Morgunblaðið - 11.01.1974, Page 34

Morgunblaðið - 11.01.1974, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1974 IÞROTTAFRETTIR M0RG0KBLAÐ8IIV8 Þessa skcmmtilegu mynd tók Ijósmyndari Mbl. Kristinn Benediktsson f leik Vals og Þórs f fyrrakvöld. Gunnsteinn Skúlason, fyririiði Vals leggur sig inn f teiginn og skorar. Svo er aðsjá að vörn Þórsara hafi verið nokkuð opin. Valsliðið aftur á uppleið ÍSLANDSMEISTARAR Vais í handknattleik voru ekki í vandræðum með nýliðana í 1. deild, Þór, er liðin mættust í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. 20—11 varð sigur Vals. Þessi leikur var einn sá skemmtileg- asti, sem fram hefur farið í tslandsmótinu hingað til — hann bauð upp á mikinn hraða, hæfilega hörku og skemmtilegt spil af hálfu beggja liðanna. Það eina, sem vantaði, var spennan, liðin voru of ójöfn til þess að hún gæti skapazt. Greinilegt er, að Valsmenn eru nú að ná sér á strik eftir hálf- gerða deyfð, sem verið hefur yfir liðinu. Gildir þetta einnig um einstaklinga innan Valsliðsins, eins og t.d. Gunnstein Skúlason og Jón Karlsson, sem ekki hafa fundið sig að undanförnu, en áttu báðir ágætan leik í fyrrakvöld. Að óbreyttu er óhætt að gera því skóna, að Valsmenn muni veita FH-ingum harða keppni um islandsmeistaratitilinn i ár, að það verði leikur vetrarins þegar þessi tvö skemmtilegu lið mætast í seinni umferðinni. Samt sem áður er ekki hægt að slá því föstu, að liðin tapi ekki leikjum. Til þess eru liðin í 1. deilinni of góð sem betur fer. Þórsliðið sýnir framfarir með hverjum leik, og aðall liðsins er tvímælalaust baráttuþrek þess og kjarkur. Allir aðalleikmenn liðsins eru harðir í horn að taka og gefa ekki eftir fyrr en í fulla hnefana. Að þessu sinni þurftu Þórsarar að leika töluvert öðru- vísi en þeir hafa gert hingað til, þar sem Valsmenn lögðu allt kapp á að stöðva tvær skyttur liðsins, sem hættulegastar hafa verið í vetur: Sigtrygg Guðlaugsson og Þorbjörn Jensson. Tókst það svo vel, að Þorbjörn gerði ekkert mark og Sigtryggur aðeins eitt, að víta- köstumfráskildum. Við gæzluna á Þorbirni og Sigtryggi losnaði nokkuð um línumenn Þórs, sem stóðu sig vel í þessum leik, voru á hreyfingu og reyndu að skapa sér tækifæri. Vörn Þórsliðsins stóð sig bæri- lega í leiknum, en virtist þó stundum of sein að átta sig á „keyrslum“ Valsmanna. Þá gaf vörnin hornin nokkuð mikið eftir, en slíkt reyndist hættulegt, þar sem bæði Hermann og þó sérstak- lega Gunnsteinn voru slyngir við að smeygja sér inn og skora. Sá Valsmaður, sem kom mest á óvart í þessum leik, var Jón Karlsson, en hann átti nú sinn bezta leik í mótinu í vetur og ógnaði vel með hreyfingum sínum. Þá átti Gunnsteinn einnig prýðilegan leik, var sterkasti LIÐ VALS: Ölafur Benediktsson 3, Jón Karlsson 3, Þorbjörn Guðmundsson 2, Hermann Gunnarsson 2, Gísli Blöndal 1, Gunn- steinn Skúlason 3, Bergur Guðnason 2, Gísli Arnar Gunnarsson 1, Ágúst Ögmundsson 2, Ölafur H. Jónsson 3, Jóhann Ó. Guðmunds- son 1, Ölafur Guðjónsson 2. LIÐ ÞÓRS: Tryggvi Gunnarsson 2, Aðalsteinn Sigurgeirsson 2, Gunnar Gunnarsson 1, Jón Símon Karlsson 1, Ólafur Sverrisson 2, Árni Gunnarsson 3, Örn Pálsson 1, Þorbjörn Jensson 2, Ragnar Þorvaldsson 2, Benedikt Guðmundsson 2, Sigtryggur Guðlaugsson 2. Valsmaðurinn í vörninni, og óvenjulega drjúgur og ákveðinn í sókninni. Sum marka hans voru hin fallegustu. 