Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1974
GRENSASDEILDIN
í FULLA NOTKUN
60 skip og 3 að
ólöglegum veiðum
cte x
J \ u
’-tjZf\ ,’ETlend '
veiðlsklp vlg Island
x Ö8 breskir tog. að veiðum
o*3 v-þýskir " að ólöglegum veiðum <
o 9 " " utan 50 sml.
b 3 belgísk. " að veiðum sarakv. heintild
F 1 færeysk. " " " " V^;
f 3 " linuv. samkvaemt heimildv’-
3 " " utan 50 sml.
Saœt. 60 veiðiskip
r J+' Par af 3 skíp að ólöglcgura veiðum
t og 12 " utan 50 sjm.
UNDANFARIN ár hefur athygli
manna beinzt mjög að því, að
nokkrir fjölsóttir ferðamanna-
staðir, sem áður voru rómaðir
fyrir fegurð, hafa nú látið mjög á
sjá. Orsakanna er að leita til
aukins aðstreymis fólks, sem leið-
ir af batnandi vegakerfi, aukinni
bílaeign, lengingu orlofs og vax-
andi áhuga á ferðalögum um
öræfi íslands. Þannig hefst
skýrsla samstarfsnefndar um
fjöisótta ferðamannastaði, sem
Náttúruverndarráð beitti sér
fyrir að koma á vegna þessa
vandamáls, einkum varðandi f jöl-
sótta ferðamannastaði á hálend-
inu. í samstarfinu tóku þátt, auk
ráðsins, Ferðafélag tslands,
Ferðamálaráð, Heilbrigðiseftirlit
ríkisins, Skógrækt rfkisins og
samgönguráðuneytið.
Nú hefur verið ákveðið, að til-
lögu þessarar nefndar, að Alþingi
veiti kr. 1.570.000 tii bættrar
hreinlætisaðstöðu á 6 stöðum, þar
sem mest álag er, en Náttúru-
verndarráð leggur fram 1 millj.
kr. á móti af sínu fé. Úrbætur
þessar taka til eftirlits, hrein-
lætisaðstöðu, merkingu bílastæða
og gönguleiða.
Þessar staðir eru Landmanna-
laugar, en til úrbóta þar verða
veittar 780 þús kr., Þórsmörk, en
þangað fara 805 þúsund kr.,
Herðubreiðarlindir, sem fá 380
þús kr., Hveravellir sem fá 230
þúsund, Nýidalur með 265 þús.
kr. og Hvannalindir með 265 þús.
kr. Er fjármagnið notað til eftir- ■
lits á stöðunum, merkinga, flutn-
inga, lagfæringa á göngustígum, í
fræ og áburð til ræktunar og til
salerna, mest þurrsalerna og upp-
setningu húsa í því sambandi,
“Jvi v'fe 11 «6UI16J uuaoircua.
Fram kemur í skýrslu nefndar-
innar, að aðsókn í Landmanna-
laugar var í sumar 15.956, í Þórs-
mörk 7103 og á Hveravelli 3685.
Alls gerði nefndin athugun á 15
stöðum og beinist athugun að því
að skilgreina vandamál þeirra og
átta sig á álagi, m.a. að telja gesti.
En niðurstaðan var sú að leggja
áherzlu á úrbætur á fyrrnefndum
sex stöðum. I Hvannalindum er
að vísu ekki sæluhús, en umferð
hefur aukizt mjög með bættum
samgöngum og hópferðasalar eru
að skipuleggja reglubundnar
ferðir þangað. Einnig hefur að-
sókn að Nýjadal, aukizt mjög að
undanförnu.
Myndin er tekin í Nýjadal, en þar
er mjög vaxandi umferð ferða-
manna.
I næstu viku er gert ráð fyrir,
að öll sjúkrarúm Grensásdeildar
Borgarspítalans verði komin í
notkun og verða þá 60 sjúkiingar
á sjúkrahúsinu.
FRÆGIR
KAPPAR
LEIKA
Grensásdeildin tók til starfa
fyrir rúmu ári, og voru þá 30 rúm
tekin i notkun, siðan hefur þeim
fjölgað smátt og smátt, og i
desember sl. var neðri hæð húss-
ins opnuð, fyrst með 15 rúmum,
en nú eru önnur 15 rúm komin.
Haukur Benediktsson fram-
kvæmdastjóri Borgarspítalans
sagði í samtali við blaðið i gær, að
Grensásdeildin væri fyrst og
fremst rekin í sambandi við
Heilsuverndarstöðina. Yfirlæknir
á Grensásdeildinni er Ásgeir
Ellertsson.
Á miðvikudaginn lét
Landhelgisgæzlan telja erlend
veiðiskip við landið. Kom í ljós, að
þau voru nú 60 talsins og voru
flest að veiðum úti fyrir
Vestfjörðum og fyrir Norðaustur-
landi. Af þessum 60 skipum voru
aðeins þrjú að ólöglegum veiðum,
v-þýzkir togarar, sem voru djúpt
úti af Reykjanesi og úti fyrir |
SA-landi. Flest skipanna voru
brezk, eða 38, 12 v-þýzk, 9 þeirra
voru utan við 50 mílna mörkin, 3
belgískir togarar voru að veiðum
samkvæmt heimild, 1 færeyskur
togari var að veiðum samkvæmt
heimild og sömuleiðis 1 færeysk-
ur línuveiðari, þá yoru 3 færeysk-
ir línuveiðarar að veiðum utan 50
mílna markanna.
