Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 13. JANUAR 1974 Nýstárlegt ffölbýlishús í miðbæ Kópavogs Teikningarnar skoðaðar. A myndinni eru talið frá vinstri: Vífill Oddsson, Arni Jóhannesson, Helgi Hjálmarsson og Sverrir Kristinsson. Nú líður senn að því, að íbúðar- hús og verzlanir fari að rísa í miðba' Kópavogs, en rúint ár er nú síðan nýtt skipulag miðba'jar- ins var gert. Undanfarið hafa menn séð nokkurt jarðrask inilli félagsheimilis Kópavogs, póst- hússins og Utvegsbankans. A þessum stað hefur iVíiðba-r h.f. hafið byggingarframkvæmdir og þess er að vænta, að fvrstu fbúð- irnar verði tilbúnar til afhending- ar í júlí á næsta ári, en þær eru alls 18 að tölu. í iiðrum áfanga, sem á að verða tilbúinn seinni hluta na*sta árs, verða einnig 18 íbúðir. Byggingin er teiknuð hjá Teiknistofunni Oðinstorgi s.f. af arkitektunum Ilelgaog Vilhjálmi Iljálmarssyni, Dennis Jóhannes- syni og verkfræðingunum Vffli Oddssyni og Hilmari Knudsen. I>ar sem íbúðir þessar eru mjiig athyglisverðar í útliti og skipu- lagi þá fannst okkur ekki úr vegi að ra*ða við þá Ilelga lljálmars- son, Vífil Oddsson, Arna Jó- hannesson framkvæmdastjóra >1 iðbæjar og Sverri Kristinsson sölustjóra Kignamiðlunarinnar, en sú fasteignasala annast siilu á þessum íbúðum. — JÞar sem hér er um fjölbýlis- hús miðsvæðis í bæ að ra*ða, auk þess sem hér er einnig gert ráð fyrif verzlunum og annarri þjón- ustu, sögðu þeir Ilelgi og Vil'ill, og aðsta*ður nokkuð óvenjulegar, þá þurfti að taka tillit til þeirra. — Sú kviið var á byggingunni, að taka tillit til þeirra. — Sú kvöð var á byggingunni, að taka þurfti tillit til gangandi og akandi vegfarenda, og teikna þurl'ti húsið með tillili til þess. Verzlanir og þjónustustarfsemi eru á tveimur neðstu hæðum byggingarinnar og er hægt að ganga á milli þeirra undir þaki og f skjóli. l>á eru einnig tvö stór bifreiðastæði tengd verzlun- unum. — ÍMegin áherzla var því lögð á það, að Ibúarnir nytu næðis jafn- framt þvf að vera í nánum tengsl- um við miðbæjarlífið. Heildar- form og skipulag hússins mótast þvf af framangreindum atriðum. íbúðirnar í fyrstu tveimur áföng- unum eru allar stallíbúðir, en í þriðja áfanganum er gert ráð fyrir háhýsi, og er neðsti hiuti þess einnig stallaður. Stallíbúð- irnar eru allar af mismunandi gerðum, en þó eru innréttingar staðlaðar. íbúðirnar eru af stærð- inni 50—100 fermetrar, og eru 2ja, iljaog 4ra herbergja. — A f.vrstu ha*ð eru allar íbúð- irnar með sérinngangi og svipar þannig til raðhúsa, en efri hæð- irnar eru tengdar stigahúsi. Svalir íbúðanna eru óvenju stórar, rúmir 20 fermetrar, sem er eins og meðal stofa í fjölbýlis- húsi. Vegna aðstöðunnar eru sval- irnar hugsaðar sem nokkurs konar garður fbúðanna, þar mætti hugsa sér að settar yrðu plöntur. Þar geta íbúarnir í göðu veðri notið útsýnisins, sem er fagurt. Ennfremur hefur verið lögð áherzla á að ekki sjáist á milli svala. Byggingafélagið iVIiðbær er nokkurra ára gamalt fyrirtæki, og hefur það m.a. byggt flestar veg- brýr á höfuöborgarsvæðinu, einn- ig annaöist fyrirtækið lagningu hitaveitunnar nýju frá Revkjum til Reykjavíkur. Arni Jóhannesson frain- kvæmdastjóri fyrirtækisins sagði, að mótauppsláttur hæfist að öll- um líkindum um mánaðamótin febrúar—marz, og við stefnum að því, sagði hann, að 1. áfangi verði tilbúinn til afhendingar í júlf 1975, og er það fyrstu 18 íbúðirn- ar auk verzlunarhúsnæðis. Þá ætl- um við að hefjast handa við 2. áfanga í sumar og vonumst til að sá áfangi, sem er jafnstór, komi til afhendingar í árslok 1975. — Um þriðja áfanga, háhýsið, er það að segja, að þar hefur verið öskað eftir aðstöðu fyrir skrifstof- ur auk íbúöa. íbúðirnar verða all- ar afhentar tilhúnar undir tré- verk, en allar teikningar af inn- réttingum fylgja, og ef fólk óskar, er hægt að fá íbúðirnar fullfrá- gengnar. Gengið verður frá öllu utandyra, og sameign verður full- frágengin. Að lokum er rétt að geta þess, sagði Arni, að teikningar hafa verið unnar í samræmi við mið- bæjarskipulag Kópavogs. Helztu kostir fbúðanna eru að mínum dómi, sagði Sverrir Krist- insson sölustjóri, stórar svalir í sólarátt, glæsilegt útsýni og öll þjónusta á sama stað. Einnig vek ég athygli á, að skipulag íbúð- anna er mjög frjálslegt og að hverri íbúð fylgir sérgeymsla í fbúðinni sjálfri. Um verðlag er það að segja, að í slíkri verðbólgu, sem nú ríkir, er ekki fráleitt að íbúöirnar allt að þvf tvöfaldist f verði á byggingar- tfmabilinu. Þannig að kaup á íbúð eru alltaf bezta fjárfesting- in. — Þ.Ö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.