Morgunblaðið - 18.07.1974, Síða 3

Morgunblaðið - 18.07.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 3 Rósa S. Benediktson. Myndin var tekin í gær. Ljósm. „Vona, að sem flestir Islendingar heimsæki okkur á hátíðina næsta ár” H£R ð landi er stödd Rósa S. Benediktson, dóttir hins ástsæla skáids Stephans G. Stephanssonar. Lifir hún ein af 8 börnum skáldsins. Rósa er hér f hópi góðra gesta, Vestur-tsiendinganna, sem hér hafa dvalið undanfarna daga, og dvelja munu fram yfir þjóðhátfðirnar á Þingvöllum og f Reykjavfk. Mbl. hitti Rósu að máli f gær á heimili Guðmundar Halldórssonar og Ágústu J6- hannsdóttur að Flókagötu 35, en þar hefur Rósa dvalið f góðu yfirlæti sfðan hún kom til Islands. „Ég er fædd 24. júlí árið 1900, og mun þvf halda upp á 74 ára afmæli mitt hér á landi," sagði Rósa. „Ég er fædd á búgarði föður míns, sem stendur nálægt Markervilleþorpi. Við vorum 8 börnin, en nú er ég orðin ein eftir á lífi. Ég var yngst okkar systkinanna. Ég giftist Sigurði Vilberg Benediktsyni, sem lát- inn er fyrir allmörgum árum. Við áttum 4 börn, sem öll eru á lífi. Einn sonur minn býr f Ottawa, en hin búa öll f Albertafylki. Sjálf hef ég búið f Red Deer f Atlanta sfðustu 20 árin.“ — Hefur þú farið viða um sfðan þú komst til landsins? „Nei, ég hef að mestu verið í Reykjavík, enda hef ég þurft að heimsækja svo marga hér. Ég er hér ásamt bróðurdóttur minni Ethel Rawlinson en hún er læknisfrú í Kanada. Við höf- um farið f heimsókn til for- setans og borgarstjórns með hópi Vestur-íslendinga, og svo höfum við tvær heimsótt fjölda marga ættingja. Um daginn fór- um við í eins dags ferð til Gull- foss og Geysis, og á morgun, Rætt við Rósu S. Benediktson, dóttur Stephans G. Stephanssonar, sem stödd er hér á landi fimmtudag, leggjum við upp f 5 daga ferð norður í land. Þar munum við koma á heiztu stað- ina, m.a. munum við koma til Skagafjarðar þar sem faðir minn fæddist. Þangað kom ég 1953, þegar afhjúpað var minnismerki um föður minn. Það er f eina skiptið, sem ég hef komið til Islands áður. Þá munum við væntanlega verða á Þingvöllum á þjóðhátfðinni 28. júlf n.k. svo og á þjóðhátfðinni í Reykjavík f byrjun ágúst. Heim förum við 7. ágúst, eftir mánaðardvöl hér á tslandi." — Hvernig hefur þér lfkað hér? „Mér hefur lfkað ákaflega vel hér, svo að ekki hefur verið á betra kosið. Fólkið hefur verið ákaflega gott og gestrisið við okkur og veðurguðirnir hafa leikið við okkur nær allan tímann." — Nú talar þú ágæta fslenzku Rósa, talar þú hana oft heima fyrir? „I gamla daga var töluð íslenzka á heimili okkar, en þeir eru alltaf að verða færri og færri i Kanada, sem tala fslenzku. Ég les þó nokkuð á íslenzku, t.d. Lögberg- Heimskringlu og einstaka bók, sem ég fæ senda frá tslandi, en fslenzk blöð sé ég sjaldan." — Nú stendur til að kaupa búgarðinn ykkar gamla og gera hann upp. Hvað getur þú sagt okkur um það mál? „Það er islenzkur félagsskap- ur í Edmonton, Norðurljós heit- ir hann, sem hefur i huga að vinna að þessu máli. Þeir hafa ákveðið að kaupa landspilduna, sem búgarðurinn stendur á og endurbyggja bæinn með aðstoð Sögufélags Albertafylkis. Þá ætlar einnig nýstofnað tslend- ingafélag í Calgary að styrkja málefnið. Húsið hefur verið f eyði í mörg ár, og þarfnast það töluverðrar viðgerðar. Hug- myndin er að safna saman gömlu mununum, sem voru f húsinu, og hafa þá til minning- ar um föður minn. Annars er Mbl. R.Ax. þetta mál enn skammt á veg komið.