Morgunblaðið - 02.08.1974, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1974
Brynja BenediktsdóttU
á æfingu
f Bad Hersfeld.
Grœn
laufblöð
Rœtt við
Brynju Benediktsdóttur
leikstjóra, um sögulega
uppfærslu á Lýsiströtu
í Þýzkalandi
• „ÞETTA var afskaplega
lærdómsrfk ferð og mér þótti
afar gaman að fá að setja þetta
verk upp þarna. En þvf er ekki
að neita, að þetta var erf itt.“
0 Brynja Benediktsdóttir
leikstjóri er nýkomin heim frá
Þýzkalandi, þar sem hún leik-
stýrði uppfærslu á hinu sfgilda
ádeilu- og gleðiverki grfska
skáldsins Aristófanesar, Lýsis-
trötu, en eins og menn muna
setti hún það á svið f Þjóðleik-
húsinu við miklar vinsældir.
Það var f borginni Bad Hers-
feld, sem Lýsistrata var færð
upp á sérstakri sumarleikhátfð,
en sýningar fara þar fram f
forni kirkjubyggingu, en sviðið
er undir berum himni. Ulrich
Erfuhrt leikhússtjóri f Bad
Hersfeld kynntist sviðssetn-
ingu Brynju á þessu verki, er
hann dvaldist hér á landi til að
leikstýra sýningu Þjóðleikhúss-
ins á Marfu Stúart eftir Schill-
er og bauð henni að setja upp
Lýsiströtu á hátfðinni fyrir
Þjóðverja. Morgunblaðið átti af
þessu tilefni samtal við Brynju
Benediktsdóttur og kom f ljós,
að sýningin f Bad Hersfeld
hafði svo sannarlega komið við
kaunin á Þjóðverjum.
Bad Hersfeld er um 30.000
manna borg. Á sumarhátíðinni,
sem haldin er í kirkjubyggingu
frá tfundu öld, voru nú sett á
svið þrjú leikverk — Lýsis-
trata, Púntila og Matti eftir
Bertold Brecht og Wallenstein
eftir Schiller.
„Ég var þarna í rúman
mánuð," sagði Brynja, „og einn-
ig var með mér Geirlaug Þor-
valdsdóttir, sem var aðstoðar-
leikstjóri, og Atli Heimir
Sveinsson var þarna einnig f
þrjár vikur, en hann sá um tón-
listina eins og hér heima. Þetta
var alveg óskapleg vinna við
æfingarnar, því að skipta varð
sviðinu á milli þessara þriggja
leikrita. Bæði gerði það okkur
erfitt fyrir, hversu kalt var í
veðri og rigningasamt, því að
sviðið, sem er geysistórt, er úti-
svið og svo hitt, að fyrir utan
nokkrar stjörnur, sem aðeins
komu fram í einu leikritanna
þriggja þá var mestmegnis sami
leikhópurinn f þeim öllum.
Þetta þýddi það, að þetta vesl-
eða grjónapungar?
Nokkrar þýzku leikkvennanna á æfingu á Lýsiströtu.
ings fólk var að frá klukkan
átta á morgnana til kl. 12 á
miðnætti.
Þá setti það lfka strik í reikn-
inginn, að öll leikhúsin eru
meira og minna opin f Þýzka-
landi fram yfir miðjan júlf,
þannig að við urðum að æfa
leikritin að mestu án aðalleik-
endanna, sem þá voru að leika
annars staðar.“
Og Brynja sagði, að talsvert
hefði orðið að breyta af tónlist
við Lýsiströtu frá sýningunni
hér heima. „Atli Heimir varð að
semja ný lög svo að segja upp á
hvern einasta dag. Við gátum
að vísu notað nokkur íslenzk
lög, en mest varð að útfæra
þýzk lög og frumsemja. En við
notuðum búningana, sem
Sigurjón Jóhannesson gerði
fyrir uppfærsluna í Þjóðleik-
húsinu."
Sviósmynd úr þýzku uppfærslunni
SCHEEL KATUR YFIR VIN-
SÆLDUM SlNUM
Brynja sagði, að hún hefði
fengið nokkra ágæta leikara í
helztu hlutverkin í Lýsiströtu.
„Titilhlutverkið lék Nicole
Heesters, sem er fræg leikkona
í Þýzkalandi, og f hlutverki
fógetans, sem Bessi lék hér
heima, var kunnur kabarett-
leikari, Havenstein að nafni. Og
þess má geta til gamans, að
hann fór núna lfka með sama
hlutverk f Púntila og Matta og
Bessi lék f Þjóðleikhúsinu.
Þetta er einkennileg tilviljun,
því að þeir eru ólíkir leikarar.
