Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANUAR 1974 Náttúruyernd fer vaxandi Um 80 mál hjá ráðinu MKÐ NVJUM náttúruverndarlög- um jókst verksvið Náttúruvernd- arráðs á margan hátt, og eru iðu- lega um 80 mál í meðferð hjá ráðinu, sem nú hefur starfað í 18 mánuði. Koma þau ýmist til að frumkvæði ráðsins eða annarra. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi. þar sem Eysteinn Jónsson, formaður ráðsins, Eyþór Einarsson, varaformaður og Árni Keynisson, framkva-mdastjóri, skýrðu blaðamiinnum frá því hel/.ta, sem unnið er að. Er þess ýmist getið í sérstökum fréttum eða hér að neðan. Með nýju lögunum varð m.a. sú breyting að: 1) Náttúruvernd og útivistarmál eru tengd meir en áður var í einni löggjöf. 2) Nátt- úruverndarráð tekur við rekstri þjóðgarða og stofnun nýrra. 3) Aðstaða ráðsins breyttist til að hafa áhrif á tilhögun mannvirkja- gerðar. Hefur fjárveiting ráðsins hækkað undanfarin ár og er nú 25.926 þúsund og þá meðtalið framlag til friðlýsingarsjóðs og reksturs þjóðgarða. A þessum tima hefur ráðið m.a. gengið frá stofnun fimm nýrra friðlanda, en þau eru: Friðland Svarfdæla, Hvannalindir, hluti Húsafellsskógar, Grótta og Ing- ólfshöfði, en stofnun þess frið- lands er sérstaklega tengd 1100 ára afmæli Islands byggðar. Fjórir fólkvangar hafa verið stofnaðir í tíð ráðsins: I Neskaup- — Með í rekstri Framhald af bls. 17 ingu, sem var gefin út einum degi eftir að Sehlesinger og Barn- ard ræddu um stöðina í land- varnaráðuneytinu. Fram til þessa hafa Bandaríkja- menn rekið stöðina einir. Þetta varð hitamál í baráttunni fyrir síðustu þingkosningar, sem Gough Whitlam forsætisráðherra vann. Samkvæmt samkomulaginu verða ástralskir starfsmenn skip- aðtr í „mikilvægar stöður" og þeir eiga að „leggja fram verulegan skerf til stjórnar stöðvarinnar". Ástralíumaður verður til dæmis skipaður staðgengill bandaríska yfirmannsins. Ástralíumenn tnunu hefja störf í stöðinni síðari hluta þessa árs, aðsögn Barnards. Schlesinger benti á, að ástralski flotinn notaði stöðina nú þegar og að Astralíumenn hygðust auka þessi afnot sín af henni. Ráðherrarnir ákváðu, að emb- ættismenn ríkisstjórna landanna héldu reglulega fundi um hlut- verk ogstarf stöðvarinnar. — Nixon Framhald af hls. 1 hagsleg átök. Síðari kosturinn geti leitt til aukinnar samvinnu, sem verði í þágu alls mannkyns- ins, bæði framletðslulanda og neyzlulanda. Nixon kvaðst vænta þess, að utanrikisráðherrarnir yrðu sam- mála á fundi sínum um orsakir og eðli ástandsins og það starf, sem þyrfti að vinna. Hann iagði til, að olíuneyzlulönd skipuðu nefnd, sem ákvæði aðgerðir í orkumálun- um, bæði til að auka samvinnu þeirra og hraða samræmdri nýt- ingu nýrra orkulinda. Forsetinn leggur til, að önnur nefnd móti nýja stefnu gagnvart framleiðslulöndunum þannig, að liigmætum hagsmunum þeirra verði fullnægt og neyzlulöndun- um tryggðar nægar birgðir við sanngjörnu verði. Nixon lagðí einnig til að fulltrú- ar framleiðslulanda og neyzlu- landa héldu fund með sér innan 90 daga. I öðru bréfí tii olíufram- leiðslulanda segír, að hann hygg- ísl senda til þeirra