Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 12
12 Daginn sem tók að hlána með rækilegri rigningu eftir desem berfrostin, ók fréttamaður Mbl. í samfelldum pollum suður í Kópavog og staulaðist af Kárs- nesbrautinni niður svellbunk- ana í snarbrattri brékkunni of- an að sjónum, að litlu snotru bárujárnshúsi — dauðhræddur um að ferðin endaði með salí- bunu á svellinu alla leið út á fjörð. Þessar aðstæður eru víst nokkuð ólíkar þeim, sem íbúar þessa húss hafa búið við undan- farin ár í Mexíkó, hinum megin á jarðkringlunni og á svo suð- lægum breiddargráðum að þar er í hæsta lagi mildur blær og sólin skín. — Jafnvel í Mexíkó borg, sem liggur jafnhátt og hæsti tindur íslands, Hvanna- dalshnjúkur. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1974 Vífill og Agústa með dæturnar Brynju og Valdfsi Rœtt við Vífil Magnússon, sem kominn er með fjölskyldu sinni úr hlýjunni í Mexico í skammdegið á Islandi Sjúkrahúsiö var byggt á floti höfuðborgin héti Reykjavík og að til væri eldfjall, sem nefnd- ist ,,Ekla“. Það liðu nokkur ár, þar til ég hitti annan Mexikana jafnfróðan um íslenzka landa- fræði. Þarna hírðumst við skjálfandi um nóttina, því að febrúarmánuður er kaldur í há- fjöllunum. Um morguninn, þegar sólin fór að skína á vegg- inn fyrir ofan okkur, röðuðum við okkur upp og biðum þess að hún iljaði okkur um hársræt- urnar, síðan um herðarnar og loks um allan skrokkinn. Bless- aðar vændiskonurnar, sem lok- aðar voru inni í geymslu fyrir týnda muni, héldu í okkur líf- inu um nóttina með heitu kaffi, sem þær réttu okkur gegnum rimla, sem aðskildi fanga- geymslurnar. Við útlendingarnir vorum sett- irískítverkin'— ogþááégvið raunveruleg skítverk, þvf við vorum látnir þrifa kamrana! Um hádegisbil næsta dag kom gestur í heimsókn til manns, sem var ákærður fyrir morð á konu sinni. Gestur þessi bauðst til að hringja fyrir okkur í ræð- ismann íslendinga, sem kom nokkru síðar og leysti okkur út Morðinginn? Honum var sleppt nokkrum dögum siðar, enda var hann alsaklaus, þvi kona hans hafði framið sjálfsmorð. Við lærðum af reynslunni og hætt- um öllum ævintýraleiðöngrum á þessum slóðum. Verkefnið, sem Vífill valdi til lokaprófs í arkitektúr, var að nokkru tengt áhugasviði, sem hann hafði kynnzt gegnum starf konu sinnar. En Ágústa þjálfaði verðandi mæð- ur í leikfimi og hafði einka- sjúklinga í samvinnu við fæð- ingarlækna. En heilsuvernd fyrir verðandi mæður og ný- fædd börn er mjög áfátt, eink- um meðal fátæku stéttanna í Mexikó. Vifillgerði því tillögur að stöð fyrir mæðra- og ung- barnavernd, þar sem færi fram mæðraleikfimi, uppfræðsla um hreinlæti, takmörkun barn- eigna og fleira og miðaði við, að ein slík stöð yrði til staðar fyrir hverja 100 þúsund íbúa. En um það leyti sem hann vann þetta verk, hafði orðið sú breyting á lögum landsíns, að nú var orðið leyfilegt að reka slíka ráðlegg- ingastöð um takmörkun barn- eigna og einnig að veita þjón- ustu á því sviði. En fólksfjölgun er gífurleg í Mexikó, nemur um 3,5%. Hugmyndin var því þjóð- félagsleg, þó úrlausnin væri að sjálfsögðu á sviði byggingar- listar. Læknar höfðu mikinn áhuga á hugmyndinni. Áður en Vífill lauk prófi hafði hann leyst af hendi 6 mánaða þegnskylduvinnu, eins og tilskilið er, og var þá við eftirlit með byggingu sjúkra- Mexikönsk kirkja. Dæmi um nútfmastfl f arkitektúr Erindið í Kópavoginn er að hafa tal af Vífli Magnússyni arkitekt, sem fór til náms til Mexikó fyrir 12 árum og hefur nú setzt að með Ágústu Sigfús- dóttur, konu sinni, og dætrun- um tveimur í litlu húsi niðri við Fossvoginn skammt frá heimili foreldra hans, Barböru og Magnúsar Árnasonar. Vifill stundaði fyrst spönskunám í Mexikó í eitt ár og eftir það nám í arkitektúr, en vann að