Morgunblaðið - 18.07.1974, Síða 10

Morgunblaðið - 18.07.1974, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULÍ 1974 „Þetta er algert brjálæSi," sögðu af- greiðslustúlkurnar i bóka- búðinni I Vesturveri einn daginn, ereinn Slagsiðunga kom að kaupa sér nokkur nýkomin poppblöð frá Eng- landinu góða. Þær áttu þó ekki við hegðan eða hugs- unarhátt Slagsiðungsins. heldur voru þær að lýsa kaupgleði unglingsstúlkna, sem höfðu þyrpzt inn i búð- ina um leið og ensku blöðin komu, til að ná sér i bunka af blöðum með myndum og greinum um poppstjörnur liðandi stundar, einkum David Cassidy, Osmonds, Slade, Sweet . . . og aðra slfka kappa. sem bréfritarar til Slagsiðunnar hafa m.a. kallað „súkkulaðifroðu- gauka". Var áhugi Slagsið- ungsins nú vakinn og ein- setti hann sér að skrifa ein- hvem timann grein um inn- flutning og sölu á popp- og táningablöðum. Nú er hann búinn að skrifa þessa grein og þú. lesandi góður, ert kominn talsvert inn i hana, nánar tiltekið, búinn að lesa 131 orð og eina skamm- stöfun. Hjá Innkaupasambandi bóksala fengust þær upp- lýsingar, að nær öll erlend popp- og táningablöð væru sérpöntuð af verzlununum sjálfum og kæmi Innkaupa- sambandið þar Iftið nærri. Eina blaðið. sem sambandið sér um dreifingu á, er danska blaðið Vi unge. Fer það i verzlanir úti um allt land og eru flutt inn af þvf 350 eintök hverju sinni, en blaðið er mánaðarrit. Það er litprentað að töfuverðu leyti, á vandaðan pappir I stóru broti, og er eitt af dýrustu popp- og táninga blöðunum, sem flutt eru inn. Það flytur mikið af poppefni. en einnig efni um kvikmyndir, fatnað, kynlif o fI , sem ætla má að áhugi ungmenna beinist að. Slagsiðan hringdi þvf i ýmsar bókaverzlanir I Reykjavfk og spurðist fyrir um sölu popp- og táninga- blaða. Af þeim upplýs- ingum, sem fengust, er hægt að draga þær álykt- anir, að kaupendur þessara blaða skiptist i tvo álika stóra hópa: þá, sem kaupa blöðin vegna frétta og greina, sem fjalla um popp- ið og önnur efni sem skap- andi listgreinar. og hins vegar þá. sem kaupa blöðin vegna myndanna og ýmiss konar upplýsinga um einka líf, útlit og áhugamál stjarn- anna. Kemur þessi skipting raunar heim og saman við þá skiptingu, sem áberandi hefur verið meðal bréfritara til Slagsiðunnar: Sumir hafa haft mestan áhuga á „þróaðri" popptónlist og flytjendum hennar, en aðrir hafa haft mestan áhuga á heimilisföngum, fæðingar- dögum, barneignum og öðr- um upplýsingum um stjörn- urnar, einkum þær, sem nefndar hafa verið „súkku- laðif roðugauka r". Skal nú getið þeirra blaða, sem Slagsfðan frétti af i verzlunum höfuðborg- arinnar. Verða fyrst talin Davidon DesolaCÍon Row í Wfc. upp blöðin. sem flokka má undir frétta- og greinablöð um tónlistina sem skapandi listgrein. Kaupendur þeirra eru einkum piltar, svona frá 16—17 ára aldri og upp i þritugt. en sjálfsagt yngri Ifka. Þessi blöð krefjast talsvert góðrar ensku- kunnáttu og hafa yfirleitt litið fram að færa af glans- myndum. Melody Maker, New Musical Express. Sounds, Disc and Music Echo og Record Mirror eru ensk vikublöð i dagblaðsbroti. Melody Maker er þeirra þekktast