Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANUAR 1974 Vilhjálmur Húnfjörð Jósteinsson - Minning A gamlársdag, síðasta dag árs- ins, lézt af slysforum Vilhjálmur Húnfjörð Jósteinsson, viku fyrir þrítugasta afmæli sitt. „Hver skil- ur slíkan skapadóm“? Hver skilur þegar ungur maður í blóma lífsins er hrifinn á brott frá 5 ungum börnum og elskandi konu? „Hann skilur sá, er Herrans dóm í góðu hjarta geymir“. Vilhjálmur fæddist i Reykjavík 8. janúar 1944. Foreldrar hans voru hjónin Emilía Húnfjörð og Jósteinn Magnússon, sem nú er látinn. Það mætti ætla, að heldur litið væri hægt að segja um mann, sem deyr svo ungur að árum á miðju lífsskeiði, en Villi hafði átt óvenju fjölbreytta ævi og tekizt á við fleiri og stærri verkefni en margur maður honum eldri. Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóa, Alefling andans og athöfn þörf. Margoft tvítugur meira hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði, (Jónas Hallgrímsson) Villi var maður óvenju fjölhæf- ur, það var sama hvort hann fékkst við trésmíði, járnsmíði, rafvirkjun, eða hvað sem var, allt lék í höndunum á honum. Oft hafði hann á orði, að fara í iðn- skóla þar sem ekki vantaði nema herzlumuninn á, að hann gæti tal- izt fullgildur blikksmiður, en það átti að bíða betri tíma, uppbygg- ing efnahagsins og umhyggja fyr- ir fjölskyldunni sátu i fyrirrúmi. Blikksmíði hafðí hann lært hjá afa sínum og nafna Vilhjálmi Húnfjörð, en hann var sá maður, sem Villi mat manna mest. Var það honum þungt áfall, er afi hans lézt 2. júlí sl. en hann hafði gengið honum að mestu í föður- stað. Þótt lifið færi að ýmsu leyti um hann ómildum höndum á stund- um, hreppti hann það dýrasta hnoss, sem hverjum manni getur hlotnazt, þegar hann fann þá konu, sem varð lífsförunautur hans, en það var Sigurbjörg Lár- usdóttir eða Sirrý eins og hún er kölluð. Betri eiginkonu hefði hann ekki getað fengið, hún trúði alltaf á það bezta í manni sínum, örvaði hann til dáða, studdi hann í erfiðleikum og huggaði hann í vonbrigðum. Höfðu þau í samein- ingu lokið við að skapa sér og börnunum fimm hlýlegt heimili að Miðvangi 115 í Hafnarfirði erf- iðast'i hjallinn var að baki og framtíðin blasti við björt og gull af fyrirheitum. Leiðir okkar Villa lágu því mið- ur ekki saman fyrr en fyrir ári, er við urðum nágrannar. Eigum við nú á bak góðum granna að sjá, alltaf var hann reiðubúinn að leysa hvers manns vanda og greiðasemi hans munum við seint gleyma enda var hans siðasta verk í þessu lífi greiði við okkur, boðinn fram af þeim vel'vilja, sem einkenndi samskipti okkar Villa. Þótt börnin væru mörg, rúmaði hjarta hans kærleika til allra barna, gleggsta vitnið um það var, þegar þau hjónin tóku að sér vegalausan dreng, sem enginn, vildi skipta sér að, tóku hann á sitt heimili og veittu honum allt það, sem í þeirra valdi stóð. Þótt híbýli þeirra þá stundina væru 2 herbergi og eldhús, áttu þau enga ósk heitari en að ganga þessum einmana, umkomulausa dreng í foreldra stað. Hann var þó sóttur eftir nokkra mánuði og færður til framandi lands þar sem biðu hans óviss örlög. Ofá voru skiptin, sem Villi hugsaði til þessa drengs og hafði áhyggjur, þvi vel vissi hann hvernig það var, að vera einmana barn. Ekki vildi Villi mikið gera úr þessum eiginleika sínum frek- ar en öðrum, en ekki varð hjá því komizt, að taka eftir hve gott lag hann hafði á börnum, okkar börn- um var hann sem bezti frændi: Vantar nú í vina hópinn. Völt er lífsins glíma Þann er yndi og unað skóp oss fyrir skemmstum tíma. (Matthías Jochumsson). Viljum við hjónin votta dýpstu samúð okkar börnunum Lárusi, Vilhjálmi, Kristjáni, Emilfu og Jósep, móður hans, systrum og ömmu, svo og eiginkonu hans Sig- urbjörgu og öðrum aðstandend- um. Jón Rafnar og Rúna. í dag verður til moldar borinn Vilhjálmur Húnfjörð Jósteinsson. Hann var fæddur 8. janúar 1944 og lést 31. desemb. 