Morgunblaðið - 23.08.1974, Page 12

Morgunblaðið - 23.08.1974, Page 12
X 2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23: ÁGUST 1974 Vestfirðir og þjóðarbúið: Fjórða hvert fisktonn frá Vestfjörðum Rabbað við Jóhann T. Bjarnason framkvæmdastjóra Fjórðungssam- bands Vestfirðinga FJÓRÐUNGSSAMBAND Vestfirð- inga var stofnað ! nóvember 1 949 og verður þv! 25 ára á þessu ári Fjórðungsþing verður að þessu sinni háð í Bolungarvík, i tilefni nýfeng- inna kaupstaðarréttinda staðarins, dagana 23. og 24 ágúst. Af þessu tilefni hafði Morgunblaðið samband við Jóhann T. Bjarnason fram- kvæmdastjóra sambandsins og leit- aðí fregna af starfsemi þess og væntanlegu fjórðungsþingi þeirra Vestfirðinga. Hér á eftir verða laus- lega rakin efnisatriði frásagnar hans, en stiklað á stóru vegna takmarkaðs rýmis ! blaðinu. Fjórðungssamband Vestfirðinga Fjórðungssambandið var stofnað af sýslufélögum ! landsfjórðungnum og ísafjarðarkaupstað Nú er sam- bandið hins vegar samtök sveitar- félaga ! Vestfjarðakjördæmi, sem hvert um sig á beina aðild að þvl. 27 af 32 sveitarfélögum eru aðilar að sambandinu. Sveitarfélögin kjósa fulltrúa á fjórðungsþing, en auk þeirra sitja þingmenn Vestfjarða og sýslumenn í kjördæminu hina ár- legu fundi sambandsins með mál- frelsi og tillögurétti Markmið sambandsins er að vinna að hagsmunum sveitarfélaga ! Vestfjarðakjördæmi ! öllum þeim málaflokkum, sem undir sveitar- stjórnir heyra, samræma rekstrar- fyrirkomufag þeirra og vinna að hag- kvæmni ! stjórnun þeirra. Samband- ið vinnur og að því að styrkja þjóð- félagslega aðstöðu kjördæmisins, sinnir náttúruvernd, varðveizlu sögulegra minja o.s.frv. Þá vinnur sambandið að margháttaðri áætlanagerð f samráði við Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Því er ætlað að starfa í samvinnu við Sam- band (sl. sveitarfélaga FjórSungsþing Vestfirðinga Þetta afmælisþing sem háð er í nýjum kaupstað þeirra Vestfirðinga, mun einkum fjalla um þrjú dagskrár- mál: raforkumál, húsnæðismál og framkvæmd grunnskólalaga. Fram- kvæmdastjórinn taldi ekki rétt að láta ! liós stefnumarkandi ummæli í þessum málaflokkum fyrr en fjórðungsþing hefði fjallað um þá og mótað afstöðu sína. Vestfjarðaáætlun Eitt meginverkefni fjórðungs- sambandsins undanfarið hefur verið að vinna að frumgögnum og upplýsingasöfnun fyrir hina ýmsu þætti Vestfjarðaáætlunar. Engin tök eru á því ! stuttri blaðafrásögn að rekja til hlítar frásögn framkvæmda- stjórans af hinu margbrotna og um- fangsmikla undirbúningsstarfi, en látið nægja það innskot blaða- mannsins, sem þetta ritar, að hér er um gagnmerkt starf að ræða, sem á eftir að hafa heillavænleg áhrif á þróun mála í landshlutanum. Vestfirðir og þjóðarbúið I gagnasöfnun fjórðungssam- bandsins, sem framkvæmdastjórinn gerði grein fyrir, eru þó nokkur fréttnæm atriði, sem óhjákvæmilegt er að drepa á Eitt þeirra varðar hlut Vestfjarða í verðmæta- og gjald- eyrissköpun þjóðarbúsins. Af átta söluhæstu frystihúsum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna á sl. ári voru fjögur í Vestfirðinga- fjórðungi Heildarsölumagn Sölu- miðstöðvarinnar 1973 var 54.600 tonn. Hlutur Vestfjarða I þvl sölu- magni var 15.042 tonn, eða 27.58%, þar af frá ísafirði 6 096 tonn, eða 11.10%. Sé heildarfreð- fiskframleiðslan á sl. ári skoðuð, en hún var 73.000 tonn, er hlutur Vestfjarða 23.32%. Það