Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974 DAGBÓK ÁRNAÐ HEILLA I dag er áttræSur Bogi Halldórsson frá Leirdal á Akranesi, nú til heimilis að Laugarnesvegi 86, Reykjavík. Sjötugur er á morgun, 14. janúar, Haildór Ásgeirsson frá Svarthamri, nú til heimilis að Langholtsvegi 4, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu í dag, sunnúdag. Þann 29. desember gaf séra Sigurður Kristjánsson saman í hjónaband í kapellunni í Hnífsdal Sigríði Halldórsdóttur og Gunnar Finnsson. Heimili þeirra verður aðGarðavegi 1, Hnífsdai. (Ljósmyndast. isafjarðar). Þann 7. desember voru gefin saman i hjónaband hjá borgar- dómara Doris Salters og Gregory Moore. Heimili þeirra er að Þjórs- árgötu 1. Reykjavík. (Ljósm. Jón K. Sæm ). Þann 9. þ.m. voru gefin saman í hjónaband hjá borgardómaranum í Reykjavik Ragnheiður Ásta Pétursdóttir og Jón Múli Árnason, útvarpsþulir. Á aðfangadag opinberuðu trú- lofun síná Sólveig B. Steingríms- dóttir, Álfheimum 44, Reykjavík, og Anthony Young frá Lundúnum. PEIMIMAVIIMIR Bangladesh Syed Shahid Hossain 5, Shamsur Rahman Road KHULNA Bangladesh. Hann safnar frímerkjum og póstkortum, iðkar íþróttir þ.á m. fótbolta. Hann er 17 ára og vi 11 skrifast á við unglinga á sfnum aldri. Vikuna 4.—10. janúar verð- ur kvöld-, helgar- og nætur- þjónnsta apóteka f Reykjavík f Laugarriésapóteki, en auk þess verðúr Ingólfsapótek opið ut- an venjulegs afgreiðslutíma til kl. 22 alla daga vaktvikunn- ar nemasunnudag. Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og helgidögum, en læknir er til viðtals í göngudeild Landspítalans í síma 21230. Almennar upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu í Reykjavík eru gefnar í símsvara 18888. Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna fer fram í Heilsuvernd- arstöðinni á mánudögum kl. 17.00—18.00. Vaktmaður hjá Kópavogsbæ — bilanasími 41575 (símsvari). LÁRÉTT: 1. stundar 5. grugga 7. þref 9. kom auga á 10. mallar 12. 2 eins 13. lærdómi 14. ofn 15. sálda. LÓÐRÉTT: 1. innheimtir 2. söng- flokka 3. skessunni 4. þverslá 6. refsing 8. fugla 9. sátt 11. prútt 14. mynni. Lausn á síðustu krossgátu: LÁRÉTT: 1. kláfs 6. aum 7. árum 9. ái 10. keppinn 12. KK 13. inna 14. önd 15. vælni. LÓÐRÉTT: 1. kaup 2. lumpinn 3. ám 4. seinar 5. lakkar 8. rek 9. ann 11. indi 14. öl. Viðhorf, tímarit um alþjóðamál Út er komið VIÐHORF, tfmarit um alþjóðamál, sem gefið er út af Samtökum um vestræna sam- vinnu og Varðbergi, félagi ungra áhugamanna um véstræna sam- vinnu. í ritinu eru birtar hringborðs- umræður, sem fram fóru í Was- hington 21. október 1969, en þá voru liðin 20 ár frá stofnun AtlantshafsbandalagsinS og var þess minnzt á fundi A.T.A. sam- takanna í Washington með þeim hætti m.a., að efnt var til umræðufundar fjögurra stjórn- málamanna, sem allir áttu það sameiginlegt að hafa undirritað Atlantshafssáttmálann á sínum tíma sem utanríkisráðherrar landa sinna. Þessir stjórnmála- menn voru Bjarni Benediktsson. Dean Acheson, Halvard Lange og Lester Pearson. Auk þess er í ritinu grein eftir Björn Bjarnason um þróun evrópskra öryggismála, og greín eftir Heimi Ilannesson um viðræður þa‘r, sem áður er frá sagt. Ritstjóri er Magnús Þórðarson. 1 dag er sunnudagurinn 13. janúar, 13. dagur ársins 1974. Eftir lifa 352 dagar. 