Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANUAR 1974 Gísli Halldórsson borgarfulltrúi: Iþróttasvœði, sundlaug og íþróttahús við Seliahverfi Við afgreiðslu á f já: hags- áætlun Reykjavíkur íyrir árið 1974 var sainþvkkt til- laga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins um umfangsmiklar fram- kvæmdir á sviði íþrótta- mála. í tillögunni er bent á hinn veigamikla stuðning sem borgin hefur veitt íþróttafélögunum og það góða samstarf sem tekizt hefur milli fræðsluráðs og íþróttafélaga þar sem félögin hafa nú í auknum mæli fengið afnot af íþróttahúsum við skóla borgarinnar. Þá er og minnt á samþykkt borgar- stjórnar frá 19. júní 1973 um að auka stuðning við íþróttafélögin í borginni á sviði byggingarfram- kvæmda og verður nú veitt tii þess 21,3 milljónum króna. Bláfjallasvæði er einnig tekið til meðferðar í tillögunni og vakin athygli á því að svæðið hefur nú verið gert að fólkvangi og í ráði er að koma þar upp vetraríþróttamiðstöð fyrir höfuðborgarsvæðið. t framhaldi af þessu lögðu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fram eftir- farandi tillögur um fram- kvæmdir í íþróttamálum á næstunni: 1. Haldið verði áfram fram- kvæmdum f Bláfjöllum og byggðar tvær fullkomnar skíðalyftur á næsta ári. 2. I nýjum hverfum verði fþrótta- svæði kostuð afsborgarsjóði á sama hátt og þegar hefur átt sér stað. 3. Þar sem Alþingi hefur nú veitt heimild til þess að hefja megi framkvæmdir við gerð vél- frysts skautasvells, þá sam- þykkir borgarstjórn að fram- kvæmdir við það hefjist á næsta vori. Mannvirkið verði hannað á þann hátt, að síðar sé hægt að byggja yfir það. 4. Auk þess sem lokið verður við byggingu grasvalla og kastsvæðis f Laugardal, verði byggður malarvöllur og hlaupabraut á næsta ári, og hafinn undirhúningur að upp- hitun grassvarðar á aðalleik- vangi. 5. Hafinn verði undirbúningur á næsta ári að gerð íþrótta- svæðis, sundlaugar og íþrótta- húss við Seljahverfi, en nú er unnið að skipulagningu svæðisins. Gísli Halldórsson (S): Eins og fram kemur í þessum tillögum okkar sjálfstæðismanna í íþrótta- málum eru þær byggðar á fyrri stefnu borgarstjórnar og eru rök- rétt framhaid þess mikla skiln- ings og velvilja, sem borgin hefur ávallt sýnt íþróttamönnum og félögum þeirra. Þann 19. júní s.l. var því sam- þykkt i borgarstjórn tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisfiokksins um að fela íþróttaráði að endur- skoða reglur um styrkveitingar borgarinnar til mannvirkjagerðar íþróttafélaganna með það fyrir augum að auka stuðning borgar- innar við félögin. íþróttaráð lagði til að styrkveitingin yrði aukin úr 30% byggingarkostnaðar i 40%. Þessi 30% styrkur borgarinnar hefur verið greiddur gegnum Í.B.R. og hafði á undanförnum árum safnast nokkur skuld við félögin, sem þó hefur verið minnkuð nokkuð hin síðustu ár. íþróttaráð lagði til að þessi skuld yrði greidd að fullu á næsta ári þannig að félögin fengju allan styrkinn greiddan af framkvæmd- um félaganna árið 1974 á fjár- hagsáætlun 1975 og fengju þau FRA BORGÁR- STJÓRN því styrkinn allari greiddan árið eftir framkvæmdir. Til þess að ná þessu marki er áætlað til byggingastyrkja Í.B.R. kr. 6.3 millj. í stað3.3 millj. s.l. ár. Þá lagði íþróttaráð til að sér- stakt átak yrði gert til þess að ljúka framkvæmdum félaganna á næstu 4—5 árum. Til þess að auðvelda félögunum framkvæmdir láni borgarsjóður félögunum sem svari þátttöku íþróttasjóðs í byggingarkostnaði er fengi síðan lánið greitt er fjár- framlög kæmu frá íþróttasjóði. Við þessar framkvæmdir yrði með öðrum orðum greitt úr borgarsjóði nokkurn veginn eftir því sem framkvæmdum miðaði bæði framlag borgarsjóðs og íþróttasjóðs. Til þessara fram- kvæmda er áætlað að verja kr. 15.0 millj. á næsta ári eða samtals til mannvirkjagerðar íþrótta- félaganna kr. 21.3 millj. í stað kr. 3.3 s.l. ár. Á undanförnum árum hefur það komið fram, að félög í nýjum Tillögur sjálfstæðis- manna í íþróttamálum Þetta eru helztu atriðin úr tillögum sjálfstæðis- manna um framkvæmdir Reykjavfkur á sviði íþróttamála á næstunni: Tvær skíðalyftur verði byggðar í Bláfjöllum í ár. Borgarsjóður kosti íþróttasvæði í nýjum hverfum. Gerð vélfrysts skautasvells verði hafin í vor. Framkvæmdum í Laugardal verði sem næst lokið á árinu og hitalögn lögð á grasvöllinn. Undirbúningsframkvæmdir við fullkomið íþrótta- svæði á Seljahverfi verði hafnar á árinu; þar verði m.a. sundlaug og íþróttahús 55 milljónum verði varið til gerðar íþróttasvæðis í Fellahverfi. hverfum hafa ekki bolmagn til þess að reisa sín eigin íþróttahús og — velii. íþróttaráð hefur því