Morgunblaðið - 13.01.1974, Síða 35

Morgunblaðið - 13.01.1974, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1974 35 ROSE- ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI — Við verðum þá að slást í hópinn. Þetta mun að líkindum taka óratíma. Eru einhverjir hér i bænum, sem hafa tilhneigingar eins og sá, sem hefur ráðið henni bana? Ahlberg klóraði sér enn í höfð- inu. Svo kafaði hann niður á botn f einni skrifborðsskúffunni og dró fram pappírsörk. — Við höfum haft einn til yfir- heyrslu. Hann var tekinn í Lin- köping í fyrradag, en hann hafði fullkomna fjarvistarsönnun. Eftir þessari skýrslu frá Blomgren að dæma. Hann lagði blaðið inn í skjala- möppu á borðinu. Þeir sátu þögulir nokkra stund. Martin Beck fann til stings í mag- anum og honum varð hugsað til konu sinnar og sífelldra beiðna hennar um að hann borðaði reglu- lega. Hann hafði nú ekkert látið inn fyrir sínar varir í sólarhring. Loftið í skrifstofuherberginu var mettað af sígarettureyk. Ahl- berg stóð upp og opnaði glugga. Þeir heyrðu að klukka sló i ná- grenninu. — Klukkan er eitt, sagði hann. — Ef þú ert svangur, skal ég láta senda eftir einhverju. Ég er ban- hungraður sjálfur. Martin Beck kinkaði kolli og Ahlberg tók upp símtólið. Skömmu síðar var barið að dyrum og stúlka í bláum slopp og með rauða svuntu kom inn og hélt á matarkörfu. Þegar Martin hafði borðað sam- loku með skinku og fengið sér kaffi sagði hann. — Hvernig heldurðu að hún hafi lent þarna? — Ég veit það ekki. Á daginn er alltaf einhver þarna í grenndinni svo að það getur varla hafa gerzt að degi til. Hann getur hafa kast- að henni í sjóinn frá bryggjunni og svo hlýtur sogið frá bátunum að hafa dregið hana lengra út. Eða morðinginn gæti hafa kastað henni í sjóinn úr bát. — Hvers konar bátar fara þarna um? Stórir bátar. — Af ýmsum stærðum. Flestir Hættu þessu öskri, ég er að reyna að fá mér hænublund. eru flutningabátar. En svo eru náttúrlega áætlunarbátarnir Diana, Juno og Wilhelm Tham. — Getum við ekið þangað og kíkt á þetta? spurði Martin. Ahlberg stóð upp, tók myndina, sem Martin hafði valið og sagði: — Við getum komið strax. Ég ætla að koma við á rannsóknar- stofunni og láta þá fá þessa mynd. Klukkan var að verða þrjú, þeg- ar þeir komu aftur frá Boren- shult. Umferðin aðhöfninni hafði verið mikil og Martin hafði lengi virt fyrir sér bæði farþegana, verkamennina og sportveiði- mennina. 4. hluti. — Bráðum fer aftur að rigna, sagði hann. — Mér þykir þú segja fréttir, sagði Kolberg og geispaði stórum. — Ertu þreyttur? — Ég svaf ekki nema tvo tíma siðustu nótt. Við vorum að leita að einhverjum kauða megnið af nótt- inni. — Jæja. — Jæja, hvað? Og þegar við höfðum verið að snuðra i sjö klukkutíma þá kom auðvitað upp úr dúrnum að þetta var eintómt píp og kjaftæði. Kolberg hafði nú farið í jakk- ann og stakk byssunni á sig. Hann leit snöggt á Martin og sagði: — Þú ert dapurlegur. Nokkuð að? — Svo sem ekkert sérstakt. — Jæja, komum þá. Látum ekki heimspressuna bíða. Þó nokkur hópur blaðamanna hafði safnazt saman á skrifstof- unni, þar sem fundurinn átti að vera. Þarna var líka lögreglustjór- inn, og fulltrúinn, og þarna var sjónvarpsmaður með vél og tvo kastara. Ahlberg sást hvergi. Lög- reglustjórinn settist við borðið og blaðaði ábúðarmikill í