Morgunblaðið - 21.06.1974, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNÍ 1974
25
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Kotka - Kveðja úr Húnaþingi
um Húnaþing. Hvar sem spor
hennar lágu vildi hún bæta sam-
tíð sína og glæða með samferða-
mönnum sínum fegurðarþrá. Svo
fer um marga þeirra, er nú minn-
ast frú Guðbjargar Kolka, sem
kvödd er hinztu kveðju f dag, sem
Jóni biskupi ögmundssyni, er
hann mælti þegar hann minntist
Isleifs fóstra síns: „Hann kemur
mér ávallt í hug er ég heyri góðs
manns getið.“
Á þeim árum er frú Guðbjörg
settist hér að í héraðinu, var víða
mikill skortur, einkum við sjávar-
síðuna. Hefi ég fyrir satt, að hún
hafi ávallt verið fyrst á vettvang,
til þess að veita þeim hjálp og
likn, er af einhverjum ástæðum
áttu um sárt að binda.
Þau hjón eignuðust fjögur
börn, þrjár dætur sem allar eru á
lífi, giftar og búsettar syðra. Son
sinn Guðmund misstu þau fyrir
allmörgum árum. Fyrir nokkrum
árum gáfu þau hjón Skálholtsstað
Kveðja úr Húnaþingi.
VIÐ þjóðveginn til Norðurlands,
ris mikil og fögur bygging á hægri
hönd á bökkum Blöndu. Þetta er
Héraðshæli Austur-Húnvetninga.
Þegar inn er komið, blasa við
tvær brjóstmyndir í stigagangi.
Þær eru af læknishjónunum frú
Guðbjörgu og Páli Kolka. Hann
var aðalhvatamaðurinn að bygg-
ingu héraðshælisins og þau hjón
húsbændur fyrstu árin eftir
stofnun þess. Eigi verður svo
minnst á þetta „stóra heimili“, að
frú Guðbjargar verði þar eigi
rækilega minnzt, svo og sögu
Húnvetninga um nær þrjá ára-
tugi. Hún var borin til grafar í
Reykjavík í gær.
Frú Guðbjörg Guðmundsdóttir
Kolka fæddist þann 8. október
árið 1889 að Hvammsvík í Kjós,
dóttir hjónanna Guðmundar
Guðmundssonar bónda þar og
Jakobinu Jakóbsdóttur frá Valda-
stöðum í Kjós. Ung að árum gift-
ist hún Páli Kolka, lækni, og
fluttu þau til æskustöðva hans
norður í Húnaþing árið 1934, þar
sem hann var héraðslæknir um
nær 30 ára skeið.
Frú Guðbjörg festi þegar rætur
f Húnaþingi og bjó manni sínum
og börnum glæsilegt heimili, svo
að orð fór af víða. Bjuggu þau
lengst af í gamla sjúkrahúsinu á
Blönduósi. Mátti segja, að læknis-
heimilið væri í alfaraleið, þvi að í
næsta nágrenni var viðkomu-
staður áætlunarbílsins til Norður-
lands. Mátti og heita að í nær
hverri ferð væri einhver er ætti
erindi við læknishjónin. Þannig
var heimili þeirra Guðbjargar og
Páls opið öllum er að garði bar.
Sá er þetta ritar var svo hepp-
inn að kynnast þessum ágætu
hjónum og njóta vináttu þeirra.
Verður mér ætíð ríkt í huga, er ég
kom fyrst á læknisheimilið á
Blönduósi ungur að árum ásamt
foreldrum mínum, hversu höfð-
ingsskapur og rík gestrisni réðu
þar rfkjum og hversu heimili
þeirra mótaðist af íslenzkri hefð
og fslenzkri menningu. Það var
minnisstætt fyrir ungling að
kynnast slíku menningarheimili,
en þar var hlutur frú Guðbjargar
eigi minni en húsbóndans.
