Morgunblaðið - 11.01.1974, Síða 18

Morgunblaðið - 11.01.1974, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. JANUAR 1974 Útgetandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. Undanfarið hafa nokkr- ar umræður orðið um svonefndan silfurhest og Morgunblaðið komið þar við sögu, einkum hjá þeim, sem af einhverjum ástæð- um telja úthlutun þessara bókmenntaverðlauna eitt- hvert sáluhjálparatriði, enda þótt hún hafi ekki síður vakið undrun en aðdáun. Þegar silfur- lampanum var kastað eins og hverju öðru skurðgoði í hinn mikla foss almenns at- hlægis, þótti Morgunblað- inu ekki lengur ástæða til að eiga aðild að silfurhest- inum, svo umdeildar og stundum tilviljanakenndar sem slíkar verðlaunaveit- ingar eru. Blaðið er einnig sammála þeim skilningi, sem kom fram hjá Helga Hálfdanarsyni í grein hans hér í blaðinu á sínum tíma, að menn verði einungis ágætir af verkum sfnum. Og það er tíminn einn, sem sker úr um ágætið. Hitt vill Morgunblaðið leggja áherzlu á, að öflugur stuðningur verði veittur rithöfundum, ekki síður en öðrum listamönnum, og eru viðbótarritlaunin veru- legt spor í þá átt, þótt mis- jafnlega hafi til tekizt um fyrstu úrhlutun, enda hættunni boðið heim með því að ákveða, að viðbótar- ritlaunin næðu nú í fyrsta sinn til fleiri en eins árs eins og ráðgert var, þ.e. 1971, 1972 og 1973. Mun væntanlega komast betri skikkur á úthlutunina, þegar eins árs ákvæðið kemst í framkvæmd væntanlega næsta ár. En silfurhesturinn, eins og silfurlampinn, er hégóma- mál, eins og komið hefur í ljós. Nánast leiksýning eins og fram kom við hlægilega úthlutun síðasta silfurlampa. En sumum kunna að virðast slík sjónarspil skemmtileg, — jafnvel bráðnauðsynleg f skammdeginu — og mega þeir þá una glaðir við sitt. Morgunblaðið tók á sín- um tíma þátt í úthlutun silfurhestsins, en síðan hefur hún að mestu verið í höndum sömu manna, sum- ir jafnvel verið við úthlut- unina frá upphafi. Ekki er unnt að komast hjá klíku- skap, þegar svo er í pottinn búið, hvað sem hver segir. Nú, þegar Morgunblaðið hefur dregið sig í hlé, verð- ur silfurhesturinn ekki bókmenntaverðlaun dag- blaðanna, heldur nokkurra gagnrýnenda við dagblöð. Iðnaður þeirra í blöðunum ætti þó að nægja þeim, sem áhuga hafa á slíkri fjölda- framleiðslu um listefni. Ástæðan til að þessar lín- ur eru skrifaðar eru ekki sízt nokkur orð í forystu- grein Vísis á þriðjudag um viðbótarritlaunin. Þar seg- ir m.a.: „I stað þess að jafna milli góðra og lélegra höfunda á ÞJÓÐARATKVÆÐI UM SILFURHESTINN?! að hvetja menn til dáða með því að bæta hag þeirra höfunda, sem senda frá sér góðar og vinsælar bækur að mati hins eina rétta dómara, almennings í land- inu. Þar með væri unnið gegn skömmtunarkerfi og klíkuskap og stuðlað að við- haldi hinnar feikilegu bók- sölu hér á landi.“ Morgunblaðinu þykir ástæða til að benda á þessi orð Vísis. Að vísu getur Morgunblaðið ekki tekið undir það, að almenningur sé „hinn eini rétti dómari“. Hvenær hefur hann verið það, þegar listir hafa átt í hlut? Hvað segir sagan um það? Nei, það er tíminn einn, en ekki glámskyggni samtíðarinnar, sem er hinn eini rétti dómari. Við það verða menn að sætta sig. En ef það er skoðun Vís- is, að almenningur sé eini rétti dómarinn, hvers vegna tekur þá blaðið þátt í leiksýningu gagnrýnenda? Væri þá ekki meiri ástæða til að hafa þjóðaratkvæða- greiðslu um verðlaun eins og silfurhestinn?! Hitt er annað mál, að Morgunblaðið vill taka sterklega undir orð Vísis um klíkuskapinn. Hann er íslenzkur þjóðarlöstur. * ' KvVf • KeUrJJorkShncs ; / / 'v N' v4-í-^. \ % x- ^ ^ ^ « - Eftir Leonard Silk NEW YORK — Um þessar mundir reyna forráðamenn flestra bandarískra fyrirtækja að finna svar við spurning- unni: Hvaða áhrif mun orku- skorturinn hafa á fyrirtæki okkar? Einna vönduðust framtíðar- spá hefur verið sett fram af General Electric risafyrirtæk- inu, sem er fjórða stærsta iðn- fyrirtæki Bandaríkjanna og hið stærsta á sviði raftækja- framleiðslu, ailt frá flashper- um til rafala. Viðhorf forráða- manna General Electric hafa einkar mikla þýðingu sökum þess, hve mikinn þátt fyrirtæk- ið á í þjóðarframleiðslunni og þá um leið í orkumálunum al- mennt. Hópur vísindamanna vann að spá General