skjala- búnka. Flestir stóðu upp á end- ann, því að ekki hafði verið séð fyrir nógu mörgum stólum. Allir töluðu hver upp í annan. Það var þröngt og loftið þegar oðið þungt. Martin reyndi að láta fara lítið fyrir sér, svo að hann losnaði við að svara spurningum. Nokkrum mínútum síðar sneri lögreglustjórinn sér að fulltrúan- um og sagði eitthvað. Fulltrúinn sneri sér að næsta manni og sagði stundarhátt: — Hvar í fjáranum er Ahlbérg niðurkominn. Skömmu seinna kom Ahlberg þjótandi, rauðeygður og sveittur og var enn að básla við að fara í jakkann. Lögreglustjórinn reis nú úr sæti, barði léttilega í borðið með pennanum sinum: — Herrar minir, það er mér ánægja, að sjá hversu margir eru komnir hér til þessa fundar, sem boðað var til að heita má fyrir- varalaust. Og hér sé ég að eru fulltrúar allra fjölmiðlanna komnir á vettvang. . . . Mér er ánægja að tjá ykkur að í flestum tilfellum hefur umfjöllun ykkar á þessum sorglega og viðkvæma atburði verið rétt og ábyrg. Því miður eru á þessu undantekn- ingar og ýmiss konar orðrómi verið komið á kreik, sem er óviðurkvæmilegt í jafn viðkvæmu máli..... Kolberg geispaði hástöfum og ómakaði sig ekki að taka fyrir munninn. — Eins og allir hljóta að skilja þá hafa okkur borizt ýmsar upp- lýsingar.....og þær eru að sjálf- sögðu einkar vandmeðfarnar og þarf aðsýna þar .... fyllstu aðgát. Lögreglustjórinn hélt áfram máli sinu. Martin gægðist yfir öxl- ina á blaðamanninum, sem stóð fyrir framan hann og sá að hann var í óða önn að teikna stjörnu og hafði ekki skrifað orð niður. Sjón- varpsmaðurinn hallaði sér leti- lega að vélinni sinni. —,...og við förum ekki dult með það að við erum þakklátir fyrir alla þá hjálp, sem almenn- ingur gæti látið okkur í té við rannsókn. . . . á þessu viðkvæma máli .... í stuttu máli .... við þörfnumst hjálpar frá hinum mikla leynilögreglumanni ----------þ.e. hinum almenna borgara, eins og við tökum venju- lega til. ... orðum það venjulega. / - . í Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 -— 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Útvarpið og trúmálin Páll Jónsson skrifar: ,,Kæri Velvakandi. Oft hefur mér dottið í hug að biðja þig fyrir nokkrar línur um mál, sem er mér ofarlega i huga, þótt ekki hafi ég látið af því verða fyrr en nú. Það er víst ekki tízka nú til dags, að bera fyrir brjósti mál kirkjunnar og trúmál lands- manna yfirleitt, en samt langar niig til að ræða þau mál nokkuð hér. A sunnudagsmorgnum kl. 8 f.h. hefur biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, morgunandakt í útvarpinu, og hefur svo verið um nokkurt skeið. Mér er ekki ljóst hver stjórnar því, að þessi furðulegi tfmi hefur orðið fyrir valinu, en ég vil benda þeim, sem einhverju ráða um þetta mál, að tími þessi er afar óhentugur, — og er þá nokkuð sama frá hvaða sjónarmiði er á litið. Nú vita það allir. sem vita vilja, að biskupinn er kennimaður (að öðrum ólöstuðum), sem fólkið í landinu hlustar á, þegar það fær tækifæri til, og því er þakkarvert, að slíkt tækifæri skuli gefast vikulega. Þess vegna vil ég nú leyfa mér að nælast til þess, að í stað morgunandaktarinnar á sunnu- dögum verði valinn annar tinii —• t.d. væri prýðilegt, að í staðinn k .