Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1974
39
Morgunverður
Steikt egg,
gróft brauð, ljóst brauð m. osti
og berjamauki, mjólk, te og
kaffi,
1/2 appelsina.
Mánudagur
Heilagfiskisúpa
Þriðjudagur
Steikt hjörtu,
hrátt salat,
Gulrótarsúpa
m. ostabrauði.
Miðvikudagur
Fiskrönd m
tómatsósu, (sjá uppskrift)
hrátt salat.
Rauðgrautur m.
mjólk.
Fimmtudagur
Steiktur fiskur
m. lauk
hrátt salat.
Grænmetissjúpa ójöfnuð.
Föstudagur
Kjöt m. aspargus. (sjá upp-
skrift)
Ölbrauðssúpa.
Laugardagur
Fiskur m. karrý
og hrísgrjónum,
hrátt salat
Skyrsúpa
(sjá uppskrift)
Sunnudagur
Saxað bufflm. lauk.
Eplakaka
(sjá uppskrift)
Fiskrönd
750 g fiskur
100 g hveiti
2egg
30 g smjör
2 dl mjólk
salt, pipar.
Saxaður fiskurinn er hrærð-
ur með hveitinu, kryddinu og
eggjunum. Mjólkin sett f smátt
og smátt og hrært vel. Deigið er
látið í smurt form (rönd) og
soðið í vatni í 45 mfn. Hafa má
tómatsósu eða karrýsósu með.
Kjöt með aspargus
750 g kjöt
300 g aspargus
1 1 vatn
30 g smjörlíki
25 g hveiti
Til að jafna með:
2 eggjarauður
Sjóðið kjötið í fremur litlu
vatni. Aspargusinn er hitaður
yfir gufu og skorinn í ca. 2 cm
bita. Soðið síjað og jafnað með
smjörlíkinu, hveitinu og eggja-
rauðunum. Saltað eftir smekk.
Heitri sósunni er hellt yfir kjöt-
ið og aspargusinn. Soðnar kart-
öflur eru bornar með. í staðinn
fyrir aspargusinn má nota ann-
að kál, svo sem blómkál, hvít
kál eða toppkál.
Fiskur með karrý og hrísgrjón-
um.
750 g fiskur
100 g smjör eða smjörlíki
100 g hrísgrjón
salt
Til uppbökunar:
25 g smjör
25 g hveiti
3 dlsoð
salt, pipar, karrý.
Fiskurinn er steiktur. Hrís-
grjónin soðin á venjulegan
hátt. Sósan er búin til úr hveiti,
soði og smjöri. Krydduð eftir
smekk.
Skyrsúpa
Með því að þynna 200 g af
skyri með 1—Vá í af mjólk,
krydda með sítrónusafa og rifn-
um berki og sykra svo eftir
smekk, er orðin til friskandi
skyrsúpa, sem bragðast vel með
litlum tvíbökum út f.
Eplakaka
750 g epli
80 g sykur
1 dl vatn
40 g brauðmylsna
30 g smjör
2 dl rjómi,
Eplin eru flysjuð, soðin í
vatni og 60 g af sykrinum. Því,
sem eftir er af sykrinuin, 20 g
er, blandað saman við brauð-
mynsluna, látið á pönnu og bak-
að ljósbrúnt i smjöri. Kælt á
smjörpappír, látið í skál. Brauð-
mynsla látin á botninn síðan
epli og brauðmylsna á víxl.
Þeyttur rjómi er borinn með.
Ýmislegt um álegg
Álegg er nú notað á hverju
heimili. Það er borið á morgun-
verðarborð, hádegis- eða kvöld-
verðarborð. Mjög algengt er og
að nota það í alls konar nesti.
Álegg er oft mikill hluti
máltíðar, og er því áríðandi að
velja holllar fæðutegundir i
það og kaupa það ekki of dýru
verði.
Dýrt er að kaupa niðurskorið
álegg. Ódýrara er að kaupa
áleggspylsur f heilu lagi, svo
framarlega sem beittur hnífur
er til á heimilinu. En pylsur eru
fremur snauðar af steinefnum
og fjörefnum. Hollara álegg
fæst með því að sjá til þess, að
nokkur afgangur verði af mið-
degisverðinum, sem nota mætti
í álegg, enda er slíkt álegg ódýr-
ara en það, sem selt er f búðum.
Það er tímasparnaður að gera
1-2 tegundir af áleggi, á meðan
miðdegisverðurinn er mat-
reiddur. Frá miðdegisverðinum
má nota bæði soðið og steikt
kjöt, einnig fisk og enn fremur
nýjar, soðnar kartöflur og
grænmeti alls konar. Búið til
salöt úr smærri afgöngum.
Fljótlegt er að útbúa alls konar
eggjarétti i álegg, t.d. harðsoðin
egg, hrærð egg, eggjahlaup o.fl.
