Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1974 — Sigurður Bjiirnsson syngur hlutverk Eisensteins f 60. sinn á kvöld. „Æ, ég er í heldur slæmu skapi þessa stundina," sagði Sigurður Björnsson óperusöngvari, þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði sem snöggvast samband við hann í vikunni í tilefni þess, að á sýningu Þjóðleikhússins á Leður- lökunni í kvöld, syngur hann hlut- verk Eisensteins i sextugasta sinn. Jafnframt er þetta síðasta skiptið, sem hann syngur hlut- verkið hér að þessu sinni, en ráð- Ovæntur „jólaglaðningur” frá ísl. skattyfirvöldum gert er, að hann komi aftur undir mánaðamótin og syngi þá á sýningunum 29., 30., 31. jan. og 2. og 3. febrúar. En hvers vegna skyldi söngvar- inn vera í slæmu skapi? Kvefaður kannski eftir veðurbreytingarnar síðustu vikur? Jú, víst er ég það, sagði Sigurð- ur, fékk kvef strax á fyrsta degi eftir að ég kom og hef ekki ennþá losnað við það, sem er slæmt. Verði maður að syngja með kvef er hætt, við að'syngja sig fastan ef svo má segja, það er bæði þreyt- andi og kemur niður á söngnum. En meginástæðan til þess, að ég er í slæmu skapi er hins vegar sú, að ég var að fá dálítinn „jóla- glaðning" frá íslenzku skattayfir- völdunum; kröfu upp á um það bil 150.000 kr. skatt fyrir árið 1972, en það ár hafði ég i tekjur á íslandi samtals 28.906 krónur. — A hvaða forsendu er krafan byggð? — Sennilega á því, að ég hafi haft lögheimili á íslandi, — sem er rétt, því að mig hefur langað til að halda tengslunum við island og eiga hér lögheimili, en ekki vitað, að þessar gætu orðið afleið- ingarnar. Nú gera þeir líka kröfu til, að ég gefi upp tekjur minar úti vegna húgsanlegrar skattlagning- ar af þeim hér heima, en í Austur- ríki á ég mitt heimili og ibúð og greiði þar skatta af öllum mínum tekjum. — Mér kemur þetta mjög á óvart, hélt Sigurður áfram, því að öll þau ár, sem ég hef verið bú- settur erlendis, hef ég aldrei fengið skattskýrslu senda heim, fyrr en á síðasta ári, að skýrsla barst til foreldra minna. Þau sendu hana til baka með þeim ummælum að ég væri búsettur erlendis, og þetta virðist vera svarið. Hins vegar skilst mér á Hagstofunni, að samkvæmt is- lenzkum lögum hafi ég hreint ekki getað átt lögheimili á ís- landi, svo að þetta er allt eitthvað undarlegt. — Hvernig hefur þér annars fundizt að syngja á fjölum Þjóð- leikhússins eftir öll þessi ár. Það eru víst orðin ein tuttugu ár frá því þú söngst í Pilti og Stúlku eða hvað? — Já, tíminn líður hratt; — ég hefði gjarnan viljað koma og syngja hér heirna á sviði fyrr, en þetta hefur verið ákaflega skemmtilegt og gaman hve sýn- ingin hefur tekizt vel og orðið vinsæl. — Hvað tekur nú við? — Ég fer utan á mánudag og syng á næstu vikum í „La Gazza Ladra" eftir Rossini, Töfraflaut- unni eftir Mozart og Rínargulli Wagners. Kem svo að öllum líkindum aftur hingað undir mánaðamótin og verð fram til 4. febrúar, en þá þarf ég aftur að fara utan til að syngja hlutverk Cassios í operunni Othello eftir Verdi, þar sem hinn heimsfrægi tenórsöngvari James King syngur titilhlutverkið, — en sú upp- færsla var frumsýnd um miðjan nóvember sl. Félagshelmili Kðpavogs Getum bætt við okkur nokkrum þorrablótum. Tökum að okkur brúðkaupsveizlur og árshátíðar. Upplýsingar í síma 41391. Muslang árgerð ’66 Nýinnfluttur Mustang Hardtop, sjálfskiptur með vökva- stýri, power bremsur. Til sölu og sýnis í Ásgarði 7 kl. 5 — 7 í dag. Upplýsingar í síma 34905. Borðlennlsklúb&urlnn Ornlnn heldur aðalfund I Kristalssal Hótel Loftleiða í dag kl. 