Það var Ulrich Erfuhrt sjálf-
ur, sem leikstýrði sýningunni á
Púntila og Matta, en leikstjóri
Wallensteins hét Toelle. Á þá
frumsýningu mætti nýbakaður
Þýzkalandsforseti Walter
Scheel, en hann hafði þá verið f
því embætti í viku. Þetta er
bráðskemmtilegur maður og
þegar hann tók mig tali gat ég
sagt honum, að platan fræga,
sem hann söng inn á, hefði ver-
ið leikin í sjónvarp og útvarp á
Islandi. Hann var kátur yfir að
heyra þetta og virtist ánægður
yfir vinsældum sínum sem
söngvara."
GRJÓNAPUNGARNIR
HNEYKSLUÐU.
Leikritin þrjú verða sýnd á
sumarhátíðinni í Bad Herseld
til 11. ágúst, en frumsýningin á
Lýsiströtu var 12. júlí og olli
hún talsverðu irafári þar á
staðnum.
„Ég lenti í nokkrum vand-
ræðum eða mótmælum vegna
skilnings míns á verkinu,"
sagði Brynja. „Þeir voru af-
skaplega mikið á móti þessum
grjónasekkjum, sem karlarnir
gengu með og við notuðum f
sýningunni hér f Þjóðleikhús-
inu til að gera hermarsinn
hlægilegan og ljótan. Þeim
þótti ég fara þarna yfir markið
og gagnrýnandi staðarblaðsins
fáraðist mikið yfir þessu eftir
frumsýninguna. Þetta mætti
strax mikilli andspyrnu þarna,
en ég helt þessu samt til streitu
fram yfir frumsýningu. Eftir
hana voru grjónasekkirnir f jar-
lægðir og græn ffkjublöð sett í
staðinn til að fegra myndina.
Jú, ég neita því ekki, að mér
komu þessi viðbrögð talsvert á
óvart. Þarna kom fram mjög
greinilegur mismunur á smekk.
Það var eins og þeir væru að
móðgast fyrir hönd hermennsk-
unnar, sem gert var grín að
með þessum hætti. Eða þá fyrir
hönd siðferðisins, því að það
var líka viðkvæmnismál að
stúlkan sem lék gyðjuna skyldi
koma fram með ber brjóst. Hins
vegar þótti nauðsynlegt að
Lýsistrata væri f gegnsæjum
k.yrtli.
Þá kom það lfka berlega f
ljós,“ sagði Brynja, „að marsinn
er í miklu uppáhaldi þarna f
borginni, t.d. tók það Atla
Heimi heila viku að kenna litl-
um dreng að leika friðarlagið í
leikritinu án þess að það væri
með marstakti.
ÞEGAR KARLMENN ÞORA
EKKI....
Gagnrýnin var annaðhvort al-
veg svört eða alveg hvít,“ sagði
Brynja Benediktsdóttir, „og
staðarblaðið kallaði sýninguna
„sex-músikal“. Það þótti alveg
ægilegt, en hins vegar jók það
aðsóknina um leið oe áhorf-
endahópurinn breyttist."
Og þýzka sjónvarpið átti við-
tal við leikstjóra þessarar um-
deildu uppfærslu. „Þeir spurðu
mig að því, hvernig f ósköpun-
um stæði á því, að ég kæmi til
að setja upp leikrit í Þýzka-
landi, þegar sjálfur Ingmar
Bergman treysti sér ekki til
þess. Ég varð að svara því til að
ég stæði gagnvart Bergman
eins og Lýsistrata gagnvart
karlmönnum sfns tíma, þegar
karlmennirnir þyrðu ekki að
taka áhættuna þá yrðu konurn-
ar að gera það. Einnig sýndi
sjónvarpið myndir frá sýning-
unni sjálfri, m.a. af
hneykslunaratriðunum, og
fórst þeim það vel úr hendi.
En ég er þrátt fyrir allt þetta
mjög ánægð með ferðina,"
sagði Brynja Benediktsdóttir
að lokum „ekki síxt með að hafa
kynnzt þessum mikla skoðana-
eða smekkmismun. Það var t.d.
alveg ný reynsla fyrir leikarana
þarna að láta konu stjórna sér
og ég varð að beita járnaga til
þess að keyra þetta áfram. En
ég ætla núna að losa mig alveg
út úr þessari uppfærslu, þvf að
ég var búin að hrærast svo
mikið f þessu, að ég var farin að
missa dómgreindina á verkið.
Sfðan ætla ég að fara út f ágúst
og sjá síðustu sýninguna."
— A.Þ.
Frá æfingu f kirkjubyggingunni gömlu f Bad Hersfeld.