Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANUAR 1974 31 DOCF. FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLÖð A TV 1I A JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR AJNJNA ÞÝDDI Hann settist við borðið i eld- húsinu. — Er blaðið ekki komið enn? sagði liann. — Það kemur aldrei fyrir sex, sagði konan hans. Úti var orðið bjart, en loft var skýjað, svo að hálfrökkur var i eldhúsinu. Konan hafði ekki kveikt. Hún kallaði þaðsparnað. Hann opnaði munninn, en lokaði honum aftur án þess að segja neitt. Það kæmi aðeins illindum af stað. Þess i stað fitlaði hann við kaffibollann. Hún tók könnuna af vélinni og hellti í boll- ann. — Viltu ekki fá þér neitt að borða? spurði hún Hann drakk kaffið í litlum sop- um. Hann sat fyrir borðsendanum eins og dálítið annars hugar. — Þú ættir að borða eitthvað, sagði hún. — Þú veizt, að ég er alltaf lystarlaus á morgnana. — Þú ættir samt að borða, sagði hún. — Þú — með svona maga. Hann strauk yfir vangánn og uppgötvaði þar nokkur hár sem hann hafðí ekki tekið eftir þegar hann rakaði sig. Hann hélt áfram að drekka kaffið. — Ég gæti ristað brauð, sagði hún. Nokkrum mínútum siðar setti hann bollann varlega á undir- skálina, leit upp og beindi augna- ráðinu að eiginkonu sinni. Hún var í rauðum slopp yfir náttkjólnum og sat með hönd undir kinn. Hún var ljóshærð og augun voru dálitið útstæð. Hún lét venjulega mála á sér augna- brúnirnar, en liturinn hafði dofn- að um sumarið og nú voru brúnirnar næstum eins ljósar og iiárið. Hún var nokkrum árum eldri en hann og enda þótt hún hefði fitnað síðustu árin var voru farnir að koma pokar á hálsinn. Aður en dóttir þeirra fæddist fyrir tólf árum, hafði hún sagt upp á arkitektaskrifstonunni, og eftir það hafði hún ekki haft áhuga á að vinna úti. Þegar drengurinn var byrjaður i skóla hafði Maitin stungið upp á því að hún fengi sér vinnu úti, hálfan daginn, en hún hafði reiknað út, að það borgaði sig naumast. Auk þess var hún í eðli sínu löt og var ósköp ánægð með makindalegt húsmóðurlíf sitt, eins og það var nú. Tja, hugsaði Martin Beck, lát- um svo vera. Hann reis upp, gekk út að glugganum og horfði út í rigninguna. Uti var engin bílaum- ferð enn. Það var ljós í fáeinum -oTLnJLT. _______COSPERJ Það ók bíll á manninn minn en það urðu ekki teljandi skemmdir á bílnum — til allrar hamingju. gluggum, en hvergi var enn hreyfingu aðsjá. — Hvert áttu að fara? spurði hún. — Til Motala. — Verður þú lengi í burtu? — Ég veit það ekki. — Er það úl af þessari stúlku? — Já. — Heldurðu að það taki langan tíma? — Ég veit nákvæmlega jafn- mikið um það og þú. Eg veit ekkert annað en það sem hefur staðið i blöðunum. — Hvers vegna áttu að fara með lestinni? — Hinir fóru af stað í gær. Það var ekki ætlunin að ég færi líka. — Já, og þeir eru ekki að hafa neitt við þig, frekar en fyrri dag- inn. Hann andvarpaði og kíkti út. Líklega færi að stytta upp,. — Hvar áttu að búa? — Á Borgarhótelinu. — Hverjir verða með þér? — Kolberg og Melander. Og þeir fóru sem sagt í gær. — I bíl. — Já. — Og þú átt að hristast i lestinni? — Já. Hann heyrði hana fara að skola af bollunum. — Eg þárf að borga rafmagns- reikninginn og eins reiðtimana fyrir Lillian í þessari viku. — Fékkstu ekki nóg. — Ég vil ekki taka út peninga, eins og þú veizt. — Já, það er líka alveg satt. Hann tók veskið úr brjóstvasan- um og gáði í það. Tók þúsund- króna seðil upp, setti hann aftur á sinn stað og stakk veskinu aftur í vasann. — Mér finnst óþolandi aðþurfa að taka út peninga, sagði hún. — Það er upphafiö á enda- lokunum, ef maður byrjar á því. Ilann tók seðilinn upp aftur, braut hann saman og lagði hann á eldhúsborðið. — Ég er búin að setja niður fyrir þig, sagði hún. — Þakka þér fyrir. — Og mundu nú eftir hálsinunt á þér. Veðrið er lúmskt, á þessum árstíma, sérstaklega á næturnar. — Já. — Þarftu að hafa þessa við- bjóðslegu byssu með. Nei — já annars. .. ugla sat á kvisti, átti börn.. . hugsaði Mart- ! in. I — Að hverju ertu