1973. Foreldr- ar hans voru hjónin Emilía V. Húnfjörð og Jdsteinn Magnússon. Þá eru staðreyndirnar komnar til skila, en það er erfiðara sem á eftir að koma, að segja eitthvað um hann Villa minn og hana Sirrý og börnin þeirra fimm. Hvar er hægt að byrja á minn- ingunum, þegar þær eru svona margar og svo ljúfar og koma hver af annarri, svo ört að það er varla hægt að nema þær allar. Við vorum aðeins krakkar þegar við kynntumst fyrst, þegar hann og Sirrý, æskuvinkona mín, byrjuðu að vera saman eins og við kölluð- um það. Þau kynni áttu eftir að verða mér dýrmæt, þegar þau voru gift og búin að setja upp heimili. Og enda þótt nú hafi komið í Ijós, að þessi samvera þeirra átti eftir að verða alltof stutt, þá voru það hamingjurík ár. Þau voru hamingjurík fyrir Villa og Sirrý og hamingja þeirra jókst óg jókst, með Lárusi. Vilhjálmi, Kristjáni, Emilíu og Jósep, börnunum þeirrá fimm. Og það var einnig hamingja fyrir mig-að eiga þau að vinum. Villi var álltaf léttur og kátuf og hvers manns hugljúfi og mér leið alltaf vel, þegar ég var með þeim Sirrý. En þá fyrst kynnist maður einhverjum, þegar eitt- hvað bjátar á og þá fékk ég að reyna, hvern mann Villi hafði að geyma. Sirrý er bezta vinkona mín og við höfum alltaf getað talað sam- an og leitað hver til annarrar í sorg jafnt sem gleði. En í Villa fann ég nýja stoð, því hann veigr- aði sér ekki við að axla byrðar vina sinna, og þá var hann ljúfast- ur og bestur er maður þurfti að leita til hans. Líf Villa beindist að því að búa fjölskyldu sinni hamingjurikt heimili og til þess sparaði hann ekkert. A yngri árum skorti hann fé til að ganga þá menntabraut sem hann hefði kannski kosið og sem allt hans far og fas sýndi að hann hafði hæfileika til, en hann lét það ekki aftra sér. Dugnaður hans, framkvæmda- semi og áhugi var slíkur að hon- um hlaut að ganga vel, hvað sem hann tók sér fyrir hendur og um það ber heimili þeirra fagurt vitni. Handbragð Sirrýar er þar líka á öllum hlutum því þau voru sameinuð í öllum verkum sínum og ekki síst í því að gera heimilið vel úr garði. Fjölskylda Villa náði lika út fyrir veggi hans eigin heimilis og samband hans við móður sína, föður sinn meðan hann lifði, afa sinn og ömmu og systur var eins og búast mátti við af manni eins og Villa. Sérstaklega var þó kannski kært með honum og Emilíu móður hans, því auk þeirr- ar ástar sem er eiginleg milli móð- ur og sonar, voru þau góðir og einlægir vinir. Sirrý var þar ekki utangarðs því hún varð eins og dóttir og góður vinur og börnin áttu hlýjan samastað hjá þeim öll- um. Orð megna aldrei að lýsa alveg tilfinningum, svo ég ætla ekki að reyna það. Og nú er Villi er geng- inn í Guðs ríki get ég aðeins beðið honum blessunar Hans og þakkað fyrir samverustundir sem ég mun ekki gleyma meðan ég lifi. Megi Hann veita Sirrý, börnunum ykk- ar litlu, móður og öðrum ástvin- um þá huggun sem þau þurfa nú svo sárt á að halda. Þorbjörg. Dauðinn beitir mörgum aðgerð- um til að ná marki sínu. Stundum situr hann um fórnarlamb sitt vikum eða mánuðum saman, veit- ir því mörg sár, þar til hann að síðustu tekur herfang sitt sigri hrósandi. í önnur skipti gerir hann leifturárás og ber niður á ólíklegasta stað á hinum ólíkleg- asta stíma. Það er einmitt í slík- um tilv.ikumsem viðgerum okkur einna Ijósasta grein fyrir því, að þennan gest getur enginn flúið og að hann getur barið að dyrum, þegar við eigum sízt von á. Við, sem eftir lifum, getum aðeins spurt í hljóði hvers vegna hún eða hvers vegna hann. En við fáum ekkert svar og minningarnar um vin og kunningja hrannast upp. Vilhjálmur Húnfjörð var ekki nema tæplega þrítugur að aldra er hann lézt á sviplegan hátt sl. gamlársdag. Hann var fæddur þann 8. janúar 1944, sonur hjón- anna Emilíu V Húnfjörð og Jó- steins Magnússonar, sem látinn er fyrir tveimur árum. Þrjátíu ár er ekki hár aldur. Á þeim timamótum eru flestir menn í óða önn