Morgunblaðið - 14.06.1974, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 14.06.1974, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JUNÍ 1974 Agætur tugþrautarárangur þrátt fyrir óhagstæð skilyrði ÞAÐ blés ekki byrlega fyrir tug- þrautarmennina seinni dag Is- landsmeistaramótsins f tugþraut, sem fram fór á Laugardals- vellinum f fyrrakvöld. Slæmt hafði veðrið verið fyrri daginn, en var þó enn verra seinni daginn, ausandi rigning og kalsa gola. Þrátt fyrir þessar slæmu að- stæður náðu keppendurnir fjórir allir ágætum árangri, og þrfr þeirra stórbættu sinn fyrri árang- ur í þrautinni, einn þeirra um rúmlega 800 stig. Stefán Hallgrfmsson, KR, varð íslandsmeistari. Hann hlaut 7028 stig, tæplega 100 stigum minna en hann náði í fyrra við hagstæð skilyrði f keppni erlendis. Þessi árangur Stefáns bendir til þess, að hann eigi að vera nokkuð öruggur með að slá íslandsmet Valbjörns Þorlákssonar í sumar, en það er 7354 stig, og með góðri keppni ætti Stefán að geta náð allt að 7500 stigum. Það afrek Stefáns í þrautinni, sem mesta athygli vakti, var stangarstökkið, en þar stökk hann 4,10 metra — sjötta bezta afrek Islendings í þeirri grein frá upp- hafi. Árangur Stefáns i öðrum greinum seinni daginn voru: 110 metra grindahlaup 15,5 sek., kringlukast 35,58 metrar, spjót- kast 48,30 metrar og 4:43,8 f 1500 metra hlaupi. Á Stefán til muna betri árangur í þessum greinum, sérstaklega þó í spjótkastinu, en nær ómögulegt var að kasta spjóti á Laugardalsvellinum í fyrra- kvöld. Karl West Fredriksen, UBK, bætti fyrri árangur sinn í þraut- inni um tæp 100 stig og sýnir það einnig, hvers má vænta af honum í sumar. Karl hljóp 110 metra grindahlaup á 16,6 sek., kastaði kringlu 34,20 metra, stökk 4,00 metra í stangarstökki, kastaði spjóti 35,88 metra og hljóp 1500 metra á 5:18,2 mfn. Hafsteinn Jóhannesson, UBK, bætti einnig sinn fyrri árangur verulega og hlaut 6062 stig. Hann hljóp 110 metra grindahlaup á 16,2 sek., kastaði kringlu 33,49 metra, stökk 3,60 metra í stangar- stökki, kastaði spjóti 44,17 metra og hljóp 1500 metra hlaup á 5:18,6 mín. Enginn bætti þó sinn fyrri árangur jafnmikið og Helgi Hauksson, UBK, en hann náði nú um 800 stigum meira en hann átti bezt áður. Helgi hljóp 110 metra grindahlaup á 17,5 sek„ kastaði kringlu 26,55 metra, stökk 2,60 metra í stangarstökki, kastaði spjóti 42,33 metra og hljóp 1500 metra hlaup á 5:15,8 mfn. Samtals hlaut hann 5227 stig. I fyrrakvöld fór einnig.fram keppni í 10.000 metra hlaupi. Is- landsmeistari varð Emil Björns- son, KR, sem hljóp á 36:57,8 mín. Högni Óskarsson, KR, varð annar á 38:55,6 mín. og þriðji varð korn- ungur piltur úr USVS, Gfsli Sveinsson, sem hljóp á 43:20,0 mín. %Æ Stefán Hallgrfmsson f kúluvarps- keppni tugþrautarinnar. 17 valdir í landslið Landsliðsnefnd valdi fyrir nokkru 17 manna landsliðs- kjarna, sem væntanlega verður uppistaðan f þeim 5 Iandsleikj- um, sem tsland leikur á þessu ári. Hópur þessi er nokkuð breyttur frá þvf sem var f fyrra, en f hon- um eru eftirtaldir leikmenn: Þorsteinn Úlafsson, IBK Ástráður Gunnarsson, ÍBK Karl Hermannsson, IBK Gfsli Torfason, IBK Stjarnan úr leik FVRSTI leikurinn f bikarkeppni KSl fór fram á Háskólavellinum f fyrrakvöld. Leiddu þar saman hesta sfna lið Stjörnunnar og IR. Flestum á óvart