Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 4
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. .IANÚAR 1974 ÍMjl Ití t.A I.IU.X \ Æ'AIAIt; 22-0-22- RAUDARÁRSTIG 31 x; BILALEIGA CAR RENTAL TS 21190 21188 tel 14444 • 25555 VI pHverfisgölu 1 81 SENDUM 0 86060 J (c* BÍLALEIGAN 51EYSIR CARRENTAL '«‘24460 í HVERJUM BÍL niOMŒCEn ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI SKILTI A GRAFREITI OG KROSSA Flosprent s.f. Nýlendugötu 1 4, sími 1 6480. SAFNAST ÞEGAR SAMAN ^ SAMVINNUBANKINN InnlánMiiðNkipti lcið til Ián«viðskipta BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS lÉk margfoldar markað yðar Hvað um útsýnið? - Hvernig er framrúðan? A helgumstaðstandaþessiorð: „Ef auga þitt er heilt mun allur líkami þinn vera í birtu. Sé auga þitt sjúkt, þá mun allur líkami þinn vera í myrkri. Augaðer lampi líkamans." En við getum byrgt fyrir sýn. Lokað gluggum, unz ekki eru eftir annað en kýraugu. Horft á heiminn gegnum litað gler blekkinganna eða spégler ósk- hyggju og ósanninda. Þá fer fljótlega verr en skyldi. Öðar en varir stefnt út í hættur og fram af hengiflugi. Hvernig horfir þú á heiminn? Hvað viltu sjá? Hvað sérðu? Njóta augun sín? A framrúðu bifreiðar þinnar er þurrkan. Sé : glerið óhreint verður útsýnið óskýrt og grámóskulegt. Þú býður hættunni heim. En þá er auðvitað hægt aðýta á takka. Þurrkan fer af stað og fágar rúðuna. Og sé hún þess ekki umkomin, er ýtt á annan takka og hreint vatn streymir um rúðuna. Og innan stundar er hún hrein og tær. Nú ertu ekki lengur i hættu. Og um vitund þína streymir gleðigeisli öryggis og ánægju. Þú leggur af stað. Þetta er líkt og að þurrka af gleraugunum sínum. Umhverfið breytir um svip. Og inn í hugans hyl leggur æðri birtu. Ösköp er þetta hversdagslegt, hugsar einhver, sem les. En hversdagslegir hlutir eru oft myndir hins mikla og heilaga úr heimi spekinnar. Og þessir hlutir minna á, hvort þessi tæki séu í lagi í hugar- heimi og hjartafylgsnum. Þar eru þau ennþá mikilsverðari. Svo mikilsverð, að vafamál yrði, hvort önnur tæki, til dæmis í bílnum, væru til án þeirra eða hugsað um að nota þau. Það er svo auðvelt tómlátum, lötum og kærulausum að láta rykið sitja óáreitt á framrúðum bifreíðar. En hvað gæti af þvi jarðar smáu er blað, sem margt er skrifað á um þig.'“ Svona er allt, ef það er séð glöggt og í réttu ljósi. Annað ljóð segir með jafnmiklum sanni: „Þóttkóngar fylgdust-allir að með auð og veldi háu.' þeir megnuðu ei hið minnsta leitt? Slys, tap, örkuml, harmar, dauði. En það er Iíka auðvelt að láta sína eigin sálarsjón byrgða, rykfallna, gretta og gráa — greina ekki sólskin né unað dagsins, loka sig inni í sinni eigin „ég“-gaddavirsgirðingu, þar sem þú situr við símann á skrifstofunni, innan við búðar- borðið, gangandi á götunni, sitjandi í strætisvagni eða krjúpandi við kirkjuskör safnaðar þins. I ijómandi fallegu Ijóði eru þessi orð: „Guð, allur heimur, eins i lágu og háu er opin bók um þig, er fræðir mig, já, hvert eitt blað á blómi blað að mynda á blómi smáu." Svona liggur dýrð lífsins fyrir opnum augum, þar sem