Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1974 Þýtur í skóginum Eftir Kenneth Grahame „Láttu ekki eins og þú sért heimskari en þú ert,“ sagði greifinginn gramur. „Og hrærðu ekki svona ákaft í kaffibollanum á meðan þú ert að tala. Það þykir ósiður. Auðvitað á ég við, að veizlan verður í Hver kemst heim Hér á aS fara að hefjast keppni. Keppendur eru fjórir og núm- eraðir samkvæmt því. IVIarkið er að komast heim til mömmu, sem bfður með matinn. En það er ekki nema einn keppendanna sem kemst heim samkvæmt þessari mynd. Hver er það? nfjtj jauinu ipueddayi :jbas kvöld, en boðskortin verður að skrifa og senda út strax, og þau átt þú að skrifa. Svona, seztu þarna við borðið. . . hér er nóg af bréfsefni með áprentaðri Glæsihöll í bláu og gylltu. . . og skrifaðu boðskort til allra vina okkar. Ef þú slærð ekki slöku við, komum við þeim öllum út fyrir hádegi. Ég skal líka leggja fram mitt lið. — Ég panta matinn. “ „Hvað þá?“ hrópaði froskur í öngum sfnum. „Á ég að húka inni og skrifa stafla af einhverjum fjárans bréfum í þessu góða veðri, þegar mig langar að ganga um landareign mína og kippa öllu og öllum í lag og hringsóla um og njóta mín? Ég held nú ekki! Ég bara. . .! eh. . . bíddu við . . . bíddu.. . jú auðvitað, kæri greifingi. Það skiptir engu máli, hvað mig langar til að gera, en öllu máli, hvað er öðrum til gleði. Þú vilt hafa þetta svo, og þannig verður það. Éarðu greifingi, og pantaðu matinn, pantaðu allt, sem þig lystir. Gakktu svo út og taktu þátt í gleði þeirra þarna úti á grasflötinni, en láttu þig engu skipta í hvaða amstri ég á. Ég fórna þessum fagra morgni á altari skyldunnar og vináttunnar.“ Greifinginn horfði á hann fullur tortryggni, en hreinskilinn og sakleysislegur svipur frosks olli því, að erfitt var að gruna hann um græsku vegna þessara skyndilegu sinnaskipta. Hann stóð því upp og gekk fram í átt til eldhússins, og um leið og dyrnar lokuðust að baki hans, hljóp forskur að skrif- borðinu. Hann hafði í miðjum klíðum fengið ágæta hugmynd. Hann skyldi skrifa boðskortin, og hann ætlaði ekki að láta hjá líða að minnast á það forystu- verk, sem hann hafði átt í bardaganum og hvernig hann hafði slegið marðarforingjann flatan. DRATTHAGI BLYANTURINN o^Sfonni ogcTManni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Það var kominn í hann töluverður sjór og hækkaði jafnt og þétt. Nú var ekki seinna vænna. Ég lagðist á hnén og lyfti botnfjölunum til þess að finna, hvar lekinn var. Við urðum að stöðva lekann, annars myndi bátinn strax fylla og við sökkva og drukkna. Ég stakk hægri handleggnum niður og leitaði að neglugatinu. í því átti að vera trétappi, neglan. Þegar lent er og bátur dreginn á þurrt, þarf ekki annað en taka hana úr, til þess að báturinn tæmi sig. Ég hélt að neglan hefði losnað og farið úr. Og það reyndist rétt. Neglugatið var opið. „Manni“, kallaði ég. „Neglan er farin. Leitaðu að henni fljótt“. „Og hvar á ég að finna hana?“ „Hún hlýtur að fljóta einhvers staðar í bátnum“. Manni lagðist á hnén á þóftuna og skimaði um all- an bát. En neglan sást hvergi. Á meðan á þessu stóð, hélt ég hendinni fyrir neglu- gatið. Þó gat ég ekki stöðvað lekann til fulls. Kaldur hrollur fór um mig allan. Ég lá á hnjánum í bleytunni og var allur gegnvotur. „Blessaður flýttu þér, Manni. Ég get ekki stöðvað lekann. Það flýtur bráðum upp fyrir öxlina á mér“. „Ég finn ekki negluna. Hún sést hvergi“. Nií leizt mér ekki á blikuna. En allt í einu datt mér gott ráð í hug. „Taktu hnífinn þinn“, kallaði ég, „og skerðu erm- ina af skyrtunni minni“. Manni hlvddi mér. Hann sneið ermina af, færði mig úr henni og rétti mér hana. Ég vöðlaði henni saman og tróð henni í gatið. — Snati er nú ekki eins sniS- ugur og við héldum. Hann vill ekki sjá nýju uppþvottavélina, sem ég bauð honum... — Þeir virkuðu miklu minni þarna ofan frá. ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.