báru tR-ingar sigur úr býtum, skoruðu 3 mörk gegn 1 eftir að staðan hafði verið 2:1 f leikhléi. Mörk tR f leiknum gerðu Gunnar Haraldsson, Magnús Magnússon og Ólafur Sveinsson. Fyrir Stjörnuna skor- aði Gunnar Björnsson. Mörg ár eru síðan iR-ingar hafa sent knattspyrnulið til keppni í elzta aldursflokki, en lið þeirra nú I 3. deild og bikarkeppninni er til alls líklegt. Uppistaðan í liðinu eru handknattleiksmenn IR og annarra félaga einnig. Nefna má nöfn Vilhjálms Sigurgeirssonar, Jóhanns Gunnarssonar, Harðar Árnasonar, — Hafsteinssonar og Hákonarsonar, Þorbjörns Guðmundssonar og Jóhanns Inga Gunnarssonar. Þetta fríða lið þjálfar svo Framarinn Sigurberg- ur Sigsteinsson. Vonbrigði Stjörnumanna voru mikil yfir að tapa þessum fyrsta leik sínum f bikarkeppninni og tvö markanna, sem ÍR gerði hjá þeim, voru af ódýrari gerðinni. Fjarvera aðalmarkvarðar þeirra hefur ef til vill átt þátt í ósigrin- um. Alls taka nú 34 lið þátt í bikar- keppninni. Undankeppninni á að ljúka 24. júlf og koma þá 1. deildar liðin inn I slaginn og er áætlað, að úrslitaleikur keppninn- ar fari fram 11. september á Laugardalsvellinum. Framarar eru núverandi bikarmeistarar. Marteinn Geirsson, Fram Ásgeir Elfasson, Fram Guðgeir Leifsson, Fram Jón Pétursson, Fram Diðrik Úlafsson, Vfkingi Magnús Þorvaldsson, Vfkingi Jóhannes Eðvaldsson, Val Hörður Hilmarsson, Val Teitur Þórðarson, IA Matthfas Hallgrfmsson, IA Atli Þ. Héðinsson, KR úttó Guðmundsson, KR Úlafur Sigurvinsson, IBV Bjarni Felixson landsliðs- nefndarmaður sagði á blaða- mannafundi I gær, að það væri skoðun landsliðsnefndar, að þessi 17 manna hópur væri sá sterkasti, sem hægt væri að velja nú. Stæðu einhverjir leikmenn sig svo það vel á keppnistímabilinu, að þeir ættu erindi I landslið fengju þeir sln tækifæri. Landsliðsfyrirliðinn Guðni Kjartansson er ekki I þessum hópi, en hann á sem kunnugt er við meiðsli að stríða og getur tæp- ast farið að leika með liði sínu fyrr en í lok þessa mánaðar. Og þeir eru fleiri leikmennirnir, sem maður saknar úr hópnum. Einar Gunnarsson og Ólafur Júlfusson, ÍBK, gefa til dæmis ekki kost á sér til landsleikja I sumar. Það er nú einu sinni þannig, þegar landslið er valið, að menn eru ekki á eitt sáttir um valið. Að þessu sinni eru eflaust skoðanir skiptar og undirritaður er einn þeirra, sem eru á öndverðum meiði við landsliðsnefnd, og fær ekki annað séð en ýmsir leik- menn, sem enn eru úti í kuldan- um, eigi fullt erindi I landsliðs- hópinn og ef til vill eru þeir þegar undir smásjánni hjá landsliðs- nefndinni. Hvers vegna eru t.d. Vestmannaeyingar örn Óskars- son og Óskar Valtýsson ekki I hópnum? Hvað með Skagamann- inn sterka, Jón Gunnlaugsson? Svona mætti halda áfram að telja, hvað t.d. með menn eins og Jó- hann Torfason og Eirík Þorsteins- son? Eins og áður sagði verða lands- leikir sumarsins fimm talsins. Leikið gegn Færeyingum í Þórs- höfn 3. júlí. Gegn Finnum á Laugardalsvelli 19. ágúst og á sama stað gegn Belgum 8. septem- ber. Síðustu leikirnir verða svo gegn Dönum 9. október og A-Þjóð- verjum þremur dögum síðar og fara báðir leikirnir fram ytra. -áij. Rástímar í „Pierre Robert” á Nesi FÖSTUDAGUR 14. júnl kl. 17,10. 