Electric undir forystu Frank P. Murphy. Þeir notuðu við spá sína aðferð, sem kennd er við Wassily Leontief, prófessor við Harvardháskóla og fyrrum nemanda hans Copper Almon, prófessor í Maryland. Leontief fékk Nóbelsverðlaunin í hag- fræði á síðastliðnu ári fyrir þessa aðferð, sem hann he^r fundið upp, en með henni má gera langtíma áætlanir um hagrekstur. En við verðum þó sífellt að hafa í huga, aðengin efnahags- spá er betri en þær forsendur, sem hún er byggð á. Það, sem virðist vafasamt við spá General Electric er, að gert er ráð fyrir því, að á þriðja fjórð- ungi þessa árs verði inn- flutningur á olíu Uá Araba- ríkjunum orðinn hinn sami og hann var fyrir olíusölubannið. En efnahagssérfræðingar General Electric drógu ekki ályktanir sínar að ástæðu- lausu. Þeir ræddu við ýmsa stjórnmálasérfræðinga, jafnt innan ríkisstjórnarinnar sem utan, og komust að þeirri niðurstöðu, að á næstu mánuð- HVER VERÐA ÁHRIF um myndi þrýstingurinn gegn Aröbum aukast svo, að olíu- sölubanninu muni verða aflétt á öðrum fjórðungi ársins. Að þessum forsendum fengnum virtist rétt að álykta, að inn- flutningur á olíu til Banda- ríkjanna frá Miðausturlöndum muni verða kominn í samt lag á þriðja fjórðungi ársins. Aðrar helztu ályktanirnar i spá General Electric eru þess- ar: • 1. Olíusölubannið á Japan og riki Vestur-Evrópu verður ekki hert frá því sem nú er, sennilega verður olíusalan aukin. % 2. Stefnan í gjaldeyrismál- um verður milduð, þegar menn fara að hafa meiri áhyggjur af framleiðsluvand- ræðum en verðbólgu. • 3. Ríkisútgjöldin munu auk- ast nægilega til þess að draga úr áhrifum aukinna skatta, sem meðal annars yrðu lagðir á til þess að draga úr notkun olíu og bensíns. Helztu niðurstöður General Electric eru þær, að orkuskort- urinn sé erfitt vandamál, en þó viðráðanlegt. Verðlækkun á hráolíu og sparnaðaráætlanir ríkisvaldsins ættu einnig að hjálpa. Á fyrsta fjórðungi árs- ins er áætlað, að General Electric muni fá um 2,1 milljónum tunna minna af olíu á dag en venjulega, en dag- legar þarfir fyrirtækisins nama 19,5 milljónum tunna. Engu að siður er ástandið í eldsneytismálum alvarlegt. General Electric spáir því, að skortur á olíu til hitunar og díselolíu muni verða 21 af hundraðí venjulegrar notk- unar þrátt fyrir sparnað. Þetta hefur þau áhrif, að draga verð- ur úr upphitun húsa og notkun á rafmagni. Gæti það komið illa við ýmis iðnfyrirtæki. Rafreiknar vinna aldrei öðru vísi en í samræmi við þær upp- lýsingar, sem þeir eru mataðir á. Samkvæmt tölvuspá General Electric verður iðnfram- leiðslan fjórum af hundraði minni á tímabilinu október 1973 til júní 1974 en hún var fyrir. Vegna mikils olíuskorts í Nýja Englandi mun fram- leiðsluminnkunin þar hins vegar nema 17,1 af hundraði í júní 1974. Á öðrum svæðum verða áhrifin ekki nærri eins slæm. Atvinnuleysi mun flygja samdrætti í framleiðslu og er áætlað, að það verði 6.4 af hundraði á öðrum fjórðungi ársins. Ýmsir munu því taka fríin snemma þetta ár, fyrir- tæki munu segja upp starfs- fólki og reikna má með styttingu vinnuvikunnar. Verðbólgan mun vaxa með vaxandi atvinnuleysi og nú er reiknað með að hún verði 6,4 af hundraði árið 1974, en fyrir olíusölubannið hafði verið reiknað með því að hún yrði 5,1 prósent. Ýmisönnur atriði: Sala tilbúinna húsa mun minnka um 17 af hundraði á árinu. Efnahagssérfræðingarnir spá því, að gróði fyrirtækja muni minnka verulega, án þess þó að til vandræða komi. Verðbólgan mun vaxa hratt á fyrri helmingi ársins, en ef litið er á árið í heild mun verð á nauðsynjavörum hækka um tæp 7 prósent. Vextir á skammtímalánum munu lækka stöðugt eftir því sem líður á árið. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar spá efnahags- sérfræðingar General Electric því, að áhrif orkuskortsins verði skjót en skammær. Þau munu einkum koma fram í verðlagi á neyzluvörum og kostnaði við bifreiðar og önnur samgöngutæki. En hvað verður um spána góðu, ef óliusölubanninu verð- ur ekki aflétt á árinu? Fari svo reikna efnahagssérfræðing- arnir með miklum efna- hagsörðugleikum. Á þriðja ársfjórðungnum mun atvinnuleysi verða 8 afhundr- aði og hálfu prósenti hærra um næstu áramót. ORKUSKORTSEVS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.