Morgunblaðið - 18.07.1974, Síða 23

Morgunblaðið - 18.07.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 23 Minning: Pétur Aðalsteinsson fyrrv. stöðvarstjóri Fæddur 22. október 1910. Dáinn 10. júlf 1974. Hinn 10. júlí s.l. lézt í Borgar- spítalanum Pétur Aðalsteinsson, fyrrverandi stöðvarstjóri. Hann hafði kennt vanheilsu frá þvi um síðustu áramót, en hann var karl- menni og harkaði af sér i lengstu lög. A hvítasunnu varð hann að leggjast á sjúkrahús, og þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Pétur Meyvant Aðalsteinsson var fæddur á Hrauni í Keldudal í Dýrafirði 22. október 1910. For- eldrar hans voru Aðalsteinn Aðal- steinsson, skipstjóri, og kona hans Kristín Kristjánsdóttir, hálfsystir Péturs Björnssonar, fyrrv. skip- stjóra. Ég kynntist þeim ágætu hjónum fyrir aldarfjórðungi, er ég dvaldist nokkra daga á heimili þeirra á Þingeyri. Aðalsteinn var sægarpur f fornum stíl og hafði víða farið. Hann var alltaf kátur , og hress í bragði og kunni frá mörgu að segja frá viðburðaríkri ævi. Hann var ljóðelskur og kunni ógrynni af gömlum vestfirzkum skáldskap. Kristfn var höfðingleg kona og svipmikil, en hæglát í fasi. Þau hjón áttu þrjú börn, Kristján, hinn kunna skipstjóra á E/s. Gullfossi, Pétur og Aðal- björgu, ekkjufrú í Reykjavík. Þegar Pétur var ungur að árum fluttust foreldrar hans frá Hrauni inn til Þingeyrar. Hann fór snemma að stunda sjó, bæði á árabátum og vélbátum. Atján ára gamall tók hann að stunda járn- smfðanám á Akureyri og lauk sveinsprófi þar 1931. Síðan gekk hann á Vélstjóraskólann í Reykja- vfk og lauk prófi þaðan 1933. Sjö árum sfðar lauk hann prófi frá rafmagnsdeild Vélstjóraskólans, en sú deild var ekki stofnuð fyrr en eftir að hann lauk námi í skól- anum. Á árunum 1933—1936 var Pétur vélstjóri á skipum Eim- skipafélags Islands. Árin 1937—39 var hann að mestu frá störfum vegna heilsubrests og dvaldist þá oftast á heilsuhælum, Vifilsstöðum og heilsuhælum í Danmörku. Náði hann sér aldrei að fullu eftir þau veikindi. Er hann hafði náð nokkurri heilsu á ný, gerðist hann vélstjóri við Elliðaárstöðina (1939—40), en árið 1940 fluttist hann til Sogs- virkjunar og starfaði þar í þrjá áratugi. Hann var vélstjóri á Ljósafossi 1940—1947, stöðvar- stjóri við Ljósafossstöðina 1947—1952 og stöðvarstjóri við Irafossstöðina 1952—1170. Hann fluttist til Reykjavíkur 1970 og vann fjögur síðustu árin að skýrslugerð hjá Landsvirkjun. Pétur tók töluverðan þátt í ýmsum félagsmálum, t.d. í Frf- múrarareglunni og Sjálfstæðis- flokknum. Hinn 31. júlf 1945 kvænt- ist Pétur Dagmar Helgadótt- ur Guðbrandssonar, útvegs- bónda á Akranesi. Þau eignuð- ust tvö börn, Aðalstein Helga, verzlunarmann i Kópavogi, sem er kvæntur Sigríði Ein- arsdóttur, og Petrínu Kristínu, sem er gift Aðalsteini Blöndal, byggingarmeistara í Reykja- vík. Áður en Pétur kvænt- ist eignaðist hann dóttur, Hrönn, sem gift er Einari Hanssyni, mjólkurfræðingi, Selfossi. Stjúp- dóttir hans er Hallgerður Þórðar- dóttir, gift Guðna Þorsteinssyni, starfsmanni Orkustofnunar. Pétur var mjög heimilisrækinn maður og lét sér annt um börn sín og barnabörn nú hin síðari ár. Ég kynntist Pétri fyrst fyrir um það bil þremur áratugum, er hann kvæntist Dágmar mágkonu minni. Hann var ekki fljóttekinn maður, hann var að eðlisfari fremur dulur og hlédrægur. En hann var einn þeirra manna, sem menn meta því meir, sem þeir kynnast þeim betur. Hann var ekki allra, en hann var vinur vina sinna og trölltryggur. Hann var óvenjulega grandvar maður til orðs og æðis og mátti ekki vamm sitt vita í einu eða neinu. Með Pétru Aðalsteinssyni er góður og vammlaus drengur genginn. Ólafur Hansson. Kveðja—Sigurður Kári Samúelsson Fæddur 17. júlf 1951. Dáinn 18. marz 1974 Sumarið er komið, einn af öðr- um halda bátarnir til veiða á fjar- læg mið, brosandi hoppa ungir og aldnir um borð til að afla þjóðar- búinu tekna. Hvarvetna meðfram þjóðvegum landsins sjást hesta- menn i ferð, hestamótin eru hafin með öllu því lífi, ys og þys, sem þeim fylgja. Þó skyggir á þetta unaðssama líf, úr þessum hópi glaðværra drengja er horfið andlit sjómannsins, hestamanns- ing og búfræðingsins Sigurðar Kára, drengsins, sem aðeins 22 ára gamall sté af skipsfjöl til að heyja tveggja mánaða hetjulega lokabaráttu við sjúkdóm, sem þjáð hafði hann meira og minna í eitt og hálft ár. Þegar ég minnist Sigurðar, sem fyrir svo tiltölulega stuttu var kvaddur fbá sínu jarðneska lífi, kemur aðeins í huga mér vinur, já góður og traustur vinur. 