æmi kyöldandakt. # Þrengt er að kristinni trú á ýmsum vettvangi Það hefur oft komið fram í blöðunum, að kirkjan hefur óskað eftir því að útvarpað verði stuttri bæn eða hugleiðingu í lok útvarps- dagskrár á degi hverjum. Þetta hefur ekki fengizt þrátt fvrir ein- dregin og ítrekuð tilmæli, bæði kirkjunnar rnanna og annarra. Mér vitanlega hefur ekki fengizt skýring á þessari afstöðu, en flogið hefur fyrir, að það sé ein- hvers konar stefna hjá þeirri ágætu stofnun, útvarpinu, að hafa eins litið af kristilegu efni í dag- skránni og framast er unnt, til þess að ekki sé traðkað á trúfrelsi i landinu. Þessi skoðun héfur m.a. koniið fram í blaðaskrifum, og nú síðast kom hún fram i umræðu- þætti í útvarpinu. Ef það er stefna þeirra, sem málefnum útvarpsins ráða, að skoðanafrelsi og frjálsri skoðana- myndun sé gert hátt undir höfði í landinu, eins og ráða niá af há- stemmdum yfirlýsingum þeirra, ættu þeir þá ckki að endurskoða afstöðu sina til þessa máls? Ef kristin trú og stefna á að meðhöndlast eins og einhver meinsemd i rikisútvarpi allra ís- lendinga, sem langflestir hafa játað þessa trú, að hverju stefnir þá? Þessir ágætu menn, sem sjálf- s.agt haga sér í sairiræmi við sína eigin sannfæringu, ættu að at-. huga það. að kristin trú á meiri ítök i þessu landi en þeir vilja vera láta. # Nauðsyn eindrægni og samstöðu Það, sem hins vegar vekur nokkra. furðu mína er, að þau trúfélög, sem hér Iffa góðu lífi, skuli ekki láta meira frá sér heyra um þá þróun, sem orðin er, þ.e., að sífellt er verið að þrengja meira og meira að kristninni i landinu. Sem dæmi um það vil ég nefna, að nú er mikið rætt um það, að afnema kristindóms- fræðslu i skólum, eða a.m.k. að hafa hana ekki lengur sent skyldunámsgrein. Þeir, sem þessu eru fylgjandi, hafa áreiðanlega ekki hugsað út í það, að kristindómurinn er óað- skiljanlegur hluti af menningu okkar. Þannig er til dæmis erfitt að ímynda sér, að niikið vit geti verið í sögukennslu, nema saga kristindómsins sé höfð til hlið- sjónar. Sá tími er nú kominn (er reyndar kominn fyrir löngu), að kristnir menti eiga að taka hönd- um saman, og standa fast saman um trú sina og verja hana fyrir ásókn þeirra, sem vilja veg henn- ar minni. Sá tími er líka kominn, að þeir, sem starfandi eru í ýmsum trú- félögum, eiga ekki að láta skoðanamun um smáatriði koma í veg l'yrir slíka samstöðu. Ein- strengingsháttur af því tagi er til þess eins fallinn, að grafa undan þvi málefni. sem þessir hópar hafa að sameiginlegu markmiði sinu, sé grantit skoðað. Þeir eiga að start'a sameinaðir að þessu markmiði, — því aðeins inun kirkjan í iandinu Ög kristin trú standast þá hrið, sem áð henni ergerð. páll Jónsson." # Stöðuveitingar „Ríkisslarfsmaður" skrifar: Broslegt var að hlusta á Kristján Benediktsson, talsmann minnihlutans rnikla i borgar- stjórn, þegar hann kom frarn í Fréttaspegli útvarpsins nýlega. Meðal annars var Kristján grát- hneykslaður á stöðuveitingum hjá Reykjavíkurborg, og liélt því fram, að af 37 borgarstarfsmönn- um. sem tækju laun eftir hæsta launaflokki (B-flokki) væri allir nema „kannski einn“ annaðhvort flokksbundnir eða „yfirlýstir" sjálfstæðismenn. Gaman væri að heyra nánari skilgreiningu Kristjáns á fyrirbærinu — e.t.v. heitir það að vera „yfirlýstur sjálfstæðismaður" ef sá hinn sami er ekki frammari. Grandvörum hlustanda datt I hug á