Morgunblaðið - 21.06.1974, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNÍ 1974
33
Skuggamynd i fjarska
FRAMHALDSSAGA EFTIR
MARIU LANG,
PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR.
i
36
einhver skjöl, sem henni var annt
um, og ég sagði henni væri vel-
komið að taka töskuna mína, því
að ég nota hana því sem næst
aldrei um þessar mundir, og hún
vissi það, svo að hún hefur sjálf-
sagt ekki talið ástæðu til að flýta
sér að skila henni til mín aftur.
Ég skil hins vegar ekki, hvað ég
er sljór, fyrst þetta var svona ger-
samlega horfið mér úr huga! Að
vísu hef ég sennilega ekkert hugs-
að neitt sérstaklega út í það, þeg-
ar hún fékk töskuna lánaða, en á
eftir . . . Pelle hefur ekki gert svo
lítið veður út af þessari týndu
tösku.
Mér fannst að á þessari stundu
væri margt meira aðkallandi en
að hughreysta Jan og kanna sálar-
Iíf hans.
— Þetta þýðir sem sagt, sagði
ég alvarleg — að morðinginn okk-
ar þekkti ekki aðeins töskuna
þína aftur, heldur vissi hann líka,
að þú hafðir hana venjulega hér í
glugganum.
— Það vita allir hér á safninu.
— Lika Kersti Ryd?
— Ne-ei, kannski ekki. Hún
hefur aðeins komið stöku sinnum
hingað. En allir aðrir vita um
þennan stað.
— Hvenær heldur þú, að hún
hafi verið lögð hérna?
— Þvi miður hef ég enga hug-
mynd um það. Hafi hún ekki
verið hér, hef ég væntanlega
hugsað með mér, að ég hafi skilið
hana eftir heima. Þetta er hlutur,
sem ég er svo vanur að hafa ein-
hvers staðar á næstu grösum, að
ég er hættur að taka eftir honum.
Nú iðaði Lillemor í skinninu
eftir því að koma þessum tíð-
indum á framfæri við fleiri. Jan
virtist vera að jafna sig eftir
mestu undrunina og hann sagði
að vissulega hefði verið meiri
fengur í þessum fundi, ef eitthvað
hefði verið í töskunni. En við
ákváðum að fara inn í sögustof-
una ásamt Lillemor.
Þar var Ingmar Granstedt og
las af kappi. I næsta herbergi var
Pelle Bremmer. Hann var einnig
mjög önnum kafinn — ekki bein-
línis við lestur. Hann hafði dregið
skúffuna I einu vinnuborðanna út
og rannsakaði nú ákafur og sam-
anbitinn allt sem þar fannst. 1
sjálfu sér var ekkert athugavert
við það — utan þess að hann var
að gramsa í skúffunni í borði
Staffans Arnolds.
Og svo gerðist margt f senn.
Frammi heyrðum við Staffan
segja stríðnislega:
— Jæja, ætli sé ekki bezt að
koma sér aftur að verki. Hann
kom inn f herbergið og snarstanz-
aði. — Já, hver fjandinn er nú
þetta?
Andlit hans varð blóðrautt af
reiði, þegar hann sá aðfarir Pelle
Bremmers.
Pelle Bremmer reis snöggt upp.
Augu hans skutu gneistum af
bræði og hann hélt pappírsbúnka
ögrandi upp að nefninu á Staffan.
— Bölvað júðasvínið þitt! hróp-
aði hann. — Veiztu hvað ég hef
fundið hér! Ritgerðina mína,
allar mínar athugasemdir, heim-
ildaskrána og líka bréfið til Jenny
Hellenstjarna. Þetta var nú
geymt f borðinu þínu. En nú skal
enginn koma f veg fyrir að ég segi
hug minn allan. Morðingi — það
ertu og hvorki meira né minna...
og auk þess samvizkulaust skrið-
dýr sem svífst einskis!