3. flokkur karla forgjöf 20 og hærra: Kl. 17.10: Jón M. Magnússon NK, Guð- mundur Frfmannsson GK, Albert Wathne GR, Guðjón Einarsson GR. KI. 17.16: Krist- mann Magnússon NK, Baldvin Ársælsson NK, Ingólfur Helgason GR, Sveinn Finnsson GR. Kl. 17.22: Stefán Stefánsson NK, Grfmur Thorarensen GK, ómar Magnússon NK, Ottó Pétursson NK. Kl. 17.28: Arnór Þórhallsson GK, Magnús Guðmundsson NK, Arni Þor- steinsson. (Rástlmar lausir til kl. 19.00). LAUGARDAGUR 15. júnf kl. 9.30. 2. flokkur forgjöf 15 til 19 ... og 1. flokkur forgjöf 9 til 1|: Kl. 9.30: Sigurður Þ. Guðmundsson NK, Kristinn Bergþórsson GR, Lárus Arnórsson GR, Jón ólafsson NK. Kl. 9.36: Kristján Ástráðsson GR, Jóhann Reynisson NK, ólaf- ur Loftsson NK, ólafur Tryggvason NK. Kl. 9,42: Eggert fsfeld NK, Karl Jóhannsson GR, Jón Arnason NK. Kl. 9.48: Árni R. Árnason GS, Sveínbjörn Björnsson GK, Hilmar Stein- grlmsson GK, Sverrir Guðmundsson GR. Kl. 9.54: Carl Keyser NK, Gunnar Pétursson NK, Valur Fannar GK, Sveinn Eirfksson NK. KI. 10.00: Eyjólfur Jóhannsson GK, Helgi Jakobsson NK, Guðmundur Ringsteð GK, Hörður Guðmundsson GS. KI. 10.06: Gfsli Sigurðsson GK, Bert Hanson NK, Jón Þor- steinsson GS, Knútur Björnsson GK. KI. 10,12: Pétur Elfasson GK, Hreinn M. Jóhannsson NK, Henning Bjarnason GK, Ægír Ármannsson GK. Kl. 10,18: Óli B. Jónsson NK, Jón Þór Ólafssoh GR, Gunnar Kvaran NK, Kjartan L. Pálsson NK. (Rástfmar lausir eftir kl. 13,30). 10 fyrstu menn f 1. flokki geta leikið með meístaraflokki daginn eftii (36 holur) ef þeir óska. SUNNUDAGUR 16. júnf kl. 9.30. Meistaraflokkur forgjöf 0 til 8: KI. 9.30: Jón Sigurðsson GK, Jóhann ó. Jósepsson GS, Guðni Jónsson GL, Björn V. Skúlason GS. Kl. 9.36: ólafur Skúlason GR, Björgvin Þorsteinsson GA, Pétur Antonsson GS, Einar Guðnason GR. Kl. 9.42: Loftur ólafsson NK, Þorbjörn Kjærbo GS, Ragnar Ólafsson GR, Sigurður Thorarensen GK. Kl. 9.48: ómar Kristjánsson GR, Gunnar Júlfus- son GL, Karl Hólm GK, Óskar Sæmundsson GR. KI. 9,54: Jóhann Benediktsson GS, Hans örn fsebarn GR, Sigurður Albertsson GS, Sigurjón Gfslason GS. Kl. 10.00: Tómas Holton NK, Hallur Þórmundsson GS, Jóhann ó. Guðmundsson GR. Kl. 10.06: Júlfus R. Júlfusson GK, Þórhallur Hólmgeirsson GS, Magnús Hjörleifsson GK. (Rástfmar lausír fyrir 10 menn frá kl. 10.00 til kl. 10.30). Meistaraflokkur leikur 36 holur og hefst sfðari umferð kl. 14.00. • MUNIÐ AÐ HAFA FORGJAFARKORT OG KLtJBBSKf RTEININ MEÐ. FRÍ SKOKKIÐ 15 JUNÍ - 30 JULI 1974 Sir Stanley fékk sparkið Mótabókin komin ÞÁ er hún loksins komin út búk- in, sem svo margir hafa beðið eftir: Mótabðk KSl. 1 henni eru upplýsingar um alla leiki f lands- mótunum f knattspyrnu sumarið 1974. Bókin er heldur seint á ferð- inni að þessu sinni; ástæðan er prentaraverkfallið, sem setti strik f reikninginn. Bókin er heldur minni í sniðum en undanfarin ár. Þar er t.d. ekki að finna knattspyrnulögin og dómaratal hefur verið látið víkja. Að sögn Helga Daníelssonar, for- manns Mótanefndar KSl, var tek- in sú stefna að hafa bókina minni nú en áður til að takast mætti að koma bókinni út sem fyrst. Alls eru það tæpir 700 leikir, sem mótanefndin hefur raðað nið- ur á um 100 leikdaga í hinum ýmsu flokkum og deildum víðs vegar um landið. Ýmis vandamái komu upp í sambandi við niður- röðunina að þessu sinni og eink- um þá vegna mikilla hátíðahalda í ýmsum héruðum á þjóðhátíðarár- inu. Leikirnir f 1. deild Islandsmóts- ins