Morgunblaðið - 22.08.1974, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1974
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Bjórn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 1 00.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 35,00 kr. eintakið.
Aukaþinj'ið, setn kall-
að var saman um
miðjan júlí, hefur verið
óstarfhæft fram til þessa,
þar sem ekki hefur verið
myndaður meirihluti á
Alþingi, er staðið gæti að
baki nýrri ríkisstjórn. Á
mánudag náðist þó sam-
komulag milli Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknar-
flokksins um að fram-
lengja gildistíma bráða-
birgðalaganna, sem sett
voru sl. vor um tímabundn-
ar ráðstafanir til viðnáms
gegn verðbólgu. I fram-
haldi af þessu samkomu-
lagi hófust fundir á Alþingi
sl. þriðjudag.
Með bráðabirgðalög-
unum frá því í maí var
kauphækkunum sam-
kvæmt vísitölu frestað um
sinn. Framlenging á gildis-
tíma laganna til loka
september felur í sér, að
kauphækkanir samkvæmt
vísitölu 1. september koma
ekki til framkvæmda.
Bráðabirgðalögunum var
upphaflega ætlað að gilda
til skamms tíma í því skyni,
að nýrri ríkisstjórn gæfist
tóm til að undirbúa varan-
legri ráðstafanir. Nú hefur
dregizt all nokkuð, að sam-
komulag tækist um
myndun ríkisstjórnar. Af
þeim sökum er nauðsyn-
legt að framlengja gildis-
tíma bráðabirgðalaganna. í
umræðum í neðri deild
Alþingis sl. þriðjudag kom
raunar fram, að allir þing-
flokkar eru um þetta sam-
mála.
Samhliða þessu sam-
komulagi, sem gert var á
Alþingi, ákvað vinstri
stjórnin að halda áfram
niðurgreiðslum þeim á
landbúnaðarvörum, sem
ákveðnar voru sl. vor. Jafn-
framt var ákveðið að halda
áfram niðurgreiðslum á
olíuverði til fiskiskipa.
Ríkisstjórnin ákvað enn-
fremur með þremur at-
kvæðum ráðherra Fram-
sóknarflokksins gegn
tveimur atkvæðum ráð-
herra Alþýðubandalagsins
að bændur fengju 9,5%
hækkun á verðgrundvelli
búvöru vegna aukins
•reksturskostnaðar. 1 ríkis-
stjórninni vildi Fram-
sóknarflokkurinn ekki fall-
ast á þá tillögu komm-
únista, að þessari hækkun
yrði mætt með auknum
niðurgreiðslum.
Þegar tillögurnar um
framlengingu á gildistíma
bráðabirgðalaganna komu
til kasta Alþingis, lögðu
kommúnistar til, að fellt
yrði inn f lögin sjálf ákvæði
um auknar niðurgreiðsl-
ur vegna búvöruverðs-
hækkunarinnar. Þessi til-
laga var felld með
atkvæðum þingmanna
Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins. Eins
og Ólafur Jóhannesson,
forsætisráðherra, greindi
frá á Alþingi, átti Sjálf-
stæðisflokkurinn engan
þátt í þeirri ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að leyfa
hækkun á búvöruverðinu.
Sjálfstæðisflokkurinn tók
hins vegar þá afstöðu,
þegar málið kom til kasta
Alþingis, að koma í veg
fyrir að enn yrði bætt við
hinar gífurlegu niður-
greiðslur og auknar álögur
yrðu samþykktar á ríkis-
sjóð, þar sem í honum er
nú minna en ekki neitt.
Geir Hallgrímsson, for-
maður Sjálfstæðisflokks-
ins, segir í viðtali við
Morgunblaðið í gær, að af-
staða til þessa máls hafi
ekki verið tekin í við-
ræðum Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokks-
ins um stjórnarmyndun.
Þetta væri og hefði verið
úrlausnarefni þeirrar
ríkisstjórnar, sem enn sæti
við völd. 1 raun réttri væri
þetta enn eitt dæmið af mý-
mörgum, þar sem vinstri
stjórnin hefði haldið óhjá-
kvæmilegum hækkunum
leyndum fyrir öllum al-
menningi. Þá lagði for-
maður Sjálfstæðisflokksins
áherzlu á, að bændur ættu
lögum samkvæmt rétt á
hækkun á búvöruverði í
samrærni við aukinn
rekstrarkostnað. Ríkis-
stjórnin hefði á hinn bóg-
inn skotið sér undan því
allt fram til þessa að af-
greiða þetta mál. En ef
þessi hækkun hefði ekki
komið til framkvæmda,
hefði það jafngilt kaup-
lækkun hjá bændum.
