Morgunblaðið - 02.08.1974, Side 32
MATSTOFA AUSTURBÆJAR býður yður velkomin Y
|Hovi)unXiTaííií) % IHorgtinblaMfc fs»mRRGFRIDRR f mRRKRD VORR
FÖSTUDAGUR 2. ÁGtJST 1974
Lagt af stað með kynd-
ilinn frá Ingólfshöfða
REYKVÍKINGAR minnast 1100
ára byggðar á Islandi um næstu
helgi. Einn liðurinn í þeim hátfða-
höldum er boðhlaup um 300 fé-
laga úr mörgum íþrótta- og ung-
mennafélögum austan frá Ingólfs-
höfða til Reykjavíkur.
Hlaupið hófst í Ingólfshöfða um
klukkan 8.30 í gærmorgun. Fyrsta
sprettinn hljóp Ari Magnússon
65 milljóna tap
á bensínsölu
s.l. 3 mánuði
I FRÉTT Mbl. I gær um bens
fnhækkun kom fram, að verð
á bensfni hefur verið of lágt
s.l. mánuði miðað við inn-
kaupsverð frá Sovétrfkjunum.
1 samtali, sem Mbl. átti við
önund Asgeirsson forstjóra
BP f gær, kom fram, að tap á
bensfnsölunni hefur numið 65
milljónum s.l. 3 mánuði, eða
sfðan sfðasta hækkun var
ákveðin, úr 31 krónu f 33 krón-
ur lítrinn. Tap þetta er greitt
úr innflutningsjöfnunarsjóði,
en f þeim sjóði eru nú 265
milljónir.
„Með þessari hækkun núna
sleppum við aðeins sléttir, en
engar ráðstafanir hafa verið
gerðar til að vinna upp þetta
mikla tap á bensfnsölunni s.l.
rnánuði," sagði önundur.
frá Hofi f Öræfum síðan tók hver
við af öðrum og skiptu hlaupar-
arnir eftir að hafa hlaupið um
einn km hver. 1 gærkvöldi var
hvílzt í Vík í Mýrdal og í kvöld
verður áð f Hveragerði. Reykvík-
ingar taka við kyndlinum á
Kambabrún og hlaupa síðustu
kílómetrana. Við upphaf þjóðhá-
tíðar í Reykjavík á laugardaginn
verður tendraður langeldur á
Arnarhóli. Hver það gerir, er enn
ekki ákveðið, né heldur hver
hleypur síðasta sprettinn.
Það var mikið um að vera í
Ingólfshöfða í gærmorgun. Þar
voru mættir borgarstjórinn í
Reykjavfk, Birgir Isleifur Gunn
arsson, framkvæmdarstjóri þjóð-
hátíðarnefndar, Indriði G. Þor-
steinsson, forystumenn i þjóðhá-
tíðarnefnd Reykjavíkur, frétta-
menn og fleiri. Flogið var með
Flugfélagi Islands til Fagurhóls-
mýrar árla morguns, en sfðan
ferjaði þyrla Landhelgisgæzlunn-
Framhald á bls. 18
Ari Magnússon hleypur niður úr Ingólfshöfða
Alþýðuflokkur:
Óvopnaðar flugvélar í stað orustuþota
Lítið gengur 1 vinstri viðræðum
Lftið hefur gengið til þessa í
viðræðum þeim sem standa yfir
Færeyjaskútan kemur í dag
FÆREYSKA skútan Westward
Ho kemur til Reykjavíkur í dag
kl. 17.30. Mun hún leggjast að
Miðbakkanum fyrir framan Toll-
stöðina og Hafnarhúsið og verður
þar móttökuathöfn, en skútan
kemur með þjóðargjöf Færeyinga
til íslendinga í tilefni 1100 ára
afmælisins og mun Guðmundur
Benediktsson ráðuneytisstjóri f
forsætisráðuneytinu taka við átta
manna farinu f.h. fofsætisráð-
herra. Skólalúðrasveit Kópavogs
mun leika á hafnarbakkanum frá
kl. 5 undir stjórn Björns Guðjóns-
sonar, en Westward Ho mun
fylgja átta manna farinu að
bryggju. Verður því róið til hafn-
ar undir færeyskum fána. Sigurð-
ur Joensen, formaður Félagsins
Færeyjar Island f Færeyjum,
mun afhenda þjóðargjöfina, en
Félagið Island Færeyjar á Islandi
hefur ásamt forsætisráðuneytinu
undirbúið móttökurnar. Á laugar-
dag munu Færeyingarnir sitja há-
degisverðarboð forsætisráðherra i
Ráðherrabústaðnum. Um helgina
verður borgarbúum gefinn kostur
á að skoða skútuna gömlu, West-
ward Ho, en hópur Færeyinga bú-
settra á Islandi mun taka á móti
skipinu og verða þeir í færeysk-
um þjóðbúningum.
