Morgunblaðið - 03.01.1974, Síða 24

Morgunblaðið - 03.01.1974, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 Séra Bernharður Guðmundsson skrifar frá Addis Abeba: „ Ó, Zambía, þú landið bezta á jörð ” Það ríkir algjört öngþveiti í flugvélinni. Þjónustuliðið er á hlaupum, samkvæmt reglum á sjálfsagt að fara að bera fram matinn. Það er búið að dreifa dagblöðum og bjóða drykki með mesta sóma. En svo mikið fyrirtæki, sem að bera fram mat fyrir l’OO manns, er hinum ungu flugfre.vjum og þjónum greinilega ofviða. Það tekur langan tima að setja á bakkana, gleymist að hita kaffið, og þeg- ar við lendum eftir þriggja tíma flug, hefur aðeins helmingur farþeganna fengið skammtinn sinn. I rauninni erum við, sem vanhaldin erum, dálítið gröm — og þó. Þetta unga fólk hefur gert sitt bezta og brosir breiðu afvopnandi brosi. þegar það af- sakar seinaganginn. — Hverju máli skiptir, hvort maður fékk veitingar eða ekki? Við erum komin heilu og höldnu á leiðar- enda. Að vissu leyti var það hressandi að hafa i þjónustuliði ungt fólk, sem sveif ekki um með straumlínusniði, ópersónu- legt ög einkennalaust eins og flest starfsfólk stóru flugfélag- anna. Þar ber líka að hafa í huga, að flest þeirra eru fædd í strákofa, og hafa sem börn orð- ið að bera vatn kilómetrum saman til heimabrúks. Er þá að furða að það vefjist fyrir þeim sitthvað í hinum vestrænu mat- arsiðum, sem skylt virðist að hafa um hönd í flugvélum, einnig hér í Afríku, þar sem ég er eini hvíti farþeginn. Og lífið hér um borð í zambísku flugvél- inni er á margan hátt einkenn- andi fyrir Iandið og þjóðina, sem byggir Zambiu. Að fá sitt sjálfstæði Fyrir níu árum rifu blökku- menn sem byggðu Ruodesin sig lausa frá hinni hvítu aðskiln- aðarstefnu valdhafanna, og stofnuðu sjálfstætt ríki i Norður-Ródesíu og nefndu það eftir fljótinu Zambezi, sem fær- ir blessun vatnsins um þetta þurra land, Zambiu. Þá höfðu um 100 íbúanna hlotið háskóla- menntun og um 1100 fram- haldsskólamenntun. Allir þeir voru kallaðir til forystustarfa og mikil áherzla lögð á mennt- un yngri kynslóðarinnar, þann- ig að hvar sem maður kemur á opinberar stofnanir i landinu er það barnungt fólk, sem fæst við hin viðamestu störf. Sökum reynsluleysis verður sjálfsagt margt axarskaftið, en allir gera sitt bezta, brosa breitt af mis- tökum eða fela þau — og jörðin snýst þrátt fyrir allt. En þetta hafa verið erfið ár. Allt samgöngukerfi landsins er í beinum tengslum við Rhodesíu og leiðir til hafnar- borga S-Afriku. Sambúð rikj- anna hefur farið æ versnandi vegna apartheidstefnu Rhodesiu, og nú hefur landa- mærum ríkjanna verið kyrfi- lega lokað. Og það er auð- veldara um að ræða en í að komast, mjög miklir erfiðleikar eru nú með aðdrætti og útflutn- ing, og því er vöruskortur mik- ill og bág afkoma. Auðvitað kemur ekki til greina að opna landamærin til Rhodesíu. Koparsala og kverið rauða Hins vegar er vor í lofti. Kín- verjar eru að leggja járnbraut frá hafnarborginni Dar Es Salaam í Tanzaníu niður til Zambíu. Þeir eru reyndar komnir langleiðina. Zambía nær hvergi að sjó og þar sem helzti útflutningur landsins er kopar, sem sendur er til Evrópu, er lífsnauðsyn að hafa