Morgunblaðið - 14.06.1974, Side 32

Morgunblaðið - 14.06.1974, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. JUNI 1974 Sjö sögur af Villa eftir Rudolf 0. Wiemer „Fyrir að skjóta hann?“ „Hver sagði það? Ég sótti lækni til hans. Og ég sótti lyf handa honum. Og ég tók til í svefnherberg- inu hans.“ „Á Valdemar enga konu?“ „Konan hans fór á markaðinn“. Hans hugsar sig svolítið um. Svo segir hann: „Nú skil ég. Valdemar var veikur þegar þú komst. Ég var farinn að halda að þú hefðir sýnt honum í tvo heimana“. „Þegiðu“, þrumar Villi. „Heldurðu, að ég nenni að hlusta á þig“. Hann fær sér annan sopa úr flöskunni Og síðan enn einn. „Það er ekkert englavatn, sem þessir lögregluþjón- ar eiga. Maður ætti líklega að leggja leið sína oftar til hans Valemars". Villi fær sér nokkra sopa í viðbót. „Skál Hans“, segir hann og ranghvolfir augunum. „Á ég að syngja ræningjasöng fyrir þig?“. „Já, en ekki hátt, því þá vaknar mamma“. „Ég get ekki sungið lágt. Ræningjar syngja alltaf mjög hátt“. Villi setur tappann í snafsflöskuna. „Svona, nú er ég búinn að fá nóg“. Hann gengur yfir borðið valtur á fótunum. Til allrar hamingju getur hann horfi inn í myndabókina því annars hefði hann dottið ofan af borðinu. Sjöttasagan. „Nú ætla ég að gera nokkuð, sem er enn verra“, Lausn á eldspvtnaþraiitinni si’in var í hladinu í g;er segir Villi, þegar hann er búinn að sofa úr sér vímuna. . „Eitthvað, sem er enn verra en að drepa mann?“ „Já“. „Ætlarðu þá að drepa tvo menn?“. „Nei. Gerast kirkjuræningi“. „Það máttu alls ekki. Þá verður Guð reiður“. „Heldurðu að hann sjái það?“ „Guð sér allt“. „Líka þótt dimmt sé í kirkjunni?“. „Hann sér sérstaklega vel í myrkri“. „Það hefur hann lært af okkur ræningjunum", segir Villi. „En ég ætla samt að stela kertastjaka úr silfri“. „Ekki kæri ég mig um kertastjaka“, segir Hans. „Færðu mér heldur epli af trénu þarna úti“. „Iss, epli! Mér dettur það ekki í hug“. Skeggið á Villa er úfið og rís í allar áttir. Hann danglar I bakið á Hans og lætur klingja I stígvélasporunum um leið og hann stígur yfir þröskuldinn. 0 Kirkjudyrnar standa opnar. Villi kinkar kolli ánægður á svip. Hann hugsar með sér, að það sé til að gera ræningjum auðveldari fyrir. En þegar hann andar að sér svölu og dálítið saggafullu kirkjuloft- inu, langar hann mest til að snúa við. Það er langt síðan hann hefur gengið inn I kirkju. Síðast kom hann til kirkju í fylgd móður sinnar. Nú er langt síðan hún dó. Villi vill ekki hugsa um það nú. „Gott kvöld, Villi ræningi“, er hvíslað I myrkrinu. Villi verður skelkaður, því hann getur ekki komið auga á neinn. „Hver ert þú? Hvað viltu mér?“. „Ég er kirkjumúsin", er sagt mjóróma röddu. „Ég er einmitt að snæða kvöldverðinn minn“. „Jæja“, segir Villi og skammast sín fyrir að hafa orðið hræddur við mús. „Og hvað ertu að borða?“. „Ég er að naga gat á klukkustrenginn“. „Hefurðu ekkert annað ætilegt?“. „Jú, jú. Ég á líka hnetukjarna. Og dúsk af dúknum inni I skrúðhúsinu“. „Verði þér að góðu“, segir Villi. „Þakka þér fyrir. Leyfist mér að spyrja, hvað þú ætlar að halda andakt hér lengi?“. „Ég held enga andakt. Ég ætla að ræna úr kirkj- unni“. £Nonni ogcTVfanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi „Það voru engir menn með okkur“, svaraði ég nú og brýndi röddina. Og Manni bætti við: „Við erum aleinir“. „Eruð þið aleinir“, sagði Haraldur seinlega, eins og hann tryði okkur ekki. Um leið leit hann hvasst á okkur. „Ætlið þið að telja mér trú um það, að þið hafið farið svona langt að heiman aleinir?“ Við skildum ekkert í því, að Haraldur skyldi ekki trúa okkur. „Hvernig gátuð þið ratað hingað?“ spurði hann. „Hesturinn fældist með okkur“, svaraði ég. „Þið riðuð þó í hægðum ykkar, þegar þið komuð. Ég sá lengi til ykkar“. „Já, það var neðar í fjallinu. Þar urðum við að flýja undan nautinu. Hesturinn var orðinn spakur og hægur aftur“. Nú varð Haraldur allt í einu mýkri á manninn. „Hafið þið verið í allan dag héma uppi á fjalli?“ spurði hann. „Já, síðan fyrir dag í morgun“. Og nú sögðum við honum upp alla söguna. Haraldur hlustaði á hana með athygli, og þegar henni var lokið, sagði hann: „Þetta er alveg eins og skáldsaga. Þið eruð laglegir snáðar. Hefði ég vitað þetta, þá hefði ég ekki skotið. Ég hélt, að það væru fullorðnir með ykkur. Annars miðaði ég nú ekki á ykkur, heldur á stóra steininn þarna. En þið hljótið að vera orðnir svangir“. .,Já, það erum við, og Tryggur líka“, svaraði Manni. „Því gæti ég trúað“, svaraði Haraldur vingjarnlega. ..Komið þið nú með mér. Ég hef nógan mat handa ykkur báðum og hundinum“. ..En livar áttu heima?“ spurði Manni. ..Hvar á ég heima? Nú sem stendur á ég heima í helli hérna uppi í fjallinu“. maÖtnorgunkcifíínu — Maður veit þó altént hverjir eru vinir f raun... — Og 10 þús kfönurnar eru fyrir Alfreð, — bifvéla- virkjann sem þér keyrðuð niður þegar þér komuð með bfiinn..... — Fffl. . . þú átt að byggja það utan frá ... — Afsakið, en ég gleymdi að kyssa brúðurina...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.