lætur þvl nærri, að landshluti, sem telur aðeins rúmlega 10 000 íbúa, leggi af mörkum tæpan fjórðung freð- fisksútflutningsins, sem er veiga- mesti hlekkurinn ! gjaldeyris- og verðmætasköpun þjóðarbúsins. Það er því ekki höfðatalan ein, sem lögð verður til grundvallar við gildismat einstakra landshluta ! þjóðarbúskapnum. Vestfirðir og kjör einstaklinganna Af sjálfu sér leiðir, að í landshluta, sem svo ríkan þátt á í heildarfram- leiðslu þjóðarinnar, er atvinna mikil og afkoma almennings góð. Sam- kvæmt skrá um brúttótekjur fram- teljenda til tekjuskatts 1972 er ísa- fjörður fjórði hæsti kaupstaðurinn Keflavík, Kópavogur og Vest- mannaeyjar eru hærri Til saman- burðar má geta þess, að Reykjavík er í 9. sæti. Brúttótekjur fram- teljanda á ísafirði 1971 voru að meðaltali 468.300 og höfðu aukizt' um 29 5% frá árinu áður. Sambæri- leg tala I Reykjavík var 431.000 og sambærileg hlutfallshækkun 27%. Hliðstæð gróska og afkoma var i öðrum sjávarplássum Vestfjarða en miður i þeim hlutum Vestfjarðakjör- dæmis, sem eru hrein landbúnaðar- héruð. Þannig voru brúttótekjur framteljanda lægstar á landinu ! A- Barðastrandarsýslu, eða aðeins 298.929 greint ár. Þess ber þó að geta, að þar varð tekjuaukning frá árinu áður mest, eða 42.3%, sem einnig segir sína sögu. Fólksstreymi til Vestfjarða Sé litið á fólksfjöldaþróun í landinu á tímabilinu frá 1930 til 19 70 er Vestfjarðakjördæmi hið eina á landinu, þar sem færri búa við lok tímabilsins en upphaf þess. Á árunum 1971 og 1972 varð hér breyting á, þannig að jöfnuður varð ! brottflutningi og aðstreymi fólks Á sl. ári varð nokkur fjölgun og horfur eru á fólksstreymi til Vestfjarða 1974 og í náinni framtið, ef svo heldurfram sem horfir. Það er að sjálfsögðu gróska í atvinnulifi og góðir afkomumögu- leikar, sem hér valda straumhvörf- um. En á þe:m stöðum, sem mest fólksstreymi hefur verið til, háði hús- næðisekla því, að hægt væri að taka á móti öllum, sem koma vildu og þörf var fyrir á vinnumarkaði Það, sem einkennir íbúafjölgun á Vestfjörðum, er fyrst og fremst, að unga fólkið kýs nú að vera um kyrrt í heimahögum, en jafnframt búferla- flutningur til Vestfjarða, einkum af Reykjavíkursvæðinu. Þessi búferla- flutninqur frá Reykjavíkursvæðinu er athugunarefni, sem ekki hefur verið gefinn nægur gaumur. Það eru einkum barnmargar fjölskyldur, sem leita út á landsbyggðina. Fram- kvæmdastjórinn lét i Ijós þá tilgátu, að e.t.v. væri hér um fólk að ræða, sem teldi sér fjárhagslega um megn að búa á stór-Reykjavikursvæðinu; e.t.v. fyndi fólk sjálft sig og gildi sitt betur í smærri byggðarlögum en miklu fjölmenni. HúsnæSis- og umhverfismál Framkvæmdastjórinn lagði áherzlu á nauðsyn þess að stórauka ibúðarhúsnæði i helztu þéttbýlis- kjörnum Vestfjarða, enda væri hús- næðisekla helzti þröskuldur eðli- legrar ibúafjölgunar i kjördæminu. Ennfremur að mæta þyrfti vaxandi kröfum fólks um betra og fegurra umhverfi og væri varanleg gatna- gerð þar efst á baugi. f þvi sam- bandi benti hann m.a. á þá stað- reynd, að samkvæmt yfirliti um aldursflokkun íbúðarhúsnæðis á Vestfjörðum miðað við fasteignamat 1970 hefði yfir helmingur íbúðar- húsnæðis á ísafirði verið byggður fyrir 1930 Þessi málaflokkur verður eitt höfuðviðfangsefni fjórðungsþings Vestfirðinga Hann hefur verið ræki- lega undirbúinn og er stefnt að stórátaki ! þessum efnum Þá hafa