1 dag, 17. júlf, hefði hann orðið 23ja ára, og þá verður mér hugsað Afmælis- og minningar- greinar Athygli skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blað- inu fyrr en áður var. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að ber- ast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag, og hliðstætt ftieð greinar aðra daga. — Grein- arnar verða að vera vélritaðar með góðu línubili. til foreldra hans, Samúels Ólafssonar og Fjólu Sigurðar- dóttur, sem á svo sviplegan hátt verða að horfa á eftir einkasyni sínum. En um leið og ég votta þeim samúð mína bið ég Guð að styrkja þau í sorg sinni, einnig systur hans Lindu og Ólöfu, sem misstu svo góðan bróður. Og þannig mun lífið halda áfram á meðan jörð byggir. Ungir og gamlir munu hverfa til hins eilífa lífs að baki okkar jarðneska Iífs. Eftir standa syrgjandi ætt- menni og vinir, en eitt má þó ekki gleymast þó að söknuður okkar’sé mikill, að þá veitir faðir alls huggun, ber smyrsl á sárin, og veitir þeim, sem héðan hverfa, móttöku og meiri ástúð og farsæld en við hefðum getað. Siggi þarf ekki lengur að líða kvalir sjúk- dóms og óvissu. Sigurður Kári var fæddur 17. júlí 1951 á Akranesi og ólst þar upp í ástríkum föðurhúsum. Kynni okkar hófust fljótlega eftir fermingu og þróuðust síðan í trausta og einlæga vináttu, sem, þó á ýmsu gengi, stóð bjargföst. Mesta yndi og unaður Sigga voru hestar. Um þá var hægt að ræða við hann tímunum saman og áhuginn glampaði úr bláu, hrein- skilnu augunum. Seint mun mér gleymast er ég sá vin minn síðast á lífi. Eg hafði reyndar vitað um dugnað hans og kjark, en er ég heimsótti hann á Landspftalann stuttu áður en hann lést, en þar lá hann tvo sfðustu mánuði ævi sinnar. Hinn aðdáunarverði dugnaður, lífsvilji og hetjulega barátta hans við kvalir og þrautir sjúkdómsins höfðu aðeins náð til Ifkamans, en sálin og hin glaðværa lund var sú sama. Rétt áður en ég kvaddi hann benti hann mér að blað með bflaauglýsingum og sagði: „Svona bfl ætla ég að kaupa mér þegar ég byrja að vinna aftur.“ Þannig var Sigurður, þrek hans, dugnaður og vilji, hann skyldi hefja vinnu um leið og hann kæmi af sjúkrahús- inu. Sigurður átti eina dóttur, Berg- þóru litlu, og bið ég þess að Guð og gott fólk verði þessari litlu stúlku leiðarljós í lífinu. Þótt Sigurður standi enn svo ljóslifandi fyrir okkur og það sé aðeins eins og hann sé úti í sjó, vitum við, að hann kemur ekki aftur til okkar í þessu jarðneska lífi. Mynd hans er það fersk í okkar huga, brosandi, full af lífi og æskuþrótti. Dáðan og elskaðan af systrum sínum og foreldrum, sannan son, vinum sínum tryggur og trúr, þannig munum við ávallt muna hann. Um leið og við hugs- um með þökk til þess stutta tima, sem við fengum að njóta návistar hans. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja Siguró með þökk fyrir alla vináttu og tryggð og hve vinátta hans var mér mikill styrkur er ég þurfti hvað mest á að halda. Megum við hittast síðar hjá okkar sameiginlega föður. 17. júlí. Arnór Pétursson. IJrið í Ásbyrgi Maður leit inn á rit- stjórn Mbl. í gær og bað um, að þess yrði getið einhverstaðar, að hann hefði fundið kvenúr í Ásbyrgi fimmtudaginn 1. þ.m. Upplýsingar í síma 20796. LUTREOLA snyrtivörurnar Hinar heimsfrægu snyrtivörur, unnarúr minkao/íu komnar aftur í sérstökum — patent — umbúðum. Versl. Bonny Snyrtivöruversl. Andrea Laugavegi 35, símí 1 7420. Laugavegi 82, sími 27310. Snyrtivöruversl. Hún Hafnarfirði, sími 52615. Hagkaup auglýsir Gerið helgarinnkaupin timanlega, þvi að nú er LOKAÐ á laugardögum, en opið til 10 á föstudögum. Blússur — blússur — blússur! Geysilegt blússuúrval, einlitar, rósóttar og köflóttar teryleneblússur. Verð aðeins 1 1 90. kr. Fallegar telpublússur nýkomnar. Verð frá 850 kr. Munstraðar jerseyblússur, stórar staerðir. Verð 1490 kr. Prjónasilkikjólar og prjónasilkibuxur fyrir eldri dömur nýkomið. Munið að við prentum myndir á boli á meðan þér biðið, baeði i Skeifunni og Lækjargötu. Gott matvöruúrval heima og að heiman.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.