aðgang að öruggri höfn. Kínversku verkamennirnir eru Zambíubúum mikil ráð- gáta. Þeir vinna 12 tíma á dag alla daga vikunnar, eru sífellt 3—4 saman, og sýna sjaldnast nein merki gleði eða amsturs, er þeir deila út rauða kverinu og brosa gjarnan við börnum og leggja brautina með ótrúlegum hraða. Og þegar brautin kemur verður allt betra, segir Kenn- eth Kaunda forseti, og orðum hans er ljúft að lúta. Á skjánum Ég horfði á sjónvarpið eitt kvöld. Þar voru myndaratriði, en einhvern veginn bilaði út- haldið, og sjö sinnum á sama kvöldinu kom skiltið: Afsakið smávegis bilun! En þulan kom okkur í gott skap í hvert sinn, er hún kynnti að dagskráin hæfist að nýju. Enda sagði hún að þetta sjónvarp væri svo mikið galdratæki að vonlegt væri, að eitthvað færi úrskeiðis. Og það eru orð að sönnu. En þarna býr ung þjóð, sem ætlar sér fullan hlut meðal þjóðanna, stendur að vísu enn á brauðfótum, en viljinn, áræðið og metnaður er ómældur og vafalaust verður innan tiðar komið velferðarþjóðfélag í því landi, ef það er þá eftirsóknar- vert. Húsmœðraskóli með hlóðir hugsun og verklag íbúanna. Þarna eru fleiri stofnanir, sem kirkjan rekur til uppbyggingar hinu unga þjóðlífi, en merki- legastur er húsmæðraskólinn. AS kunna sig Þegar Zambía varð sjálfstæð fyrir nokkrum árum, voru þeir fáu, sem menntun höfðu, kallaðir til forystustarfa, m.a. i utanríkisþjónustu. Eiginkonur þessara manna voru flestar ómenntaðar, höfðu verið í þorp- inu heima, meðan maðurinn gekk á trúboðsskólann og var kannski siðar kostaður tii náms erlendis. Þegar eiginmennirnir urðu skyndilega ráðherrar eða sendiherrar. kom i ljós, að konur þeirra kunnu lítt til þess að standa við hlið þeirra í hinni nýju stöðu. Því gerðist það oft, að hinir nýorðnu frammámenn skildu við konur sínar og fundu sér aðra konu, sem kunni ögn í ensku og gat gengið í hæla- háum skóm. Þarna var verulegt vandamál á ferðinni, og því stofnaði kirkjan þennan skóla og i fyrstu árganginum voru 3 nú- verandi ráðherrafrúr og for- setafrúin, frú Kaunda. Þær lærðu einföldustu matseld, reglur um framkomu og annað slíkt, er auðveldaði þeim að standa við hlið manna sinna, en fyrst og fremst var þeim bent á gildi þess að vera sfrá Afríku, frá Zambíu og að svört menn- ing er sízt síðri þeirri hvítu, þótt hún sé öðru vísi. Nú tekur skólinn við nemendum af öllum stéttum og á öllum aldri, þær mega hafa tvö yngstu börnin með sér. Nemendurnir búa i litlum hús- um, 4 konur i hverju með börn sín, sem á daginn eru á barna- heimili skólans. 1 eldhúsinu eru hlóðir, og vatnskrani utan við húsið. Engin kvennanna hefur raf- magn á heimili sínu, skólinn mætir þeim aðstæðum og kennslan felst í að hjálpa þeim að lifa betur, þegar þær koma heim og geta miðlað nágrönn- um sinum af reynslunni. Það var kennt ítarlega um meðferð ungbarna, en hinn geysihái ungbarnadauði skapaðist fyrst og fremst af fáfræði og for- dómum mæðranna. Essie Johnson Þann dag, sem ég heimsótti Mindolo, átti að taka í notkun sjúkraskýli, enda veitir ekki af, árlega fæðast 5—6 börn á hús- mæðraskólanum. Fyrsta for- stöðukona skólans Essie John- son var komin í heimsókn, en skýlið skyldi bera nafn hennar. Skólakórinn