Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 24
24r MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1974 Lyklaskijáf vekur stundum slæmar endurminningar NÚ er u.þ.b. eitt ár frá því að fyrstu bandarísku stríðs- fangarnir komu heim frá N- Víetnam og í þvf tilefni átti bandaríska fréttaritið U.S.News & World Report samtal við einn þeirra, John S.McCain III höfuðsmann, sem kom heim til Banda- ríkjanna í marz sl. McCain höfuðsmaður var tæp 6 ár f haldi í N-Víetnam, og þar sem hann er sonur banda- rísks f lotaforingja lögðu N- Vietnamar mikla áherzlu á að reyna að nota hann sér í áróðursskyni, en án árang- urs. í viðtalinu, sem hér fer á eftir er fjallað um aðlögun McCains að nýfengnu frelsi og skoðanir hans á Banda- ríkjunum f dag. Fyrrverandi bandarískur stríðsfangi ræðir um aðlögunina eftir heimkomuna John McCain III Nokkrum klukkustundum eftir að hann losnaði úr fangabúðunum f N-Vietnam. — Hvernig hefur líf þitt ver- ið frá því að þú varst látinn laus fyrir 9 mánuðum. Varðstu fyrir vonbrigðum eftir að fyrsta gleðivíman yfir að vera frjáls á ný var liðin hjá? —Nei, það hafa engin von- brigði verið. Viðtökurnar, sem við fengum við heimkomuna voru svo stórkostlegar, að okk- ur hafði aldrei órað fyrir þvi. Við litum á okkur eins og ósköp venjulega flugmenn, sem höfðu verið skotnir niður i stríði. Einu viðbrigðin hefur verið breytingin á hraðanum á öllu, frá því sem var í fangelsinu. í fangelsinu var stórviðburður- inn, er við fengum daglega að yfirgefa klefann til að fara í bað. Nú finnst mér ég aldrei hafa nægan tfma til að gera það sem mig langar til að gera eða þarf að gera. Aðlögun hefur lika sín skemmtilegu augna- blik, eins og t.d. er ég var að ræða um kvikmyndaleikkonu við nokkra vini mína. Þaðsagði einhver: „Nú hún er dáin.“ ég taldi það alveg óhugsandi, en þá sagði konan mín: „Þið verðið að afsaka John, hann er ekki kominn nema fram til 1969 enn- þá.“ Það hefur mikið verið hlegið aðþessu. — Hvernig er með endur- minningarnar frá fangabúðaár- unum, sækja þær stfft á þig, t.d. þannig að þú fáir martraðir? Sef vel — Nei, ég sef mjög vel, en stundum kemur það fyrir að eitthvað, eins og þegar lykli er stungið í skrágat, minnir mig snögglega á eitthvað óþægilegt, því að lyklaskjálf í fangelsinu var yfirleitt merki um að nú ætti að færa mann tii yfir- heyrslu, sem þýddi oft langar vökur, engan mat og pyntingar. Þessi tilfinning er þó að dofna smám saman. — Er eitthvað, sem kom þér sérstaklega á óvart, er þú komst heim og byrjaðir eðlilegt líf? — í fangelsi verður maður mjög hugsjónasamur og finnst að allt í heimalandinu hljóti að vera fullkomið. Það hefur kom- ið dálítið óþægilega við mig, hve fólk er gagnrýnið á land okkar og stjórn. Ég held að margir Bandaríkjamenn kunni ekki að meta alla þá góðu hluti, sem land okkar og þjóð- félagsskipulag býður upp á og einblíni einungis á það sem kann að vera neikvætt. — Hverjir eru helztu kostirn- ir í þínum augum? — Auðvitað eru það grund- vallarlífsskilyrðin, málfrelsið og ferðafrelsið. Annað, sem kom, mér ánægulega á óvart er áherzlan sem lögð er á um- hverfisvernd. Mesta breytingin og sú sem mér er kannski kær- komnust, er hve mjög hefur dregið úr kynþáttamisrétti. Þegar ég fór til Vietnam fyrir 7 árum var allt logandi í kyn- þáttaóeirðum og heilu borgar- hlutarnir voru lagðir í rúst. Nú verð ég ekki var við þetta né ekki heldur við verulegt kyn- þáttamisrétti. Urðum að viðhalda reglum — Hefðir þú viljað að þeir fangar, sem sakaðir voru um að hafa unnið með N-Vietnömum, hefðu verið dregnir fyrir her- rétt? — Flotamálaráðherrann ákvað að þeir skyídu ekki ákærðir Þó að ég hafi verið því fylgjandi að þessir menn yrðu leiddir fyrir rétt, styð ég ein- dregið hinaopinberu ákvörðun. Við verðum að hafa í huga, að það eru reglur um það.hvernig bandarískir stríðsfangar eigi að haga sér í fangabúðum og við verðum að halda í þær reglur, þannig að aðrir geti farið eftir þeim, ef til styrjalda kemur í framtfðinni. Ástæðan fyrir því að við vildum að réttarhöld yrðu haldin, var til að fá úr því skorið hvort þessir menn væru sekir eða saklausir. Þeir voru ekki kærðir af sínum yfirmönn- um fyrir að vera