Af þessum yfirlýsingum
má merkja, að Sjálfstæðis-
Tryggja verður hag láglaunafólks
flokkurinn hefur tekið
ábyrga afstöðu til þessa
máls. Þó að hann hafi ekki
verið með í ráðum um sam-
þykkt ríkisstjórnarinnar,
var eðlilegt og rétt að
standa á móti auknum
niðurgreiðslum einmitt
meðan verið er að undir-
búa heildarráðstafanir í
efnahagsmálum. Ljóst er,
að niðurgreiðslur eru óhóf-
lega miklar og því hefði
verið óráð að auka þær enn
til muna á sama tíma og
verið er að leggja á ráðin
um aðgerðir til þess að
rétta efnahagslífið og fjár-
mál ríkisins við á nýjan
leik eftir þriggja ára ráð-
deildarleysi vinstri stjórn-
ar.
Á hinn bóginn verður
það að koma skýrt fram, að
þær heildarráðstafanir,
sem ný ríkisstjórn verður
að framkvæma, mega ekki
verða á kostnað þeirra,
sem minnst bera úr býtum
og lakast eru settir í þjóð-
félaginu. Þvert á móti
verður að leggja þunga
áherzlu á, að sérstakar ráð-
stafanir verði gerðar til
þess að tryggja, að þær að-
gerðir, sem framkvæma
þarf til að rétta við halla-
resturþjóðarbúsins, verði
sem léttbærastur þeim,
sem lökust hafa kjörin, þó
að þjóðarbúið í heild þurfi
að draga saman seglin. En
meðan verið er að kanna
möguleika á og undirbúa
slikar ráðstafanir, er
óviturlegt að samþykkja
tillögur um stórauknar
niðurgreiðslur.
Rússar spá í byltingar
ERFTIR VICTOR ZORZA
VALDHAFARNIR í Kreml
segja kommúnistum heims um
þessar mundir, að „harðnandi
kreppa kapitalismans" veiti
þeim „einstæð tækifæri". Þeir
minna þá á „síversnandi stöðu
heimsvaldasinna og vaxandi
óstöðugleika stjórnmála þeirra
og efnahagsmála.“ Þeir tína til
öll einkennin — verðbólgu,
fjármálakreppu, orkukrepp-
una, atvinnuleysi, „mótsetning-
ar“ Bandaríkjanna, Evrópu og
Japans.
Pravda minnir á þetta í rit-
stjórnargrein, og gera má ráð
fyrir að hún lýsi býsna
nákvæmlega því, sem Kreml-
herrarnir segja leiðtogum ann-
arra kommúnistaflokka. Grein-
in í Pravda var ætluð til þess
að hvetja til heimsráðstefnu
kommúnista, en nokkrir áhrifa-
miklir flokkar leggjast gegn
því. Þeir óttast, að vera megi,
að herrarnir í Kreml noti slíka
ráðstefnu til þess að endurlífga
forystuhlutverk sitt i heims-
hreyfingu kommúnista og
skerða sjálfstæði þeirra.
Til þess að sigrast á mótþróa
þeirra eru Kremlverjar nýlega
farnir að leggja áherzlu á vax-
andi byltingarmöguleika í
heiminum um þesar mundir.
Kommúnistar, segja þeir, gætu
hagnýtt sér þetta í eigin þágu,
en því aðeins að þeir haldi með
sér ráðstefnu til þess að semja
og samþykkja könnun og sund-
urgreiningu á ástandinu og
Ieggja á ráðin um sameiginleg-
ar aðgerðir.
Rökræður Kremlverja og
annarra flokka fara að miklu
leyti fram á laun, en öðru
hverju koma þær upp á yfir-
borðið í flokksblöðum eins og
til dæmis í spænska kommún-
istablaðinu Nuestra Bamdera.
Spánverjarnir sögðu, að sú ein-
dregna krafa mannanna i
Möskvu, að lögð verði drög að
sameiginlegri stefnu kommún-
ista, að stefna þeirra verði sam-
ræmd og að milli þeirra ríki
félagslega skipulögð „eining“,
jafngilti afturhvafi til hug-
myndarinnar um alþjóðlega
„miðstöð" kommúnista.
