Morgunblaðið - 11.01.1974, Side 13

Morgunblaðið - 11.01.1974, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANUAR 1974 13 Hljómsveitin Pelikan er á dag- skrá á laugardagskvöld. Trymbillinn ber húðirnar ákaft. stjóri Miklós Janscó. Þýðandi Hjalti Kristgeisson. Myndin gerist i Ungverja- landi um 1860, þegar landið tilheyrir austurríska keisara- dæminu. Stjórnin heldur uppi ákafri leit að ungversk- um „útlögum" og fjölda bænda, sem liggja undir grun, hefur verið smalað saman eins og fénaði í virki á ungverskri sléttu, og lýsir myndin samskiptum bænd- anna við fulltrúa keisarans. Á það skal bent, að myndin er tæpast við barna hæfi. 23.00 Dagskrárlok FÖSTUDbGUR 18.janúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 íþróttir fyrir alla Sænsk mynd um Iþróttir, sem bæði heilbrigðir og fatlaðir geta stundað. Þýðandi og þul- ur Dóra Hafsteinsdóttir. 21.05 Landshorn Fréttaskýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónar- rnaður Guðjón Einarsson. 21.40 Mannaveiðar Bresk framhaldsmynd. 25. þáttur. Endatafl II Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.30 Dagskrárlok. L4UG4RD4GUR 9. janúar 1974 17.00 Iþróttir Meðal efnis eru myndir frá innlendum íþróttaviðburðum og mynd úr ensku knatt- spyrnunni. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Pelikan Hljómsveitin Pelikan flytur frumsamda rokk-músík. Hljómsveitina skipa Asgeir Óskarsson, Björgvin Gísla- son, Jón Ólafsson, Ömar Óskarsson og Pétur Krist.iánsson. 20.45 Réttarhöldin í Niirn- berg. Bandarísk bíómynd frá árinu 1961, byggð á heimildum um réttarhöld Bandaríkjamanna yfir þýzkum stríðsglæpa- mönnum. Leikstjóri Stanley Kramer. Aðalhlutverk Spencer Tracy, Burt Lancaster, Richard Widmark, Maximilian Schell, Marlene Dietrich og Judy Garland. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 23.40 Dagskráarlok. tlr réttarhöldunum I Niirnberg. Lengst til hægri er Spencer Tracy I hlutverki sfnu. HVAÐ EB AD HEYRA? Á sunnudag, kl. 16,45, lýsir Jón Ásgeirsson síðari hálfleik íslendinga og Ungverja í hand- knattleik, en lýst er beint frá Laugardalshöll. Er ekki að efa, að margir munu fylgjast með Jón Ásgeisson frammistöðu íslenzka liðsins, en búast má við jöfnum og spennandi leik. ef að líkum lætur, því að íslendingar hafa oft náð góðum árangri gegn þessari austur-evrópsku handknattleiksþjóð. Baldur Pálmason Á sunnudagskvöld, kl. 19, hefst þátturinn Gamalt efni úr segulbandasafninu. Baldur Pálmason sér um þann þátt, en þar verður rifjað upp ýmislegt efni með því að endurtaka þætti um merka menn og mál- efni. Sunnudagskvöldið 13. janúar mun Ingibjörg Haraldsdóttir flytja þátt um Kúpu, en þar hefur hún búið sl. 5 ár, í Havana. Ingibjörg sagðist taka fyrir söguna, allt frá Kólum- busi til Castro, spjalla um Spán- verjana fyrir byltinguna 1959 og þróun mála síðan* ástandið í menningarmálum og fleira. Þá fléttar hún tónlist frá Kúbu inn i þátt sinn. Ingibjörg hefur starfað sem aðstoðarleikstjóri við leikhús í Havana í þrjú ár, en hún kvað umrætt leikhús hafa verið stofnað 1957 og vera eitt af eldri leikhúsunum í Havana. Mestan áhuga fyrir leikhúsmál- um kvað hún vera hjá ungu fóiki. Sverrir Runólfsson Mánudaginn 14. janúar talar Sverrir Runólfsson um daginn og veginn. Kallar hann erindi sitt: Svarið við hinu óábyrga stjórnunarkerfi er valfrelsi um menn og málefni. Sverrir kvaðst m.s. fjalla um vega- gerðina á