fara yfirleitt fram um helgar, en þó þarf alloft að færa leiki til, og því miður, eins og Helgi Daníelsson sagði, er þeim nokkr- um sinnum raðað niður á föstu- dagskvöldum. Leikir 2. deildar fara yfirleitt fram á virkum dög- um og er það samkvæmt ósk félaganna sjálfra, sem óttast sam- keppnina um áhorfendur við 1. deildarfélögin. Islandsmótinu á að vera lokið 1. september og Bikarkeppninni 11. sama mánaðar. — ÉG þakka þann stuðning, sem ég hef hlotið, ekki sfzt þann, sem ég fékk f dag. Svo mælti sir Stan- ley Rous, hinn 79 ára Englending- ur, sem féll f formannskjöri f FIFA — alþjóðasamtökum knatt- spyrnumanna, fyrir Brasilfu- manninum Joao Havelang á árs- þingi sambandsins, sem fram fór í Frankfurt f Vestur-Þýzkalandi um sfðustu helgi. Er Havelange jafnframt fyrsti forseti FIFA, sem ekki er Evrópubúi. FIFA-þingið þótti með afbrigð- um ómerkilegt að þessu sinni. Nær engin mál, sem viðkomu knattspyrnuiþróttinni, voru þar tekin til umræðu. Þingfulltrúarn- ir eyddu öllum fundartimanum f þras um stjórnmál, aðallega það, hvort veita ætti Kína aðild að samtökunum. Sú tillaga var síðan felld við atkvæðagreiðslu. Vildu 59 veita Kfna aðild, en 47 voru á móti. Til þess að slík breyting nái fram að ganga þarf 75% atkvæða. Það var ekki fyrr en í annarri atkvæðagreiðslu sem Joao Havelang vann sigur f kosning- unni og náði þar með því mark- miði, sem hann hefur unnið að sl. þrjú til fjögur ár. Til kosninga- baráttu sinnar hafði Havelang eytt upphæð, sem svarar til 45 milljóna íslenzkra króna, og hann hafði ferðazt samtals 80 þúsund kólómetra á kosningaferðalögum sínum og komið til 84 landa. Hafði Havelang einróma stuðning S- Ameríkurfkja í kosningunni og einnig allmargra ríkja þriðja heimsins, sem láta nú æ meira að sér kveða innan samtakanna. Einu Evrópuríkin, sem studdu hann, voru Sovétríkin og leppríki þeirra, en með þvf töldu þau sig hefna fyrir aðstöðu sir Stanley Rous í hinu umdeilda máli, er Sovétríkin voru dæmd frá þátt- töku í lokakeppni heimsmeistara- keppninnar eftir að hafa neitað að leika við Chile á heimavelli. Joao Havelang er margfaldur milljónamæringur. Hann er gamalkunnur íþróttamaður, tók t.d. þátt í sundi á Olympíuleikun- um í Berlfn 1936 og í sundknatt- leik á Olympíuleikunum f Helsinki 1952. Hann dregur enga dul á, að hann muni nota aðstöðu sína f FIFA til þess að styrkja þar stöðu S-Amerfku og landa þriðja heimsins, sem hann telur að hafi orðið útundan til þessa. Evrópu- búarnir voru að vonum óhressir eftir úrslit atkvæðagreiðslunnar, enda á knattspyrnan hvergi meira fylgi að fagna en í Evrópu og löndin þar hafa verið leiðandi í málefnum knattspyrnuíþróttar- innar frá upphafi. Var haft eftir nokkrum fulltrúum stærstu Evrópulandanna á þinginu, að það eina, sem Evrópuríkin gætu nú gert, væri að styrkja UEFA, Evrópusamband knattspyrnu- manna, og gera það að virkari og sterkari aðila innan knattspyrnu- hreyfingarinnar. Segja má, að eina mikilvæga ákvörðunin, sem tekin var á FIFA-þinginu og snertir íþróttina sjálfa, hafi verið að ákveðið var, að í framtíðinni yrði það á valdi þeirrar þjóðar sem sér um loka- keppni heimsmeistarakeppninn- ar, hvort 16 eða 20 lið taka þátt í henni, en hingað til hefur 16 verið hámarkstala.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.