Kremlverjar vísa ásökuninni
á bug, en á sama tíma senda
þeir út af örkinni háttsettan
embættismann, sem stjórnar
samskiptum við erlenda komm
únistaflokka, Boris Ponomarev,
— til Parísar og Rómar — til
þess að fá aðra flokksleiðtoga
ofan af skoðunum sínum. Það,
sem hann sagði þeim var eins
og berlega kemur fram í grein,
er hann sendi frá sér nýlega að
ný ráðstefna væri nauðsynleg
til þess að ákveða með „sam-
stilltu“ átaki „stefnu sameigin-
Iegra aðgerða konimúnista við
hinar nýju aðstæður.“
Allar þær mörgu kreppur,
sem hrjá hinn vestræna heim,
sagði Ponomarev, eru nú 1
Brezhnev: hefur enn áhuga á
ráðstefnu kommúnista.
fyrsta skipti „svo nátengdar
hver annarri og samtvinnaðar í
einum hnút og víxlverkandi
þrýstingur þeirra er svo kraft-
mikill,“ að þær valda algerlega
nýju ástandi. Ekki sé lengur til
að dreifa „harðnandi“ kreppu,
heldur sé hér á ferðum „ótví-
ræÁ.eðlisbreyting á þróun hinn-
ar almennu kreppu kapitalism-
ans.“ Með þessu er vísað til
þeirrar formúlu marxismans,
sem segir, að á vissu stigi leiði
stigmögnun til eðlisbreytingar,
sem síðan leiði til aðstæðna sem
nauðsynlegt sé, að ríki, til þess
að orðið geti „byltingarstökk".
Stigmögnunin er nákvæm-
lega tíunduð í Moskvu, líkt og
þegar hitinn er mældur í deyj-
andi sjúklingi. Flokksritið
Kommunist hermir, að á síð-
ustu fimm árum hafi 225
milljónir manna tekið þátt 1
verkföllum í þróuðum kapi-
talistalöndum miðað við 164
milljónir á næstu fimm árum á
undan. Fjórar milljónir tóku
þátt f allsherjarverkfallinu i
Frakklandi 1972, 34 milljónir i
allsherjarverkföllunum á Italíu
1973, 6 milljónir í verkfallinu í
Japan á þessu ári. Kaupkröfur,
segir blaðið, eru ein mikilvæg-
asta undirstaða „byltingar-
möguleika hinna vinnandi
stétta.“ Baráttan fyrir hags-
munum þeirra kennir verka-
mönnum að skilja „þörfina á
sósíalistískri byltingu."
Pravda sér vaxandi mögu-
leika í kosningunum i Frakk-
landi, þar sem vinstri flokkarn-
ir fengu nánast helming
greiddra atkvæða, í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni á Ítalíu um
hjónaskilnaði, og í „fyrstu
skrefum" byltingarinnar i
Portúgal. I umræðu sinni um
kreppu kapitalismans kemst
Ponomarev að þeirri niður-
stöðu, að það hafi verið „verka-
mannahreyfingin í Bretlandi,
sem hafi fellt stjórn ihalds-
rnanna." Grikkland án ofurst-
anna, Spánn án Franco séu að-
eins tvö dæmi um meira umrót
sem sé í vændum. Þau séu
miklu fleiri.
En lýsing Rússa á „kreppu
kapitalismans“ er lftt frábrugð-
in krufningu íhaldssamra fram-
ámanna á Vesturlöndum á
áhrifum verðbólgunnar, nema
kannski að því leyti að þeir nota
ekki orðasafn marxista. Sumir
sovézkir forystumenn virðast
þannig fanga þeim tækifærum,
sem óstöðugleikinn á Vestur-
löndum gæti boðið upp á, en
aðrir eru ekki eins vissir í sinni
sök. „Við gerum okkur ljósa
grein fyrir því,“ segir Georgi
Arbatov, forstöðumaður Stofn-
unarinnar í bandarískum fræð-
um, „að kreppa hins borgara-
lega samfélags getur hæglega
haft ýmsar pólitískar afleiðing-
ar, eins og kreppan á fjórða
áratugnum leiddi til Roosevelts
og nýskiptingarinnar í Banda-
ríkjunum og Hitlers, fasisma og
styrjaldar I Þýzkalandi.“
Pravda bendir á, að „bylting-
arólgan" eigi sér hliðstæður,
endurvakningu „afturhaldsafl-
anna“ í Chile og einnig í mörg-
um öðrum löndum. Kommún-
istaflokkar, segir blaðið, standa
enn þá einu sinni frammi fyrir
„þvi verkefni að loka veginum
fyrir gruggugri bylgju fasism-
ans.“ Mennirnir í Moskvu
hvetja þá til þess að fallast á
heimsráðstefnu kommúnista
eða í það minnsta Evrópuráð-
stefnu í fyrsta áfanga til þess
_að samræma baráttuáætlanir
þeirra jafnt til sóknar og varn-
ar. En samþykki við samræm-
ingu felur í sér, að sjálfstæði
þeirra verður afsalað að
minnsta kosti að nokkru marki
— og suma kommúnista grun-
ar, að mennirnir 1 Moskvu hafi
meiri áhuga á því, en horfunum
á byltingu eða hættunni á fas-
isma.