Morgunblaðið - 11.01.1974, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.01.1974, Qupperneq 36
<4> IHorgunblflbií) fSmnRciniDRR 7 mnRKnovonR fRí>rgimí>Jaí>i& ipi mnRciniDRR mÖCULEIKR VÐflR FÖSTUDAGUR 11. JANÍJAR 1974 Loðna 40 mílur frá Langanesi Tel gönguna allstóra, segir Hjálmar Vilhjálmsson 0 Kannsóknaskipið Árni Friðriksson fann dreifða loðnu á nokkuð stóru svæði í 40 mílna fjarlægð frá Fonti á Langanesi í fyrrinótt. Er það mun sunnar en skipið hafði áður orðið vart við loðnuna. 0 Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóri á Árna Friðriks- syni, sagði í samtali við blaðið í gær, að þeir á Árna hefðu leitað á svæði í fyrrinótt, sem var mun sunnar, en áður hafði verið kannað. Var farið í suðaustur með landgrunnskantinum, og fannst loðna á svæði, sem er 40 milur norðaustur frá Fonti á Langanesi. — Ég tel, sagði Hjálmar, að þetta sé angi úr þeirri göngu, sem við höfum kannað síðustu daga. I dag höfum við verið að leita á Langanesgrunni, og fundið þar dreifða loðnu. Loðnan hefur verið það dreifð og haldið sig það djupt, að ólíklegt er að nokkuð hefði fengizt í flottröll ef það hefði verið reynt. Þegar við ræddum við Hjálmar var byrjað að bræla af austri, og bjóst hann ekki við að hægt yrði að leita mikið í nótt. Hann sagði, að telja mætti þessa göngu allstóra, þær athuganir, sem fram hefðu farið, gæfu þaðtil kynna. Hjálmar taldi, að útflutningur myndi hefjast þegar eftir væntan- lega loðnuvertíð — þó aðeins í litlum mæli, því að ,,við teljum okkur góða ef við getum framleitt 100 lestir á vertfðinni", sagði Hjálmar. Hins vegar væru Nígeríumenrr reiðubúnir að taka á móti þúsundum ef ekki tugum þúsunda lesta af þessari frystu loðnu. • • Maí sló met Ogra Seldi fyrir 53 þús. pund í gær TOGARINN Maí frá Hafnarfirði fyrir_ 53.085 sterlingspund í seldi 2411 „kit“ eða 153.1 lest Grimsby í gær. Nemur salan því Svörfl^aka-i- 'slcérC Brotalínan sýnir stærð þjóð- garðsins nýja við Jökulsá 10.2 milij. ísl. kr., og er þetta hæsta sala íslenzks togara f Englandi til þessa. Eldra metið átti Ögri RE, sett f fyrradag, og segja má að sölumetin fjúki nú daglega. Meðalverðið, sem Maí fékk í gær, var að vísu ekki það hæsta, sem fengist hefur, það var kr. 67.20, en þess ber að gæta, að fimmti hluti aflans var milliufsi, og almennt er ekki hátt verð á ufsa í Englandi. Skipstjóri á Maí er Svavar Benediktsson. „Söluútlitið er ákaflega gott í Grimsby á næstunni," sagði Jón Olgeirsson ræðismaður í Grimsby, þegar við ræddum við hann f gær, og hann bætti við," í næstu viku veit ég aðeins um tvo íslenzka togara, sem eiga að selja hér, Narfa og Arnar, en ef vel ætti að vera, þá þyrftum við þrjá íslenzka togara á dag, fyrstu þrjá daga vikunnar, því þá er framboðið lítið sem ekkert." Framhald ð bls. 20 Mynd þessi sýnir glöggt, hve mikill munur var á flóði og fjöru f gær. Efri myndin er af Þormóði goða þar sem hann liggur við bryggju í gærmorgun — hin neðri er tekin f gærdag á fjörunni. — Ljósm.: Sv. Þorm. ÓVENJUMIKIÐ stór- streymi var í gær- kvöldi og aftur í morgun. Flóðhæð er um 80 em hærri en meðaiflóðhæð og stafar það af tvennu, lág- þrýstisvæði, sem umiykur ísland og sérstakri stöðu tungls og sólar. Lág- þrýstingurinn eykur flóð- hæð um nærri 50 sm, en þessi sérstæða staða sólar og tungls um 35 cm. Engar skemmdir urðu af flóð- um þessum, nema hvað vatn kom í kjallara í miðbænum í Reykja- vík og víða flæddi upp um niður- föll ágötum, t.d. í Austurstræti. Við suðurströndina óttuðust menn, að sjór gæti gengið á land, þar sem spáð var austanroki, um 10 vindstigum og um klukkan 18 í gær voru 10 vindstig á Loftsölum og á Mýrum. Þó reyndist sjór kyrr við suðurströndina í gærkvöldi og urðu engir skaðar. Hins vegar var enn óttazt, að flóðið með morgninurn gæti gert einhvern usla þar sem því var spáð, að vindur snerist og yrði vestanstæðari en í gærkvöldi. Nígería vill fá þúsundir lesta af frystri loðnu ALLT bendir til þess, að grund- völlur sé fyrir stórfelldum út- flutningi á frystri loðnu til Nígeríu eða í svipuðum mæli og nú er flutt til Japans. Kaupendur gera hins vegar ekki kröfu um að fá loðnu með hrognum, líkt og Japanir, og getur þetta þannig haft