Það óhapp henti um borð f West
ward Ho á leiðinni til Islands, að
stórsiglan féll f stormi niður á þvf.
12 manna áhöfn er á skútunni,
sem er frá sfðustu öld. Þegar hún
tagði upp í siglinguna til Islands
hafði hún ekki siglt síðan 1968.
milli fjögurra vinstri flokka um
myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið hefur aflað sér, rfk-
ir verulegur ágreiningur milli
þeirra flokka, sem að viðræðun-
um standa, um tvö mál, varnar-
mál fyrst og fremst, en einnig um
næsta skrefið f landhelgismálinu.
I varnarmálum hefur Alþýðu-
bandalagið krafizt þess, að f nýj-
um málefnasamningi vinstri
stjórnar yrði ákveðin dagsetnig
um brottför varnarliðsins, en Al-
þýðuflokkurinn hefur lagt fram
tillögur í varnarmálum í átta lið-
um. I landhelgismálinu hefur Al-
þýðubandalagið sett fram þá
kröfu, að fiskveiðilögsagan verði
færð út I 200 sjómilur 1. septem-
ber 1975, en Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur vilja ekki
ákveða dagsetningu útfærslu,
heldur bíða úrslita hafréttarráð-
stefnunnar í Caracas.
Samkvæmt þeim fregnum, sem
Morgunblaðið hefur haft um til-
lögur Alþýðuflokksins í varnar-
málum, eru þær þessar:
1) Islendingar taki að sér rekst-
ur björgunarsveitar, sem nú er
rekin á vegum varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli og eiga Is-
lendingar að njóta aðstoðar og
hjálpar frá Atlantshafsbandalag-
inu f sambandi við þjálfun
áhafna. Enn fremur mun vera til
þess ætlazt, að Atlantshafsbanda-
lagið sjái Islendingum fyrir þyrl-
um og öðrum tækjabúnaði til
rekstrar þessarar björgunarsveit-
ar.
2) Alþýðuflokkurinn mun
leggja til, að þegar í stað verði
skilið á milli hernaðrflugs og
venjulegs farþegaflugs á Kefla-
vfkurflugvelli, sem þýðir í raun,
að hafizt verði handa þegar í stað
um byggingu nýrrar flugstöðvar á
Keflavfkurflugvelli. Teikningar
af henni munu liggja fyrir, en
kostnaður við byggingu hennar er
gífurlegur.
3) Alþýðuflokkurinn mun
leggja til, að allir varnarliðsmenn,
skyldulið þeirra og erlendir
starfsmenn á vegum varnarliðs-
ins, flytjist búferlum inn á flug-
vallarsvæðið, en til þess þarf að
byggja töluvert af íbúðum á flug-
vellinum.
4) Þá gerir Alþýðuflokkurinn
tillögur um, að Islendingar taki
við öllum þeim störfum á Kefla-
víkurflugvelli, sem fært þykir, og
að öll þau störf, sem með nokkru
móti verður komizt af án verði
lögð niður.
5) Alþýðuflokkurinn leggur til,
að íslenzk löggæzla á Keflavíkur-
flugvelli verði stóraukin.