Staffan Arnold virtist ætla að
rjúka á Pelle, en uppgötvaði að
einhver hélt honum í skrúfstykki.
Christer og Einar stóðu að baki
honum og Christer sagði sein-
mæltur:
— Þetta var sannarlega at-
hyglisverð uppgötvun, það verð
ég að segja. Það lítur út fyrir að
Staffan Arnold hafi heil ósköp á
samvizkunni.
Hann sleppti Staffan, sem var
engan veginn runnin reiðin, og
sagði óvenju hvassyrtur:
— Þér staðhæfðuð við okkar
fyrsta fund, að þér hefðuð þekkt
Evu Claeson mjög lauslega og að
kynni ykkar hefðu einskorðast
við vinsamlegt snakk hér á bóka-
safninu. Haldið þér fast við þá
fullyrðingu?
Einhver þrjózkutónn var í ,,jái“
Staffans.
— Hvernig getið þér þá skýrt
það, Arnold, að í skattholi Evu
Claeson höfum við fundið kvittan- ,
ir upp á sextíu þúsund krónur, —
og enginn vafi virðist leika á, að
nafn yðar hafið þér skrifað þar
sjálfur?
13. kafli
Síðar varð ég þess vísari, að
þegar Ellert rannsakaði allar
hirzlur i herbergi Evu, hafði hann
fundið bankabækurnar hennar,
vegabréf og litla minnisbók. Öllu
var snyrtilega raðað í einni skúff-
unni og þar rakst hann einnig á
kvittanirnar fyrir lánum Evu til
Staffans Amolds. Kvittunin var
haldur hirðuleysislega gerð, hún
var dagsett 24. september, eða
tveimur dögum eftir að Eva hafði
í síðasta skiptið tekið út úr bank-
anum. Staffan gerði nokkrar
vandræðalegar tilraunir til að
snúa sig út úr þessu, en að lokum
viðurkenndi hann, að rithöndin á
kvittununum væri hans. Sú skýr-
ing, sem hann bar fram, hljómaði
dálítið ótrúlega, svo að ekki sé
meira sagt.
Að kvöldi, þess 24. september
höfðu hann og Eva — að því er
hann sagði — setið ein á tali í
sögustofunni. Staffan hafði tekið
eftir því, að Pelle miðaði mjög vel
með ritgerðina sína og hann hafði
verið dapur I bragði, vegna þess
að hann sá fram á, hversu naum-
an tíma hann hafði sjálfur til að
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar í sima 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1 30. frá mánudegi
til föstudags.
£ Nýjarreglur
um stafsetningu
Steinþór R. Ardal skrifar:
„Nú skal íslendingur vera með
litlum staf“, er fyrirsögn ,á bls. 2 í
Morgunblaðinu sunnudaginn 16.
júní 1974. Þar er skýrt frá staf-
setningarreglum, reglum um
greinamerkjasetningu o.fl. í ís-
lenzku máli.
Ég er þeirrar skoðunar, að ís-
lenzku ritmáli sé stefnt í stór-
hættu, ef hver og einn á eftir
geðþótta að skrifa ýmis orð á
fleiri en einn hátt, og nota
greinarmerki að vild sinni.
Annars var meining mín með
þessum línum fyrst of fremst sú,
að benda á tvær bækur, sem f jalla
um íslenzkt ritmál.
Fyrir sextiu árum eða um 1910
kom út lítið kver, sem ber nafnið
Y og Z, eftir Adam Þorgrimsson,
kennara frá Nesi. Naut bókarhöf-
undur stuðnings hins mikla ís-
lenzka fræðimanns, séra Jónasar
Jónassonar frá Hrafnagili, sem þá
var Islenzkukennari við gagn-
fræðaskólann á Akureyri. Jónas
gaf út Islenzka málfræði, sem
kunnugt er, og var hún lengi not-
uð I skólum landsins.