sérlegan full- trúa sinn. stað, í Bláfjöllum, á Hólmanesi milli Reyðarfjarðar og Eski- fjarðar og í Rauðhólum við Reykjavík. Af náttúruvættum hefur verið lokið friðlýsingu Skútustaðagíga við Mývatn og Steðja í Hvalfirði, en á lokastigi er frtðlýsing Eld- borgar í Hnappadal og klettaborg- arinnar Dímu í Lóní, sem ráðinu var gefin fyrir ári. Náttúruminjaskrá er listi yfir þá staði, sem stefnt er að, að verði verndaðir. Hefur náttúruverndar- ráð haft þann háttinn á, að styðja náttúruverndarsamtök áhuga- manna, sem starfandi eru í öllum landshlutum nema á Vesturlandi, til að gera tillögur um þau svæði, sem til greina koma, hvert á sínu svæði. Mikið efni hefur borizt og verður unnið úr því á vegum ráðs- ins. Votlendi, svo sem mýrlendi, tjarnir, grunn vötn, fjörur, leirur og grunnsævi eru víða mikilvæg undirstaða fjölbreytts lífs og eru t.d. flest fuglafriðlönd á votlendi. Alþjóðlegir sáttmálar hafa verið gerðir um votlendi, m.a. Ramsar- sáttmálinn. Náttúruverndarráð hefur tekið þátt I samstarfi um norræna náttúruminjaskrá vot- lenda. Ráðið styrkti í sumar Stein- dór Steindórsson grasafræðing til að fara um landið og gera könnun á mýrlendum. 1 vetur mun hann Ijúka ritverkum um þetta efni, sem hann hefur haft í smíðum um nokkurt skeið. Miklar upplýsing- ar um votlendi eru þegar til hjá ráðinu og verður mikið verk að gera sér grein fyrir nauðsynleg- um ráðstöfunum til friðunar á votlendi, að því er ráðsmenn í Náttúruverndarráði segja. Að frumkvæði náttúruverndar- ráðs hafa Skólarannsóknir menntamálaráðuneytisins sett saman starfshóp til að gera tillög- ur um vistfræðslu eða umhverfis- fræðslu I skólum. Vinnur hópur- inn nú að stefnumótun um dreif- ingu slíks námsefnis á viðeigandi námsgreinar á skyldunámsstigi, einkum innan líffræði og sam- félagsfræði. Einnig ætla Skóla- rannsóknir að gefa út handbók um þessi efni fyrir skóla og al- menning og ætti hún að geta legið fyrir I byrjun næsta árs. Þá er fyrirhuguð samvinna við Fræðslumyndasafn ríkisins um útgáfu og útvegun myndaefnis varðandi náttúruvernd og tillögur þar að lútandi. Rússi biðst hælis í USA Tókýó 10. janúar—AP. RÚSSNESKUR sjómaður, sem leitað hefureftirhælisíBanda- ríkjunum sem pólitískur flótta- maður og fannst í gúmbáti undan norðurströnd Japans, hélt frá Tókýó flugleiðis til Bandaríkj- anna í dag, að því er áreiðanlegar heimildirhermdu. Hvorki japönsk stjórnvöld né bandaríska sendi- ráðið vildu tjá sig um málið, en sendiráðið hafði tilkynnt ígær að því hefði borizt þessi beiðni frá Rússanum, og væri hún nú í at- hugun í Washington. Rússinn er sagður heita Petr Nikolayvich Khoroshky. Er honúm var bjargað af japanskri ferju 3. janúar s.l., sagði hann, að hann væri 26 ára siglingafræð- ingur sovézks hafrannsóknaskips og hefði hann yfirgefið skípið, er það var á leíð til Sakhalin. — Bretland Framhald af bls. 1 Svo getur farið, að vinnu- deilurnar breiðist út. 19 helztu félög rafvirkja hafa boðað fund og þar er gert ráð fyrir kröfum um harðar aðgerðir til að knýja fram launahækkanir. Togarinn Maf hefur ávallt verið eitt aflahæsta skip togaraflotans. — íþróttasvæði — Maí sló metið „Brezkir togarar," sagði Jón, „hafa fiskað mjög vel í Hvíta- hafinu að undanförnu og hafa þeir sett hvert sölumetið á fætur öðru í þessari viku. C.S. Forrester seldi á þriðjudag 188 lestir fyrir tæpar 12 mílljónir kr., Boston Commanche seldi sama dag 174 lestir fyrir 11,3 milljónir kr„ og í dag, fimmtudag, seldi skuttogar- inn Hammond Innes 158 lestir í Hull fyrir 64 þúsund pund eða 12,3 millj. ísl kr. Hingað vantar okkur tilfinnanlega islenzka togara með 200 tonna farm. Sá togari sem kæmi með það magn myndi örugglega setja gott Láta Bandaríkja- menn af stjórn Panamaskurðar? Panama City, 9. jan. NTB. HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Panama City, að stjórnir Bandarákjanna og Pan- ama hafi komizt að samkomulagi í grundvallaratriðum um nýjan samning, sem leiða kann til þess, að Bandaríkjamenn láti af hendi stjórn skipaskurðarins. Haft er fyrir satt, að fulltrúar stjórnanna hafi komið sér saman um átta meginatriði, sem leggja skuli til grundvallar frekari samningavið- ræðum. Er gert ráð fyrir, að stjórn Panama taki smám saman við rekstri og stjórn skurðarins, en hún hefur verið í höndum Bandaríkjamanna frá 1903. — Súez Framhald af bls. 1 um sínum austanmegin og að skurðurínn verði opnaður. Israel kveðst nú ekki munu leggja fram áþreifanlega tíllögu um aðskilnað herjanna fyrr en Kissinger kemur til Jerúsalem á laugardag. Á meðan hefur við- ræðum hermálafulltrúanna i Genf verið frestað til 15. janúar. Yfirmaður friðargæzluliðs Sam- einuðu þjóðanna, finnski hers- höfðinginn Ensio Siilasvuo, kom í kvöld til Kairó frá viðræðunum í kvöld, en ekki er vitað hvort hann tekur þátt í viðræðum dr. Kissing- ers og Sadats. Tiltölulega kyrrt er á Súez-vígstöðvunum. Æðstu menn Egyptalands, Sýr- lands og Jórdaniu munu senni- lega koma saman í Damaskus inn- an skamms til að samræma stefnu sína í næsta áfanga Genfarvið- ræðnanna samkvæmt góðum heimildum. Líklegt er að Hussein Jórdaníukonungur og Al-Assad, forseti Sýrlands taki þátt I við- ræðunum. sölumet hér, en íslendingar hafa yfirleitt átt sölumetið hér, og að sjálfsögðu vil ég að þeir eigi það áfram." „Skipting á afla Maí var þannig, að 74 lestir voru þorskur, 13,3 lestir ýsa, 21 lest koli og 22 lestir milliufsi," sagði Jón. Harðbakur frá Akureyri seidi einnig í Grimsby í gær, alls 74,4 lestir fyrir 28.099 pund eða 5,4 milljónir. Meðalverðið fyrir aflann var kr. 73.55. Þá seldi vél- báturinn Árni í Görðum í Þýzka landi 64,1 lest fyrir 100.438 mörk eða 3 millj. kr. Meðalverðið er kr. 48.50. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, tjáði Morgunblaðinu I gær, að meðan Maí var að veiða fyrir þessa söluferð, hefði skipið fengið upp nýtt troll með sínum veiðarfærum. Var það með hler um og bobbingum. Þetta átti sér stað úti fyrir Vestfjörðum, og kom í ljós, að trollið var af öðrum islenzkum togara. Fékk sá togari trollið sitt aftur, en verðmæti þess hefur að likindum verið 500—600 þúsund. 