Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1974 „Hún amma mín það sagði mér” Arni Ola: Huldufólk Setberg — Reykjavík 1973 Furðulegur maður er Árni Öla. Áttatíu og fimm ára varð hann nýlega, en á stjái sést hann öðru hverju úti við, og nú í haust hafa komið frá hans hendi tvær bæk- ur, samtals hátt á fjórða hundrað blaðsíður í stóru broti. í báðum er efnið þannig, að það gerir miklar kröfur til hugkvæmni, rökvísi, at- hugunargáfu og minnis, þó að Árni hafi auðvitað notað margar og margvíslegar heimildir. Ég er helzt á því, að hann sé óræk sönn- un þess, að unnt sé að njóta bæði andlegs og líkamlegs styrks frá þeim öflum tilverunnar, sem margir neita harðlega að séu til og ekki sízt þeir hálærðu menn, sem alltaf eru annað veifið að verða þess vísir, að í fræðigrein þeirra sjálfra sé eitt og annað að koma á daginn, sem kemur þeim algerlega á óvart! Árni Óla hefur nú, auk meira en fjörutíu ára starfs sem blaða- maður, ritað 30 bækur, þar af 29 eftir 1939. Og mikill meiri hluti þeirra fjallar um áþreifanleg og öllum sýnileg efni, til dæmis eru sjö um Reykjavík, fortíð hennar og umhverfi, þrjár um önnur byggðarlög og sögu þeirra, fjórar um dásemdir íslenzkra óbyggða, þar á meðal hin mér ógleyman- legu Blárra tinda blessað land. Og svo þykist hann þá hafa fyllsta rétt og jafnvel skyldu til að segja frá þeim dularverum og dular- heimum, sem eru honum jafn- raunsannur veruleiki og landið okkar — með öllum þess undur- og ægifögru dásemdum. í bók Árna Óla Huldufóik er framan við Forspjall hans og sér á síðu það, sem hér fer á eftir úr hinni frægu Konungsskuggsjá: ,,Eigi er eg fúsastur að tala um undur þau, er hér eru norður með oss, og veldur því lítill hlutur, þvf það er siður sumra manna margra ef þeir hafa eigi augum séð, að tortryggja og kalla flest allt logið, og þykir mér það illt í ræðu að færa, ef eg skal síðan vera kallað- ur lygimaður af, þótt eg viti til sanns, að satt sé sumt það, er eg hefi með augum séð, én sumt það, er eg á hvern dag kost á að spyrja af þeim, er séð hafa og rannsakað og vita til sanns að satt er, og vitum vér þá ólygna vera.“ Svo er það þá Forspjallið. Hygg ég, að hver sá, sem les það gaum- gæfiiega, muni vart gerast til að kalla Árna „lygiinann“, svo frá- bærlega skýrt og skilmerkilega sem hann segir frá því, er fyrir hann bar þann 16. júlí 1963 í Strandarkirkju, þá er hann stóð þar i predikunarstól og rakti sögu kirkjunnar. Hins vegar efa ég ekki, að mikill þorri manna segi að sakir trúar Árna á helgisögnina forríu um uppruna Strandar- kirkju hafi hann séð þar ofsjónir. En varla mun nokkur undrast, að maður, sem lifað hefur slíka stund, trúi á dularheima og dular- verur, ekki sízt þar sem um þau efni á hann „hvern dag kost á að spyrja af þeim, er séð hafa og rannsakað og vita til sanns að satt er“, og viti þá „ólygna vera“. Árni segir og í niðurlagi For- spjallsins: „Ég vænti þess, að þessi kynn- íng min við ósýnilegar verur verði mér afsökun, er ég ræðst nú í að rita bók um ósýnisverur, sem hafa verið i sambýli við íslendinga frá upphafi, álfa eða huldufólk. Að vísu hef ég áður ritað bók um svipað efni (Álög og bannheigi). Þar kemur þjóðtrúin á álfa mjög við sögu, þvi að þeim eru eignuð ákvæði um bannhelgi á ótal stöð- um hér á landi, enda þótt ekkí verði sannað. Hér mun aftur á móti reynt að draga að því líkur, að hin ævaforna trú á slíkar hul- iðsverur hafi við margt fleira að styðjast.