Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANUAR 1974 35 lÍÞIiÚntfRfniB MOBGIMBLAÐSmiS Ragnheiður Lárusdóttir skorar eitt af 2U morkum Vals I leiknum gegn Pör. Stórleikur Sigrúnar er Valur vann Þór An erfiðleika unnu Valsstúlk- urnar lið Þórs í 1. deild kvenna í fyrrakvöld, leiknum lauk 20:7 eft- ir að staðan hafði verið 7:4 í hálf- leik. Sigrún Guðmundsdóttir var í „banastuði" í þessum leik og sendi knöttinn 12 sinnum í net Þórs. Dwight Stones frá Bandarfkj- unum var kjörinn bezti frjáls- íþróttamaður ársins 1973 í kosningu, sem ítalska tímaritið Tuttosport gekkst fyrir. Sem kunnugt er, setti Stones nýtt heimsfnet í hástökki s.l. sumar og stökk þá 2,30 metra. Tíu efstu sætin í kosningu þessari skipuðu: 1) Dwight Stones,- USA, 2) Marcello Fiasconaro, ítalíu, 800 metra hlaupari, 3) Ben Jipcho, Lið Þórs virðist ekki vera sterkt og ef ekki verður breyting á leik liðsins, bíður Iiðsins það eina verkefni að berjast við Viking um botnsætið i deildinni. Uthaldsleysi hrjáir liðið greinilega, eins og sést á þvi, að þær eru aðeins þremur mörkum undir í leikhléi, en 13 í Kenía, 3000 metra hindrunar- hlaupari, 4) Filbert Bayi, Tanzaníu 1500 metra hlaupari, 5) David Bedford, Bretlandi 10.000 metra hlaupari, 6) Rod Milburn, USA, grindahlaupari, 7) Steve Williams, USA 100 og 200 metra hlaupari, 8) Klaus Wolfermann, V-Þýzkalandi, spjótkastari, 9) Rick Wohlhut- er, USA, 800 metra hlaupari og 10) B. Foster, Bretlandi, 5000 metra hlaupari. leikslok. Þá er ekki mikil breidd í liðinu og sömu 8 stúlkurnar léku allan leikinn. Björg Guðmundsdóttir lék ekki með Val að þessu sinni, en Sigrún systir hennar var tveggja manna maki í leiknum svo fjarvera Bjargar gerði ekki svo mikið til. Auk Sigrúnar átti Inga Birgis- dóttir í markinu mjög góðan leik og varðí hvað eftir annað mjög vel. Sigur Vals hefði getað orðið enn stærri, en þær misnotuðu 5 vítaköst í leiknum og af þeim varði markvörður Þórs þrjú. I liði Þórs átti Sigfríð beztan leik og var jafnframt markhæst meðþrjú mörk, en auk hennar skoruðu Anna Gréta (2), Aðalbjörg og Guðrún mörk liðsins. Fyrir Val skoruðu Sigrún 12, Ragnheiður 3, Sigurjóna og Elín 2, og Harpa 1. Stones beztur Naumur KR-sigur KR-ingar máttu þakka fyrir sigur í leik sfnuni 1 2. deild Islandsmótsins í handknattleik gegn Fylki, sem fram fór í Laugardagshöllinni að loknum leik Vals og Þórs í fyrrakvöld. Það varð þeim fyrst og fremst til bjargar, að Fylkismenn brutu heldur klaufalega af sér í vörn- inni og var einum bezta ..kik- manni liðsins, Einari Agústssyni, vfsað tvívegis af velli, samtals í 7 mínútur, og oft voru Fylkismenn einum færri inni á vellinum f leiknum. KR-liðið er greinilega mun slakara nú en það var í fyrra, er það féll niður í 2. deild, og má það taka sig verulega á, ef það ætlar að endurheimta sæti sitt í deild- inni. Fylkisliðið er hins vegar í mikilli framför, og má raunar segja, að það sé annað lið f saman- burði við það, sem það var í fyrra, þótt það sé að mestu skipað sömu leikmönnum. l'ylkir hafði yfir framan af leiknum, mest þrjú mörk, er stað- an var 6:3. KR-ingar sigu svo á, og höfðu náð tveggja marka for- skoti í hálfleik, 10:8. Jafnt var á 11:11, en síðan náði KR