að koma upp heimili fyrir konu og börn og mestur hluti starfsævinnar er eftir. En árin eru ekki algildur mælikvarði á hvað menn hafa afkastað, frek- ar en á útlit fólks eða hæfileika. Þrátt fyrir ungan aldur hafði Vil- hjálmur lagt meira af mörkum til fjölskyldu og heimilis en margur maðurinn gerir á langri ævi. Af fádæma dugnaði og ósérhlífni hafði hann komið upp vönduðu heimili að Miðvangi 115 I Hafnar- firði fyrir eiginkonu og fimm börn þeirra hjóna og hafði búið fjölskyldunni örugga framtíð. Slikt tekst ekki á fáum árum með því að lifa hóglífi, eða láta það bíða til morguns, sem hægt er að gera i dag. Það fór saman hjá Vilhjálmi heitnum, að rækja skyldur sínar gagnvart starfinu og annast um leið heimili sitt af frábærri um- hyggjusemi. Framkvæmdasemi og dugnaður voru honum í blóð borin, og allt fram á síðustu stundu var hann með nýjar fyrir- ætlanir á prjónunum til að tfyggja hag fjölskyldunnar sem bezt. Hann var ástríkur heimilis- faðir, og tók ég oft sérstaklega eftir því hve börnin voru honum hlýðin og auðsveip án þess að vera bæld eða kúguð á nokkurn hátt. Þar fór saman gagnkvæm ást og virðing. Hin unga eiginkona hans, Sig- urbjörg Lárusdóttir, stóð við hlið manns síns á hverju sem gekk, og voru miklir kærleikar með þeim svo ekki varð á betra kosið. Eins og altítt er, var ekki úr miklu að spila fyrstu hjúskaparárin. En þau voru samtaka í áræðni og dugnaði og yfirstigu alla erfið- leika af glaðværð og einbeitni. Slík eiginkona er hverjum manni ómetanleg stoð og stytta. Vilhjálmur Húnfjörð lagði ekki fyrir sig Iangskólanám, en fór ungur að vinna fyrir sér. Afi hans og alnafni rak um áratugi blikk- smiðju hér í borginni og var þekktur fyrir hagleik, vandvirkni og dugnað. Dóttursonurinn kom oft í smiðju til afa sins, og það í fleiri en einni merkingu. Enda kom það fljótt i ljós, að margvís- leg verk léku í höndum hans. Voru þeir nafnarnir mjög sam- rýndir og elskir hvor að öðrum og var það þungt áfall fyrir Vilhjálm t Maðurinn minn, HALLUR ÞORLEIFSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, laugafdaginn 1 2. þ.m. Athöfnin hefst kl, 1 0.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Ágústsdóttir. t Jarðsett verða frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 15. janúar kl 13.30 hjónin ÓLÖF G. INDRIÐADÓTTIR og GÍSLI B. GUNNBJÖRNSSON og börn þeirra MÁR BRAGASONog GÍSLI BJÖRN GÍSLASON Fyrir hönd aðstandenda, Guðriður Gisladóttir, Gunnbjörn Björnsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, SIGURBJARGAR BALDVINSDÓTTUR, Melgerði 19, Kópavogi. Stefán Grimsson, Þórir Þorsteinsson. t Þökkum innilega auðsýnda vinsemd og samúð við fráfall og jarðarför GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Kristin Pálmadóttir, Hulda Kristinsdóttir, Guðmundur Jónsson, Guðrún Stefánsdóttir, Margrét Stefánsdóttir, Brynhildur Stefánsdóttir, Kristinn Júlíusson, Arndis Stefánsdóttir, Sigurður Jónsson, Þórdis Stefánsdóttir, Rikharður Hallgrímsson. Litli sonur okkar og bróðir HLYNUR, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju laugardaginn 12. þ.m. kl. 13.30. Jarðsett í Þorlákshöfn, þar sem vígður verður nýr kirkjugarður. Álfhildur Steinbjörnsdóttir, Sverrir Sigurjónsson, Hrönn Sverrisdóttir, Hlín Sverrisdóttir. t Móðirokkar, INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju kl 10.30. laugardaginn 12. janúar Jóhanna Ingimundardóttir, Konráð Ingimundarson, Guðbjörg Ingimundardóttir, Sigurður Ingimundarson Jenný Ingimundardóttir, Sigurbjörg Ingimundardóttir, t Jarðarför mannsins míns, JÓNS JÓNSSONAR, Sólbakka, Höfnum, fer fram frá Kirkjuvogskirkju laugardaginn 12. janúar kl. 2. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á - Kirkjuvogskirkju. Sigurlaug Guðmundsdóttir. Lokað vegna Jarðarfarar laugardaginn 1 2. janúar Rakarastofan Klapparstíg. . t I /xí't'. úi)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.