Dagbjartsdóttur frá Grindavík. Þau eignuðust tvær dætur, Erlu og Svölu Christ- ine, sem báðar eru giftar og bú- settar hér í bæ. Einnig ólu þau upp dótturdóttur sína, Hrefnu W. Steinþórsdóttur, sem enn er i heimahúsum. Fyrstu árin eftir smíði Löngu- línu vann Pétur við skipasmfðar á Austfjörðum, bæði á Fáskrúðs- firði og á Neskaupstað hjá Sigfúsi Sveinssyni til ársins 1935, en þá fluttust þau hjónin suður til Keflavíkur. Tók Pétur þar við stjórn skipasmíðastöðvarinnar. Smíðaði hann mörg skip í Kefla- vík og einnig i Innri-Njarðvík þar á meðal m.s. Keflvíking, sem mun hafa verið stærsti bátur, sem þá hafði verið smiðaður hér á landi. Pétur mun hafa smiðað samtals um 30 báta, vönduð, traust og mikil sjóskip og hefur sérstök heppni fylgt þeim öllum, því ekk- ert þeirra hefur farizt af völdum óveðra. Árið 1940 flyzt svo fjölskyldan til Reykjavikur og þar hefur Pétur störf sín hjá Slippfélaginu I Reykjavík h.f., fyrst sem verk- stjóri, síðan sem yfirverkstjóri, og vann þar meðan heilsan leyfði eða þar til árið 1967. Pétur var mjög fær I sínu fagi og þeir eru orðnir margir útgerðarmennirnir, skip- stjórarnir og sjómennirnir, sem átt hafa við hann viðskipti Hann var einstaklega hjálpsamur og vildi hvers manns vanda leysa. Hann var höfðingi heim aðsækja, kátur og gamansamur. Eins og að framan greinir var Pétur Færeyingur að ætt og upp- runa og mun það hafa verið fyrir hans frumkvæði, að Færeyinga- félagið var stofnað hér, en hann var formaður þess um árabil. Reyndi hann alla tíð að greiða götu landa sinna, sérstaklega á stríðsárunum, enda vissu þeir, að þeir gátu leitað til hans hvenær sem var. Pétur var sæmdur Frels- isorðunni af Danakonungi og ýmis annar sómi sýndur fyrir störf sin fyrir Færeyjar og Færey- inga. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, dætrum og öðrum ættingjum inni- lega samúð. Utför Péturs fór fram þann 29. desember að viðstöddu fjölmenni. Blessuð sé minning Péturs Wigelund. Þórarinn Sveinsson. t Eiginmaður minn JÓN JÓNSSON, Sólbakka, Höfnum andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur 1. janúar Sigurlaug Guðmundsdóttir. t Þökkum innilega aðsýnda samúð við andlát og jarðarför INGIVELDAR ST. JÓHANNESDÓTTUR, frá Þorgrlmsstöðum. Vandamenn. t Faðir og fósturfaðir okkar, HANNES STEFÁNSSON, skipstjóri Hrafnistu, andaðist 2. jan. á Landspítalanum. Guðmundur Hannesson, Ragnar Franzson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma ÞORBJÖRG BIERING Andaðist laugardaginn 29. desember 1973 i Heilsuverndarstöð Reykjavíkurborgar. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni laugardaqinn 5. janúar kl 10:30 f.h. Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeðin en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Emilía Biering Sigurjón Sigmundsson Anna Biering Sigurður Guðmundsson Vilhelmína Biering Sigríður Biering Ebba Biering Pétur G. Jónsson Hilmar Biering Helga Biering og barnabörn. t LJtför konunnar minnar, GRETHE ZIMSEN, fer fram i dag, 3. janúar, kl. 3 e.h. frá Fossvogskirkju. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Christian Zimsen. t Útför eiginmanns míns, NIKULÁSAR JÓNSSONAR, h úsa sm íða me ista ra, Álfaskeiði 10, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn, 4. janúar kl. 2 e. h, Fyri hönd vandamanna, Guðríður Bjarnadóttir. t Við þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför HARALDAR KRISTMANNSSONAR, Akranesi Jafnframt biðjum við ykkur allrar Guðs blessunar á nýbyrjuðu ári. Jóna Þorleifsdóttir, Ásthildur Einarsdórrir, Helgi Kr. Haraldsson, Guðríður Halldórsdóttir, Þorgeir Haraldsson og barnabörn. t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, HALLDÓRSPÁLSSONAR frá Höfða. Guð blessi ykkur. Rebekka Pálsdóttir, Jóhannes Einarsson, Sólveig Pálsdóttir, Elísa Einarsdóttir, María Pálsdóttir, Maríus Jónsson, Jóhann Pálsson, Sigriður Pálsdóttir, Helga Pálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Kristbjörn Eydal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.