Y og Z var fyrst prentuð á veg-
um Bókaverzlunar og Prent-
smiðju Odds Björnssonar á Akur-
eyri. 1 þessari litlu bók eru flest
eða öll þau orð, sem almenningur
þarf á að halda I daglegu ritmáli
og y, ý og zeta eru I, en bókin er
lítil og þvl afar handhæg.
Þá vil ég benda á „Stafsetn-
ingarorðabók", sem Freysteinn
Gunnarsson samdi, en Þorsteinn
M. Jónsson, kennari og bóksali á
Akureyri, gaf út, — hún var
prentuð I prentverki Odds Björns-
sonar.
Þessi bók er allstór, enda hefur
hún að geyma fjölda orða, sem
rituð eru öðruvísi en þau eru bor-
in fram.
Ég á báðar þessar bækur, og
þótt ég telji mig sem almúgamann
allgóðan I stafsetningu, þá hefi ég
þó oft, þegar ég hef verið I vafa
um ritað orð, gripið I þessar bæk-
ur.
Mér finnst íslenzkukennslu
hafa farið aftur frá þvi ég var
unglingur á Akureyri. Þar voru
orð, sem maður heyrir ungt,
skólagengið fólk nota daglega,
villur, sem undirstrikaðar voru
með ra.uðu bleki, samanber hon-
um langar og henni langar.
Þaó er leitt ef islenzkunni hrak-
ar, en ég er viss um að íslenzku-
kennslu er eitthvað ábótavant i
skólum landsins.
Reykjavík, 16. júni, 1974.
Vinsamlegast,
Steinþór R. Ardal.“
# Draumfarir
Elka Jónsdóttír, Eirlksgötu
13, skrifar:
„Það var gott, að undirtektir
voru miklar með Varið land, enda
mun ekki veita af því, þar sem allt
I kringum blessað landið okkar er
ófriður og strlð.
Mig dreymdi fyrir stuttu ljótan
draum. Mér fannst ég vera stödd
vestur á Seltjarnarnesi og standa
þar á hæð. Þá sé ég hvar kemur úr
austurátt, eins og af sjó, stór hóp-
ur af brúnum pöddum, og stefna
þærbeint áNesið. Þegar þær eru
komnar vestur fyrir staðinn, sem
ég stend á, þá sé ég að þessar
stóru pöddur standa upp á tveim-
ur fótum. Þær eru þá orðnar að
hermönnum. Þar með var
draumurinn búinn.
Pöddur eru ævinlega fyrir
vondum mönnum. Þetta er skrif-
að öðrum til viðvörunar.
Elka Jónsdóttir.“
# Þegar
þögnin lýgur
Sigurður Björnsson,
Örlygsstöðum, skrifar:
„1 laugardagsrabbi útvarpsins
s.l. vetur komst merkur Islend-
ingur svo að orði, að hægt væri að
ljúga með þögninni, ekki síður
en orðum. Þetta rifjaði upp sam-
tal, sem ég átti við kunningja
minn og sveitunga fyrir nokkrum
árum.
Við vorum að ræða um víg
þeirra Kennedy-bræðra og fleiri
óhappaverk, sem unnin höfðu
verið þar vestra, og viðmælandi
minn endaði spjallið með þessum
orðum: „Mikið held ég sé gott að
vera I Rússlandi þar sem aldrei er
drepinn maður."
Já, hann hafði vlst ekki oft
heyrt talað um mannvig eða önn-
ur ódæðisverk þar I íslenzka út-
varpinu.
En viti menn. 2. marz s.l. heyrði
ég ekki betur en að íslenzka út-
varpið segði frá þvl, að síðan
bolsévikar tóku völd i Rússlandi
árið 1917 hafi 66 milljónum
manna verið útrýmt þar I landi.
Þetta telst mér til að muni vera
rúm þrjú þúsund á dag. Ætli það
hafi svo ekki verið að minnsta
'kosti aðrar 66 milljónir, eða vel
það, sem lifað hafa I sorg út af
forlögum þeirra, sem hurfu?