á móti stríðinu i Vietnam, heldur að hafa með aðgerðum sínum valdið með- föngum sínum miklum erfið- leikum og stundum kvölum. — Þegar þú fórst til Vfetnam fyrir 7 árum fannst þér flestir Bandaríkjamenn styðja stríðið í Vietnam? — Já. Klofningurinn á óvart — Kom þér ekki á óvart við heimkomuna, er þú fannst hversu klofin þjóðin var orðin f málinu? — Hinn mikli klofningur kom mér óneitanlega á óvart. Auðvitað sögðu N-Víetnamarn ir okkur frá öllum mótmælaað- gerðum og ummælum Banda- ríkjamanna á móti stríðinu, en við trúðum þeim ósköp máíu- lega. Þess vegna kom klofn- ingur mér og öðrum á óvart. Hins vegar held ég að sú stefna, sem við fylgdum, er við fórum til Vietnam, hafi ekki breytzt heldur hafi það breytt hugsun fólks, hversu langt stríðið varð og hvernig það gekk. — Hefur Watergetemálið orðið til að breyta áliti þínu á Nixon? — Nei, og ég held, að í sög- unni muni Watergate skipta óverulegu máli í samanburði við árangur stjórnarinnar á öðrum sviðum, einkum á sviði útanríkismála. Ég vona bara, áð þjóðin fari að komast yfirþetta Watergatemál, svo hægt verði að snúa sér af fullum krafti að öðrum vandamálum. — Svo við snúum aftur að persónulegum málum, hvers vegna heldurðu að svo margir stríðfangar hafi skilið við kon- ur sínar eftir heimkomuna? — Það verður fyrst að hafa hugfast að skilnaðarprósetnan í landinu er ákaflega há og ekkert þykir lengur athugavert við að hjón skilji þegar erfið- leikar eru í sambúðinni. Hins vegar skiptir kannski meginmáli í sambandi við hjónaskilnaði fyrrverandi stríðsfanga, hinn langi að- skilnaður hjónanna og oft á tíð- um óvissa um hvort eiginmað- urinn var á lífi. Þess ber líka að gæta að við dvöl okkar í fangelsinu urðu flestir okkar algerir hatursmenn komm- únisma og N-Víetnama. Heima fyrir voru svo hinir og þessir hópar að lofa eiginkonur okkar, að koma til okkar bréf- um og pökkum og jafnvel fá okkur lausa, ef þær skrifuðu undir ýmiss konar áróðurs- plögg. Þegar heim kom, kom svo oft i ljós, að grundvallar- skoðanaágreingur hafði mynd- ast milli eiginmanns og eigin- konu. Annars tel ég að allt of mikið sé gert úr fáum tilfellum, þvi að flestar konur hafa staðið algerlega með mönnum sínum og eru hinar sönnu hetjur. Mín kona er ein af þeim. Útsala Útsala Nýjarvörurá mánudag VERZLUNIN Laugavegi 44, sími 1 2980 Höfum tll sölu diesel — vél Scania D-11 Jánbeygjuvél. Tímburhreinsivél. Steyputrog, vökvaknúið. Steypudæla, loftknúin. Moelven hús 56 fm einbýlishús. 240 fm stálgrindahús. Upplýsingar í sima 96-21777 Norðurverk h.f., Akureyri. verzlunarhúsnæðl Viljum leigja nú þegar 100 fm verzlunarhúsnæði í húsi voru. Stálhúsgögn, Skúlagotu 61. Símar 12987 — 15806. Til leigu 2ja til 3ja herb. íbúð í nýlegri blokk i Hafnarfirði, (Norðurbæ). Leigist með húsgögnum, sími fylgir. Leigutími 1 ár. Tilboð sendist Mbl. merkt4727. Til sölu Mach. trukkur á 3 hásingum með 1 90 ha. dieselvél. Lítið keyrður. Felgur fyrir bæði einföld og tvöföld hjól. Burðar- magn 15 til 20 tonn. Bílnum fylgir snjómoksturstönn (á hann smíðuð) 3 metra breið. Uppl. gefur Hallgrimur Gíslason, Þórshamri, Akureyri. Sími 96—22700. Atvinnuástand gjörbreytt á Þingeyri „UNDANFARIÐ hefur verið mikil atvinna hér á Þingeyri, og getum við þakkað skuttogaranum Framnesi 1, fyrir þessa miklu vinnu, því togarinn hefur komið með mikinn fisk að landi, núna síðast kom hann með 70 lestir eftir 4 daga veiðiferð,“ sagði Páll Andreasson á Þingeyri, þegar við ræddum við hann. „Búið er að gera miklar endur- bætur á frystihúsinu,“ sagði Páll, „það hefur verið stækkað og ný tæki sett í það. Þessar breytingar voru mjög til bóta, því nú afkastar húsið miklu meira á dag, en áður. Breytingum var lokið á húsinu um miðjan nóvember og tók það strax til starfa.“ „Framnesið nýja er búið að afla 1000 lestir síðan 1. september, en þá fór það í sína fyrstu veiðiferð. Hefur skipið aflað mjög jafnt, og kom það sér vel f desember og það sem af er janúar. Þessi tími hefur venjulegast verið daufasti tími ársins á Þingeyri, og lítið um vinnu. Nú hefur alveg skipt um og hafa nú allir, sem vettlingi geta valdið, meira en nóg að gera," sagði Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.