í för með sér, að lengja má vinnutíma frystihúsanna á loðnu- vertíðinni um hálfan mánuð til mánuð fyrir og eftir hrygningu loðnunnar. Að sögn Árna Benediktssonar hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga hafa sölusamtök f iskiðnaðarins gert ýmsar athuganir og kannanir á útflutningsmöguleikum íslenzks fisks í fjölmörgum löndum, m.a. voru á sl. ári send sýnishorn af mörgum fisktegundum til Japans. Þá sendi Sambandið um 3 tonn af frystri loðnu til Nígeríu, og sagði Árni, að þaðan hefðu síðan borizt mjög jákvæð svör, þannig að nú er talið, að hægt sé að selja þang- að verulegt magn — ekki minna en fer á Japansmarkað. Árni sagði, að Nigeríumönnum hefði verið sendur frystur hæng- ur, þar sem þeir hafa ekki borið fram óskir um að fá ógotna hrygnu, líkt og Japanir kaupa einungis. Árni kvað þetta mjög mikilvægt fyrir frystiiðnaðinn, þar sem þetta gæti haft i för með sér verulega lengingu á vinnslu- tíma frystihúsanna á loðnuvertíð- inni, en hingað til hefur aðeins staðið tiltekinn tíma fyrir hrygn- ingu. Ekki kvaðst Árni vita hvernig Framhald á bls. 20 Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum Jörðin Ás keypt til garðsins Þjóðgarður hefur verið stofnaður á 25 km löngu svæði meðfram vestanverðri Jökulsá á Fjöllum. Nær hann frá Detti- fossi og er í landi Svínadals við Jökulsá, ásamt viðbótarlandi, sem Kelduhreppur lagði til. Náttúruverndarráð hefur til viðbótar nýlega keypt jörðina Ás. Henni fylgir allt land milli Jökulsár og Asbyrgis, áætlað að stærð 3500—4000 ha. — Þarna er einhver mesti töfraheimur, sem við eigum á Islandi, sagði Eysteinn Jóns- son, formaður Náttúruverndar- ráðs á blaðamannafundi í gær, er hann m.a. skýrði frá þessum nýja þjóðgarði. Kaupverð Áss er 6 milljónir króna, sem greiðist úr friðlýsingarsjóði, sem stofnaður var með hluta af fjárveitingu til ráðsíns, sem i ár eru 25,9 milljónir króna. Gerð- ur hefur verið samningur við ábúanda á Ási um áframhald- andi búskap, en vegna stærðar landsins kvað Eysteinn auðvelt að koma við slákum samnotum af landinu. I þjóðgarðinum eru sem kunnugt er ákaflega fagrir og sérkennilegir staðir, svo sem Hólmatungur, Hljóðaklettar og Svínadalur. Ásbyrgi er þó ekki f þjóðgarðinum, enda hefur bað verið í vörzlu Skógræktar ríkis- ins um áratugi. Ráðið hyggur hins vegar gott til samvinnu við Skógræktina um skipulag úti- vistarmála á svæðinu öllu, sem verður nú samfellt, þegar Ás- land bætist við. 1 reglugerð um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum er gert ráð fyrir, að gangandi fólki sé heimil för um þjóðgarðinn, en á hestum aðeins á merktum reið- slóðum og afmörkuðum áningarstöðum og umferð vél- knúinna ökutækja á akvegum í þjóðgarðinum, svo sem merk- ingar segja til um. Ferða- mönnum er heimilt að tjalda á merktum tjaldstæðum í þjóðgarðinum, en eigi annars staðar nema með sérstöku leyfi þjóðgarðsvarðar. Skylt er að ganga snyrtilega um og hvergi má fleygja rusli á víðavangi né grafa niður, heldur skal flytja það í sorpgeymslur. Óheimilt er að vinna þar náttúruspjöll, svo sem skemma gróður, trufla dýralíf að óþörfu og hrófla við bergmyndunum. Enginn má kveikja elda án leyfis og notkun skotvopna er bönnuð. Mannvirkjagerð, efnistaka og annað jarðrask í þjóðgarðinum er háð samþykki Náttúru- verndarráðs og náttúrufræði- legar rannsóknir innan þjóð- garðsins eru háðar leyfi Náttúruverndarráðs. Búfjár- beit er óheimil í þjóðgarð- inum, utan þess sem bændur í Kelduhverfi hafa samkvæmt samningum við Náttúru- verndarráð. Varnarliðs- flugvél hlekktist á a Höfn DAKÓTA-flugvél frá varnarlið- inu hlekktist á í flugtaki á flug- vellinum á Höfn 1 Hornafirði um klukkan 13 í gærdag. Svipti- vindur mun hafa feykt vélinni til hliðar og út af flugbrautinni. Sex manns voru í flugvélinni, en eng- inn hlaut alvarleg meiðsli. Flugvélin var að leggja af stað til Keflavíkurflugvallar, þegar slysið varð. Hún hafði verið í birgðaflutningum til ratsjárstöðv- arinnar á Stokksnesi. Sérstök rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til þess að rannsaka or- sakir slyssins — segir í fréttatil- kynningu frá Upplýsingastofnun Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.