Það er og auðvelt að útbúa
álegg úr soðnum hrognum, stór-
um steiktum fisk- eða kjötboll-
um, síldarsalati og öðru. Þeim
tíma, sem varið er til áleggs-
gerðar, er vel varið.
Brauðið sjálft er engu að sið-
ur þýðingarmikið en áleggið.
Heilhveitibrauð og rúgmjöl eru
auðugust af B-fjörefnum, einn-
ig er mikið af B-fjörefnum f
hveitibrauði. Rétt er því að
nota, sem mest af þessum
brauðum daglega, sérstaklega,
ef áleggið er ekki bætiefnarikt.
Hér eru nokkrar ábendingar
um álegg:
Fjörefnaauðugt álegg
Hráepli og vínber, skorin í
sneiðar,
tómatsneiðar á salatblaði
bananasneiðar á salatblaði
tómatsneiðar m. graslauk
tómatar og eggjasneiðar
hrá salöt
hrá rifin gulrót
agúrku-, tómat-, og kartöflu-
sneiðar á salatblaði.
gulrótarmauk
egg og síld
alls konar síld
steikt þorskhrogn m sftrónu-
sneiðum
steikt lifur
lifrakæfa
ostur alls konar.
Sumarbúslaðaiand tn sdlu
Til sölu 5 hektarar (kjarrlendi) af sumarbústaðalandi um
1 '/2 klst. aksturfrá Rvk.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni.
. Eignamiðlunin,
Vonarstræti 1 2,
Simarl 1928 — 24534
Slávarlóð á Arnarnesl
Til sölu stór sjávarlóð á fallegum stað á Arnarnesi.
Allar upplýsingar á skrifstofunni.
Eignamiðlunin
Vonarstræti 1 2,
Simar 11928 — 24534
ÚTSALA
Karlmannaföt. Stakir jakkar og stakar buxur. Mikill
afsláttur, mikið úrval.
Últíma, Kjörgarði.
íbúð vlð Rauðalæk
Til sölu or 5 herb. ibú8, um 130 ferm. IbúSin, sem er á 2. haa8,
skiptist i 2 samliggjandi stofur. eldhús, búr, litla aevmslu, stért hol,
hjónaherbergi,2 barnaherbergi og baðherbergi RúmgóSir skápar eru
Í bjóna og barnaherbergjum svo og t holi. í kjallara er sér geymsla
ásamt sameiginlegu þvottahúsi. Sérhití og tvennar svalir.
Upplýsingar í sima 43741 og 26080.
Verzlunarhúsnæðl
100—200 fermetra verzlunarhúsnæði óskast strax í 3 til
4 vikur. Upplýsingar í síma 22630 á morgun og
þriðjudag frá kl 9 — 1 2.
1 ÍBÚÐ ÓSKAST
2ja herbergja íbúð óskast á leigu fyrir hjúkrunarkonu í Borgarspít-
alanum
Æskilegt að íbúðin sé í nágrenni spítalans. Upplýsingar gefnar i
síma 81200/207 á skrifstofutíma.
Reykjavík, 9. janúar 1974.
Borgarspítalinn.
Húsmæðraskóilnn,
Laugalandi, Eyjafirðl
3. febrúar n.k. hefst 4ra mánaða hússtjórnarnámskeið og
2ja mánaða vefnaðarnámskeið. 1 . apríl hefst 2ja mánaða
saumanámskeið. Innritun i skólanum, sími um
Munkaþverá.
Skólastjóri.
MERCEDES RENZ 220 dlesel
Til sölu Benz 220 D, árgerð 1970. Fluttur inn í maí
1 973. Góður bíll. Upplýsingar í síma 24680, sunnudag
og mánudag milli kl. 1 5 og 20.
NÁMSFLOKKARNIR
í KOPAVOGI
Innritun verður í Víghólaskóla (vesturenda) sunnudaginn
1 3. janúar og mánudaginn 14. janúarkl. 20—21.30.
Egllsstaðlr
Iðnaðar- eða skrifstofuhúsnæðl
Um 260 ferm miðsvæðis í þorpinu til sölu.
EIGNAHÚSIÐ, Lækjargötu 6a
Símar 18322 18966.
Afosreykolnasamstæða
til sýnis og sölu I Fiskiðjuveri voru við Vesturgötu
1 1 —13. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum. Tilboð berist skrifstofu vorri fyrir
föstudagskvöld 1 8. janúar.
Bæjarútgerð HafnarfjarSar.
Útsala
Rrelðflrðlngahúð (ugpl)
Verzlun sem er hætt rekstri selur mikið magn af vörum á ótrúlega lágu
verði:
Skíðabuxur kr 100 00
Vinnubuxur kr 100 00
Kvenpils, stutt og sið kr 1 00.00
Telpnasokkar kr. 100.00
Barnanáttföt kr. 250.00
Karlmannasokkarkr. 50.00
Unglingasokkar kr. 25.00
Fjölbreytt úrval af smávörum á börn og fullorðna
Útsalan Breiðfirðingabúð, (uppi).
vwv.'