hversdagsblindan sér ekki neitt og tótum treður fegurðina. Mér var sagt um daginn af efna- verkfræðingi ungum, sem kom heim um jólin. Hann hafði sagt: „Þið ættuð bara að sjá einn vatnsdropa stækkaðan tíu þúsund sinnum. Það er heill heimur," bætti hann við, „fullur af lifi, baráttu, sigrum og ósigrum, undrum og ráð- gátum." Svona er að sjá — sjá glöggt opnum augum, gegnum skærar rúður vísindanna einn einasta vatnsdropa. Og hvað er hér stórt og hvað er smátt? „1 hverju strái er himingróður. i hverju dropa reginsjór." En hvar sem við göngum og hvert sem við stefnum, ætti að hafa augun opin, byrgja ei sólarsjón. Þá verður líf hvers dags auðugra, slysum fækkar, sælan og þroskinn eiga þá greiðari aðgang að fjárhirzlum sálar. Myrkrið í vitundinni verður ljós. Og þótt mikið sé og margar furður við veginn, ef virt eru fyrir sér blóm og vötn, lönd og höf, þá eru samt undur mann- lífsins meiri. Þar er sannarlega margt að sjá út um gluggann, ef hrein er rúðan. En hversu oft skortir þar útsýni, framsýni, víðsýni og bjartsýni? Einkum eru það leiðtogar lýðsins, sem þurfa að þurrka af rúðunni sinni. Þeir, sem vísa öðrum veg, þurfa að vanda útsýnið. Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryf ju. Stundum fer ekki mikið fyrir víðsýni og framsýni forystu- manna á Vesturlöndum — og víðar. Þar er olíukreppan skýrasta dæmið. Öll bíladellan i stór- borgunum er líkt og sorinn á framrúðum fallegrar bifreiðar. Glapin sálarsjón leiðir fljót- lega til falls og mengunar. Hafið því framrúðuna hreina, svo að Ijós sálarinnar, sjón hugans megni að njóta sín. „Ef Ijósið í þér er byrgt — er myrkur — hve mikið verður þá myrkrið?" Ný kenning á ferðinni Björgvin Ilólm kerfisfræð- ingur, sem m.a. er kunnur íþróttamaður, kom á dögunum með einkennilega hellu, sem hann kvaðst hafa fundið. Var því líkast sem hún væri öll rúnum rist, en öllu fremur virtust þær rúnir þó náttúru- smið en mannaverk. En ástæð- an til þess að Björgvin kom með helluna er sú, að í sumar birtist í Lesbók grein eftir Árna Öla um Flókastein á Hvaleyri. Jónas Hallgrimsson skáld rannsakaði á sínum tíma rúnirnar á Flókasteini og taldi að þar væri að fínna nöfnin á skipshöfn Hrafna-Flóka. Björgvin Hólm hefur nú Ieyst rúnirnar á sinn hátt. Meðal annars benda þær á ákveðið fjal-1 á íslandi, segir Björgvin. Eftir leiðbeiningum þeim, sem fram koma á steininum, hélt Björgvin til fjallsins og fann þar helluna. Undanfarin 15 ár hefur hann unnið aðrannsókn- um á táknmáli mannsins og þess vegna rannsakaði hann Flókastein. Að svo stöddu vildi hann ekki segja neitt frekar um þetta, en kvaðst mundu birta niðurstöður sínar seinna. Hellan, sem Flókasteinn vísaði Björgvin á. Bak jólum ORÐ I EYRA Þá er nú árið liðið í Al-Dana skaut og rúmlega það, einsog kéllingin sagði, og sjálft þjóð- hátíðarárið runnið upp með pomp og þó aðallega pragt, hvað sem hvur seigir, einsog Indriðigje veit manna bezt. Skagamenn byrjuðu árið með mestum menníngarbrag. Seigir sagan, að þeir hafi kveikt svona tíusínnum fleiri ekla en þeir bræður Þormóður og Ketill Brésnef fyrir margt laungu, og var