1 4. í lok fundarins er skráning eldri félaga til æfinga á vormisseri. Skráning nýrra félaga fer fram þriðjudaginn 1 5. janúar í Borðtennissal Laugardalshallar, niðri kl. 18 LÍTIL KJÖRBÚÐ TIL SÖLU TILBOÐ ÓSKAST í TÆKI OG AÐSTÖÐU Semja má um greiðslu með skuldabréfum. Lysthafendur leggi nöfn siðn inn á afgr. blaðsins merkt: „MJÓLKURALA — 3122." Útsaia Útsala byrjar á mánudag. Mikill afsláttur á stökum karlmannabuxum, peysum o.fl. Andrés, Skólavörðustíg 22. Sími 18250. Árshátíð Átthagafélags Snæfellinga og Hnappadæla á Suðurnesj- um verður í Félagsheimilinu Stapa föstudaginn 25. janúar 1 974 Nánarauglýst síðar. Nefndin. löja, félag verksmlðjufðlks Hér með auglýsist eftir listum til stjórnarkjörs I Iðju. Kjósa skal 7 menn í aðalstjórn, 3 menn í varastjórn, 2 endurskoðendur, 1 varaendurskoðanda, 1 2 menn I trún- aðarmannaráð og 8 varamenn í trúnaðarmannaráð. Hverjum lista skulu fylgja meðmæli minnst 1 00 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins að Skólavörðu- stíg 1 6, þriðjudaginn 1 5. jan. kl. 1 1 f.h. Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks TilboÖ óskast eftirtaldar bifreiðir, sem skemmst hafa ! umferðaróhöppum: Ford Bronco, árgerð 1 974 Volkswagen 1300, árgerð 1971 Vauxhall Viva, árgerð 1 969 Rambler American, árgerð 1965 Rambler Ambassador, árgerð 1969 Hillman Minks, árgerð 1 966 Bifreiðarnar verða til sýnis á morgun (mánudag) að Smiðshöfða 1 7, frá kl. 1 3 til 18. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga Tjónadeild, fyrir hádegi á þriðjudag 1 5. janúar 1 974. Elnbýllshús I vesiurborglnnl Til sölu 9 herb. vandað einbýlishús m. bílskúr á eftirsóttum stað í vesturborginni. Innréttingar allar óvenju vandaðar, m.a. sérsmíðað- ar hurðir, ný vönduð innrétt í eldhúsi m. frysti- og kæligeymslum. I dag skiptist húsið þannig: 2. hæð: 4 herbergi, bað o.fl. 1. hæð: 3 saml. stofur, hol, eldhús, W.C. o.fl. í kj.: góð 2ja herb. íb., þvottahús o.fl. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni Eignamiðlunin, Vonarstræti 1 2, Símar 1 1928 — 24534 Minning: Ester H. Olafsdóttir Góð og elskuleg húsmóðir, Est- er H. Ólafsdóttir, er fallin í val- inn. Hún lézt íLandspítalanum 16. desember sl. Utför hennar var gerð frá Bústaðakirkju 21. desem- ber að viðstöddu fjölmenni. Ester var komin af miklu sæmdarfólki. Foreldrar hennar voru hjónin Jónasína Sigmunds- dóttir og Ólafur Magnússon tré- smiður, er lengi höfðu búsetu á Þingeyri, þar til þau fluttust til Reykjavíkur árið 1928. Ester var fædd á Þingeyri 30. sept árið 1900, og ólst upp í for- eldrahúsum, þar sem hún var í góðum skóla undir Iífið hjá móður sinni, er var mikilhæf kona og húsmóðir. Þessi skóli var henni mikils virði, er hún sjálf, tiltölu- lega ung að árum, tók við eigin hússtjórn. Ester giftist 30 maí 1926 Sigurði bryta Guðbjartssyni, alkunnum sæmdarmanni. Heimili þeirra var ávallt með miklum rausnar og myndarbrag. Mann sinn missti Ester árið 1959, og sem geta má nærri, varð það mikið áfall fyrir hana. Sjálf gekk hún ekki heii til skógar seinni árin og átti við van- heilsu að stríða. Börn þeirra hjóna, sem öllu eru á lífi. eru þessi: Lára, Halldóra, Helga, Bára, Ólafur og Jónas, öll vel metnir borgarar hér í Reykja- vík. Ester var kona fríð sýnum, frjálsleg og prúðmannleg í fram- komu. Við hjónin, sem þekktum hana svo vel, kveðjum hana með söknuði. Börnum hennar og ættingjum sendum við ljúfar samúðarkveðjur. „Friður guðs þér fylgi hafðu þökk fyrir allt og allt." Sigmundur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.