6) Athugað verði mjög gaum-
gæfilega, hvort óvopnaðar flug-
vélar geti leyst orustuþoturnar,
sem nú eru á Keflavfkurflugvelli,
af hðlmi, en hlutverk þessara
orustuþota er að fljúga á móti og
fylgjast með sovézkum sprengi-
flugvélum, sem koma inn á
fslenzkt flugstjórnarsvæði. Enn
fremur, að Islendingar taki við
rekstri radarstöðvanna.
7) Samkvæmt tillögum Alþýðu-
flokksins á að stefna að því, að
íslenzkur lögreglustjóri verði
æðsti yfirmaður á Keflavíkurflug-
velii og starfsemi varnarmála-
nefndar endurskoðuð á þann veg,
að hún hafi meiri völd um rekstur
og allt fyrirkomulag á Keflavíkur-
flugvelli og varnarliðið verði
undir hana sett.
Framhald á bls. 18
Gæzlumenn gera ráðuneytinu tilboð:
Vilja veita 20 daga frest
gegn ákveðnum skilyrðum
Iðnaðarmenn við gæzlu s.l. nótt
Westward Ho fyrir fullum segl-
um undan Suðurlandi f fyrra-
kvöld.
Ljósm. Mbl. Sigurgeir f Eyjum.
GÆZLUMENN á Kleppsspftala
hættu vinnu klukkan 12 f fyrri-
nótt. t gærmorgun gengu þeir á
fund heiibrigðisráðherra, sem
bauðst til að beita sér fyrir lausn
á málinu, ef gæzlumennirnir
vildu halda áfram störfum.
Klukkan 3.30 f gær héldu gæzlu-
mennirnir með sér fund f Klepps-
spftalanum, og á þeim fundi
ákváðu þeir að gera fjármála-
ráðuneytinu tilboð, og átti það að
koma til meðferðar f ráðuneytinu
f morgun, föstudag. Mbl. náði f
gær tali af Jakobi Jónassyni, yfir-
lækni Kleppsspftalans, og Sigur-
jóni Helgasyni, talsmanni gæzlu-
mannanna, en þeir vildu ekkert
segja um efni tilboðs gæziumann-
anna. Mbl. hefur hins vegar
fregnað eftir öðrum leiðum, að f
tilboðinu bjóðist gæzlumennirnir
til að veita 20 daga frest gegn
ákveðnum skilyrðum, m.a. um
algera lausn á launamálum
þeirra og að ekki yrðu aðrir ráðn-
ir f stöður þeirra á meðan. Ef
semst milii gæzlumannanna og
ráðuneytisins, hefja þeir vinnu
klukkan 3.30 f dag.
„Ef lausn fæst á þessu máli,
köllum við strax inn alla útskrif-
aða sjúklinga og setjum allt f gang
aftur," sagði Jakob Jónasson yfir-
læknir í samtali við Mbl. i gær.
Hann sagði, að stjórnendur
Kleppsspftalans hefðu orðið að
grfpa til þess ráðs, að útskrifa 30
sjúklinga á opnum deildum vegna
þess að gæzlumennirnir, sem eru
25 að tölu, gengu úr starfi. Sagði
Jakob, að hálfgert neyðarástand
hefði skapazt á spftalanum. Þeim
starfsmönnum á opnu deildunum,
sem ekki hættu vinnu, hefur
verið skipt níður á lokuðu deild-
irnar og s.l. nótt voru við gæzlu
iðnaðarmenn sem starfa við
spitalann, læknar og læknastúd-
entar. „Meðan þetta ástand ríkir,
verðum við að reyna að fá tíma-
kaupsfólk til að hlaupa í skarðið,
en það hefur hingað til gengið
erfiðlega", sagði Jakob.
Að sögn Jakobs var það fólk
látið fara heim, sem læknar töldu,
að gæti það að skaðlausu. „En
þetta er algert neyðarúrræði og
getur komið sér ákaflega illa. öll
meðferð á þessum sjúklingum
rofnar og þetta getur orðið mikið
áfall fyrir þá. Margir eiga við
erfiðar heimilisaðstæður að búa,
Framhald á bls. 18