því loknu í Mexikó, þar til hann kom heim nú í haust. Fyr- ir 7 árum kom Ágústa út, að loknu námi í sjúkraþjálfun í Svíþjóð, og giftu þau sig þar. — Stúdentaóeirðir töfðu mig við námið í um það bil eitt ár, útskýrði Vífill. Fyrst á árinu 1966, þegar stúdentar mót- mæltu kennslukerfinu og voru þó sérstaklega óánægðir með rektor, sem slapp naumlega frá þeim um undirgöng. Eftir það gekk illa að fá nokkurn til að taka að sér rektorsstöðuna og deildarforsetar urðu allir að segja af sér vegna brottreksturs rektorsins, svo öll kennsla lagð- ist níður. Eftir það var kennslu- kerfinu nokkuð breytt, meira lagað að bandaríska kerfinu. En 1968 urðu aftur óeirðir, og þá frekar af þjóðféiagslegum toga spunnar. Þetta er mjög stór háskóli með mörgum skól- um og deildum. Séu mennta- skólarnir taldir með, eru þar um 100 þúsund nemendur. — Það, hefur ekM verið i sam- bandi við stúdentaóeirðirnar að þú lentir í fangelsi skömmu eft- ir að þú komst út. Hvernig var það? — Nei, nei, það var allt önnur saga. Ég hafði farið á nætur- klúbb með írsk-ameríSkum kunningja mínum í fremur vafasömu hverfi við jaðar borg- arinnar. Þegar við vildum borga reikninginn okkar og fara, komumst við að raun um að þjónninn ætlaði að féflétta okkur. Ut af- þessu spunnust harðar deilur, enda var Irinn- örgeðja. Ég fðr út til þe&s að sækja lögregluþjón, en mætti honum í dyrunum, enda var hann á leiðinni inn til þess að sækja okkur. Ekki fengum við leiðréttingu mála okkar, heldur var okkur stungið í lögreglubíl og ekið snarlega í tu'kthúsið. Þar voru vasar okkar tæmdir og við leiddir inn í fangageymslu undir berum himni. Fangarnir tóku okkur heldur kuldalega í fyrstu, en kunningi minn lék á als oddi og var fljótur að tala þá til, enda var hann vel að sér í spönsku og óhefluðu málfari gistifélaga okkar. Einn pilt- anna sat inni fyrir að hafa piss- að utan í símastaur um hánótt. Þegar hann frétti að ég væri frá íslandi, minntist hann þess að Myndskreyttar súlur úr mesteri Azteca húss í Mexikóborg. En eftir að prófi lauk bauðst honum starf við að sjá um byggingu sjúkra- húss í Cozumel, sem er kóral- eyja austan við Yucatanskag- ann í Karabíska hafinu. Voru þau þar í eitt ár og sá Vifill um að reisa sjúkrahúsið frá grunni. — Þetta. er mjög afskekktur staður, flugsamgöngur strjálar og alltflutttilogfráeynni á 4 fohna bátum, sagði Vífill. Allt byggingarefni þurfti að koma úr landi. Auk þess vorum við i hreinum vandræðum meðýmis- legt efni, svo sem sement. Lítið var um sement á markaðinum og slegizt um hvern poka. Við nrðum að kaupa það á svörtum markaði. Eftir 3 mánuði náði verktakinn sambandi við ríkis- stjórnina og við fengum her- skip til að flytja til okkar 300—400 lestir af byggingar- efni. Því þurfti öllu að upp- skipa á bökum verkamann- anna. Ekki skorti mannafla, enda veitir ekki af. Verkamenn eru ekki afkastamiklír, sem ekki er von f þessum hita, oftast um 40stig. — Hvers konar fólk var þetta? — Hreinræktaðir Mayar. Þeir eru litlir og höfuðstórir og sterklega byggðir. Þeir tala sitt maya-mál, en auk þess spönsku. Verkamennirnir, sem voru hjá okkur, bjuggu í tjörupappahús- um með moldargólfi og sváfu í hengirúmum. Einnig sváfu margir í byggingunni sjálfri. Fólk þarf svo lítið fyrir lffinu að hafa á þessum slóðum. May- arnir hafa ríka þjóðerniskennd og halda sig út af fyrir sig. Þetta er óupplýst fólk og nokk- uð framtakslaust. En þeir eiga enn mjög fallegan handiðnað, útsaum og vefnað, og eru hagir smiðir. — Þetta hafa á sinum tíma verið miklir listamenn og hagir byggjendur, eins og fornu Mayarústirnar sýna? — Já, við höfðum tækifæri til að ferðast mikið um landið. Þar eru alls staðar fornar rústir, og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.