Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1974 21 List erlendis Nýjar erlendar bækur DANSK KUNST HISTORIE. 2 RIGETS MÆND LADER SIG MALE Forsfðan á „Dansk kunsthistorie' Það er víðar en á landi hér, sem mikill fjöldi bóka kemur út allra síðustu mánuði ársins, enda þótt víðar dreifist bókaút- gáfa mun meira en hérlendis. í bókagreinum hér í blaðinu hef- ur verið vikið nokkuð að bók- um, sem mjög vöktu athygli, einkum í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Politikens forlag í Kaup- mannahöfn gefur árlega út fjöl- margar handbækur um ótal efni og meðal þeirra er Kvind- ens Hvem-Hvað-Hvor 1974 og hefur þessi bók náð mikilli út- breiðslu í Danmörku, þrátt fyrir alla rauðsokkahreyfingu. Ritstjóri hennar er Nelly Back- hausen og er bókin 304 bls. að stærð og auk þess allmargar litmyndasíður í henni. Meðal efnis í árbókinni eru ýmis mál, sem ofarlega hafa verið á baugi á árinu, sem liðið er, ekki aðeins meðal kvenna. . Ber þar fyrst að nefna grein um sjónvarpskvikmynd Ingmars Bergmans um hjónabandið, sem var sýnd i íslenzka sjón- varpinu og fylgzt var með hér af mikilli áfergju. Sagt er frá nýjum lögum um ættleiðingu, um framfærslu og fyrirvinnu- rétt og skyldur, nýjar hug- myndir og starfsaðferðir innan dönsku lýðháskólanna. Þá eru í bókinni ráðleggingar um hollt matarræði, skrá fyrir búreikninga og ótal margt nyt- samlegt, sem að húshaldi lýtur. Læknar og ýmsir sérfræð- ingar skrifa fræðandi greinar um sjúkdóma af ýmsu tagi, m.a. er fjallað um breytingaaldur kvenna og karla. Nefna má, að ráðleggingar eru um áhugamál og tómstundastarf og er bókin í heild upplýsandi og aðgengileg til lestrar og hagnýtrar notk- unar í bezta lagi. DANSK KUNSTHISTORIE 2. bindi Hjá forlagi Politikens er einnig að koma út þessa dagana 2. bindi af danskri listasögu og ber hún undirtitilinn „Rigets mænd lader sig male“. Bókin tekur til tímabilsins frá 1500—1700. Hún er 464 bls. að stærð, i henni eru 385 mynd- skreytingar, svarthvítar, og 25 litmyndir. Aður eru komin út 1. og 3. bindi og hefur nú verið sögð saga danskrar listar fram til 1850. Verður þessi listasaga í samtals fimm bindum og koma hin tvö síðustu út seinna á þessu ári. Um þessa útgáfu hafa séð Vagn Poulsen, Erik Lassen og Jan Danielsen, en fjölmargir þekktir, danskir sér- fræðingar rita einstaka kafla bókarinnar. Fataburen — Nordiska museets och Skansens ársbok 1973 undir rit- stjórn Christians Axel Nilssons, Nils Erik Bæhrentz Haralds Hvarfnes og Thorsten Nilsson er þriðja erlenda "bókin, sem hér verður getið um að sinni og segir titillinn nokkuð til um, hvers konar bók er þar á ferðinni. Nordiska museet á aldarafmæli á þessu ári og segir í formála, að sérstaklega sé til útgáfunnar vandað. Hefur safnið haft samvinnu við þjóð- minjasöfnin á Norðurlöndun- um, þ.e. í Kaupmannahöfn, Helsinki, Reykjavík og Osló, en Nordiska museet er i Stokk- hólmi. I bókinni er ítarlega grein um safnið sjálft og auk þess eru þar greinar eftir norræna höfunda, þjóðlegs eðlis. Af ís- lands hálfu eru greinar i bókinni eftir Eyjólf heitinn Guðmundsson frá Hvoli: Farfar og farmor, en sú bók hefur komið út i heild á íslenzku og heitir „Hjá afa og ömmu'. Margar myndir prýða þá grein bæði gamlar mannamyndir, munamyndir o.fl., og einnig