Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 1
8. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 11. JANUAR 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins * *, m V- Flóðið var svo mikið f Reykjavíkurhöfn á áttunda tfmanum f gærmorgun, að I hafnsögumenn urðu að fá aðstoð þegar þeir ætluðu um borð í báta sfna eins og myndin sýnir. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Velsæld ógnað segir Nixon San Clemente, 10. janúar. AP. NIXON forseti sagði í dag, að velsæld og jafnvægi í heiminuni gætu orðið fyrir óbætanlegu tjóni af völdum umróts í stjórnmálum og efnahagsmálum vegna orku- skortsins. Þetta kemur fram i bréfi þar sem hann býður utanríkisráðherr- um sex Evrópulanda Japans og Kanada til ráðstefnu um oliu- málin í Washington í febrúar. Hann sagði, að heimurinn stæði á „sögulegum krossgötum" vegna orkukreppunnar. Nixon segir í bréfinu, að þjóðir heims standi andspænis grund- vallarákvörðun, sem geti haft djúptæk áhrif á öll samskipti i stjórnmálum og efnahagsmálum þaðsem eftir er aldarinnar. Um tvær leiðir er að velja, segir forsetinn; að hver fari sína íeið eða allir taki höndum saman. Fyrri kosturinn geti leitt til sundrungar, grafið undan sjálf- stæði og magnað pólitísk og efna- Framhald á bls. 20. Pólskar njósnir í Berlín Berlin, 10. janúar, AP. DIPLOMAT, sem starfar í tengsl- um við pólska sendiráðið í Aust- ur-Berlfn, hefur verið handtekinn í Vestur-Berlín, grunaður um njósnir, að sögn lögreglunnar í Vestur-Berlín. Maðurinn heitir Eugenius Pieluczek. Hann fjallaði um fljótasiglingar í starfi sínu. • • Ongþveitið magnast stöðugt í Bretlandi London, 10. janúar. AP. FERÐIR fólks me3 járn- brautum í og úr vinnu í London og SuðausturEng- landi Iögðust að mestu nið- ur í dag þar sem lestar- stjórar lögðu skyndilega niður vinnu. Umferðaröngþveitið vegna alvarlegustu vinnudeilu í Bret- landi síðan síðari heimsstyrjöld- inni lauk jókst þar með um allan helming. Útlit er fyrir, að ástandið haldi áfram að versna. Forystumenn 280.000 kola- námumanna Bretlands sam- þykktu jafnframt einróma, að halda yfirvinnubanni sínu til streitu. Kolabirgðir hafa minnkað um þriðjung vegna bannsins og vegna þess hefur stjórnin fyrir- skipað þriggja daga vinnuviku til að spara orkubirgðir. Þar sem hvorki gengur né rekur í viðræðum við námumenn er yfirvofandi skortur a stali og undirstöðuhráefnum, þannig að hugsanlegt er, að ekki verði kom- izt hjá því, að innleiða tveggja daga vinnuviku. Milli kl. 7 til 10 í morgun komu aðeins 58 járnbrautalestir til London en venjulega koma þangað 532 lestir á þessum tíma. Venjulega koma 261.000 manns til vinnu í London með þessum lestum. Aðeins um 20.000 komust í dag. Hinir héldu kyrru fyrir heima eða fóru með bílum, strætisvögnum eða neðanjarðar- lestum. Þeir, sem komust til vinnu, voru varaðir við þvi, að ekki væri reynandi að komast heim með lest í kvöld. Edward Heath forsætisráð- herra átti i kvöld fund með for- ystumönnum verkalýðssambands- ins (TUC), sem leggur til, að kola- námumenn fái launahækkanir gegn loforði um að önnur verk- lýðsfélög heimti ekki svipaðar hækkanir. Þessu hefur stjórnin hafnað. Framhald á bls. 20. 