stundinni hvernig stöðu- veitingum hjá ríkisvaldinu hefur verið háttað síðan ógæfan dundi yfir og útdeiling á feitum bitum fór í gang. Það er.ekki nóg með. að flokks- bundnum og „yfirlýstum" fram- sóknar- og kaupfélagsgæðingum sé raðað satnvizkulega á garðann. heldur eru í snatri útbúnar huggulegar stöður handa þeim. sem ekki teks't að finna pláss fyrir með öðrum hætti. Þegar skoðaðar eru stiiðu- veitingar Framsóknar fiá því að ballið byrjaði, kemur ýmislegt i Ijós, pg flest kyndugt. Stundúm dettur manni jafnvel i hug,. að aðalerindi framsöknarmanna i ráðherrastólana hafi verið það.að raða í embætti, en stundu.m bregzt þeim b.ogalistin og láta kommana lelka á s'ig, eins ’ og dæmi sanna." Svipmynd Guðrún Ölafsdóttir Ein al' þeim konum, sem í ratugi hefur sett svip á bæinn er Guðrún Olafsdóttir. Borgar- úar hafa séð hana ganga um göturnar teinrétta, netta og ávallt svo fallega og snyrtilega klædda — iðulega í islenzkum búningi. Guðrún er sjómanns- kona, með öllum þeim skyld- um, sem því fvlgir, þegar maðurinn er á sjó. Eyjólfur Ölafsson, maður hennar var í 40 ár á togurum, fyrst á Þór- ólfi, síðan á Agli Skallagríms s.vni og loks í 10 ár hjá Skipa skoðun rikisins, áður en hann lézt. Auk þess að ala upp börnin sín og halda heiinili. lét Guð- rún til sín taka málefni sjó rnanna. var frá byrjun i Slysa- varnafélaginu og í stjórn þess í 50 ár. Og þar vann hún mikið starf. En þó Guðrún sé aldamóta barn, næstum orðin 74ra ára gömul, situr hún ekki með hendur í skauti. Við sjáum hana iðulega koma með strætisvagninum ofan úr Laugarásnum niður í bæinn því í 17 ár hefur hún unnið við að selja tízkufatnað i Markaðinum og er þar enn öðru hverju, — núna allan daginn meðan útsalan er. — Það er svo ánægjulegt að mega halda áfrain að vinna, þó maður eldist. Það er allt annað líf að fara út og til vinnu með góðu fólki. Og samstarfsfólk mitt er yndislegt og skemmti legt fólk. Fyrir þaðer ég þakk lát, segir Guðrún. En það er slæmt, að skattarnir skuli vera svo miklir á manni, þegar inaður er komin á ellilaun og orðinn 14 barna langamma, að maður hafi lítið upp úr því. Það er ekkert að borga ein hverja skatta og sjálfsagt, en fyrst maður er til einhverrar vinnu nýtur, þá er slæmt að hafa ekki eitthvað upp úr því. — Annars er ég fjarska ánægð með lífið, sagði Guðrún ennfremur. Eg fékk litla íbúð húsi borgarinnar, í Austur brún 6, eftir að ég niisst manninn. Og þó maður þyrft auðvitað að láta frá sér mikið af kærum munum við að fara litið húsnæði og ég sakni alltaf miðbæjarins og Skugga hverfisins, þar sem ég bjó lengst, þá venst það fljótlega. Það er yndislegt í Laugar ásnum, þó þar sé veðrasamt Það er aðeins eitt, sem ég vildi koma á framfæri og það e biðstöð strætisvagnsins, sem er of langt frá þessu húsi, þar sem býr svo margt aldrað fólk Annars staðar við götuna eru einbýlishús, og fólk hefur bíla svo þeir ibúar þurfa síður því að halda. Áður en gengið er frá stéttinni væri gott ef biðskýlið væri fært aðeins nær okkur. — Ahugamál mín utan vinnunnar? Það er fyrst og fremst börnin, ömnntbörnin og Íangömmubörnin. Nú, og Slysavarnafélagið. Og ég hef alltaf hal't áhuga á stjórn málum, var t.d. lengi í stjór S j á I f s t æði sk v en n afélagsins Ilvatar. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.