forystu og hélt henni leikinn út, þótt oftast væri mjótt ámununum. Sennilega hafa KR-ingar van- metið andstæðinga sína fyrir- fram, a.m.k. virtist það vera skoð- un sumra leikmanna liðsins, að óhætt væri að skjóta úr hvaða færi sem var, til að byrja með. í heild má segja, að alla festu hafi skort í KR-liðið, sérstaklega í sóknarleik þess, en vörnin barðist hins vegar sæmilega og mark- varzlan var á köflum góð. Vörnin var hins vegar veikari hluti Fylkisliðsins og opnaðist hún oft illa. Sóknarleikur liðsins var furðu fjölbreyttur og t.d. töluvert reynt að leika upp á línuspil. Mörk KR: Þorvarður Jón Guð- mundsson 7, Haukur Ottesen 6, Gísli Torfason 3, Björn Blöndal 2, Bogi Karlsson 1, Sfmon Unndórs- son 1, Sigurður Páll Ásgeirsson 1. Mörk Fýlkis: Einar Ágústsson 5, Einar Einarsson 5, Örn Jensson 3, Kristinn Sigurðsson 2, Guð- mundur Sigurbjörnsson 2, Jón Magnússon 1, Stefán Hjálmarsson 1. Beztu menn KR: Haukur Otte- sen, Gísli Torfason og Már Frið- steinsson. Beztu menn Fylkis: Ásbjörn Skúlason, Örn Jensson og Ágúst Sigurðsson. —stjl. Valsmenn á mót í Gautaborg í sumar Valsmenn hafa fengið boð um að taka þált í fjögurra liða hand- knattleiksmóti í Gautaborg næsta sumar. Er það félagið Vestra Frö- lunda, sem gengst fyrir mótinu, en auk Friilunda og Vals taka Arhus KFUM og austur-þýzkt lið þátt f inótinu. Verður það haldið í tengslum við Pai-tille Cup, en það er mót yngri flokkanna og taka þátt í því félög frá ýmsum Jöndum. Það er einmitt vegna þátttöku yngri fiokka Vals í Partille Cup fyrir tveimur árum, sem Valsmönnum er boðið nú. Auk þess að komast í úrslit í öllum flokkunum þremur KR-ingar Aðalfundur frjálsíþróttadeildar KR fer fram í Félagsheimili KR n.k. mánudag, 14. janúar, og hefst kl. 21.00. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. var öll framkoma Valsfólksins til mikils sóma. Eins og áður segir, mun Árhus KFUM taka þátt í mótinu í Gauta- borg, en Valsmaðurinn Bjarni Jónsson leikur með Árhus úrn þessar mundir. Bjarni mun þó að öllum líkindum ekki leika með danska liðinu i mótinu í Gauta- borg heldur með Val. Bjarni lýk- ur námi í vor og leikur því með Val næsta keppnistímabil. Svetla Zlateva kosin „Iþrótta- maður ársins” Samtök iþróttafréttamanna i Balkanlöndunum kusu Svetlu Zlatevu, heimsmethafa i 800 metra hlaupi kvenna „Iþrótta- mann ársins 1973". í öðru sæti varð tennisleikarinn Ilie Nastase og í þriðja sæti Mater Pailov, hnefaleikai i frá Júgóslaviu. Borðtennis hjá KR Borðtennisdeild KR gekkst fyr- sem keppti sem gestur á mótinu. ir innanfélagsmóti í KR-húsinu 30. desember s.l. Þátttaka í mót- inu var mjög góð. Keppt var í karla- og unglingaflokki og vann Hjálmar Aðalsteinsson sigur í karlakeppninni. í öðru sæti varð Hjörtur Jóhannsson úr Keflavík, þriðjí varð Finnur Snorrason og fjórði Gunnar Jóhannsson. I ungl- ingaflokki sigraði Elfas Guð- mundsson, Sverrir Herbertsson varð í öðru sæti og Árm Thorlacius í þriðja sæti. Þetta er fyrsta innanfélagsmót i borðtenn- is, sem KR efnir til. Þorvarður Jón Guðmundsson stekkur upp og skorar eitt KR-markanna, yfir Guðmund Sigurbjörnsson (nr. 2) Að baki Þorvarðs er Björn Blöndal. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.