Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1974
13
ekki nema brot af þeim grafið
upp, þó vitað sé að þær sé að
finna. Landið er heil gullnáma
fyrir fornleifafræðinga. Allur
suðausturhlutinn er samfelldar
fornminjar. Þegar grafið var
fyrir neðanjarðarbrautinni í
Mexikóborg, komu víða upp
merkilegir munir, pottar og
búsáhöld. Og á brautarstöðvun-
um eru rústir víða látnar halda
sér og eru þá söfn um leið.
Allar fornminjar eru eign ríkis-
ins og því verndaðar.
— En aztecarnir stofnuðu
Mexikóborg og völdu henni
borgarstæði?
— Já, þú hefur vafalaust
heyrt sögnina um að þeir reistu
að hoði guðanna borg, þar sem
þeir sáu örn eta slöngu á eyju
úti í vatni. Þetta fyrirbæri eiga
aztecar að hafa séð, þar sem
borgin stendur nú. Spánverjar
reistu síðan borg á rústum
aztecanna, en hún dreifðist
smám saman yfir botn stöðu-
vatnsins, sem þurrkað var upp
jafnöðum. Borgarstæðið er
mjög óhagstætt af tveimur
ástæðum. Það er umgirt fjöll-
um á alla vegu, sem veldur
slíku staðviðri, að uppgufunin
liggur sem gult ský yfir borg-
inni. Þar búa um 8H milljón
íbúa. í öðru lagi er undirstaða
borgarinnar úr linum og rökum
leir. Þegar reist eru háhýsi,
byrja þeir oft á að reka niöur
járnbenta stöpla, hvern ofan á
annan, þar til komið er niður á
fast. Stundum skiptir það tug-
um metra.
Spítalinn, sem ég vann við í
þegnskylduvinnu, var þó reist-
ur á mjög nýstárlegan hátt.
Hann var eiginlega fljótandi.
Fyrst var grafinn 6 metra djúp-
ur grunnur og steypt í hann
hólf undir alla bygginguna.
Þau voru svo fyllt af sandi.
Þungi hans jafngilti þunga
byggingarinnar. Jafnóðum og
hæðir sjúkrahússins voru reist-
ar, var jafnþungu sandlagi ekið
burt. En þegar sjöunda og efsta
hæðin var kominn, var enginn
sandur eftir. Tóm hólfin verk-
uðu sem flotholt undir bygging-
unni, þar sem hún flýtur í leirn-
um. En mjög vel þurfti að fylgj-
ast með missigi. Ef þess varð
vart, þurfti að dæla vatni á
milli hólfa og rétta húsið af.
Annars er borgin alltaf að síga,
því vatnsmagnið undir henni
minnkar. Undirstöðustöplarnir
standa yfirleitt á föstu og geta
því ekki sigið en bæta þarf
tröppum milli jarðhæðar og
götunnar eftir því sem húsin
síga. Oft eru hafðir viðnáms-
stöplar, sem ekki standa á föstu
og leyfa þvi húsinu aðsígajafn-
hrattyfirborðinu.
Rétt er að geta þess líka, að
jarðskjálftar eru tíðir í Mexikó
og byggt i samræmi við það,
auk þess sem taka verður tillit
til þess að borgin stendur á leir.
— Er ekki arkitektúr í Mexi-
kó ólíkur okkar byggingarlist,
sem mest er komin frá Norður-
löndum?
— Jú, Mexikanar eru djarfari
og virðast leggja meira upp úr
forminu, eru ekkert hræddir
við að hafa það margbreytilegt.
Þeir eru líka litaglaðir og mikið
fyrir skreytingar utan á húsun-
um, einkum á opinberum bygg-
ingum. Þeir geta líka leyft sér
meirá vegna þess að veðráttan
er svo hagstæð. Þar er mikið
um mosaikmyndir, freskur og
lágmyndir. Sjálfur hefi ég mik-
inn áhuga á slíku og það gladdi
mig að sjá þessa fallegu mosaik-
mynd, sem komin er á Tollstöð-
ina.
— Hvað finnst þér að við
þurfum helzt að bæta hér við
byggingar?
— Mér sýnist, að við ættum
að samræma húsin og umhverf-
ið. Að betur þurfi að taka tillit
til nágrannanna, umhverfisins,
garðanna, lýsingar o.s.frv.
Meira samræmi mætti vera
milli skipulags og bygginga,
garða og húsa og svo milli
hverfa.
— Að lokum, Vifill, fæst þú
ekki við myndlist eins og for-
eldrar þínir, málar eða gerir
höggmyndir?
— Nei, ég kann bara að draga
línu með reglustiku — E.Pá.
Útsala Útsala
Okkar árlega útsala hefst á morgun.
MikiÓ úrval af kvenskóm einnig kuldaskór.
Otrúlega lágt veró.
Skósel,
Laugaveg 60.
OKKAR LANDSFRÆGA JANUAR-
ÚTSALA
HEFST MANUDAGINN
14. JANUAR
OG NÚ HOLDUM VHD HANA Á
2 STÖÐUM
Á LAUGAVEGI 37 OG 89
FÖT FRÁ KR. 5900 —
PEYSUR FRÁ KR. 690.—
RÚSSKIIMNSJAKKAR FRÁ KR. 5900.—
STAKIR JAKKAR FRÁ KR. 3500.—
SKYRTUR FRÁ KR. 560.—AMERÍSKAR
KULDAÚLPUR FRÁ KR. 2950.—
ALULLARTEPPI 2mx1,50m FYRIR AÐEINS KR. 990.-
STÓRKOSTLEG PLÖTUÚTSALA
MIKÍB AF NÝJUSTU PLÖTUNUM
HJjómdeild
Laugavegi 89.'