Mér gengur illa að skilja
hugsanagang þeirra manna, sem I
daglegri umgengni virðast bezta
fólk, en vinna að því leynt og ljóst
með öllum ráðum að innleiða hér
þá stjórnarhætti, sem verða að
beita svona aðferðum til að geta
haldið völdum.
Ef svona útrýming hefði farið
fram vestan hafs, myndi þá ríkis-
útvarpið okkar hafa þagað?
Maður getur glöggt hugsað sér,
hvert aðalfréttaefnið hefði verið,
fyrst álitið er, að meint skattsvik
Bandaríkjaforseta og fleiri meint-
ir gallar hans, séu þess virði fyrir
íslenzka útvarpshlustendur, að
lesa þurfi þetta efni yfir þeim
mánuð eftir mánuð, oft á dag.
Þessi útrýming gerðist austan
járntjalds, og hennar er varla get-
ið. Er þetta hlutlaus frétta-,
þjónusta? Er þetta ekki það, að
þögnin ljúgi?
Það koma fram I sambandi við
Rússíandsheimsókn Bandaríkja-
forseta fyrir tveimur árum, að 4
Brésnéf, formaður öreiganna 1»
rússnesku, átti fimm tegundir 11
amerískra bíla, og sennilega eitt- (>
hvað heimatilbúið.
Skyldi hann borga skatta af
þeim ölluni?
Ég segi þetta hér og nú, ekki til < >
að opna augu dagskrárstjöra út- 4
varpsins okkar fyrir hlutdrægum (i
fréttaflutningi, þeim er vel ljóst o
hvað þeir eru að gera, — en ef 11
þetta gæti vakið til umhugsunar <»
og rannsóknar á rússneskum llfs- < i
kjörum og stjórnarfari einhverja
þá, sem telja okkar kjör og
stjórnarfar verra, þá er tilgangin-
um náð.
Sigurður Björnsson."
G3? SIGGA V/öGA £ 'ÍíLVERAW
Gt'fro HVffc
tR l' F£AM-
BO9/ \ ÁR ?
UTANBORÐS*
_ _ CNhYSIEH
Marme
MOTORAR
Chrysler utanborðsmótorar eru
framleiddir í stærðum frá 3 6 —
150 hestöfl, 1—4 strokka
Mesta stærðaúrval á markaðnum
Chrysler utanborðsmótorar eru
amerísk gæðaframleiðsla
á betra verði en sambærilegir mótorar
Tryggvagata 10 Slmi: 21 91 5—21286
P O.Box 5030 Reykjavlk
sunna
Paradis á jörð I meira en
hundrað ár hefir Mallorka verið
eftirsótt paradis fyrir Evrópubúa.
Þannig var það á dógum Chopin.
þegar aðeins fina fóikið í Paris
hafði efni á þvi að eyða þar sól-
ríkum vetrardögum.
Nú er Mallorka fjöisóttasta ferða-
mannaparadis Evrópu. Meira en
hundrað baðstrendur víðsvegar á
ströndum hins undurfagra ey-
lands. Náttúrufegurðin er stór-
brotin, há fjöll, þröngirfirðir, bað-
strendur með mjúkum sandi og
hamraborgir og klettar. Glaðvær
höfuðborg, fögur og ekta spönsk t
útliti og raun.
Maltorka er sannkölluð paradis,
þangað vilja allir ólmir, sem eitt
sinn hafa þangað komizt. islenzk
skrifstofa Sunnu veitir farþegum
öryggi og ómetanlega þjónustu.
Þar er sjórinn, sólskinið og
skemmtanalifið eins og fólk vill
hafa það. sannkölluð paradis,
vetur, sumar, vor og haust.
Sunna býður mikið úrval af
göðum hótelum og íbúðum i sér-
flokki.
ftRBASKRIFSTDfflN
SIMflR 16400 12070
c>
JHor0mblat»ifc
mnRGFRLDHR
mÖGULEIKR VÐRR