Morgunblaðið - 18.01.1974, Side 28

Morgunblaðið - 18.01.1974, Side 28
28 Greifinginn hafði séð um, að veizlukostir voru allir af bezta tagi og veizlan varð hin ágætasta. Mikið var skrafað og hlegið og brandarar flugu á milli dýr- anna. En froskur sat fyrir borðsendanum, hæversk- an uppmáluð, horfði mest niður, en hélt þó uppi kurteislegum samræðum við dýrin, sem sátu sitt hvorum megin við hann. Við og við gaut hann augunum til greifingjans og rottunnar og sá, að þau horfðu hvort á annað með opinn munn af forundran. Hann hafði afar gaman af því. Þegar líða tók á kvöldið fóru sum yngri og gáskameiri dýranna að hvíslast á um, að ekki væri eins gaman og oft áður og stundum var barið í borðið og kallað: „Froskur, ræða!.. . ræða frá froski! Við heimtum söng!... froskur, söng!“ En froskur hristi bara höfuðið og bandaði frá sér með annarri framlöppinni. Hins vegarlagði hann sig mjögílíma við aðota góðgæti að gestum sínum, halda uppi innihaldslausum, en vin- gjarnlegum samræðum, spyrja af mikilli samúð um líðan yngri fjölskyldumeðlima, sem höfðu ekki enn aldur til að taka þátt í samkvæmislífinu og kom því þannig til skila að þetta kvöldverðarboð skyldi hald- ið samkvæmt háttbundnum borgaralegum venjum í alla staði. Hann var vissulega orðin annar froskur. Eftir farsæla lausn þessara innanrikisátaka, tóku dýrin fjögur upp rólegt líferni, undu glöð við sitt og voru laus við allar róstur og innrásir. Þegar froskur hafði ráðfært sig við vini sína, var ákveðið að hann skyldi senda dóttur fangavarðarins gullkeðju og fagurt nisti alsett perlum í þakklætisskyni. Gjöfinni fylgdi bréf, sem jafnvel greifinginn varð að viður- kenna, að væri hógvært í alla staði. Lestarstjóranum var einnig þakkað og honum bætt það ónæði, sem hann hafði orðið fyrir. Og öllum, sem höfðu orðið fyrir skakkaföllum vegna glópsku frosks, var bættur skaðinn á viðeigandi hátt. Á löngum, fögrum sumarkvöldum fóru vinirnir stundum saman í gönguferð um Stóraskóg, sem nú var orðinn þeim hættulaust svæði. Þeir glöddust yfir því, hve vingjarnlega íbúarnir köstuðu á þá kveðju og stundum komu marðamæður með börnin sín í gættina, bentu og sögðu: „Sjáðu, barnið gott, þarna fer froskurinn frækni og þar er vatnsrottan, sú hrausta bardagahetja, sem gengur við hlið hans. Og á eftir þeim fer moldvarpan fræga, sem þú hefur oft heyrt föður þinn segja frá.“ En þegar börnin voru ódæl og enga stjórn var á þeim hafandi, þá gripu þær til þessa ráðs að hóta því, að greifinginn óttalegi mundi koma og taka þau, ef þau létu sér ekki segjast. Þetta var auðvitað ódrengilegt níð um greif- ingjann, því honum þótti frekar vænt um börn, enda þótt hann væri lítið gefinn fyrir félagslíf svona yfirleitt. En varnaðarorðin höfðu alltaf sín áhrif. Sögulok. Jonni ogcTManni Jón Sveinsson Þegar því var lokið, litum við í kringum okkur í þeirri von, að hjálpin væri í nánd. En ekkert var að sjá. Við settumst aftur á þóftuna. Ég fann, að nú tók að draga af Manna. Hann sýndist vera aðfram kominn. Ég þrýsti honum að mér og tók þétt utan um hann. Hann lét aftur augun, hallaði höfðimi að hrjó<ti mér og hreyfði sig ekki meir. Þannig leið löng stund. Það fór hrollur um mig. Hafði bróðir minn fallið í óinegin? Eða var hann sofandi? Eða var liann að deyja? „Almáttugi, góði guð, hjálpaðu okkur. Hjálpaðu okkur“. Þetta sagði ég aftur og aftur. Mér til mikillar gleði hreyfði Manni sig lítið eitt. en opnaði þó ekki augun. Freysteinn Gunnarsson þýddi Aftur og aftur rétti hann upp handleggina og kall- aði brosandi, en náfölur samt: „Jesús, góði Jesús!“ Mér datt strax í hug, að hann væri að dreyma, því að hann var þá vanur að tala upp úr svefninum. Ég gætti þess að vekja hann ekki. En hrátt vaknaði hann samt, neri augun og horfði ringlaður í kringum sig. Það var eins og hann hefði verið langt í burtu og gæti ekki áttað sig. Ég strauk honum mjúklega um vangann og lofaði honum að komast til sjálfs sín. Þá sagði ég við hann: „Manni minn, þú svafst vært. Það hefur gert þér gott“. „Já, Nonni. En það var verst að vakna svona fljótt“. „Því trúi ég, og ég get hugsað mér, af hverju þér finnst það“. „Hvað heldurðu þá, Nonni “ f9unkoífinu — Hinir sináu og hinir stóru. — Hún elskar mig. hún elskar! mig ekki. .. hún elskar....

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.