Morgunblaðið - 17.05.1974, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.05.1974, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAl 1974 Sigurður og vinir hans Kafli úr sögu frá miðöldum eftir Sigrid Undset „Æ, góð séra Eiríkur . . . verið ekki reiður. Það er maður uppi í seli, sem er að deyja, og þér verðið að fara þangað tafarlaust til að bjarga sálu hans. Hann sendi mig hingað til að biðja yður að koma og veita sér nábjargirnar. Við fórum upp í selið, vegna þess við urðum hræddir þegar við sáum að gölturinn var dauður.“ Séra Eiríkur lokaði bókinni og lagði hana á þrepið við hliðina á Ijósinu. Svo klæddist hann, á meðan Sigurður sagði honum allt af létta. Þegar frásögninni var lokið lagði hann höndina á öxl Sigurðar. „Og fórstu þá einn alla leiðina ofan að um nótt til þess að sækja mig. Já, þótt þér hafi orðið ýmislegt á, þá verður þú ekki sakaður um hugleysi. Reyndar hef ég aldrei efast um hugrekki þitt. En drífðu þig nú úr vosklæðunum og skríddu ofan í rúmið mitt. Þú ert sjálfsagt bæði kaldur og þreyttur. En bíddu við — fyrst verðurðu að fá matarbita. „Æ, séra Eíríkur, mig langar svo að fá að fara með yður uppeftir“. „En.góði minn, þú getur þó varla farið þessa leið í þriðja sinnið á einum sólarhring?" Strákar! Pabbi hans Sigga lét um daginn setja nýja hurð fyrir bflskúrinn. — Hann lét mála eldhúsið. Hann lét setja teppi á stofuna og veggfóður f herbergið mitt. — Og það, sem var merkilegast við þetta, var, að hann notaði aldrei nema aðra höndina við þetta allt. — Og hvernig fór hann að því? •uuis uueuijs Bjeq ipcjou uunn ruiusnKi „Jú, ég get það, séra Eiríkur. Ég er ekkert þreyttur lengur. Ég veit, að ég get hvort eð er ekki sofnað, fyrr en ég veit, hvernið Helga og ívari hefur reitt af. Og ókunna manninum auðvitað líka“. „Jæja“. Séra Eiríkur horfði hugsandi á hann. „Nú, þú færir nú á hestbaki þetta skiptið. Og ef til vill get ég notað þig sem meðhjálpara. Þú gætir riðið Silfurfaxa. Hann er þægilegur og rólegur hestur". „Æ, já, séra Eiríkur, ég gæt það áreiðanlega". Hann fór í þurru sokkana ogskóna, sem séra Eiríkur rétti honum. Inga gamla, ráðskona prestsins setti stóra skál af mjólk fyrir framan hann, en hún hristi höfuðið um leið og virtist ekki blíð á manninn. Sigurður þambaði mjólkina og borðaði þykkan brauðhleif og kjötbita með, á meðan Séra Eiríkur og Inga gengu frá hnakktöskunum. Svo gaf presturinn honum bendingu. „Komdu með mér út í kirkju". Og Inga rétti honum tendrað ljósker. Það var heldur óhugnanlegt að sjá ljósið flökta um legsteinana, en Sigurður var ekkert hræddur að fara um kirkjugarðinn, þegar hann var f fylgd séra Eiríks. Presturinn lauk upp þungum kirkjudyrunum. Fóta- tak þeirra hljómaði um hvelfinguna, þegar þeir gengu upp að altarinu. Lyktin af reykelsi og kertaljósum fylltu Sigurð hátíðakennd. Séra Eiríkur kveikti á stóru kerti og rétti Sigurði það ásamt meðhjálparabjöllu úr silfri. Síðan opnaði hann helgidóminn. Sigurður hafði aldrei komizt svona nálægt því allra-helgasta. Hann hneigði höfuðið djúpt í andakt og hringdi litlu bjöllunni á meðan séra Eíríkur stakk hvítu leðurskjóðunni, sem innihélt líkama Krists, inn á brjóst sér. Sigurður kraup á kné og ákvað með sjálfum sér að frá þessari nóttu skyldi hann leggja allt kapp á að vera góður, eða að minnsta kosti betri en fyrr og hætta að segja svona mikið ósatt. Séra Eiríkur gaf honum merki um að standa á fætur og ganga fyrir framan hann með ljósið og silfurbjöll- una. Úti fyrir biðu Inga og Haraldur, vinnumaðurinn, með hestana. Þau krupu fyrir hinu heilaga sakra- menti, sem presturinn bar á brjóstinu, en Sigurður sté á bak Silfurfaxa og séra Eiríkur á rauðbrúnan fjör- hest. Inga rétti Sigurði skikkju með hettu og áminnti hann um að vefja henni vel um sig. Hún kom sér vel, því honum var ennþá kalt, enda þótt hannværi kominn í þurrt á fæturna. Síðan hljóp Inga á undan og opnaði hliðið. „Munið að senda boð til Draumþorps strax“, sagði presturinn. £Nonni ogcTVIanni Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi En allt fór á sömu leið. Klárinn lét okkur berja sig alveg eins og við vildum, en ekki datt lionum í hug að rísa upp. Það var eins og liann vissi ekki af allri barsmíðinni. „Ég beld, að liann finni ekkert til, þegar við berjum hann“, sagði ég. ..Heldurðu ekki?“ „Nci, ég held, að bann finni það ekki. Við getum ekki slegið nógu iast í, á meðan við sitjum á baki“. ..Hvað eigum við þá að gera, Nonni?“ „Eg lield, að það sé bezt, að ég fari af baki. Og svo fer ég aftur fyrir bann, og þá skaltu sjá, livernig fer“. Og þetta gerði ég. Ég fór af baki, fékk Manna tauminn og gekk aftur fyrir klárinn. „Svipuna'1 mína liafði ég reidda í hendinni. „Varaðu þig nú, Manni“, sagði ég. „Dettu nú ekki af baki, þegar liann stekkur á fætur. Nú byrja ég. Heldurðu vel í snærið?“ ..Já, þér er óbætt að byrja“. Ég sá, að klárnum var ekki um þetta. Hann leit til Iiliðar og gaf mér hornauga. Ég gekk nií fáein skref frá honum, reiddi upp keyrið báðum höndum, stökk að hestinum og kallaði og grenj- aði eins hátt og ég gat. Tryggur bjálpaði til og gelti ákaflega. Klárinn sperrti upp eyrun. „Varaðu þig, Manni“, kallaði ég ennþá einu sinni. Og nú lét ég böggin dynja á klárnum af öllu afli. Þetta lireif. En margt fer verr en ætlað er. Klárinn, þessi spektarskepna, rauk nú upp eins og byssubrenndur, prjónaði upp og stóð næstum því upp á endann á afturfótunum. Manni rann niður hrygginn og alla leið aftur að tagli. Hann rak upp hljóð og kallaði: „Nonni, lijálpaðu mér! Ég dett!“ ..Slepptu ekki snærinu. Haltu þér fast í snærið!“ Honum tókst að vefja því um höndina, annars liefði hann dottið aftur af hestinum. Hann liékk aftur á lend. fTlcÖThoiQunkckffinu — Éfe þori ad veðja, að þú get- ur ekki upp á, f hvað ég lét hafa mig f dag... — Hann hefur klippt mig sfðan ég var þriggja ára... — Geturðu ekki fundið þér annað tré??? — Ég er með höfuðverk. ..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.