“ Árni gerir siðan mjög skipulega grein fyrir trúnni á huldufólk og raunar fleiri dularverur, sýnir fram á, að sú trú hefur fylgt frum- byggjum íslands, hvort sem þeir voru austrænir eða vestrænir, hefur og æ síðan verið hér við lýði — og er það vissulega enn. Hann vitnar til skoðana merkra íslendinga á þjóðtrúnni, velur þar úr Eggert Ólafsson, Guðbrand Vigfússon, Jón forseta Sigurðs- son, Björn Jónsson, ráðherra og ritsjóra, Tryggva Gunnarsson, Einar Benediktsson, séra Jónas á Hrafnagili, Þorstein M. Jónsson og Sigurð Nordal. Ut af þjóð- trúnni segir Eggert: „Auðveldast er að afgreiðai slika hluti með því að segja, að það sé allt lygi, en þá kemur til greina, hvort slíkt er nægilegt til að útkljá málið." Dr. Guðbrandur Vigfús- son: „Frá því að ísland byggðist hefur þar verið auðugt af þjóðsög- um um álfa, tröll, afturgöngur, og alls konar forneskjusögnum, sem glöggt má sjá af sögunum. Þessar sagnir. eru samgrónar hinum x sönnu sögum, og finnast hvað mest í þeim sögum, sem beztar eru og sannastar, svo samgróin var sögn og saga í þær mund- ir ...“ Jón forseti mælir meðal annars svo — og er honum auð- finnanlega dillað: „Þegar svona vættur er í hverju fjalli, hverjum hóli, hverjum steini, þá verður hvergi dautt eða dauft.. Tryggvi Gunnarsson segist aldrei hafa trúað, að draugar eða huldu- fólk væri tiþen mælirsvo: „En ég hef orðið þess var, að líkur séu til þess, að eitthvað það sé í kringum oss, sem vér höfum ekki sjón til að sjá og ekki skilning til að skilja. .. Það er drambsemi og skortur á viti, þegar menn neita að trúa öðru en því, sem þeir sjá og geta skilið — vegna þess að verkfærin, sem flestir eða allir hafa til að sjá og skilja eru svo ófullkomin." Björn Jónsson hafði mestar mætur á þjóðsögum og gaf út handhægt og Árnasonar. Einari Bene- diktssyni varð það fyrir, þegar honum leiddist allt annað að taka þjóðsögurnar sínar og lesa þær, og séra Jónas segir: „Álfatrúin er alls ekki útdauð enn — jafnvel ekki meira en svo, að mennsk stúlka trúlofaðist huldumanni úti í Fljótum nokkru eftir 1900. Á ýmsum sögum núlifandi manna má sjá, að menn sjá enn huldu- fólk og komast í tæri við það á ýmsan hátt.“ Tilvitnunni f for- mála Þorsteins M. Jónssonar fyrir Grímu hinni nýju lýkur svo: „Ekki er langt síðan að hrepps- nefnd í fjölmennu byggðarlagi norðaniands samþykkti aðhætta malartöku í iandi, sem álfar helg- uðu sér og höfðu þeir valdið manndauða í hefndarskyni.“ Dr. Sigurður Nordal segir í Forspjalli Gráskinnu: „Sjálfum mér hefur oft að minnsta kosti farið svo, að ég mundi ekki hafatreystmér til þess að horfast í augu við greind- an og vandaðan sögumann, sem var að segja mér frá kynlegum hlutum, sem hann sjálfur hafði reynt, og kalla hann glóp eða lyg- ara, af þeirri ástæðu einni, að vísindin viðurkenndu ekki slíka hluti." Fróðlegt er og að lesa for- mála hans að þjóðsagnarbókunum nýju, sem hann hefur valið efnið í. Hann hefur síður en svo komizt á aðra skoðun en fram kemur í áðurnefndu forspjalli, þó að mjög hafi hann, síðan hann skrifaði það, rannsakað íslenzk þjóðsagna- söfn og athugað sögur núlifandi manna og borið saman við aðrar eldri. Þá vitnar Arni í síðasta kafla bókarinnar til íslenzkra ljóð- skálda — allt frá höfundinum að kvæðinu Ölafur Liljurós til Tóm- asar Guðmundssonar. Einn kaflinn heitir Nokkrar furður. Þar er vikið að ýmsum þeim ráðgátum, sem visindamenn nútímans hafa glímt við og reynzt sigursælir, en einnig þvi, að alltaf birtast þeim í efnisheiminum nýj- ar og nýjar. Síðan segir Árni — og með því læt ég lokið þessu greinar korni um sérstæða og merkilega bók einlægs