Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1974 17 Rekin úr rithöfunda- sambandinu fyrir að verja Sakharov Moskvu 10. janúar — NTB. SOVÉZKA skáldkonan Lidia Tsjukovskaja var í gær rekin úr rithöfundasambandi Sovétrfkj- anna vegna þess, að hún hefur haldið uppi viirnum fyrir andófs- og vísindamanninn Andrei Sak- harov. Að því er áreiðanlegar heimildir herma, var ákvörðunin um brottrekstur hennar tekin einróma í stjórn Moskvudeildar samhandsins. Tsjukovskaja hefur átt við heilsuleysi að stríða og er nú nærri því bl ind. Andrei Sakharov hefur sagt fréttamönnum, að hann sé stoltur af vináttu Tsjukovskaju og að hann telji opna bréfið, sem hún birti í september s.l. til varnai honum vera í framhaldi af hinni beztu húmanistfsku hefð í Sovét- rfkjunum. i annarri yfirlýsingu vegna þessa brottreksturs segir rithöf- undurinn Vladimir Maksimov, að í þessu felist einfaldlega upphefð fyrir skáldkonuna. „Að undan- förnu hefur það verið hrein móðg- un við sérhvern sómakæran rúss- neskan rithöfund að vera félags- maður í rithöfundasambandinu.“ Rakst og 40 Bogota, 10. janúar. AP. Fjörutíu manns týndu lífi í gær, begar tveggja hreyfla skrúfuþota ^atena-flugfélagsins rakst log- andi á hæð í Suöur-Kólombíu, að þvf er yfirvöld í borginni Florencia tilkynnti í dag. Enginn komst lífs af, að sögn lögreglunnar. Flugvélin var af JARÐ- Maksimov var sjálfur rekinn úr sambandinu í fyrra vegna þess, að allmargar af bókum hans voru gefnar út á Vesturlöndum. á hæð fórust gerðinni Avro, smíðuð í Bret- landi. Ahöfnin tilkynnti, að eldur hefði komið upp í farþegarýminu skömmu eftir flugtak frá flugvell- inum í Florencia. Flugvélin átti að fara til Bogota. Florencia er höfuðstaður land- búnaðarhéraðsins Caqueta. Flug- vélin rakst á hlíð i Andesfjöllum nálægt eldfjallinu Costa Rica, sem er 9.000 feta hátt. Allir farþegarnir voru Kólom- bíumenn. heilagleiki, lakovos erkibiskup frá New York, sem er æðsti yfirmaður grfsku rétttrunaðarkirkjunnar í N- og S-Ameríku, varð heldur en ekki forviða við trúarleg hátíðahöld f.vrir skömmu á Flórída. Dúfa ein, sem hann sleppti lausri og tákna á flug sálarinnar til himna, vildi að þvf er virðist ekki losna úr prísund holdsins. Sneri hún snarlega til baka cg lenti á höfði erkibiskupsins. Létti mönnum mjög er dúfan hóf sig til flugs á ný og hvarf sjónum. Sálin hefur því væntanlega lent á sín jm stað þrátt fyrir allt. Andrei Sakharov SKJALFTI Berkeley, Kaliforníu ÞRIÐJI meiriháttar jarð- skjálftinn á tveimur vikum lék um suðvesturhluta Kyrrahafs snemma í dag, að því er jarð- skjálftastofnun Kalíforníu- háskóla tilkynnti. Ekki er vitað um tjón á mönnum eða mannvirkjum. Mældisst skjálftinn 7,4 stig á Richter-kvarða, og átti upptök sín á hinum strjálbýlu Nýju- Hebrideseyjum norðaustur af Ástralíu. Til samanburðar um styrki leika skjálfta þessa má geta þess, að jarðskjálftinn frægi í San Fransisco árið 1906 mældist 8.3 stig á Richter- kvarða. Astralía með írekstri USA stöðvar Washington, 10. janúar. AP. BANDARÍKIN hafa fallizt á, að