3 bjargað í stórsjó Bordeaux, 10. janúar. AP NTB. ÞRIÐJA manninum af skipinu Tevega frá Kýpur hefur verið bjargað síðan það sökk undan strönd Spánar í gærkvöldi. Sautján manna áhöfn skipsins fór i björgunarbátana áður en skipið sökk i stórsjó. Nokkrum klukkustundum siðar fundust tveir menn á lífi og tvö lík undan Finisterre-höfða við Biscayflóa. Um 20 skip frá ýmsum löndum hafa tekið þátt í leitinni. Dauðarefeing London, 10. janúar, —AP. SEX þingmenn Ihaldsflokksins í neðri deild brezka þingsins hafa lagt fram frumvarp þar sem þess er krafizt, að launinorðingjar, flugvélaræningjar, mannræn- ingjar og „þeir, sem hal'a skotið á eða á annan hátt ráðizt á her Hennar Hátignar" verði teknir af lifi. Frumvarpið er ætlaö að ná bæði til palestínskra skæruliða og skæruliða írska lýðveldishersins. Dauðarefsing fyrir morð var afnumin i Bretlandi árið 1965, en hún er enn í gildi er varðar land- ráð, sjórán og uppþot innan hers- ins. Halda heim Hannover, 10. janúar. —AP. NÆRRI því 23.000 manns af þýzk- um uppruna sneru heim til Vest- ur-Þýzkalands frá ýmsum Austur- Evrópulöndum á síðasta ári. Þessir mannflutningar eru árangur af stefnu Willy Brandts, sem unnið hefur að bættri sam- búð við ríki Austur-Evrópu. Stjórn Dana lafir áfram Frá fréttaritara Mbl., Jörgen Harboe, Kaupmannahöfn í gær. Atlögu Sósíalistíska þjóðar- flokksins (SF) gegn stjórn Poul Hartlings var hrundið í dag. Þing- ið felldi með miklum meirihluta tillögu SF um að stjórnin hætti við áform sín um að stöðva sjálf- krafa aukningu dýrtíðarinnar og lífi stjórnarinnar var bjargað. Samkvæmt tillögum Poul Hartlings til viðreisnar efnahags- öngþveitinu á að fella niður þrennar vísitölubætur i vor og greiða í þess stað öllum launþeg- um ákveðna upphæð. Flestir hinna tíu þingflokka eru þessu mótfallnir og því verður að líta svo á, aðtillaga SF hafi verið felld til þess að bjarga fallvaltri stjórn Hartlings, sem hefur aðeins 22 af 175 þingmönnum á bak við sig. 0 Vilja útfærslu Þingmenn Færeyja létu í ljós ósk um útfærslu færeysku land- helginnar í umræðunum, sem fylgdu á eftir setningarræðu Hartlings i gær. Johan Nielsen kvaðst telja, að Færeyjar ættu að hafa sem stærsta fiskveiðilögsögu. Hann sagði, að sennilega mundu Færey- ingar fella aðild að Efnahags- bandalaginu ef gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu nú. „Eins og Erlendur Patursson (hinn þingmaður Færeyja) læt ég mig dreyma um, að Færeyjar geti einhvern tima orðið frjálsar, en ennþá er það ekki tímabært," sagði Nielsen. Á morgun verður haldið áfram tilraunum til þess að finna lausn á efnahagsvandræðunum og semja frumvarp sem meiri hluti þingsins getur sætt sig við. Bjartsýni á aðskilnað herja við Súez-skurð New York, Beirút, 10. janúar. AP. NTB. KURT Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóöanna, sagði í dag, að „góðar horfur" væru á skjótum aðskilnaði ísraelsku og egypzku herjanna við Súez-skurð. Waldheim sagði á blaðamanna- fundi að unnt ætti að vera að leysa málið í Genf á næstu vikum. Hann sagði ennfremur að draga mundi úr áhrifum orkukreppunn- ar ef áfram miðaði í Genfarvið- ræðunum. í Beirút sagði blaðið A1 Shark samkvæmt leyniþjónustuheimild- um að Egyptar væru í þann veg- inn að ráðast á ísraelska herliðið vestan Súez-skurðar. Áður höfðu yfirmenn egypzku herjanna á Sinai sagt að þeir væru þess al- búnir að leggja til atlögu og að 20.000 israelshermenn á vestur- bakkanum væru „innilokaðir og dauðadæmdir". Jafnframt fór Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandarikjanna til Egyptalands í kvöld i þriðja skipti á þremur mánuðum til þess að koma skriði á viðræðurnar um aðskilnað herjanna við Súez- skurð. Talsmaður bandaríska utanrikisráðuneytisins sagði að ekkert væri vitað um fréttina úm yfirvofandi árás Egypta. Sendiherra Israels í Bandarikj- unum, Simcha Diniiz, sagði að visu eftir stuttan fund með Kiss- inger að hann gæti ekki iagt áþreifanlega ísraelska tillögu um brottflutning frá Súez-skurði fyr- ir Anwar Sadat forseta. Áður hef- ur verið hermt að Israel muni leggja til að israelska herliðið verði flutt um 32 km frá skurð- inum ef Egyptar fækka hermönn- Framhald á bls. 19. * t * _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.