sannleiksleitanda, sem nú hefur auðnazt að iifa hálf- an níunda áratug á mesta furðu- og vaxtartímabili mannlegrar þekkingar — samfara hörmulegri misnotkun hennar á ýmsum svið- um og vanþakklæti við gróðraröfl tilverunnar: „Þetta er gripið af handahófi sem sýnishorn þess, að trúin á huliðsheima er hvorki dularfyllri né torskildari en trúin á efnis- heiminn. Og meðan svo er, að vísindunum hefur ekki tekizt að uppgötva hinn andlega heim, sem er svo miklu merkilegri heldur en efnisheimurinn, þá er engum lá- andi, þótt hann vilji ekki varpa fyrir borð þeirri þekkingu, sem þaðan er fengin og er fyllilega á borð við undirstöðu efnavísind- anna fyrir 300 árum.“ Hæst ber Horn- bjarg Einar Bragi: Þá var öldin önnur Isafoldarprentsmiðja — Reykja- vík 1973. Einar Bragi er fyrst og fremst kunnur sem ljóðskáld. Hann mun hafa verið forystumaður um út- gáfu tímaritsins Birtings, en samt sem áður hefur hann ekki látið með öllu lönd og leið íslenzka rímhef ð, og ekki hefur hann held- ur gert mikið af þvi að spilla ljóðum sínum með áifmdum áróðri eða svo torræðu og órök- vfsu líkingamáli, að það minni heizt á „tungutal“ ofsatrúarhópa. Ljóð hans eru honum yfirleitt eiginleg, persónuleg tjáning til- finninga hans og viðhorfa, oft dulúðug, en samt ekki torskilin. Þetta verður hvergi betur ljóst en á seinustu ljóðabók hans 1 ljós- máiinu, sem hefur aðgeyma bæði ný ljóð og sum, er hann hefur áður birt, en bætt af vandvirkni og nærfærinni smekkvisi. Seinustu þrjú tii fjögur árin hefur hann helgað sig að miklu leyti fræðistörfum og ritað bækur í Iausu máli. Haustið 1971 kom frá hans hendi fyrsta bindi af „sögu- riti Eskfirðinga“, sem hefur hlot- ið nafnið Eskja. Fyrri hiuti þess, sem auðsjáanlega hefur kostað feikna mikla vinnu og nákvæmni, fjallar um örnefni við Eskifjörð, en síðari hlutinn flytur sögur og sagnir af örnefnasvæðinu. í bind- inu eru 125 myndir með rækileg- um skýringum, og eru margar myndanna gamlar, fágætar og for- vitnilegar. í haust kom svo frá hendi Einars bók, sem heitir Þá var öld- in önnur. í henni eru tveir sögu- þættir frá 18. öld, frásögn af sum- ardvöl höfundar í Suðursveit fyr- ir nærfellt f jórum áratugum — og með flýtur svo frásögn, sem er aðeins fárra ára gömul. Fyrsti þátturinn heitir Siðasta aftaka á Austfjörðum og tildrög hennar. Hann gerðist í Móðuharð- indunum, sem hafa verið talin ganga næst lífi íslenzku þjóðar- innar af öllum þeim píslum, sem hún varð að þola á nauðöldum sinum. Þátturinn er átakanlegt vitni þesstilhversslíkarhörm ungar fengu leitt örvona, en raunar tápmikla unglinga, sem einskis góðs höfðu notið — og ennfremur, hverri aðbúð þeir sem sakamenn stundum sættu af hendi þeirra, er sljóvgaðir af ömurlegum aðstæðum árferðis og aldarfars, áttu að gæta laga og réttar. Fýrirsögn hins þáttarins frá 18. öld er „Galdra-Fúsi. Samantekt um séra Vigfús Benediktsson.“ „Seint fyllist sálin prestanna“ var lengi vel vinsælt máltæki, og lengi var það háttur íslenzkra sagnaskálda að lýsa misferli íslenzkra klerka, en hins vegar var sjaldnar getið, hver menningarleg stoð presta- stéttin var þjóðinni á hörmunga- tímum hennar og hve bág voru kjör þeirra presta, sem ekki voru dugandi bændur og gengu lítt eft- ir þeim tekjum, sem þeir áttu að sækja í bú fátækra búandmanna. Og víst er um það, að þó að séra Vigfús væri um sumt hálfgildis „Brekabarn" — eitthvað lengur en á bernskuskeiði, varð hann að sæta harðari kostum en flestir aðrir í íslenzkri klerkastétt. Hon- um var beinlínis skipað af biskupi aðjgerast