það nú líka annaðhvort. Heldur hefði það nú verið klén frammistaða, — þó olíuskortur- inn, sem nú er fyrirhugaður, sé'tekinn með í reiknínginn —, ef þeir hefðu ekki sleigið sæhröktum íruin og laungu dauðum i þokkabót við sem brennuvargar. Hitt er afturá- móti mikið spursmál, hvort þeir bræður hafa haft á að skipa jafnmiklum bílakosti til að rún- ta á milli brennanna og afkom- endur þeirra á tímum hvuð- bergs eymingjans og steinars skálds sigurjónssonar. Þá létu stútendar ekki sitt eftir liggja um áramót framar venju, þó skutilsveínum lægju verk öll hendi firr. Tókst þeim á skammri stundu að breyta íþróttamusteri Reykjavíkínga í tröllaukna fensali, þar sem spýjur þustu upp kverkar manna yfir kvikt og dautt og á gólf niður. Varð ýmsum á að spurja, fyrir hverra fjármuni stútendar keyptu mjöðinn, því þeir hafa jafnan brugðist i gervi bónbjargálýðs ár hvert, þá Alþíng hefur sneitt fjárlaga- kökuna á jóladiska svokallaðra landsmanna. Enn má géta þess, að lands- feður hófu þjóðhátíðarárið með því árvissa sjálfshóli, sem tröll- ríður slíkum í þann mund, sem álfaþjóð í brúðardansinn býður. — Að vísu hefur einginn boðið Ölavíu litlu í brúðardans- inn enn, svo vitað sé, enda vafa- samt, að slík álfaþjóð fyrirfinn- ist á gervallri krínglu heimsins, að hún treystist til slíkra svipt- ínga. En þegar allt kemur til alls má þjóðhátiðarnemd vel við una: Því sirkusinn hefur opnað og firverkeríið er byrjað, þó menningarvitarnir Flosi og ólafurjónsson séu ennsem- komiðer svolítið rotinpúrulegir á nýja árinu. D m d 0 0 é Frá Tafl- og bridgektúbbn- um. Aðalsveitakeppni félagsins sl. fimmtudag. Spilað er í tveimur flokkum, meistara- og fyrsta flokki og eru 10 sveitir í hvorum flokki. Úrslití meistaraflokki: Þórarins vann Rafns 16—4 Þórhálls vann Gests 20—0 Guðlaugs vann Jóns B. 12—8 Tryggvaog Kristínar gerðu jafntefli 10—10 Sigríðar og Vernharðs gerðu jafntefli 10—10 Fyrsti flokkur: Þorsteins vann Erlu 15—5 Birgis vann Guðmundíu 20—0 Sigurjóns vann Gísla 19—1 Guðmundar vann Hannesar 20—:0 * Kristínar Öl. vann Guðm. G. 20—0 Á fimmtudaginn kemur verður gert hlé á sveitakeppn- inni og spilað í bikarkeppni BSÍ. Öllum er þar heimil þátt- taka og eru upplýsingar veittar í síma 24856. Frá Bridgefél. Ásunum, Kópavogi. Jólahraðsveitakeppni félags- ins fór fram mánudaginn 19. des. sl. og tóku 9 sveitir þátt i keppninni. Sigurvegari varð sveit Sverris Armannssonar. Aðrir spilarar í sveitinni voru Hermann Lárusson, Ármann Lárusson og Lárus Hermanns- son. 7. umferð sveitakeppni félagsins var spiluð mánudag- inn 7. jan. Úrslit urðu þessi: Sv. Jóns Andréssonar vann Þorsteins Jónssonar 20:0 Sv. Lárusar Hermannss. vann Hrólfs Hjaltasonar 20:0 Sv. Vilhjálms Þórssonar vann Kristjáns Jónssonar 20:0 Sv. Eyjólfs Ólafssonar vann Guðmundar Asmundss. 20:0 Sv. Einars Hafliðasonar vann Baldurs Bjartmannss. 20:0 Röðefstu sveita er nú þessi: 1. sveitJóns 123stig 2. s'veit Lárusar 97 stig 3. sveit Þorsteins 93 S(jg Á morgun verður spilað um þátttökurétt í íslandsmót'i í tví- menningi • A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.