hérlendis og selst bezt; hátt i 200 eintök eru flutt inn og seljast flestöll. Blaðið flytur greinar og við- töl við tónlistarmenn á sviði poppsins, bæði þess „þró- aða" og „vanþróaða", jass- ins og þjóðlaga. talsvert af fréttum og mikið af plötu- gagnrýni. Þá er blaðið upp- fullt af auglýsingum um hljómleika- og skemmtana- hald og smáum og stórum auglýsingum um atvinnu fyrir hljómlistarmenn og kaup og sölu á hljóðfærum og tilheyrandi búnaði. New Musical Express og Sounds eru að mörgu leyti svipuð Melody Maker, en leggja þó bæði minna upp úr „súkkulaðif roðugauk unum" en Melody Maker og einbeita sér i staðinn að „ þróuðu" popptónlistinni. Sounds býður auk þess upp á litprentaða veggmynd af poppurum I hverju blaði. Disc og Record Mirror eru hins vegar með meira af litmyndum og leggja jafn- framt meira upp úr léttari tegundum poppsins, en tón- listin sjálf er þó yfirleitt aðalatriðið og minna lagt upp úr upplýsingum um ein- staklingana sjálfa. — Music Scene er nýtt mánaðarrit, prentaðá vand- aðan pappir og með tals- verðu af litmyndum. Það helgar sig vandaðri popp- tónlist, gjarnan yfirlits- greinum. Beat Instrumental er mánaðarrít, um 10 ára gamalt. Það er einkum skrifað fyrir hljóðfæraleik- ara og hljómsveitir, en aðrir geta einnig fundið ýmislegt við sitt hæfi. Mikið er um kynningar á nýjum hljóð- færum og mögnurum. — Rolling Stone er bandariskt timarit, sem kemur út hálfs- mánaðarlega, i stóru broti. Meginhluti efnisins fjallar um tónlist á einn eða annan hátt, en blaðið leggur einnig mikla áherzlu á að flytja greinar um lifsviðhorf unga fólksins og þau mál- efni sem ofarlega eru á baugi eða athyglisverð teljast. Greinar þess eru einatt alllangar, skrifaðar af prýðisgóðum blaða- mönnum, og hin frægu við- töl við poppara, sem gjarnan eru margar siður að lengd, eru óviðjafnanleg. — Creem er annað banda- rfskt blað. sem fjallar um þróaða popptónlist. Telja ýmsir það bezta músikblað, sem völ er á. Innflutningur á Rolling Stone slagar hátt i tvö hundruð eintök, Creem kemur f 75 eintökum, NME og Sounds eru einhvers staðar i kringum hundraðið. en Record Mirror og Disc seljast i um hálfu hundraði eintaka. — Þess má geta i þessu sambandi, að Creem er ekki selt i neinni bóka- verzlun — enn sem komið er — heldur hefur hljóm- deild Faco það á boðstólum. Tvö þýzk popp- og tán- ingablöð eru seld á Íslandi: Bravo og Pop. Bravo er vikublað og er sjálfsagt eitt mest selda erlenda popp blaðið hérlendis. Sam- kvæmt upplýsingum verzl- ananna, sem Slagsiðan hafði samband við, selja þær hátt i 200 eintök að jafnaði og vafalaust fer talsvert af blaðinu út á land. Blaðið er prentað á allgóðan pappir, prýtt mörgum litmyndum. Það fjallar, auk poppsins, bæði þess „þróaða og vanþró- aða". um kvikmyndir og sjónvarp, kynlif, tizku o.fl. Hins vegar er þess vart að vænta, að margir lesenda þess hafi gott vald á þýzku. Pop er mánaðarrit og hefur átt ört vaxandi vinsældum að fagna hér á landi. Munar þar mest um risastórar lit- myndir af poppurum og hljómsveitum, en einnig eru margar minni litmyndir f blaðinu. Það er skemmti- lega uppsett og leggur