sálusorgari Hornstrend inga.en iþennantimahafði árað ærið vel illa og mörg býli i eyði í Sléttuhreppi. Kallið var þvi mjög tekjurýrt, auk þess með þeimallra afskekktustu á öllu landinu og fólkið illa „ryktað“ fyrir kukl og galdur, þótti og óvin- samlegt sálusorgurum sínum, en auk alls þessa var títt, að þangað leituðu misindismenn og jafnvel dæmdir sakamenn úr fjarlægum héruðum. Til allrar lukku kunni séra Vigfús talsvert fyrir sér, en erfitt reyndist honum sambýlið við sóknarbörn sin og þá framar öðrum „þrjótinn" Hall á Horni, sem fyrirrennari séra Þórðar sjálfur séra Snorri Björnsson, hafði varað hann mjög við. Þá átti og séra Þórður við mikia fátækt að stríða, mun það þó hafa viljað honum til, að hann var vanur sjó- sókn úr Vestmannaeyjum. Þarna mátti hann hírast í 18 ár, og þá er hann loks fékk annað kall, var það eins langt í burtu oghugsazt gat, sem sé Einholt á Mýrum i Austur — Skaftafellssýsu. Séra Þórður, fjölskylda hans og hafur- task var flutt á teinæringi vestur á Laugadalsströnd en þaðan varð hópurinn, sem var niu eða tíu manns, að fara landleið norður og austur um land! Tók ferðin á þriðja mán- uð, og að leiðarlokum beið ærið köld aðkoma i Einholti, sem hafði verið prestlaust um skeið. Einar hefur notað margar heimildir þeg ar hann samdi þennan þátt, en hvati hans um samningu þáttar- ins var svo sem hér greinir: Áður en hann fór vestur á Hornstrand- ir 1968 tók hann að hyggja að gömlum heimildum um það fólk, er þar hafði lifað, og varð honum þá starsýnt „á tvo hempuklædda kappa úr Aðalvík: Snorra Björns- son og Vigfús Benediktsson". Svo segir hann: Ég sneri mér að þeim síðarnefnda, af því ég hafði heyrt, að leið hans hefði á efri árum legið austur í Suðursveit." Á kreppuárunum alræmdu — eða nánar til tekið árið 1935 — réðst Einar vikapiltur að Sléttu- leiti í Suðursveit til móðurbróður sins, Sveins Einarssonar, og heitir þriðji kafli bókarinnar Sumar- dvöl f Suðursveit. Ber Einar frænda sínum og konu hans mætavel söguna, og fróðlegt er þeim, sem ekki þekkja til annars en nægtanna, sem þjóðin á nú við að búa, að kynnast samstarfi fá- tækra bænda í Austur-Skaftafells sýslu og kaupfélagsstjóra þeirra, sem i þann tima var Jón Ivarsson, um að koma á þeim lífsháttum, sem björguðu bæði þeim og félag- inu frá óbærilegum skuldum og fullnægðu þó allra brýnustu þörf- um. En Sveinn var ekki aðeins nýtur bóndi og góður húsbóndi, heldur greindur og snjall sögu- maður og endursegir Einar ýmsar sögur, sem sýna á eftirminnilegan hátt harða, oft hættulega og stundum banvæna baráttu Aust- ur-Skaftfellinga við náttúruöflin. Þá er loks síðasti þátturinn, Sumardagar á Hornbjargsvita. Hinn 5. júni 1968 lagði Einar og fjölskylda hans af stað loftvegu til ísafjarðar, þar eð Einar hafði tek- ið að sér gæzlu Hornbjargsvita um sex, sjö vikna skeið, svo að vitavörðurinn, Jóhann Pétursson og fjölskylda hans, gætu notið dvalar i mannheimum. Að mínum dómi er þessi kafli bezt ritaður og bæði er hann fróðlegur og skemmtilegur, en af þykir mér bera lýsingin á ferð þeirra Jó- hanns og Einars til eggjatöku i Hornbjargi. Þar fer Einar á kost- um, en ekki finnst mér neitt und- ur, þótt honum væri ekki um sel í bjarginu — og er ég þó frá bernsku vanur svipuðu og stund- um ægilegra en honum ógnaði í þessari för sinni. . . En vel er það, að hann kann að bregða því fyrir sig að gera gys að sjálfum sér, — það lætur ekki öilum, enda finnst ef til vill mörgum, að það sé þeim miður sæmandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.