Astralíumenn taki þátt í rekstri og stjórn mikilvægrar fjarskipta- stöðvar á norðvesturhorni Astralíu, að því er bandaríska landvarnaráðuneytið tilk.vnnti í dag. Jafnframt hafa landvarnaráð- herra Bandaríkjanna og Astralíu, James R. Schlesinger og Lance Barnard, samþykkt, að aukin sam- ráð verði milii landanna til þess að tryggja, að Ástralíustjórn fái nákvæmar og skjótar upplýsingar um þróun í hermálum og fjar- skiptum, er þýðingu hefur fyrir stöðina. Frá þessu formlega samkomu- lagi segir í sameiginlegri yfirlýs- Framhald á bls. 20. Frederick S. Ouin sendiráðs ritari látinn FREDERICK S. Quin, annar sendiráðsritari og konsúll við sendiráðBandaríkjanna á Islandi lézt í fyrradag 9. janúar, 42ja ára að aldri. Hr. Quin hafði átt við nokkur veikindi að stríða undan- farna mánuði og var lagður inn á Sjúkrahús George Washington háskolans i Washinton, D.C. í október sl., þar sem hann lézt í fyrradag. Frederiek Quin var kvæntur og átti hann og kona hans Diana fjögur börn, þrjá syni, Douglas, Colin og Miles, og eina dðttur, Alison. Ilr. Quin var fæddur 19. maf, 1931. Hann lauk BA prófi við Rochester University (NY) árið 1953, og MA prófi í alþjóðastjórn- málum við Columbia University árið 1955. Hann gekk í utanríkis- þjónustu Bandaríkjanna árið 1957, eftir herþjónustu. Auk þess að starfa í Washington D.C., var hann konsúll i Alsír 1959—62, viðskiptafulltrúí í Stockhólmi 1962—65, konsúll í Quebeck, Kanada 1965—67, og annar sendi- ráðsritari og konsúll i Reykjavík frá 15. júli, 1971. Frederick Quin átti marga vini og kunningja á Islandi og er þeim bent á, að minningarbók liggur fyrir í ameríska sendiráðinu við Laufásveg, nk. mánudag og þriðjudag 13. og 14. janúar. Minningarathöfn verður haldin í St. Johns Church í Washington nk. þriðjudag. Kjarnorkuflaugar til Sýrlands frá Sovét Washington, 10. janúar. AP. THOMAS H. Moore aðmíráll, forseti sameiginlegs herráðs allra greina bandaríska heraflans, sagði i dag í sjónvarpsþætti NBC, að Rússar væru að útvega Sýr- lendingum eldflaugar, sem hægt er að skjóta á skotmörk í Tel Aviv og öðrum ísraelskum borgum. Eldflaugarnar eru af svonefndri „Scud“-gerð. Vitað er, að Égyptar hafa einnig fengið slíkar eldflaugar frá Rússum. Scudflaugarnar draga um 200 milur og geta borið kjarnaodda. Ýmsir bandan'skir embættismenn telja, að Rússar hafi útvegað Egyptum kjarnaodda með Scud- flaugunum, sem þeir hafa sent þeim. Moore var ekki spurður að þvi í sjónvarpsþættinum, hvort Scud- flaugarnar, sem Sýrlendingar hafa fengið, væru búnar kjarna- oddum, en jafnvel án þeirra geta þær gert mikinn usla á íbúðar- svæðum. Syrlenzku eldflaugarnar og þær 20 Seudflaugar, sem vitað er, að Egyptar hafa fengið, auka tölu- vert þá röskun, sem hefur orðið á hernaðarjafnvæginu í Miðaustur- löndum og þær auka líkurnar á því, að Arabar geri skyndiárás á ísrael. Moore.sagði í viðtalinu: „Já það er satt, að þeir hafa svona eld- flaugar," en hann virtist gefa í skyn, að óliklegt væri, að þær væru búnar kjarnaoddum. Aðspurður hvort Rússar stjórnuðu eldflaugunum eða hefðu eftirlit með þeim sagði Honolulu 10. janúar — AP 0 „Þegar við sáum ljósin á hin- um bátnum b.vrjuðum við að blikka með vasaljósinu okkar og gera eins mikinn hávaða og við gátum. Við notuðum spýtur til að lemja tómar olíutunnur með, en ég held, að það hafi verið Ijósin, en ekki hávaðinn, sém vakti at- hygli þeirra á okkur, og fengu þá til aðstefnatilokkar." 