Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1974 >20 ákvörðun fyrri vinstri stjórnar að láta það sitja áfram 1956. Á undanförnum árum hefur verið ótrúlega svipað ástand í heimsbyggðinni og á þeim tíma, sem hér hefur verið vitnað til. Kóreu- styrjöldinni er að vísu lokið, en Vietnamstríðið geisaði með þátttöku Bandaríkjanna í áratug og þótt friður hafi verið sam- inn fyrir einu ári eru veður öll válynd. Sovétríkin hafa látið Ungverja í friði síðan 1"^ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. l>orbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. HVERS VEGNA VARNIR? Stofnun Atlantshafs- bandalagsins á árinu 1949 var bein afleiðing út- þenslustefnu Sovétríkj- anna á árunum eftir heims- styrjöldina síðari. Emil Jónsson lýsir mjög vel í minningabók sinni því andrúmslofti, sem ríkti í Evrópu eftir valdarán kommúnista í Tékkósló- vakíu, og eftirminnilegu samtali við Hans Hedtoft forsætisráðherra Dana, er þeir atburðir voru að gerast. Hvarvetna í þeim löndum, þar sem frelsi ríkti enn, spurðu menn: hver verður næstur? Atlantshafsbandalagið var stofnað til þess að stöðva þessa framsókn kommún- ista. Þegar varnarliðið kom hingað til lands 1951 var það vegna hins almenna ófriðarástands í heiminum og þá sérstaklega Kóreu- stríðsins, sem margir töldu, að mundi leiða til nýrrar heimsstyrjaldar. Fimm árum sfðar, í marz 1956, töldu vinstri flokkarnir tímabært að láta varnarliðið hverfa af landi brott og samþykktu ályktun þess efnis á Al- þingi í marz 1956. í kjölfar hennar og að kosningum loknum var vinstri stjórnin fyrri mynduð. Hálfu ári síðar komu forsvarsmenn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins fram á Al- þingi og sögðu, að vegna Súezstríðsins og átakanna í Ungverjalandi væri ekki óhætt að láta varnarliðið hverfa af landi brott. Raunar væri meiri ástæða til að hafa það þá en 1951. Þetta sýnir okkur, hverjar ástæðurnar voru fyrir komu varnarliðsins 1951 og 1965, en hið ótrúlega gerð- ist, að fyrir aðeins fimm árum endurtóku þau sama leikinn í Tékkóslóvakíu. Það var áminning til okkar allra um, að Sovétríkin eru hvenær sem er tilbúin til að beita aðrar þjóðir of- beldi. Og nú í haust brauzt út nýtt stríð fyrir botni Miðjarðarhafs, margfalt hættulegra en 1956. Þannig hafa allar sömu for- sendur verið til staðar fyrir dvöl varnarliðsins síðustu árin og voru 1951 og 1956. En að auki hafa nýjar ástæður komið til sögunn- ar, sem gera það að verk- um, að nú er jafnvel nauð- synlegra en fyrr að hafa hér varnarlið. Hér er átt við sovézka flotann, sem nú seilist til æ meiri áhrifa á Norður-Atlantshafi. Marg- ir íslendingar, sem voru andvígir komu varnarliðs- ins 1951 og ákvörðun fyrri vinstri stjórnar 1956, hafa nú skipt um skoðun og telja nauðsynlegt að hafa hér varnarlið vegna þess, að sovézki flotinn er við bæjardyr okkar. Tilvist hans er staðreynd sem við getum ekki lokað augunum fyrir. Er sá íslenzkur ráða- maður til, sem vill taka þá áhættu, að sjálfstæði lands- ins og fullveldi sé stofnað í voða? Vill Ólafur Jó- hannesson taka þá ábyrgð á sig? Vill Einar Ágústsson taka þá ábyrgð á sig? Morgunblaðið heldur ekki fram að sama dag og síðasti Bandaríkjamaður- inn hverfi af landi brott stígi fyrsti sovézki hermað- I urinn á land. En það er augljóst, að Sovétríkin mundu beita flotamætti sínum í kringum okkur sem þögulli ógnun til þess að fá vilja sínum fram- gengt með sama hætti og þeir gera í Finnlandi. Á nokkrum árum er stórkost- leg hætta á, að ísland yrði ,,Finnlandiserað“. Af þess- um ástæðum m.a. er nauð- synlegt að hafa varnir hér á íslandi. Þjóðin hefur ver- ið reiðubúin til þess að taka á sig þau smávægilegu óþægindi, sem því fylgja, og er enn reiðubúin til þess. En þvf miður sitja uppi í stjórnarráði menn, sem virðast hugsa meira um þann pólitíska sand- kassaleik, sem þeir eru í, en öryggi þjóðar sinnar. 