Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1974 Plötur og flytiendur ársins 1973 Bretland: Þetta er listi brezka blaðsins Melody Maker yfir plötur og flytjendur ársins 1973 þar í landi. Listinn er byggður á stigafjölda fyrir tíðni og lengd dvalartíma á vikulegum vin- sældalistum blaðsins yfir árið. PLÖTUR ÁRSINS (LITLAR). 1. Tie a Yellow Ribbon- Dawn. 2. Welcome Home — Peters and Lee 3. Yesterday Once More — Carpenters. 4. And I Love you So — Perry Como 5. Spanish Eyes — A1 Martino 6. See My baby Jive — Wizzard 7. Blockbuster — Sweet 8. Eye Level — Simon Park Orchestra 9. For the Good Times — Perry Como 10. Rubber Bullets — locc. FLYTJENDUR ÁRSINS: 1. David Bowie 2. Gary Glitter 3. Slade Pal Brothers — vinsælasta platan á tslandi 4. Wizzard 5. Sweet 6. Dawn 7. Donny Osmond 8. Perry Como 9. Elton John. 10. Wings ÍSLAND: Samkvæmt útreikningum Arnar Petersen umsjónar- manns þáttarins 10 Á TOPPNUM lítur islenzki vin- sældarlistinn þannig lít: 1—2 Candy Girl ...Pal Brothers (Magnús og'Jóhann) 1—2 Saturday Night ...............Bay City Rollers 3. Give Me Love ..................George Harrison 4—5. LetMeln ...........................Osmonds 4—5. My Friend Stan........................Slade 6—7—8. Going Home ......................Osmonds 6—7—8. YoungLove .......................Osmonds 6—7—8. Free Elictric Band........Albert Hammond 9. Jenny Jenny Dreams Are Ten a Penny ...Kincade 10. Daydream........................David Cassidy 52 Stig 52 stig 50 stig 45 stig 45 stig 44 stig 44 stig 44 stig 41 stig 40 stig David Bowie efstur í Bretlandi. Flytjendur: 1. Osmonds ..........96stig 2. Slade ............80 stig 3. David Cassidy.....76 stig 4. Carpenters ...:...62 stig 5. Donny Osmonds ....56 stig 6. Magnús og Jóhann..52 stig 7. David Bowie ......52 stig 8. Bay City Rollers..52 stig 9. Kincade...........51 stig 10. Nazareth ........49 stig Þess ber að geta, að þátturinn 10 Á TOPPNUM hóf ekki göngu sína fyrr en í mai á sl. ári ög breytir það að sjálfsögðu nokkru. Stigin voru gefin þann- ig, að 10 stig voru gefin fyrir lag nr. 1 og svo stiglækkandi niður í 1 stig í 10. sæti. Hljómar aftur til U.S.A. Hljómar eru nú aftur á förum til Bandaríkjanna til að ganga frá gerð L.P. plötu sinnar. Auk þess munu þeir ganga frá gerð lítillar plötu, sem væntanleg verður á markað um mánaðamótin jan,- febr. Á þessari plötu verða tvö lög, Slamad Djalan Mas eftir Rún- ar Júlíusson og Let It Flow eftir Gunnar Þórðarson. Eru bæði þessi lög af L.P. plötunni, en hún mun væntanleg á markaðinn um mánuði á eftir þeirri litlu. Ennfremur mun Rúnar Júlíus- son hljóðrita tveggja laga sólóplötu með lögum og textum eftir sjálfan sig, sem væntanleg er á markað í febrúar eða marz. Einn af lesendum Slagsíð- unnar, Guðni Andrésson, hafði samband við okkur og vakti at- hygli á því ósamræmi, sem virt- ist vera í verðlagningu á hljóm- plötum í hljómplötuverzlunum Reykjavíkur, þ.e.a.s. að hægt er að selja sömu plötuna á mis- munandi verði eftir því, hvaða verzlun á í hlut. Raunar höfðu Slagsiðumenn haft ávæning af þessu áður. En eftir ábendingu Guðna gerði síðan skyndikönn- un á þessum efnum. Teknar voru af handahófi fimm plötur og spurzt fyrir um verð þeirra í fimm hljómplötuverzlunum. Af þessum plötum var ein íslenzk og kom i Ijós, að hún var alls staðar seld á sama verði, eins og kannski var við að bú- ast. En þegar að erlendu plöt- unum kom var greinilegt mjög svo flöktandi verðlag. Þessar plötur voru þrjár LP, og ein lítil plata (Merry Xmas Everybody með Slade). LP plöturnar voru Photograph með Ringo Starr (tiltölulega ný plata), Chicago VI (nokkru eldri) og Bridge over Troubled Water með Simon og Garfunkel (nokkurra ára gömul). Eftir- farandi er listi yfir plöturnar með verði þeirra í nokkruverzl- •unum: Ríó: Allt í gamni ' 790 Ringo: Photograph (LP) 800 Chicago VI 710 Sim./Garf.: Bridge ... 680 Slade: Merry Xmas ... 