íslandi, en aðallega kvaðst hann myndu ræða kerfið og ábyrgðarleysi þess. Miðvikudagskvöldið 16. janú- ar, kl. 19,45, er þátturinn Til umhugsunar, þar sem Sveinn Skúlason stjórnandi þáttarins ræðir við séra Hrein Hjartarson prest íslendinga í Kaupmanna- höfn. Þeir ræða m.a. um það, sem snýr að eiturlyfjamálum þar og fleira. Þá ræðir Sveinn éinnig við Jónu Bjarnadóttur félagsfræðing um áfengis- vandamálið í Danmörku, en hún vinnur í Kaupmannahöfn á stofnun, sem borgin rekur. Sveinn Skúlason Séra Hreinn Hjartarson Farmiði til tunglsins heitir útvarpsleikritið, sem leikið verður fimmtudagskvöldið 17. janúar, kl. 20,35. Leikritið er í þýðingu Úlfs Hjörvar, en höf- undur þess er Einer Plesner. Flutningstími er ein klukku- stund og tiu minútur. Leik- Steindór Hjörleifsson stjóri er Steindór Hjörleifsson, en leikarar Bessí Bjarnason, sem leikur hann, Margrét Ólafsdóttir, sem leikur hana, og Jón Aðils, sem leikur þjóninn. Bessi Bjarnason GLUGG Margt skemmtilegt var á dag- skrá sjónvarpsins um áramótin, enda vandað til margra þátta. Viðtal Indriða G. Þorsteinssonar við Moniku á Merkigili var skemmtilegt og fróðlegt. Allt bak- sviðið þar var hlýja, kærleikur og trú. „Blessað stráið," sagði Mon- ika um konu eina, sem átt hafði i vandræðum. Áramótakvóldið fóru saman þættirnir með Ótafi Jóhannessyni forsætisráðherra, sirkus Billy Smarts í London og Þjóðskinna. Ágætir brandarar komu fyrir í Þjóðskinnu, en i heild fannst mér spaugið ekki nógu hnitmiðað úr þvi að ætlunin var að framleiða spaug. Margt var einnig nokkuð langsótt i túlkun og hef ég orðtð var við, að margir skildu ekki, hvað átt var við i ýmsum atrið- unum. Sem fréttamaður fannst mér dagskráin skemmtilega unn- in, en ekki hefði ég viljað vera i sporum þeirra, sem fyigjast tak- markað með fréttum. Annars er ekki hægt að segja annað en þessi nýjung hafi tekizt dável. Það hafa alltaf verið einhver tilþrif i ára- mótaþáttum sjónvarpsins, og það er um að gera að breyta um form i þvi efni. Þvi miður sá ég ekki Gríms- eyjarkvikmyndina „Eyja Grims í Norðurhafi", en ég hef heyrt sam- hljóma álit manna um, að hún hafi verið frábær. Meðal annars efnis, sem nefna má, er Bitlamyndin Hard Days Night, en ótrúlegt er, að islenzkir unglingar hafi séð þá mynd. allt að 100 sinnum eins og raun bar vitni, þegar hún var sýnd hér Fjandakornið, það hlýtur eitthvað að vera bogið við kynninguna á íslenzkri menningu úr þvi að slíkt getur gerzt. Kvikmyndin Topkapi var góð dægrastytting og skemmtileg, tekin í hinni seiðmögnuðu borg Istanbúl og ber nafn hins fræga gimsteinasafns þar. Topkapi. Staðreyndin er einfaldlega sú, að islenzku fólki yfirleitt likar betur við vestrænar myndir en þær sem koma frá Austur-Evrópu. En þjóð- félagsfræðingarnir og hinir spek- ingarnir geta nú útskýrt það i einhverjum umræðuþættinum. Margt er vel gert i Stundinni okkar, enda af miklu að taka i dagskrárgerð fyrir böm, en eina hugmynd dettur mér i hug að setja fram. Hvi ekki að fá börn til að semja stutt lög og jafnvel texta og láta siðan þau eða aðra flytja efnið i Stundinni okkar? Farið er að kenna börnum nótnaskrif og ef þau kunna ekki slikt geta þau sent hugmyndir sinar á segulbandi, sem auðvelt væri síðan að vinna af. Slikur þáttur i Stundinni okkar yrði eflaust mjög vinsæll um leið og hann er skapandi fyrir yngsta fólkið. -á.j.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.