hina islenzku greinina eftir Ölöfu frá Hlöðum: „Mitt barndomshem'. Er þetta hin vandaðasta bók að frágangi og í senn fróðleg og skemmtileg aflestrar. h.k. ráðið því, að enginn dómur verði upp kveðinn í því, fyrr en að afstaðinni Hafréttarráðstefnunni, þar sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðanna aðhyllist 200 mílur. Ef hins vegar verður áfram haldið þeim kjánaskap, sem ein- kennt hefur afstöðu ríkisstjórnar- innar til málaferlanna í Haag, get- ur verið hætta á því, að málið verði þegar í stað dómtekið og dæmt eftir framlögðum gögnum Breta og þeirra röksemdum, þannig að við töpum máli, sem fullkomin vissa er fyrir, að mundi vinnast eftir fáa mánuði, aðeins ef á málinu er haldið af hyggind- um af okkar hálfu. Slík niður- staða væri svo hrapalleg mistök, að þeim, sem ábyrgð bæri á henni, yrði aldrei fyrirgefið. Og slfk mistök mundu ekki ein- ungis skaða okkur Islendinga heldur allar þjóðir aðrar, sem berjast fyrir víðáttumikilli land helgi, því að slíkur úrskurður Al- þjóðadómsins yrði vart á myllu stórveldanna á Hafréttarráð- stefnunni, þar sem hann yrði orugglega notaður til að reyna að þvæla málið og gera okkur og samherjum okkar erfitt fyrir. Er furðulegt, ef forsætisráðherrann, lagaprófessorinn, ásamt utan- ríkisráðherra vilja bera ábyrgð á slíkum afglöpum. 1930 og 1974 Þegar verið var að undirbúa Alþingishátíðina 1930 var mikið um það rætt, hvað minnisvert skyldi gert, alveg eins og nú að undanförnu, þegar þjóðhátíðin 1974 hefur verið undirbúin. Er bæði gaman og gagnlegt að rifja nú upp undirbúning Alþingishá- tíðarinnar og skulu hér tilfærð ummæli Agnars Kl. Jónssonar sendiherra, í Ulfljóti 1969. Hann segir: „Alllöngu fyrir Alþingishátíð- ina 1930 höfðu stjórnmálaflokk- arnir valið sinn hver til þess arnir valið sinn manninn hver til þess að athuga hvaða mál skyldi taka til meðferðar og afgreiða á fundi Alþingis, sem halda átti á Þingvöllum í sambandi við Al- þingishátíðina. í þessari nefnd voru Asgeir Ásgeirsson fyrir Framsóknarflokkinn, Haraldur Guðmundsson fyrir Alþýðuflokk- inn og Jón Þorláksson fyrir íhaldsflokkinn. Ýmis mál komu til greina í þessu sambandi og verða nokkur hin helztu þeirra talin hér á eftir. Um tíma var rætt um frumvarp um byggingu handa Háskóla ís- lands. Flestir þingmenn féllu þó frá því, þar sem í frumvarpinu átti ekki að vera annað en það, að bygging skyldi reist handa há- skólanum „einhvern tima á seinni helming þess áratugs, sem nú væri að byrja, ef þingin, sem þá sætu, samþykktu fjárveitingu til þess“ og mun slíkt frumvarp ekki hafa þótt nógu veglegt til að hlotnast afgreiðslu á ninni miklu hátíð. Jón Þorláksson hafði uppi til- lögur um nokkur mál, sem hann taldi að gætu komið til greina, að samþykkt yrðu á Þingvöllum." Síðan eru talin mörg mál, sem til athugunar komu og greinin heldur áfram: „Eins og sjá má komu því ýmis málefni til álita i sambandi við Alþingishátfðina, en erfiðlega gekk að ná samstöðu um þau. Svo fór þó að lokum, að samkomulag varð um að afgreiða skyldi tillögu til þingsályktunar um staðfestingu gerðardóms- samninga milli tslands og hinna Norðurlandaríkjanna um lausn deilumála með friðsamlegum hætti, en sú hugmynd hafði kom- ið fram, að þeir samningar skyldu undirritaðir á Þingvöllum á Al- þingi