11 ný sjálfstæðisfélög Amorgun verða stofnuð 11 sjálfstæðisfélög í Reykjavík. Stofnun þeirra er þáttur í algerri endur- skipulagningu á félags- starfi Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni, endur- skipulagningu, sem leiðir af hinni miklu útþenslu borgarinnar og nýjum borgarhverfum, sem risið hafa á síðustu árum. Þessi þróun hófst fyrir 4 árum, er hin svonefndu hverfa- samtök sjálfstæðismanna voru stofnuð. Þau voru hins vegar ekki sjálfstæðar félagaheildir, heldur eins konar angi af Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Á morgun verður það skref stigið til fulls, sem stigið var til hálfs fyrir 4 árum. Þess er að vænta/að hin nýju sjálfstæðisfélög verði til þess að efla störf Sjálfstæðisflokksins í þágu^ borgarbúa. Á miklu ríður, að vel takist til, ekki sízt nú, er líður að borgar- stjórnarkosningum. j Reykjavíkurbréf V♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■«Laugardagur 12. jan. ♦♦♦♦♦«♦♦♦< Työ merkisafmæli S.l. fimmtudag var minnzt 90 ára afmælis Góðtemplarareglunn- ar á Islandi, en hún var stofnuð 10. janúar 1884 á Akureyri, tæp- um þrem áratugum eftir að regl- an var stofnuð í Bandarfkjunum. Engum blöðum er um það að fletta, að góðtemplarareglan hefur unnið geysiþýðingarmikið starf, ekki sízt meðal unglinga. I grein hér í Morgunblaðinu kemst Gunnar Þorláksson svo aðorði: „Félagsskapurinn kennir, að frelsi er ekki að gera hvað sem er, heldur er hitt frelsi að kunna að velja og hafna á réttan hátt. Sá maður, sem hafnar neyzlu eitur- lyfja er frjálsari en hinn, sem gerirþaðekki. Góðtemplurum finnst ekki, að þeir hafi áorkað nægilega miklu. Það finnst engum, sem í alvöru vinnur að góðu málefni. Það er hins vegar hvatning til þess að leggja sig betur fram. Ástandið í áfengismálum ís- lendinga er með þeim hætti, að góðtemplarar, sem og margir landsmenn, geta ekki lengur við unað. Góðtemplarar munu áfram vinna ótrauðir að því að menntun og menning fari ekki forgörðum vegna ávana- og fíkniefnaneyzlu og vilja taka saman höndum við hvern þann aðila, sem leggja vill því máli iið.“ Réttum 15 árum eftir stofnun Góðtemplarareglunnar var Kristi- legt félag ungra manna stofnað. Um það segir Lárus Halldórsson í grein hér í blaðinu: „Upphaf og uppvöxtur KFUM hér á landi er eitt af ævintýrum kirkjusögunnar. Það ævintýri gerðist líka á öðrum stöðum og í ýmsum myndum. Sjálf hreyfing- in, sem er alþjóðleg, var slíkt ævintýri allt frá fyrsta hópnum í Englandi, sem George Williams safnaði saman til biblíulestrar fyrir miðja síðustu öld. En á Is- landi er ævintýrið í órofatengsl- um við nafn séra Friðriks Frið- rikssonar, sjálfur skipar hann heiðurssess f islenzkri kirkjusögu. Þar er ljómi um nafn hans og minningu.1 Störf þeirra tveggja félagsam- taka, sem hér er árnað heilla á merkisafmælum, eru alþjóð svo kunn, að óþarft er að hafa um þau mörg orð, aðeins skal látin í ljós sú ósk og von, að trúar- og menn- ingarstarf beggja þessara merku samtaka megi um alla framtíð bera mikinn árangur, æskulýð landsins og þjóðinni allri til heilla. Varnarmálin og Alþýðuflokkurinn I ritstjórnargrein Alþýðublaðs- ins s.l. fimmtudag er rætt um stefnu Alþýðuflokksins í varnar- málum og hún skýrð á afdráttar- lausan hátt, og jafnframt er vikið að „þeim furðulega málflutníngi Þjóðviljans, að láta sem það sé enn staðfastur ásetningur ríkis- stjórnarinnar að leggja niður all- ar varnir á íslandi og segja upp herverndarsamningnum við Bandarikin.