að brosa, | sagði hún. f — Ekki að neinu. ' Hann gekk inn í stofuna, opnaði I efstu skúffuna með lykli og tók | upp byssuna. Kom henni fyrir í ■ töskunni og lokaði henni aftur. Hann gekk fram í forstofuna og I fór í frakkann. Stóð þarna með | hattinn i hendinni. | — Ætlarðu ekki að kveðja Rolf | og Lillian? | — Það er hlægilegt að kalla tólf . ára stúlku Lillian. — Mér finnst það nú bara fall- | egt. | — Þáð er ekki vert að vekja J þau. Og auk þess er þeim full- I kunnugt um að ég er á förum. Hann skellti hattinum á höfuð- ■ ið. ! — Jæja vertu blessuð. Ég skal | hringja. í — Vertu sæll — og farðu nú . gætilega. f Hannstóðnú á brautarpallinum | og beið eftir lestinni og hugsaði ■ um það, að honum þætti hreint J ekki miður að fara að heiman, I jafnvel þótt það kostaði, að hann | gæti ekki að sinni lokið við skips- ■ módelið. Mai’tin Beck var ekki yfirmaður | morðdeildarinnar og langaði | heldur ekki til að fá það starf. . Stöku sinnum efaðist hann meira * að segja um að hann kæmist | nokkru sinni svo hátt að verða | lögregluforingi, enda þótt ekkert . virtist þvf til fyrirstöðu nú, nema I annað hvort dauðinn ellegar þá | afglöp í starfi. Hann var fyrsti | fulltrúi við ríkislögregluna og J hafði starfað í morðdeildinni í I átta ár. Til voru þeir, sem töldu | hann vera einn snjallasta rann- ■ sóknarlögreglumann landsins. Ilann hafði verið í lögreglunni I frá því hann komst til fullorðins- | ára og farið þar í gegnum allar . deildir og síðan hafði hann orðið I fulltrúi í morðdeildinni, þegar | hann var 28 ára gamall. Faðir hans hafði látizt það ár og J til að geta annast móður sína I flútti hann úr herbergi því, sem | hann hafði leigt og aftur til æsku ■ heimilis síns á Söder. Það sumar • hafði hann kynnst konunni sinni. | Hún hafði leigt kofa meðvinkonu I sinni i skerjagarðinum og hann hafði borið þar að landi fyrir til- Velvakandi svarar í slma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 T.vrkjarán hið nýja Ingjaldur Tómasson skrifar: „Allir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, hafa heyrt unt varnarleysi og ræfildóm íslenzkra og danskra yfirvalda. þegar sjóræningjar frá Alsir komu hingað lil islands og óðu hér um (i Vestmannaeyjum og víðar), rænandi og myrðandi. Þeir. sem ekki voru drepnir. voru seldir í þrældóm, og átti fæst af því fólki þess kost að komast heim aftur. Mér sýnist, að aðferðir Araba nú séu svipaðar aðferðum gömlu Alsírræningjanna. Flugvéla- ræningjar læðast inn í flugvélar undir fölsku flaggi. Þegar í loftið er komið eru teknar upp bæði byssur og sprengjur og flug- stjófar neyddir til að lenda, þar sem ræningjarnir ákveða. Svo er oft krafizt mjkilla fjár- muna, eða að öðrum kosti hótað sprengingum og lífláti atsak- lausra farþega. Það er áreiðanlega orðinn stór hópur alsaklauss fólks, serri þessir nýtizku ræningjar hafa bæði rænt og myrt. Ögerlegt er að tfna það allt upp. etida öþarfi. 0 Olíuvopn Araba Nú hafa Arabarnir loksins kom ið sér saman um að nota oliuauð sinn til þess að pína ýmis riki Vestur-Evrópu með oliuþumal- skrúfu til þess að vinna gegn ísraelum. Og það merkilega gerist. að flest ríki Vestur-Evrópu hafa lagzt hundflöt við fætur Arabanna og lofað að ganga að öllum þeirra kröfum. Það er að- eins eitt smáriki, Holland, auk Bandaríkjanna, sem neitað hefur að ganga að kröfum þeirra, Bandarikin tnunu nú setja í gang sína margþættu tækni til að finna «g vinna næga orku til sinna nbta og til þess að miðla öðrum. Ingjaldur Tómasson." 