45 ára sigurvegari DANINN Torben Ulrich sigraði í hinni árlegu Grand Masterstenn- iskeppni, sem fram fer f Rich- mond I Virginiu í Bandaríkjun- um. Mætti hann Frank Sedgeman frá Ástralíu í úrslitaleik og sigr- aði 5/7, 6/2 og 6/2. Var þetta fyrsti ósigur Sedgeman í tennis- keppni í langan tíma, en hann hafði unnið Grand Masterskeppn- ina f fjögur ár í röð. Flestir beztu tennisleikarar heims mættust í þessari keppni, og kom sigur Ulirch mjög á óvart, ekki sízt sökum þess, að hann er nú orðinn 45 ára og ætti því að vera farinn að missa snerpu þá, sem svo nauðsynleg er í tennis- iþróttinni. — Nígería Framhald af bls. 36 Nígeríumenn hygðust matreiða loðnuna, en taldi þó víst, að hún væri steikt á einhvern hátt. Hann sagði, að Nígeríumenn vildu fá loðnuna í neytendaumbúðum, en með því yrði verðið töluvert hærra en Nígeríumenn hefðu lýst sig reiðubúna að greiða fyrir loðn- una. Hins vegar var Árni bjart- sýnn á að finna mætti málamiðlun í þessu efni, og kvað það alvana- legt, að eitthvað bæri á milli við upphaf slíkra samninga. Sagði hann þennan þátt nú í athugun. Framhald af bls. 14 ar og heilsusamlegar íþróttir. Gróska í íþróttalífinu hefur farið vaxandi á undanförnum árum og til þess að mæta þörfinni er lagt til í þeirri fjárhagsáætlun er hér liggur fyrir, að stórauka fjárfram- lög til íþróttamála. Almenningur og íþróttafólk mun meta það að verðleikum, enda er verið að tryggja að allur þorri borgarbúa geti notað síaukinn frítima á heil- brigðan hátt, á íþrottavöllum og i íþróttahúsum borgarinnar. — íþróttir Framhald af bls. 34 Mörk Þórs: Sigtryggur Guð- laugsson 4, Ólafur Sverrisson 3, Árni Gunnarsson 2, Aðalsteinn Sigurgeirsson 1, Jón Símon Karls- son 1. Brottvfsanir af velli: Ágúst Ögmundsson, Val, í 2 min., Þor- björn Jensson og Aðalsteinn Sigurgeirsson, Þór, í 2 min. Misheppnuð vítakiist: Ólafur Bénediktsson varði vítakast Sig- tryggs Guðlaugssonar á 14. mín., Gísli Blöndal skaut framhjá úr vítakasti á 29. min og Þorbjörn Guðmundsson skaut í þverslá og úr vítakasti á 47. min. Dómarar: Jón Friðsteinsson og - Haukur Þorvaldsson og dæmdu þeir að mati undirritaðs nokkuð erfiðan leik framúrskarandi vel. — stj I. — Skaftafell Framhald af bls. 2 og fossum. Hugmyndin er að láta fjárgötur halda sér og lagfæra þær sem gönguleiðir að eftirsótt- um stöðum, svo sem í Morsárdal, að Kristínartindi, í Bæjarstaða- skóg og víðar. Bændur í Skaftafelli verða starfsmenn þjóðgarðsins, en reka jafnframt takmörkuð bú. Ragnar Stefánsson er þjóðgarðsvörður og Jakob Guðlaugsson starfar við þjóðgarðinn auk búa sinna. Bú- skapur er leyfður, en takmarkað- ur mjög. Fjárbeit er takmörkuð" og engin vetrarbeit. Árni skýrði frá því, að Land- mælingar rikisins ætluðu að taka út sérstakt landabréf með þjóð- garðinum í Skaftafelli, og næði kortið alveg niður að sjó. En land- ið upp af Skaftafelli með göngu- leiðum yrði á sérstöku korti og einnig fremsti hlutinn, þ.e. brekk- an. Er þetta gert til að hægt sé að koma við fleiri nöfnum. Þjónustubyggingunum þremur á að verða lokið í vor, og byrjað verður að vinna að gönguleiðum. En ekki er ljóst hvort nýræktin undir tjaldstæði verður orðin nægilega stælt til að þola tjald- stæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.