Morgunblaðið - 28.02.1974, Page 22

Morgunblaðið - 28.02.1974, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUpAGUR 28. FEBRUAR 1974 IÞROTTAFREniB MORGIREABSIIUS Islandssundið byrjar í dag íslandssundið 1974 hefst á morgun. Er þar um að ræða sund- keppni með sama sniði og var á Norrænu sundkeppninni á s.l. ári, og er keppni þessi raunar haldin i framhaldi af þeirri góðu þátttöku, er var í þeirri keppni. Það er Sundsamband íslands, sem gengst fyrir keppninni, og verður framkvæmd hennar hagað á þá leið, að timabilið verður tvískipt. Fyrra tímabilið er frá 1. marz — 30. apríl og seinna tíma- bilið er frá 1. júní — 31. júli. Stendur keppnin þvi yfir í 122 daga. Fimleikahátíð í Danmörku Fimleikasamband íslands hef- ur fengið boð um að senda sýningaflokk á fimleikahátíð í Holstebro í Danmörku dagana 31. maí — 3. júní 1974. Nánari upp- lýsingar eru veittar á skrifstofu FSÍ. (Frétt fráFSÍ) Hver einstaklingur má synda 200 metrana einu sinni á dag í íslandssundinu, eins og var í Norrænu sundkeppninni. Fær hver þátttakandi skirteini með númeri fyrir sitt fyrsta sund og lætur hann síðan skrá númerið í hvert skipti, sem hann syndir, og fær þá viðurkenningarmiða. Til þess að auka áhugann á íslandssundinu verða þátttöku- skírteinin jafnframt happdrættis- miðar og kosta 50 krónur. Verður dregið í lok keppninnar um glæsi- legan vinning, sem er Morris Martina-bifreið. Merki íslandssundsins er teiknað af Erni Harðarsyni, og verða framleiddar þrjár gerðir barmmerkja, úr kopar, silfri og svo trimmmerki. Fyrir kopar- merkið þarf að synda einu sinni, 20 sinnum fyrir silfurmerkið og 50 sinnum fyrir trimmmerkið, sem sent verður i pósti frá skrif- stofu ISÍ. Ætlunin mun vera að efna til keppni milli kaupstaða og héraðs- sambanda í tengslum við íslands- sundið og jafnvel milli félaga innan héraðssambandanna. Að sögn forráðamanna Sundsam- bandsins er þó helzti tilgangurinn með keppninni sá, að hver þátt- takandi keppi við sjálfan sig, og kjörorð sundsins hefur verið valið í samræmi við það: ,,Eitt sund á dag kemur heilsunni í lag.“ r Agúst keppir áEM ÍR-INGARNIR Sigfús Jónsson og Ágúst Ásgeirsson tóku þátt í hinu árlega High Park boð- hlaupi brezkra háskóla, sem fram fór í London um sfðustu helgi. Kepptu þeir í sveit skóla síns, Durham, og áttu góðan þátt í því, að hann varð í 14. sæti, sem þykir mjög góð frammistaða, þar sem keppnis- sveitimar voru á annað hundr- að. — Við erum mjög ánægðir með okkar þátt í þessu hlaupi, sagði Ágúst í viðtali við Morg- unblaðið í gær. Við hlupum báðir sömu vegalengd, 4830 metra, og tími Sigfúsar var 14:27,0 mín. og minn 14:37,0 mín. Hlaupið var á malbikuðum gangstéttum og urðum við að hlaupa hluta leiðarinnar upp í móti, Kunnugir segja okkur, að tími okkar í hlaupinu svari til sama tíma í 5 km hlaupi á braut.þannig að við erum mjög bjartsýnir á að ná góðum ár angri næsta sumar. Sigfús hef ur æft mjög vel í vetur, en æfingarnar hjá mér hafa hins vegar verið stopulli vegna stöð- ugra meiðsla, sem ég hef átt við að stríða. Ákveðið hefur verið, að Ágúst keppi í 1500 metra hlaupi og 3000 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu innan- húss, sem fram fer í Stokk- hólmi dagana 9. og 10. marz n.k. — Ég fékk bréf frá Frjáls íþróttasambandinu, þar sem mér var tjáð, að ég yrði sendur til mótsins, næði ég betri tíma en 4 mínútum á brezka innan- hússmeistaramótinu. Eg hafði ekki ætlað að keppa á því móti og kostaði mikið umstang að fá að vera með. í hlaupinu sjálfu byrjaði ég mjög vel og hljóp fyrstu 800 metrana á 2:05,0 mín. Þegar leið á hlaupið rugl- aðist sá, er telja átti hringina og gaf upp vitlausa tölu. Þetta varð til þess að tími minn í hlaupinu var ekki einsgóður og efni stóðu til, eða 4:01,2 mfn. Ágúst sagði að lokum, að æf- ingaaðstaða í Durham væri mjög góð. Þar væri nú komið vorveður og kynnu hann og Sig- fús því vel að geta æft úti við svogóðar aðstæður. Bjarni Jónsson skorar ámóti Virum. Enn stórleik- urhjáBjarna ÁRHUS KFUM heldur stöðugt þriggja stiga forskoti í dönsku 1. deildar keppninni í handknatt- leik, og virðist sem ekkert geti héðan af komið í veg fyrir sigur liðsins, sem nú er með 26 stig eftir 15 leiki. Helsingör heldur öðru sætinu og er með 23 stig eftir 15 leiki. Arhus KFUM mætti Virum um síðustu helgi og sigraði með 26 mörkum gegn 12. Bjarni Jónsson var bezti maður