0 I ó námsmanna fest í sjóðum „Oánægðir gagnfræðaskóla- nemendur" skrifa: „Okkur fannst tími til kominn að setja út á orlofs- og lifeyris- sjóðsgreiðslur til námsmanna. Svo er mál með vexli, að við greiddum f ákveðinn lífeyrissjóð síðastliðið sumar. Enda þött þær upphæðir, sem utn ræðir. séu ekki háar, þá fannst okkur þær þess virði að taka þær út, en þá konl babb í bátinn. Lifeyrissjöðsgjaldið er „sallað" hjá ráðamönnum ríkisins i ti—9 mánuði, og það þýðir, að nánts- menn, sent vtnna a sunirtn. eru um að bil að hel.ja vinnu að nýju. þegar útborgun þessa fjár gelur átt sér stað. Svipuðu máli gegnir um orlofs- greiðslurnar. Það fé er ekki visi- tölutryggt. og'er þvi um öbeint peningarán að ræða. Okkur skilst. að orlofsfé sé ekki greitt fyrr en eftir 1. maí. en i hæsta lagi mánuður eftir af skólatimanum. Hér sést það svart á hvitu. hversu fíflalegt fyrirkomulag er á þessum greiðslum. Er ekki eitthvað bogið við þetta? Hvar liggur hundurinn grafinn? Það er „höfuðverkur "■ ráðamanna að finna hann. Námsmenn geta áreiðiwtlega miklu síður en ríkið verið áti þessara peninga. „Óána'gðir gagnfræðaskólanem- ar". Gagnfræðaskölanemunum finnst þetta að vonum mikið órétt- læti, og spyrja, hvar hundurinn liggi grafinn. Áreiðanlega er hann einhvers staðar lengst inni í iðrum „kerfisins", og þá er vert að muna eftir þvi, að ekki einu sinni „ráðamennirnir" sjálfirrata alltaf um völundarhús kerfisins. # Að loknu þjónaverkfalli Kunningi Velvakanda stakk- að honum eftirfarandi lesningu, daginn. sent gleðifregttin mikla um lausn þjönadeilunnar barst út um landsbyggðina: „Alltaf vissi ég það. að lifið i landinu hlyti að fara batnandi með nýju ári og hækkandi söl. Tvennt hefur nú einkum orðið til ntikilla bóta — hálkan á götun- unt hefur minnkað og svo hafa blessaðir þjónarnir tekið sönsum og látið af sínu skammdegisbram- bolti. Enda var það nú jafngott — hvernig hefði annars farið með almennt selskapslíf i höfuðstaðn- um eða árshátiðir og þorrablót? Það getur verið. að einhverjum finnist það ósmekklegt að byrja að mala um næsta þjönaverkfall áður en þessu er almennilega lok- ið. en mig langar til að beina þvi til þessarar ágætu stéttar. að þeir hugsi sig um tvisvar sinnum áður en þeir fara að bollaleggja verk- fall á þessunt árstíma aftur. Það er ekki á lýðinn leggjandi að komast ekki á skemmtistað svo mánuðum skiptir og það þegar varla birtir af degi. Betra væri að leggja niður vinnu. þegár ferða- manna plágan stendur sem hæst — þ.e.a.s. að sumarlagi. Eg lit á það sem öþjöðlegheit að láta launadeilur koma svona niður á tryggum viðskiptavinum. sem þar að auki eiga etiga sök á þeim sultarlaunum. sem þjönar hafa hafl sér til lífsviðurværis." l'ngfrú V.G.E. Evans Bretar samir viðsig segir V.G.E. Evans 1 síðustu viku var hér á ferð ungfrú V.G.E. Evans, frá Bret- landi, á vegunt samtakanna Rhodesfa-Bretland til að tala tnáli Rhodesíu við íslenzka ráðamenn og leiðrétta eins og hún orðaði það „lygar" brezkra stjórntalda um ástandið í Kóhdesíu. Sagði ungfrúin, að ntál flutningur brezka yfirvalda frá Rhodesíu væri af sama toga spunninn og tnál- flutningur þeirra frá fiskveiði- deilu Breta og Íslendinga. Sagði ungfrú Evans, að fólk hefði spurt sig áður en hún hélt til Íslands, hvort hún þyrði virkilega að fara til þessa villimannalands. Ungfrú Evans sagðist hafa rætt við ráðuneytisstjórann í utanríkisráðuneytinu um hugsanleg samskipti Islands og Rhodesíu og hefði hann sagt, að viðurkenning Rhodesíu kænti ekki til greina að svo stöddu. en hægt væri að kanna möguleikana á, að skipzt yrði á ræðismönnum Taldi ungfrú Evans, að lítið a*tti að vera því til fyrirstöðu úr því að S-Afríka og tsland skiptust á ræðismönnum. Sagði ungfrú Evans, að en| inn kynþáttaaðskilnaður væri Rhodesiu eins og í S-Afríki Aðspurð um kosningarét blökkumanna í Rhodesiu sagt ungfrú Evans, að þeir, set gætu lagt 100 sterlingspund banka, hefðu kosningarétt.Hú sagði, að æ fleiri blökkumen fengju kosningarétt eftir þ\ sem þeir öðluðust meii menntun og mjög . tnargi blökkumenn stunduðu nú nánt i framhaldsskólum landsins. tnilljón blökkutnenn eru Rhodesíu, en um 400 þús. hv.. ir. Sagði hún, að 16 fulltrúai ættbálka ættu sæti á þttig landsins og túlkuðu þeir öski blökkumannanna við Ia Smith og .stjórn hans. Að lok um kvaðst ungfrú Evans von ast til, að Island yrði fyrsts ríkið til að viðurkenna Rhod esiu og þá myndu önnurörugg1 lega fylgja á eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.