“ — Standa fyrir dyrum ein- hverjar útgáfur á verkum föður þíns? „Nei, svo er ekki. Finnbogi Guðmundsson er að vinna að undirbúningi að útgáfu á sendi- bréfum til föður mfns, og er það þriðja bindið. Þá kom út í Kanada fyrir stuttu Iítill bækl- ingur um föður minn, og voru þar tvö kvæði í þýðingu Jakobfnu Johnson og Páls Bjarnasonar, en þau hafa þýtt mikið af Ijóðum föður mins yfir á ensku." — Og að lokum Rósa, nú verða mikil hátiðahöld hjá ykkur á næsta ári? „Já, á næsta ári eru liðin 100 ár sfðan fyrstu fslenzku land- nemarnir komu til Manitoba. Við ætlum að minnast þess með miklum hátiðarhöldum á ts- lendingadaginn á Gimli f byrjun ágúst. Þangað munum við Vestur-Islendingarnir fjöl- menna, og vonum, að sem flest- ir komi héðan frá Islandi." Þjóðhátíð Vestfirðinga Eins og sagt hefur verið frá í blaðinu fór þjóðhátíð Vestfirðinga, sem haldin var f Vatnsfirði, mjög vel fram og var fjölsótt. Þangað munu hafa komið 12—14 þúsund manns. Á myndinni sést nokkur hluti tjald- búðanna í Vatnsfirði. Ljósmst. ísafjarðar. EVRÓPUMÓT SJÓSTANGA- VEIÐIMANNA Á AKUREYRI ALÞJÖÐAMÓT sjóstangaveiði- manna verður haldið á Akureyri dagana 22. til 24. ágúst n.k. Mótið hefst með þingi E.F.S.A. (Sam- bandi sjóstangaveiðimanna f Evrópu) miðvikudaginn 21. ágúst, sfðan verður róið þrjá daga frá Dalvfk, frá 8 að morgni til ki. 17. Þessi mót eru haldin árlega, til skiptis hjá hinum ýmsu aðildar- þjóðum og sfðast var alþjóðamót hér árið 1968 og þá var róið frá Keflavfk. Mót þetta tókst mjög vel og komu þá um 75 útlending- ar, sem ennþá tala um þá dásemd að fiska við tsland, — meiri fisk- Framhald á bls. 18 Þióðhátíð 1974: Nær 400 manns í þjóðargöngunni ÞJÖÐHATIÐARNEFND ráðgerði þegar er hún hóf undirbúning að þjóðhátíð á Þingvöllum að efna til þjóðargöngu. Til undirbúnings göngunni hafði nefndin samband við allar þjóðhátfðarnefndir hér- aðanna. Undirtektir voru góðar. Að undanförnu hefur undirbún- ingur verið virkari og er búizt við, að um 30 flokkar, sem skipaðir eru 13 manns hver, fylki sér und- ir merki héraða sinna í göngunni. Er hér um mikið félagslegt starf að ræða, sem ekki yrði komið á nema samhugur þjóðarinnar væri að baki. Ætlað var að efna til keppni í tveim hlaupum, sem Frjáls- íþróttasamband Islands sæi um að færi fram á hinum forna íþrótta- leikvangi undan Fangbrekku, en úr þessari keppni getur ekki orð- ið, þvf að þann 28. júlí er frjáls- íþróttafólk ISl og UMFl að keppa í Svíþjóð og Danmörku og jafnvel vfðar. Glíma verður bæði þreytt í formi jafnaðarglímu eins og átti sér stað á þjóðhátíð á Þingvöllum 1874 og svo verður hún einnig sýnd af okkar fræknustu glímu- mönnum. I keppni eigast við þeir Hjálm- ur Sigurðsson glfmukappi Islands og Pétur Yngvason, sem varð ann- ar í síðustu íslandsglímu. Hafa þessir tveir glímumenn staðið mjög jafnir að glfmum síðastlið- inn vetur. Viðureign þeirra verð- ur þannig háttað, að þeir gifma tvær lotur (2 mín.lotan). Séu þeir jafnir að þeim loknum verða þeir að glíma þriðju lotuna og þá til þrautar. Þjóðhátíðarnefnd gefur verðlaun til keppninnar. Að glímu lokinni sýnir leikfimiflokk- ur stúlkna, sem sfðastliðinn vetur voru nemendur í Iþróttakennara- skóla Islands. Mfnerva Jónsdóttir stjórnar flokknum. Þá sýna ungar stúlkur úr Fim- Framhald á bls. 18 Frá sjóstangaveiðimóti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.