mikið upp úr prentgæðum og góðu myndvali. Hefur það sótt sig verulega i sölu og slagar hátt f Bravo i Reykjavik. Þá eru ótalin ensku viku- blöðin, sem einkum fjalla um áhugamál unglings- stúlkna, þ.e. tizku, snyrt- ingu, ástarsögur í máli og myndum — að ógleymd- um „súkkulaðifroðugauk- unum", þ.e. Cassidy, Os- monds, Slade, Sweet o.s.frv. Litmyndir og greinar um og eftir stjörn- urnar eru fastir liðir. auk alls kyns upplýsinga, m.a. mataruppskrifta, sem kapp- arnir ku vera hrifnir af. Svo kann að fara. að sumar stúlkur móðgist af þessari upptalningu og telji sig hafa önnur og „merkilegri" áhugamál, en staðreyndin er sú. að yfirlýst stefna þessara blaða er að ná til unglingsstúlkna — og unglingsstúlkur eru f yfir- gnæfandi meirihluta meðal kaupenda þessara blaða hér á landi. samkvæmt upplýs- ingum bókabúðanna. Þessum blöðum fylgja oft smágjafir til kaupenda, m.a. plötur úr þunnu plasti. ýmiss konar skraut í hárið, snyrtivörur o.fl. Mörg þess- ara blaða eru með mikið af teiknimyndasögum um ást- ir og örlög ungra stúlkna, en önnur fjalla eingöngu um poppið. Þau eru öll lit- prentuð að einhverju leyti, en pappirinn er i sumum tilvikum afar lélegur, þannig að litmyndirnar eru ekki beint ásjálegar. Mest sala er i Fabulous. sem hefur verið lengst hér á markaði, og Jackie, hátt i 100 eintök, en önnur blöð eru flutt inn i nokkrum tugum eintaka. Þau. sem Slagsfðan frétti af, eru: Valentine, It's here, Tina, Mirabella, Popswop, Music Star og Petticoat. Flest seljast þau geysiört, eru uppseld innan tveggja daga eftir komu þeirra i verzl- anirnar. Hins vegar er mögulegt að fá eitthvað af þeim núna, án þess að sitja um þau, þvi að margar stúlkurnar eru farnar i sveit og geta þvi ekki nálgazt þau. Flestar verzlanirnar, sem Slagsiðan talaði við, hafa haft milligöngu um að út- vega mönnum áskriftir að einhverjum þessara blaða, enda þótt sá fjöldi eintaka, sem þannig berst til lands- ins sé aðeins Iftill hluti af heildarinnflutningnum. Það kom einnig fram. að stór hluti þessara blaða. sem flutt eru inn. fer alltaf til sömu kaupendanna. Þótt ógerningur sé að reikna nákvæmlega út, hversu mikið magn af er- lendum popp- og táninga- blöðum er flutt inn að jafn- aði. er hægt að geta sér til um það með svona sæmi- lega áreiðanlegum niður- stöðum. Af vikublöðum eru sjálfsagt flutt inn 12—1500 eintök og af öðrum sjálfsagt um 1000—1200 eintök á mánuði. Má þannig ætla, að mánaðarlegur innflutn- ingur nemi 6—7000 ein- tökum, sem gerir 70—80 þúsund eintök á ári. — Og ef maður gizkar á, að meðalverðið á vikublöð- unum sé 50 kr. og á hinum 100 kr„ þá fær maður út, að islenzk ungmenni verji árlega 4—5 milljónum króna f þessi blöð. Það er dálagleg upphæð, enda þótt hún breyti svo sem ekki miklu til eða frá um gjald- eyrisstöðu þjóðarbúsins. Gallinn er bara sá. að allt breytist svo ört I poppheim- inum, að það. sem menn lesa I dag og leggja sér á minnið, er búið og gleymt á morgun — og þá er ekkert annað að gera en að arka út i bókabúð og kaupa sér ný blöð til að bæta sér miss- innl —sh. tók saman.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.