Frú Guðbjörg tók snemma þátt
í félagsstörfum og átti ásamt
manni sínum þátt í að stuðla að
mörgum framfara- og menningar-
málum vftt um Húnaþing.
Alla tíð i erfiðu læknisstarfi
sínu naut Páll mikilsverðs stuðn-
ings konu sinnar, en þau voru
mjög samtaka um að hlynna sem
bezt að hinum sjúku. Var eigi
ótítt, að frú Guðbjörg tæki sjúkl-
inga inn á heimili sitt um lengri
eða styttri tíma, er margt var á
sjúkrahúsinu. Hugsa því margir
Húnvetningar til hennar í dag
með þakklæti í huga.
Ekkert stóð henni þó nær en
kristin kirkja. Hana vildi hún efla
og styrkja. Hún var m.a. í sóknar-
nefnd Blöndóssafnaðar um langt
skeið og formaður sóknarnefndar.
Einnig annaðist hún kirkjuna um
langt árabil. Skal henni því
þökkuð öll þessi ómetanlegu
störf, er hún vann Guðs kristni
LAFS GAUKS
allt bókasafn sitt til minningar
um Guðmund son sinn.
Árið 1960 fluttu þau hjón úr
héraði til Reykjavíkur, þar sem
þau bjuggu að Bergstaðarstræti
81. Varð mikið skarð fyrir skildi
við brottför þeirra. Mann sinn
missti frú Guðbjörg árið 1971.
Enn um langan aldur munu
heilladrjúg spor frú Guðbjargar
og Páls Kolka sjást hér um Húna-
þing og bera vott um göfuga
héraðshöfðingja, er áttu svo mik-
inn þátt f þvf að móta samtíð sína
til betra og fegurra lífs.
Ég vil f lok þessara fáu og
fátæklegu orða minna þakka frú
Guðbjörgu Kolka fyrir trygga vin-
áttu á liðnum árum og sendi dætr-
um hennar og öðrum ástvinum
samúðarkveðjur yfir fjöllin. Söfn-
uður Blöndósskirkju þakkar
henni vel unnin störf um langt
árabil. Austur-Húnvetningar allir
kveðja hina göfugu konu og
þakka af alhug bjartar og fagrar
samverustundir á liðnum áratug-
um.
Árni Sigurðsson.
Friðrik A. Jónsson
Friðrik prýddi. Algengt er að ætla
þá sterka og harða, þar sem vilj-
inn og athafnasemin setur meiri
svip á ytra gervi þeirra en tilfinn-
ingarnar, og oft er það líka svo, að
þeir undiroka tilfinningar sínar
og jafnvel deyfa þær, með hinni
vægðarlausu athafnasemi. Svo
var þvf ekki varið með Friðrik.
Hann átti hjartalag svo hlýtt og
frjótt, að fátítt er, hvort heldur
um athafnamenn er að ræða, eða
venjulega menn. Þrátt fyrir yfir-
buróa dugnað sinn markaðist öll
hans afstaða af mannkostum og
hjartagæzku. Einnig á því sviði
var hann afburðamaður, háttvís
og nærgætinn í öllum athöfnum.
Þess vegna naut hann hins ský-
Iausa trausts, jafnt viðskiptavina
sem meðborgara, er honum
kynntust.
Kynni okkar voru ekki löng og
urðu til gegn um kynni barna
minna af honum og heimili hans.
En fyrir þau kynni var hann í
mínum augum ein af þessum
mannperlum, sem lengst ná i því
að eignast skilyrðislausa tiltrú.
Fyrir þessa eiginleika mun ég
minnast hans í hópi hinna merk-
ustu manna, sem ég hef kynnzt.
Vil ég þakka honum fyrir það
fordæmi, sem hann gaf og fjölda
óséðra góðverka hans.
Hann naut þeirrar gæfu, að
eignast þann maka, sem trúföst
stóð við hlið hans, í öllum störfum
hans, risnu og velgjörðum.