lagt til við borgarráð að þar verði reist iþróttamannvirki, sem til þarf og kostuð af borginni. Hefur þegar verið byrjað á þessum framkvæmdum með byggingu íþróttavallar í Árbæjarhverfi. Þar var byggður malarvöllur á s.l. ári og hefur hverfisfélagið fengið hann til afnota. Næsti áfangi er að byggja búningsherbergi og halda siðan áfram með vallar- framkvæmdir. Á síðustu árum hefur tekizt mjög gott samstarf milli skóla og íþróttafélaga. Félögin hafa fengið íþróttaaðstöðu skólanna til afnota á kvöldin og yfir sumarmánuðina. Þetta samstarf sparar mikið fé og auðveldar íþróttamönnum að fá lausn á sínum vandamálum. Vegna þessa góða samstarfs varð að samkomulagi milli íþróttaráðs og fræðsluráðs að skólarnir byggðu íþróttamann- virki í Féllahverfi í Breiðholti sem gætu bæði þjónað skólastarf- inu og verið íjjróttaaðstaða fyrir félögin í hverfinu og almenning. Samkvæmt þessu samkomulagi var byrjað á vallargerð á s.l. hausti, og verður fyrsti völlurinn tilbúinn á miðju næsta sumri. Þá er langt komið að hanna þarna stórt íþróttahús, með sal 22,0 m X 44,0 m að stærð og nokkru áhorfendarými, svo og sundlaug með tilheyrandi búningsklefum. Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að varið verði á næsta ári kr. 55,0 millj. til þessara framkvæmda. A s.l. ári voru hafnar fram- kvæmdir við lokaáfanga íþrótta- leikvangs í Laugardal. Þegar þeim framkvæmdum lýkur verða þarna í raun 9 íþróttavellir. Af þessum völdum eru 4 grasvellir, tveir til keppni með áhorfenda- rými og tveir æfingavellir, þá verður þarna rúmgott kastsvæði fyrir frjálsar íþróttir, þrir hand- knattleiksvellir, sem einnig er hægt að nota fyrir körfubolta og fl. Á næsta ári er áætlað að ljúka einnig malarvellinum og hlaupa- braut við hann. Nýlega samþykkti íþróttaráð, að fara þess á leit við borgarráð að fá heimild til þess að láta hanna hitaleiðslu í grassvörðinná Laugardalsleikvanginum. Sam- þykkti borgarráð þessa beiðni. Þegar völlurinn var byggður var nokkuð rætt um slfka fram- kvæmd, en horfið frá því, vegna þess að engin reynsla var þá til um slíka tilhögun. En nú á seinni árum héfur þetta verið gert á nokkrum völlum i Norður-Evrópu með ágaétum árangri. Jafnframt er lögð plastþynna yfir völlinn til þess að halda hitanum í gras- rótinni, sem lengst og hlífa vellin- um í rigningartíð. Á s.l. ári var samþykkt að hefja framkvæmdir við vélfryst skauta- svell á þessu ári. Var áætlað fé á fjárhagsáætlun til þessara fram- kvæmda að upphæð 20,0 millj. kr. En fjárveitinganefnd Alþingis synjaði um leyfi til að hefja fram- kvæmdir við þetta mannvirki. Fyrir ötult starf fþróttafulltrúa, meirihluta íþróttanefndar og nokkurra þingmanna hefur Alþingi hins vegar nú veitt leyfi fyrir byrjunarframkvæmdum. Er því nú reiknað með að fram- kvæmdir geti hafist með vorinu, enda er fé áætlað fyrir þeim i fjárhagsááetluninni. Eins og áður er sagt byggja skólarnir íþróttamannvirki i Fellahverfi, sem kemur að fullum notum fyrir skólana, iþróttafélög- in og almenning. En í hinum þremur hverfum í Breiðholti verða um 24.000 ibúar í hverfun- um fullbyggðum. íþróttaráð, samþykkti því fyrir nokkru að byggja þyrfti nýtt stórt íþróttasvæði fyrir þessi hverfi. Er nú verið að skipuleggja þetta nýja iþróttasvæði og hefur íþróttaráð samþykkt það i megindráttum. íþróttasvæðið verður 14—15 ha. að stærð. Á svæðinu er fyrir- hugað að gera eftirtalin íþrótta- mannvirki: 1. íþróttaleikvang með grasvelli, hlaupabrautum og öðru til- heyrandi. Völlurinn sé girtur þannig að hægt verði að selja inn á hann. Við hann verða áhorfendasvæði fyrir um 10 þús. áhorfendur. 2. 1 malarvöllur. 3. Grassvæði til knattspyrnu- æfinga 140X140 metrar. 4. Kastsvæði til æfinga í spjót,- kringlu-, og sleggjukasti. 5. íþróttahús 50X70 metrar með áhorfendarými. 6. Sundlaug. 7. Búningsherbergi og böð fyrir öll mannvirkin ásamt bílastæð- um. Þessi aðstaða verður síðan nýtt bæði fyrir íþróttafélög og borgarbúa almennt, bæði til æfinga, keppna og almennrar heilsuræktar. Með byggingu iþróttahúss af þessari gerð er farið inn á braut, sem mjög er tiðkuð í nágrannalöndum okkar og þykir gefast mjög vel. Þarna verður t.d. hægt að æfa á 3 fullstórum handboltavöllum í senn. Aðstaða verður þar fyrir hlaup og stökk og sum köst munu njóta sín þar fullkom- lega. Þegar litið er yfir þessar fram- kvæmdir, sem nú er verið að vinna að og framundan eru, sést glögglega að borgarstjórn hefur markað stórhuga stefnu á sviði íþróttamála, sem mun tryggja öll- um aðgang að íþróttamannvirkj- um i borginni, sem vilja iðka holl- Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.