Arhus-liðsins í þessum leik, einkum í vörninni, en hann stjórnar varnarleik Ár- hus-liðsins. Auk hinsgóða varnar- leiks síns skoraði Bjarni 4 mörk, en markhæsti Ieikmaðurinn i liði hans var Hans Jörgen Tholstrup, sem skoraði 7 mörk. I þriðja sæti í dönsku 1. deildar keppninni er Fredricia KFUM með 20 stig en síðan koma Stadion með 19 stig, HG með 16 stig, Eft- erslægten með 13 stig, Stjernen með 12 stig, AGF með 11 stig, Skovbakken með 10 stig og Virum er á botninum með aðeins2 stig. Borðtennis- mót í kvöld OPIÐ mót unglinga og stúlkna í borðtennis fer fram á vegum borðtennisdeildar KR i Laugar- dalshöllinni i kvöld, 28. febrúar, og hefst kl. 20.00. Þátttakendur i mótinu verðaum 60. ÍBK vann UNDIRBÚNINGUR unglinga- landsliðsins í knattspyrnu sem tekur þátt í lokakeppni lUEFA-bik arkeppni unglinga í Sviþjóð í maí nlc. er nú í fullum gangi og lék liðið sinn fyrsta æfingaleik s.l. sunnudag og var ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur keppt við íslandsmeistara ÍBK. Leikurinn fór fram í Keflavík og var hinn fjörugasti. Unglinga- Iandsliðið lék. undan vindi í fyrri hálfleik og sótti þá mun meira, án þess að skora. Steinar Jóhannsson skoraði hins vegar mark fyrir Keflavík í einum af mjög fáum sóknum liðsins i hálfleiknum. i seinni hálfleik náðu íslands- meistararnir hins vegar betri tök- um á leiknum og skoruðu tviveg- is. Gerðu þeir Steinar og Friðrik Ragnarsson þau mörk. Frammistaða unglingalands- liðsins i þessum leik er hin athygl- isverðasta, ekki sízt vegna þess að í liðið vantaði nokkra af beztu mönnum þess, þá Guðjón Hilm- arsson, úr KR, Hálfdán Örlygsson úr KR, Skagamennina Guðjón Þórðarson oe Árna Sveinsson og Vestmannaeyinginn Viðar Elí- asson. Unglingalandsliðið mun leika æfingaleik um næstu helgi og mætirþá liði FH. Spánn sigraði SPÁNN sigraði Vestur-Þýzkaland f vináttulandsleik í knattsðyrnu, sem fram fór í Barcelona sl. laug- ardag, með einu marki gegn engu. Markið var skorað af Juan Asensi á 19. mínútu, eftir mikil mistök í þýzku vörninni. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks var dæmd víta- spyrna á Spán, og tók hinn frægi markakóngur, Gerd Muller, spyrnuna, en spánski markvörð- urinn Jose Iribar varði spyrnu hans frábærlega vel. Liverpool dregur á Leeds í stigum LEEDS United lenti í erfiðleikum í leik sínum gegn Leicester í 1. deildar keppninni í Englandi í fyrrakvöld, enda vantaði fjöra af aðalmönnum í liðið, þá Harway, Mike Jones, Gordon McQueen og Johnny Giles. Leicester átti mun meira i leiknum, en klaufaskapur varnarleikmanna liðsins varð til þess, að það missti annað stigið. Joe Jordan var kominn inn i víta- teiginn er honum var brugðið klaufalega og ekki var um annað að ræða en vítaspyrnu, þrátt fyrir áköf mótmæli Leicester-manna. Ur vítaspyrnunni skoraði svo Leeds, og tókst að verjast marki allt fram til 77. minútu er Leicest- erskoraði jöfnunarmark sitt. Liverpool — helzti andstæðing- ur Leeds í deildinni — náði hins vegar báðum stigunum í leik sín- um gegn Southampton. Aðeins eitt mark var þó skorað í leiknum og var þar um sjálfsmark að ræða. Liverpool verðskuldaði hins veg- ar sigurinn — var betri aðilinn á vellinum frá upphafi til enda, og átti mörg opin marktækifæri. Útlitið versnar stöðugt hjá Chelsea, sem mjög á óvart er í botnbaráttunni í vetur. í fyrra- kvöld tapaði liðið á útivelli fyrir Ipswich 0—1. Einnig kepptu Cov- entry og Norwich og var þar um STEFÁNSMÓTIÐ fer fram í Skálafelli helgina 2. og 3. marz nk. og er það jafnframt 75 ára afmælismót KR. Fyrirkomulag er að nokkru leyti með nýjum hætti, því að aðeins verður keppt í tveimur aldursflokkum, 12 ára og yngri og 13 ára og eldri. Stefáns- mótið er svigmót og hefst keppni yngra fólksins klukkan 15 á laug- jafna og mjög harða baráttu að ræða, sem lauk með sigri Coven- try 1—0, og virðist nú sem ekkert geti bjargað Norwich frá fallinu í aðra deild. Tveir leikir fóru fram í annarri deild og uðru úrslitþeirra þessi: BristolCity—Millwall 5—2 Luton Town — Swindon 2—0 ardag og í eldri flokki klukkan 13.30 á sunnudag. Rásröð verður eftir hefðbundnu aldursflokka- fyrirkomulagi, þannig að þeir yngri verða ræstir fvrst. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Einars Þorkelssonar, Efstalandi 2, fyrir klukkan 20 n.k. mánudagskvöld. Stefánsmót í skíðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.