Áreiðanlega hefur hann ýmsa
hitt, sem hann hefur haft þau
áhrif á, að góðir menn koma í góðs
manns stað. Óska ég þess fyrst og
fremst börnum hans.
Veit huggun þeim, sem harma nú,
hvíld væra þeim er sefur.
Sigurður Pálsson,
Lifendum, guð minn, líknar þú,
Liðnum þú miskunn gefur.
Veit huggun þeim, sem harma nú,
hvíld væra þeim er sefur.
Góðir menn, drottinn, gef þú, að
í góðra manna komi stað;
á öllu ráð einn þú hefur.
'Svo mælti Sveinbjörn Egilsson
við mannslát, og túlkar það hugs-
anir mínar við fráfall Friðriks A.
Jónssonar. Alkunnugt er hver af-
burðamaður hann var í störfum
sínum, og ætla ég ekki að fjölyrða
um það. En Friðrik A. Jónsson
var afburðamaður á öðru sviði,
sem færri þekkja til. Hann var
búinn mannkostum og hjart^-
gæzku í svo ríkum mæli, að fág^ett
er.
Atgervis- og atorkumenn eru
margir til, en ekki hafa þeir nærri
allir það mannkostaatgervi, sem
Íbuð til leigu
6 herbergja sérhæð við Sólheima er til leigu.
Ibúðin er 2 stofur, 4 svefnherb., eldhús og bað.
Tilboð sendist Mbl. fyrir miðvikudag 26. þ.m.
merkt: íbúð—1443.
Ung stúlka
með kennara- og stúdentspróf sem stundar
nám í sérkennslu erlendis óskar eftir sumar-
vinnu. Upplýsingar í síma 1 5842 frá kl. 9—2.
Sveinspróf
Sveinspróf í húsasmíði hefjast mánudaginn 24.
þ.m. kl. 8.00 1 Iðnskólanum í Reykjavík.
Prófnefndin.
7 til 9 mánuðir
Mig vantar íbúð í þennan tíma. Þrennt í heimili
(uppkomin). Fyrirgreiðslu heitið.
Tilboð merkt: „Hljóðlátt, algjör reglusemi —
1 425." sendist Mbl. fyrir þriðjudag.
Rúta — 22ja manna
Merzedes Benz rúta árg. 1970 með stórum
hurðum að aftan til sölu og sýnis að Funahöfða
19 kl. 9—4 í dag. Tilboð opnuð kl. 17.00 í
skrifstofunni Grettisgötu 56.
Byggingarfélagid Ármannsfell h. f.
Iðnaðarmenn óskast
Óskum að ráða til starfa eftirtalda iðnaðar-
menn:
1. járnsmiði
2. rafsuðumenn
3. nema í málmiðnaði.
Upplýsingar veitir verkstjórinn í síma 81130
virka daga kl. 8 — 1 7.30.
Mötuneyti er á vinnustað.
Vegagerð ríkisins
Mötuneytisráðskona
Stjórutjarnaskóli, S-Þing, óskar að ráða ráðskonu I mötuneyti skólans
frá 1. sept. n.k. Fjöldi kostgangara er um 1 20 manns, og er æskilegt
að viðkomandi hafi góða menntun og/eða starfsreynslu við hliðstæð
störf. Æskilegt væri, að umsækjandi gæti tekið að sér nokkurra tíma
kennslu á viku i hússtjórn og matreiðslu. Góð laun, og miklir
atvinnumöguleikar á staðnum fyrir hugsanlegan maka. Starfinu fylgir
rúmgóð einstaklingsibúð, sem hægt er að nota eins fyrir barnlaus hjón
eða e.t.v. hjón með 1 barn.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri: Viktor A. Guðlaugsson simi um
Fosshól, S-Þing, sem jafnframt verður til viðtals föstudaginn 21. maí
kl. 1 7 —19 og laugardaginn 22. mai kl. 1 3.00—1 5.00 á Hótel Esju,
herbergi nr. 510 simi 82200
Umsóknarfrestur er til 1. júli n.k.