Hreinlætisaðstaðan bætt
á sex ferðamannastöðum
EINARI Agústssyni utanrfkisráðherra voru afhentar f gær 1.7 milljónir króna, sem Islandsvinir í
Finnlandi söfnuðu til hjálpar öldruðu fólki f Vestmannaeyjum. Er ósk gefanda, að fénu verði varið
til kaupa á húsgögnum í setu- og dagstofu í elliheimili í Eyjum.
Gjöfina afhentu þeir Aarnio-Wihuri forstjóri og Kai Juuranto ræðismaður íslands í Finnlandi.
Upphækkuð boxalok nauðsynleg
um borð í loðnuveiðiskipum
Á síðastliðnum vetri urðu tveir
skipsskaðar sökum þess, að
bátarnir lögðust á hliðina, þegar
verið var að dæla loðnu í lestar
þeirra, og líkur eru á, að loðnan
hafi runnið yfir lestarskilrúmin
áður en lestin fylltist. Auk þess
áttu fleiri bátar í erfiðleikum af
sömu ástæðu.
A mörgum hinna stærri báta er
ísafjörður
AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé-
lags ísfirðinga verður haldinn í
Sjálfstæðishúsinu á ísafirði næst-
komandi þriðjudag, 15. jan., og
hefst kl. 9 e.h. — Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundarstörf.
lestarútbúnaður mjög til fyrir-
myndar og þannig frá honum
gengið, að járnplata er sett á milli
lestarstoðanna uppi við loft og
það langt niður, að hún nái vel
lestarborðunum, ýmist er platan
boltuð eða tafsoðin föst. Til þess
að nota þann búnað, sem hér er
lýst, er nauðsynlegt að hafa upp-
hækkuð boxalok, sem hægt er að
fylla siðuhólfin með. Þar sem slík
boxalok eru ekki fyrir hendi er
nauðsynlegt að fá leyfi Siglinga-
málastofnunar til þess að setja
þau á og sér hún jafnframt um
eftirlit með niðursetningu þeirra.
— Það, sem hér fer að framan, er
úr orðsendingu Rannsókna-
nefndar sjóslysa, en í orðsend-
ingunni segir m.a.: Þar sem
loðnuvertíð fer senn að hefjast og
stórfjölgun verður á bátum, sem
stunda loðnuveiðar, sem ekki
hafa tekið þátt í þeim veiðum
áður, þykir Rannsóknanefnd sjó-
slysa ástæða til að brýna fyrir
skipstjórum og útgerðarmönnum
að ganga vel frá búnaði í lestum
báta sinna.
Segir nefndin, að jafnftamt því
að hafa upphækkuð boxalok sé
ákaflega mikilvægt, að austur-
dælur séu í góðu iagi, og að sjór
eigi greiðan aðgang að þeim.
FORLEIK
Áður en leikur íslands og Ung-
verjalands hefst kl. 15.00 í dag,
munu mætast unglingalandsliðið
eins og það verður skipað á
Norðurlandamótinu og landsliðið
eins og það var skipað á
herrans ári 1964. í liðinu þá
voru margir frægir kappar og
náði liðið ágætum árangri, þó
ekki tækist þvi að leika aftur
afrekið frá árinu 1961, er is-
land varð í sjötta sæti í
heimsmeistarakeppninni. Liðið
var þó ekki langt frá því að ná
sama árangri og í liðinu léku
margir af litríkustu handknatt-
leiksmönnum okkar fyrr og síðar.
Nefna má kappa eins og Gunn-
laug Hjálmarsson, Ragnar Jóns-
son og Karl Jóhannsson, en auk
þeirra voru í liðinu Ingólfur
Öskarsson, Birgir Björnsson,
Hjalti Einarsson, örn Hallsteins-
son, Sigurður Einarsson, Guðjón
Jónsson, Einar Sigurðsson og
Guðmundur Gústafsson.
Eflaust fýsir marga að sjá þessa
kappa i leik, en flestir eru þeir
hættir að æfa. Leíkur þeirra við
unglingana hefst klukkan 13.40 á
morgun.
Álfabrenn-
an í dag
Álfabrenna Reykjavíkur-
borgar í tilefni þjóð-
hátfðarársins, sem vera átti
á þrettándanum, en frestað
var vegna veðurs, verður í
dag á Melavellinum kl. 17.
Við brennuna leikur
Lúðrasveit verkalýðsins og
borgarstjórinn í Reykjavík,
Birgir ísleifur Gunnarsson,
flytur ávarp. Síðan verður
álfadans og söngur. Kóngur
og drottning koma inn á völl-
inn með föruneyti sinu, álf-
umogpúkum. Nemendakór
Menntaskólans i Hamrahlíð
syngur, og þjóðdansaflokkur
frá Þjóðdansafélagi Reykja-
vikur dansar, þá koma
fimleikamenn fram í ýmsum
gervum þjóðsagnapersóna.
Álfabrennunni lýkur svo
með flugeldasýningu.