1. sunnudagur eftir þrettánda. Geisladagur. Ardegisháflæði er kl. 09.51, síðdegisháflæði kl. 22.17. Og þegar hann var orðinn tólf ára gamall, fóru þau upp til Jerúsalem eftir hátíðarsiðunum. Og er þau höfðu verið þar út hátíðisdagana og sneru heimleiðis, varð sveinninn Jesús eftir 1 Jerúsalem, og vissu foreldrar hans það eigi; en af þvf að þau ætl- uðu, að hann væri með samferðafólkinu, fóru þau eina dagleið og leituðu að honum meðal frænda og kunn- ingja. Og er þau fundu hann ekki, sneru þau aftur til Jerúsalem og leituðu hans. Og það var ekki fyrr en eftir þrjá daga, að þau fundu hann f helgidómnum, þar sem hann sat mitt á meðal lærimeistaranna, og gerði hvorttveggja, að hlýða á þá og spyrja þá. En alla, sem heyrðu til hans, furðaði á skilningi hans og andsvörum. Og er þau sáu hann, urðu þau forviða; og móðir hans sagði við hann: Barn, hví gerðirðu okkur þetta? Sjá, faðir þinn og ég leituðum þín harm- þrungin. Og hann sagði við þau: Hvers vegna voruð þið að leita að mér? Vissuð þið ekki, að mér ber að vera í því, sem míns föður er? En þau skildu ekki það, er hann talaði vað þau. Og hann fór heim með þeim, og kom til Nazaret, og var þeim hlýðinn. Og móðir hans geymdi þessi orð í hjarta sínu. Og Jesús þroskaðist að vizku og vexti og náð hjá Guði og mönnum. (Lúkas2. 41—52). 152 skólabörn f Reykjavfk fengu óvænta heimsókn frá lögreglunni á aðfangadag jóla, þegar lögreglumenn afhentu vinninga í jóla- getraun lögreglunnar og Umferðarnefndar. Sfðustu skóladagana fyrir jólaleyfi var dreift getraunaseðlum til allra 7—12 ára skóla- barna í Reykjavík og bárust um 8 þúsund seðlar til baka. Dregið var úr réttum lausnum og voru vinningar 2 reiðhjól og 150 barnabækur. Reiðhjólin hlutu Asta Kolbrún Vilbergsdóttir, Nökkvavogi 7 og Pétur Hólmsteinsson, Hörðalandi 8. Hér veitir Pétur reiðhjólinu viðtöku, en það afhentu þeir Öskar Ólason, yfirlögregluþjónn og Baldvin Ottósson, lögregluvarðstjóri. Meistari Jakob í Leikbrúðulandi í dag kl. 15 verður sýning í Leikbrúðulandi að Fríkirkjuvegi 11. Þar verða sýndir tveir leikþættir um meistara .Jakob — þann gamla, góða mann. Þættirnir eru „Meistari Jakob og þrautirnar þrjár“ og „Meistari Jakob gerist barnfóstra". ' 1 bripge' Sveitirnar frá Finnlandi og Júgóslavíu skipta með sér 201 stigi 1 32 spilum í leiknum í Evrópumótinu 1973 og gera það 6‘A stig að meðaltali í hverju spili. Það segir sig sjálft að spilað hefur verið djarft og fara hér á eftir 2 dæmi um það: Vestur — Austur S 8-6-4-3 H K-D-G T A-K-G-3 L D-3 S- H 8-7-5-3 T 9-8-5-2 L K-G-9-8-5 Hér varð lokasögnin 3 grönd, en spilið varð 4 niður og töpuðuust 400. Vestur — Austur S D-6 S Á-K-G H G-7-6 H A-9-2 T 6-5-2 T K-D-7-3 L G-10-9-7-6 L D-4-3 Hér varð lokasögnin einnig 3 grönd. Suður lét út tígul gosa, sagnhafi (austur) drap með kóngi, lét út lauf, suður varð að drepa með ási, þar sem hann var einspil og nú tók suður tígul ás (!) og lét aftur tígul og þar með var spilið unnið, því nú gat sagn- hafi gert laufið gott og fékk þannig 3 slagi á spaða, 1 á hjarta, 2 á tígul og4 álauf. Dansk Kvindeklub afholder mode tirsdag d. 15. januar kl. 20.30 í Nordens Hus. Kvenfélag og Bræðrafélag Bústaðasóknar halda sameigin- legan spilafund mánudaginn 14. janúar kl. 20.30 i félagsheimili Bústaðakirkju. Kvenfélagið Edda heldur spila- kvöld fyrir félagskonur og gesti þeirra mánudaginn 14. janúar kl. 20.30 að Hverfisgötu 21. Sá nœst- bezti — Presturinn í stól- ræðu: Það, sem falskt er, hefur aldrei leitt neitt gott af sér. Eftir messu kom Guð- mundur gamli að máli við prestinn og sagði: — Þú hafðir nú ekki alveg rétt fyrir þér í ræðunni í dag, prestur minn. Ég er búinn að vera með falskar tennur í yfir fjortíu ár, og þær hafa svo sannarlega gert mér gott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.