shátíðinni." Gerðardóms- samningar staðfestir Siðar í grein sinni segir Agnar Kl. Jónsson: „Hinn fyrsta dag Alþingishátíð- arinnar 26. júni 1930 var fundur settur í Saméinuðu alþingi á Lög- bergi og lögð fram tillaga til þingsályktunar um milliríkja- samninga, sem borin var fram af forsætisráðherra. Ákveðin var ein umræða um tillöguna. Á sama fundi utan dagskrár mælti forsæt- isráðherra: „Eg Vildi aðeins til- kynna þingheimi og öllum áheyr- endum, að það er í ráði, ef veður leyfir, að undirrita m.ö.o. hálfri stundu áður en Alþingi á að koma saman, gerðardómssamning milli íslands annars vegar og Norður- landaríkjanna fjögurra hins veg- ar, um ævarandi friðsamlég úrslit allra deilumála, sem upp kunria að koma landanna á milli." Næsta dag hinn 27. júní hálfri stundu fyrir hádegi voru gerðar- dómssamningarnir síðan undir- skrifaðir við hátíðlega athöfn á þingpalli i Almannagjá í viðurvist alþingismanna og mikils mann- fjölda, sem þarna var saman kominn." Og ennfremur: „Þegar þessari athöfn var lokið um hádegisbilið var fundur settur í Sameinuðu alþingi og tillagan frá deginum áður tekin til um- ræðu, en hún var á þessa leið: „Alþingi ályktar að samþykkja gerðardómssamninga þá, er undirritaðir voru á Þingvöllum í dag, milli Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, hvers um sig, annars vegar og Islands hins vegar.“ Tryggvi Þórhallsson for- sætisráðherra gerði grein fyrir málinu og rakti gang þess. Hann taldi, að vel færi á þvi á þúsund ára afmæli íslenzka rikisins að undirrita samninga um gerðar- dóm og æfinlega friðsamleg úrslit mála milli okkar og frændþjóð- anna. Þær hefðu allar orðið við ósk Islendinga um tilhöfunina á undirskriftunum og sent sína virðulegu fulltrúa í því skyni og þannig hjálpað til að varpa ljóma og söguhelgi yfir Alþingishátíð- ina. Ráðherrann sagði siðan: „Það er kunnugt, að Norðurlandaþjóð- irnar hafa á ýmsan hátt haft for- göngu um að stuðla að friðsam- legum viðskiptum þjóðanna í milli. Ég er viss um, að síðar á öldum verður Norðurlandaþjóð- unum reiknað það til mikils hróss, eins og margt annað. Við viljum gjarnan vera í þessum hópi íslendingar, og er okkur sér- stök ánægja að taka þátt í þessu sem jafnrétthár aðili." En hvað gerist nú? Ekki er að undra, þótt mönnum komi f hug, að ólíkt höfumst við íslendingar að nú á þjóðhátíðar- ári 1974 því sem gert var á Alþingishátíðarári 1930. Þá var talið bezt við eiga að sainþykkja gerðardómsákvæði um það að útkljá öll deilumál milli þjóða með úrskurðum, en nú er engu líkara en að það eigi beinlínis að vera kappsmál að fá yfir okkur dóm, sem síðan ætti ekki að fara eftir. Og þetta gerist undir for- ustu þess lagaprófessors, sem einna fjálglegast hefur talað um nauðsyn þess fyrir smáþjóðir að njóta skjóls af alþjóðadómi. Það er heldur ekki úr vegi að vekja á því athygli, að fyrrum þóttu Islendingar miklir mála- fylgjumenn og þá unnu menn sigra í málarekstri, m.a. með þvi að beita réttarfarsreglum, jafnvel flækja mál, ef því var að skipta. En nú virðist ekki einu sinni mega nota heimildir til að fá frestun málsins í Haag, þótt ör- uggur lokasigur sé unninn, ef það er gert. Ef rikisstjórnin ekki sér sig um hönd, fremur hún hroðaleg af- glöp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.