1 STUTTU MALI: íslandsmótið 1. deild Laugardalshöll 9. janúar: ÚRSLIT: VALUR — ÞÓR 20—11 (12—6) Gangur leiksins: Mln. Valur Þór 1. Hermann 1:0 2. Bergur 2:0 3. Olafur 3:0 4. Agúst 4:0 5. Ilermann 5:0 6. 5:1 Sigtryggur (v) 7. 5:2 Ölafur 7. 5:3 Aðalsteinn 8. 5:4 Ami 9. Jón 6:4 10. 6:5 Ölafur 11. Gunnsteinn 7:5 14. Gunnsteinn 8:5 14. Gunnsteinn 9:5 17. Ölafur 10:5 20. Jón 11:5 25. Jón 12:5 29. 12:6 ölafur Hálfleikur 31. 12:7 Sigtryggur (v) 37. Gunnsteinn 13:7 38. 13:8 Ami 38. Ölafur 14:8 41. Agúst 15:8 43. Jón V) 16:8 49. 16:9 Sigtryggur (v) 50. Þorbjörn 17:9 52. 17:10 Jón 54. Bergur 18:10 55. Agúst 19:10 56. 19:11 Sigtryggur 58. Jóhann 20:11 Mörk Vals: Gunnsteinn Skúlason 4, Jón Karlsson 4, Ólafur H. Jónsson 3, Ágúst Ögmundsson 3, Hermann Gunnarsson 2, Bergur Guðnason 2, Þorbjörn Guðmundsson 1, Jóhann Ó. Guðmundsson 1. Framhald á bls. 20. Bikarmeistararnir úr leik Ensku hikarmeistararnir frá í fyrra, Sunderland, voru f fyrrakvöld slegnir út úr bikarkeppninni í ár. Liðið hafði gert jafntefli á útivelli við Carlisle á laugardaginn og var því leikið í Sunderland í fyrrakvöld, og eftir leik, þar sem bikarmeistarnir voru betri | aðilinn, urðu þeir að láta sér það lynda að ganga af velli með 0:1 ósigur á bakinu. Vafalaust er Bob Stokoe jafn umdeildur maður í Sunderiand þessa dag- ana, og hann var mikil hetja þar eftir að liðið varð bikar- meistari f fyrravor. Nokkur 1. deildar lið voru 1 eldlínunni í fyrrakvöld og gekk allt þeim að óskum, nema West Ham, sem varð að láta í minni pokann fyrir Hereford. Here- ford liðið, sem er í 4. deiid, hefur hvað eftir annað vakið á sér athygli í bikarkeppni og að þessu sinni var sigur liðsins nokkuð öruggur. Það sótti meira og átti fleiri hættuleg tækifæri en West Ham. Fyrsta mark leiksins skoraði Clyde Best fyrir West Ham, en Naylor jafnaði fyrir Hereford og skömmu fyrir leikslok skoraði svo Jones sigúrmarkið. Newcastle átti ekki f erfiðleik- um með Hendon. Strax á 15. mínútu leiksins skoraði liðið, en tókst ekki að bæta við fleiri mörkum í fyrri hálfleik, þrátt fyrir góð tækifæri, og var það ekki fyrr en seint í síðari hálfleik sem Newcastle tókst að gera út um leikinn og skora þrjú mörk á skömmum tíma. Mörk Newcastle í leiknum skoruðu þeir McDonald tvö, Hibbitt og Tudor. Þá vann Derby yfirburðasig- ur yfir Boston 6:1, en það er sama markatala og Boston vann Derby í bikarleik fyrir nokkr- um árum. Sá leikur, sem mesta athygli vakti i fyrrakvöld, var leikur Leeds og Wolverhamton. Leeds var í úrslitum bikarkeppninnar í fyrra og lengi vel leit út fyrir, að liðið yrði að lúta sömu örlögum og bikarmeistararnir. Ulfarnir voru mjög ákveðnir og harðir i leiknum, og sköpuðu sér tækifæri, sem þeim tókst þó ekki að skora úr. Þegar aðeins 6 mínútur voru til leiksloka var eina mark leiksins skorað. Og það var Leeds, sem það gerði, og tryggði sér þar með rétt til þátttöku í fjórðu umferðinni. í Luton mætti heimaliðið Porte Vale, liði úr 4. deild og vann annarrar deildar liðið öruggan sigur 4:2, og í Ports- mounth vann heimaliðið einn- ig, en það átti í höggi við eitt af neðstu liðunum í 2. deild, Swindon. Urslit leiksins urðu 1:0 fyrir Portsmouth.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.