190 Sums staðar var plata upp- seld, en að ofan er þá verðið eins og það var fyrir. Tvær meginástæður munu vera fyrir þessum verð- mismun. í fyrsta lagi er verð lagning á hljómplötum ekki ■bundin verðlagsákvæðum og er þannig i rauninni frjáls. I öðru lagi kaupa verzlanirnar plötur sínar úr ýmsum áttum, og mun þetta atriði skipta hvað mestu máli. Þannig eru plötur frá Bandaríkjunum yfirleitt dýrari i innkaupi en plötur frá t.d. Bretlandi. En til þess að flýta fyrir afgreiðslu kaupa sumar verzlanir plötur beint frá fram- leiðslulandinu, þótt það hafi í för með sér hærra verð. Þannig er neytendum gefinn kostur á að velja um það að fá plötuna fyrr og þá dýrari eða bíða eftir ódýrari sendingu. Hljóðfæra- verzlun Sigriðar Helgadóttur mun vera verst sett í þessum efnum, því að hún mun að veru- legu leyti flytja inn vörur sínar i gegnum umboðsmann, sem hins vegar fær allar plotur um Hljóðf. húsið 790 870 710 680 195 (* ekki til). Italiu. Hlýzt af þessum króka- leiðum mikill flutningskostnað- ur og þar með hærra verð til neytenda. Verzlunin mun hins vegar hafa i hyggju að lækka álagningu á næstu sendingum sínum, en nokkuð var áberandi hærra verð hjá HSH i skyndi- könnun Slagsíðunnar, eins og sjá má af listanum hér að ofan. Fleiri atriði getur Slagsíðan nefnt í þessu sambandi varð- andi hinar ýmsu verzlanir, en mál þessi virðast öll æði rugl- ingsleg og veitti ekki af að koma einhverju samræmi á hlutina. Ekki verður þó farið frekar út í þessa sálma nú. Slag- siðan ætlar sér að sjálfsögðu ekki þá dul að halda því fram, að þessi skyndikönnun gefi hár- rétta mynd af ástandinu al- mennt. Hún var aðeins „stikk- prufa“, en ætti engu að síður að geta gefið vissar vísbendingar. Slagsíðan þakkar Guðna fyrir ábendinguna og skorar á les- endur sina að hafa samband ef þeim þykir einhvers staðar pottur brotinn. Ein plata - ólíkt verð Sigr. Eálkinn Karnabær Helgad.1 Faco 790 790 790 790 840 790 710 850 * 790 850 790 195 200 „SLAGSÍÐAN” MORGUNBLAÐIÐ PÓSTHÓLF 200 REYKJAVÍK Þórunn í Kópavogi spvr: Hvað geturðu sagt mér um Demis Roussos? Svar: Slagsíðan getur sagt þér sitt af hverju um Demis Roussos, en þetta helzt: Þessi þéttholda Grikki (100 kíló) með sina grófu, stríðþöndu rödd, varð frægur á síðasta ári fyrir lagið „Goodbye my Love, Goodbye". Komst lagstúfur þessi í efsta sæti vinsældalista víða um heim, m.a. hér á landi. Roussos er fæddur 15. júlí 1946, í Alexandríu á Egypta- landi. Hins vegar býr hann í Paris og var áður liðsmaður hljómsveitarinnar Aphrodite’s Child. Nýlega gaf hann út nýja plötu á þýzku, „So wie du bist“, og ef menn vilja, geta þeir reynt að hafa samband við kappann gegnum Þýzkalands- heimilisfangið: Demis Roussos, c/o Philips, 2 Ham- burg 1, Mönckebergstrasse 7, Deutschland. Ásta Öladóttir, Hofteigi 10, Reykjavík, spyr: Hvað geturðu sagt mér um Marc Bolan? . . . og Áslaug Karlsdóttir: Hvar á Marc Bolan heima? ... og tveir Garðhreppingar: Er Marc Bolan giftur, og ef svo er, hvað á hann mörg börn? Svar: Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svar, elskurnar mínar. Enn á ný get- ur Slagsíðan sagt sitt af hverju, en þó ekki um barn- eignir meistara Bolans. Svo mikið er nokkuð víst, að hann er ekki kvæntur og býr á sveitasetri fyrir utan Lundúni á Bretlandi. Að öðru leyti er Marc Bolan það átrúnaðargoð í poppheiminum, sem á sínum tíma nálgaðist mest vinsældir á borð við Bítlana. Bolan stofnaði árið 1968 Tyrannosaurus Rex ásamt Steve Took, en nokkur fími leið þar til vinsældirnar létu sjá sig. Urðu þeir félagar að spila hér og þar á ódýrum stöð- um fyrir slikk eða jafnvel ókeypis. Þá var það, að hinn áhrifamikli plötusnúður John Peel hjá BBC uppgötvaði þá og hjálpaði þeim áleiðis á topp- inn. Upphaflega hafði tónlist þeirra verið órafmögnuð, sér- kennileg hljóðlát lög við goðsagnalega texta Bolans. Siðan kom Micky Finn I stað Tooks, og I næsta albúrni sínu var tónlist Tj'rannosaurus Rex orðin þrumandi rafmagns- músík, en hana hafði Bolan leikið áður í hljómsveitinni John’s Children. Frægðingekk í garð árið 1970, þegar þeir félagar styttu nafnið í T. Rex og gáfu út plötuna „Ride a White Swan”, Var ekki að sökum að spyrja, að algert Bolanæði greip um sig, og hver platan á fætur annarri fór í efstu sæti vinsældalista. Fyrri helmingur ársins 1972 var blómaskeið T. Rex, en plötur þeirra gerðust einhæfari og ómerkilegri, tóm verksmiðju- framleiðsla, og að undanförnu hefur Marc Bolan & Co verið smátt og smátt að falla í gleymsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.