“ í ritstjórnargrein Alþýðublaðs- ins segir ennfremur: „Auðvitað er öllum la.ndsmönn- um það mæta vel Ijóst, og hefur svo verið nú um alllanga hríð, að það mál er ekki lengur á dagskrá í alvöru. Fyrir löngu er vitað, að jafnvel þótt ráðherrarnir ákvæðu að standa að flutningi slíkrar til- lögu, þá nýtur hún ekki meiri- hluta fylgis á Alþingi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja óbreytt ástand í varnarmálunum. Þess vegna munu þeir greiða atkvæði á móti uppsögn herverndarsamn- ingsins og brottför hersins. Þing- menn Alþýðuflokksins hafa flutt á Alþingi tillögur um nýskipan varnarmála, sem fela það í sér, að varnarsamningurinn verði endur- skoðaður með það fyrir augum að draga úr setu raunverulegs hers í landinu, en þess í stað taki Islend- ingar við ákveðnum verkefnum eftirlitsstarfsins. Þessar tillögur fela þvi í sér endurskoðun varnar- samningsins, en ekki uppsögn hans, og munu þingmenn Alþýðu- flokksins því að sjálfsögðu ekki greiða atkvæði með uppsögn samningsins og tafarlausri brott- för varnarliðsins. Þá er einnig vitað um allmarga þingmenn bæði úr Framsóknarflokknum og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, sem eru sama sinnis og hafa lýst því yfir, að þeir munu ekki fást til þess að standa að þvf að Island verði varnarlaust land. Þar með er augljóst, að þingmeiri- hluti er ekki til staðar fyrirþví að segja varnarsamningnum við Bandaríkin upp.“ AI!t er það rétt, sem Alþýðu- blaðið hér segir, að því þó undan- skildu, að sjálfstæðismenn hafa lýst því yfir, að þeir styðji endur- skoðun varnarsamningsins, en þó að sjálfsögðu að því áskildu, að varnir landsins verði áfram tryggðar. Eftir að þingmenn Alþýðu- flokkurinn flutti tillögu þá í varnarmálunum, sem stundum hefur verið nefnd fataskiptatil- lagan voru menn í nokkrum vafa um, hvað raunverulega vekti fyrir flokknum, en nú tekur mál- gagn hans af öll tvímæli. Alþýðu- flokkurinn styður það ekki frem- ur en Sjálfstæðisflokkurinn og ýmsir áhrifamenn í Framsóknar- flokknum og Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, að Is- land verði gert varnarlaust, eins og aðstæður eru nú í okkar heims- hluta. Það er því rétt, þegar Al- þýðublaðið segir undir lok nefndrar ritstjórnargreinar: „Heimskulegur málflutningur þeirra Þjóðviljamanna i varnar- málunum er því með öllu mark- laus og þjónar ekki nokkrum til- gangi. Þeir, sem vilja takmarka veru erlends herliðs á íslandi geta einskis árangurs vænzt af mönnum, sem neita að horfast i augu við staðreyndir, en grípa til þess ráðs að ljúga bæði að sjálfum sér og öðrum.“ Verða gerð hörmuleg mistök? Næstkomandi þriðjudag, 15. þ.m. rennur út frestur sá sem Al- þjóðadómstóllinn í Haag veitti Is- lendingum til að leggja fram skriflega greinargerð í málunum við Breta og Vestur-Þjóðverja. Bretar hafa af sinni hálfu lagt fram mjög ítarlega greinargerð, sem ekki er þó að sama skapi ábyggileg, enda fjölmargt þar bæði á sviði lögvísinda og fiski- fræði, sem tæta má sundur, svo að ekki standi steinn yfir steini. Undanfarna mánuði hefur ráð- herrunum margsinnis verið bent á nauðsyn þess, að íslendingar sendu ítarleg svör við fullyrð- ingum Bretasvo að Alþjóðadómur inn og aðrir þeir, sem vildu kynna sér málavexti, litu ekki á málin frá hlið annars aðilans einvörð- ungu. Hefði auðvitað þegar á liðnu sumri átti að fá bæði inn- lenda og erlenda sérfræðinga til að vinna sleitulaust að undirbún- ingi slíkrar greinargerðar. Nú er hins vegar komið á daginn, þvi miður, að lítið sem Frá Bíldudal ekkert hefur af hálfu ríkis- stjórnarinnar verið gert í þessu efni, og ætlun hennar mun vera sú að senda einungis mjög ófull- komna greinargerð eða nokkurs konar bréf, eins og áður hefur verið sent dómnum og þá væntan- lega á þeim forsendum, að við viðurkennum ekki lögsögu hans, þótt hann hafi dæmt sér hana. Veit þó hvert mannsbarn, að eng- inn munur er á því aðsenda langa og ítarlega greinargerð og hinu að hafa hana einungis stutta og ófullkomna, annar en sá, að sjónarmið okkar komast ekki til skiia. Við íslendingar höfum það nú í hendi okkar að taka n.k. þriðju- dag frest í málinu, og við getum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.