söng og einn nemendanna stjórnaði og leið- sögumaðurinn sagði, að hæfi- leikar til ótrúlegustu starfa kæmu fram hjá nemendum, er þeir kæmust í þetta hvetjandi umhverfi. Skýlið var vígt og' nemendurnir upphófu fagn- aðarsöng og dans. Þær voru klæddar í mjög litskrúðug pils, með viðamikinn höfuðbúnað úr sama efni, enda eru þær höfð- inglegar ásýndum. Söngurinn og dansinn magnast, forstöðu- konan, hjúkrunarkonan og Essie Johnson leiða dansinn Essie er kanadísk, en stígur dansinn af mýkt, sá klúrleiki, sem oft einkennir dans hvítra manna eftir afrískum takti, sést ekki, og innan tíðar eru allir viðstaddir gengnir í dansinn, líka ég, þrátt fyrir kæfandi hita og þrönga skó. Hvernig ertu í fætinum? Skömmu Siðar er ég haltra til kaffiborðs, fannst mér ég heyra kallað á islenzku. En slikt er óhugsandi hér í miðri Zambíu, og ég skeyti engu slíkum of- heyrnum. En röddin heyrist aftur, það er ekki um það að villast: Hvernig ertu í fætinum, er kallað til mín! Þetta er þá Essie Johnson; heldur glaðhlakkaleg. Hún seg- ist hafa frétt, að ég væri islenzkur og sjálf hafi hún veriðgift Islendingi. Hann séra Jakob sá um jarðarförina, bætti hún við. Essie hafði sem sé gifzt Gunn- steini Jónssyni systursyni séra Hermanns Hjartarsonar og bjuggu þau í Wynyard Sask, þar sem séra Jakob þjónaði í eina tíð. Tengdamóðir Essie fót- brotnaði, er hún dvaldist hjá ungu hjónunum, og því lærði Essie spurninguna, sem Gunn- steinn spurði móður sína á hverjum degi: Hvernig ertu í fætinum? Séra Jakob Og Essie spyr margs um séra Jakob og fjölskyldu hans og er ekki hissa, að „his redhaired kids“ eru meðal fremstu rithöf- unda okkar. Þetta er í rauninni lítii ver- öld, það er sem sagt fólk í miðri Afríku, sem vill fá að vita um sjóleiðina til Bagdad, Hvað er í blýhólknum og Tyrkja-Gudda og annað það, sem Rev. Jakob Jónsson and family hafa stuðl- að að til menningar síns lands. Og hvað er mitt land eða þitt, erum við ekki öll í sömu veröld, spyr Essie Johnson og bætir við á hlæjandi failalausri íslenzku: Hvernig ertu í fætinum, í Zam- bíu. ÞEIR, sem hafa komið í heimsókn á húsmæðraskóla, hamast við eldhúsin spegilgljá- andi, þar sem eldavélar, hræri- vélar og ísskápar standa i röð- um, og saumavélarnar og vef- stólarnir f næstu stofum, en ungar stúlkur með vor í augum og von i hjarta — flestar með trúlofunarhring að auki, — bera fram krásir, yndi augna sem munns. Þannig finnst manni, að húsmæðraskólar eigi að vera, og með þá hugmynd i kollinum var undarlegt að koma á húsmæðraskólann í Mindolo í Zambíu. Mindolo er mikið skólasetur. Þar rekur kirkjan skóla fyrir blaðamenn og útvarpsstarf- semi, þar er skóli fyrir æsku- lýðsleiðtoga, þar er skóli sem menntar handavinnukennara, með sérstöku tilliti til þess, sem er eiginlegt og upprunalegt í zambískri verkmenningu. Slíkt er mikils virði til aukins sjálfs- trausts þjóðarinnar, að hún geri sér ljóst, að hún býr yfir arfi, sem jafnast á við verk- menningu annarra þjóða. 1 stað þess að apa vestræn form og aðferðir sem eru framandi fyrir Zambiubúa, er byggt á þvi og við það prjónað, sem fyrir er í landinu og er í takt við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.