0 Svo mæltist Don Van Cleave, einum fimm nianna, er bjargað var á gamlárskvöld af japönskunt fiskibati í Kyrrahafi, en þá höfðu þeir félagar hrakizt um hafið í 55 daga á stjórnlausu veiðiskipi. „Það munaði engu, að þeir hefðu látið okkur eiga sig,“ segir Van Moore, að Rússar veittu vitaskuld aðstoð við þjálfun í meðferð og viðhaldi þeirra. „En ég geri ekki ráð fvrir. að Rússar aki til víglinunnar með einhverja af þessum eld- flaugum," sagði Moore. Cleave. „Ég held þeir hljóti að hafa hugsað sem svo, að við vær- um aðeins með gamlárskvölds- gleðskap." Mennirnir hófðu lagt úr höfn í Honolulu 25. október áleiðis til Jólaeyjar þar sem þeir ætluðu að selja það, sem afláðist á leiðínni. Leit hófst að bátnum 12. nóvem- ber, þegar hann kom ekki fram, en vélin bilaði, er þeir áttu skamma leið ófarna til eyjarinn- ar. Og hvað gerðu þeir félágar sér svo til dundurs í þessum löngu hrakningum? „Fiskuðum, söfnuð- um regnvatni, spiluðum á spil, — og svipuðumst um eftir landi. Volk í 55 daga Bandarískum sendiráðs- manni vísað frá Kína Washington 10. janúar — AP hefðu tilkynnt sendiráðinu, að □ EINUM af starfsmönnum í tilvikum eins og þessu, þar band; Kjarnoruflaugar til Sýrle ing h BIs. 17 Dóri 14 A 10'/2 landi vegna þess, aö hann om dauða kfnverskrar stúlku í bif- reiðarslysi. Kom þetta fyrst fram f frétt frá Steve Bell, fréttamanni bandarfska sjón- varpsfélagsins ABC í Hong Kong, og síðar í dag gaf David Bruce sendiherra yfirlýsingu um þetta mál. □ Sagði Bruce, að maðurinn Nicholas Platt, 37 ára að aldri, myndi fara frá Peking fljótlega eftir að hafa fengið stöðu ann- ars staðar. Kínversk stjórnvöld inga flendur diplómat er við- dauðaslys, sé það venjan ao nann fari úr landi að eigin frumkvæði. Að sögn utanríkisráðuneytis- ins i Washington, var Platt á leið til Ming-grafhvelfinganna, er slysið varð í skoðunarferð með foreldrum sínum, sém voru í heimsókn. Varð þá ung stúlka á reiðhjóli fyrir bifreið hans. Stöðvaði Platt flutninga- bifreið er leið átti hjá og fór með stdlkuna i henni til nær- liggjandi spítala, en þar tókst ekki að bjarga lífi hennar. Tryggingafélag Platts hefur greitt fjölskyldu stiílkunn-ar meiren 10.000 dollara. Ekki er talið sannað, að Platt hafi átt sök á slysinu. Embætt- ismenn í utanrikisráðuneytinu bandaríska segja, að hann sé mjög virtur starfsmaður og að atburður þessi muni engin áhrif hafa á feril hans. Og enn síður muni hann hafa áhrif á samband Kina og Bandaríkj- anna. Ekki hefur tekizt að fá um- sögn frá Platt sjálfum um at- burðinn, sem talið er að hafi átt s£r stað fyrir um það bil mán- uði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.