sveitarfélögin á Vestfjörðum stofnað með sér samtök, Átak stá (sveitar- félagarekstur með takmarkaðri ábirgð), um varanlega gatnagerð og er þegar á þessu sumri unnið að umtalsverðum framkvæmdum á þessu sviði. Það, sem helzt háir, er fjármagnsskortur. Framkvæmda- stjórinn sagði það að vísu góðra gjalda vert að verja 1000 milljónum króna af óafturkræfu fjárlagafé til gróðurverndar á öræfum landsins, en hins vegar skyti skökku við ef sveitarfélögin I landinu skorti á sama tima nauðsynlegt lánsfjár-- magn til óhjákvæmilegra fram- kvæmda i því skyni að skapa fólki aðstæður til að una sinum hag i helztu framleiðslustöðvum þjóðar- búsins, sem væru þó hornsteinar verðmætasköpunar þess sf. l£ )HANN HJÁLMARSSON ^ öSTIKUR ÁFRAM EIMREIÐ Halldór Laxness teiknaður af Dananum Hans Bendix. FJÖR virðist nú vera að færast í Eimreiðina. Fyrsta tölublað hennar 1974 er nýkomið út og ekki liðu margir dagar þangað til annað tölublað sá dagsins ljós. Aðalefni Eimreiðarinnar að þessu sinni er greinin Verð- bólga og íslenzka hagkerfið eftir Gunnar Tómasson hag- fræðing. Eg vona að menn virði mér það til vorkunnar, þótt ég fjalli ekki ítarlega um grein Gunnars, en leikmennska mín 1 hagfræðilegum efnum veldur því, að fátt nýtilegt gæti komið út úr slíkri umsögn. En óhætt er að segja að greinin, sem er I viðtalsformi, er um margt at- hyglisverð og mönnum er eindregið ráðlagt að kynna sér hana, vega og meta. Forráðamenn Eimreiðar- innar leggja mikla áherslu á þjóðmálaumræðu eins og til dæmis leiðari tímaritsins ber með sér, einnig hugleiðingarn- ar Á torginu eftir Förumann (hvers vegna dulnefni) og ekki síst löng grein: Mannhyggja eða múghyggja eftir Per G. Andreen. Mannhyggja eða múghyggja er grein um mjög tímabært efni, en ein af þessum lærðu, þýddu greinum Eimreiðarinnar, sem einhvern veginn fara fyrir ofan garð og neðan. Fátt nýtt kemur fram í greininni nema kannski þörf ábending: I öllu hinu gífurlega flóði bóka um marzisma séðan f marxísku ljósi mætti gjarnan ein og ein bók koma fram, sem hallaðist að andstæðri skoðun, endur- mati á gamalkunnum mál- flutningi. Höfundur nefnir nokkrar bækur, sem vert væri að þýða (hann á við sænska bókaútgáfu), meðal þeirra eru Introduction to Marxist Theory eftir Henry B. Mayo (1960) og Marxism — One Hundred Years in the Life of a Doctrine eftir Bertrand D. Wolfe (1967). Okkur verður hugsað til pappírskilja Máls og menningar, sem einkum túlka marxísk sjónarmið. Er nokkur áhugi á fslandi á því að gefa út pappírskiljur, sem gætu myndað eðlilegt jafnvægi stjórnmálaumræðu? Almenna bókafélagið hefur farið vel af stað með til að mynda bók Andres KUng, Eistland, en verður framhald á slíkri út- gáfu, spyr sá, sem ekki veit. Ekki má gleyma því, að Eimreiðin vill líka sýna bók- menntum ræktarsemi. Dæmi um þetta er I anddyri dóm- hallar eftir Franz Kafka (nafn þýðanda týnt), einn af þessum stutta, frábæru þáttum Kafka á mörkum sögu og prósaljóðs; dæmisaga er kannski rétta orðið. Hrafn Gunnlaugsson er dug- legur ungur rithöfundur eins og dæmin tvö úr Eimreiðinni sanna:.. .ljóðið Engill af holdi og blóði og leikþátturinn Vitsmunaverur. Engill af holdi og blóði er hressilegt ljóð („þú flaugst eins og engill út úr höfði rnínu") og Vitsmuna- verur er ekki ósniðugur samsetníngur, þótt hann sé æði smár í sniðum. Greinarkorn um íslenskt mál eftir Halldór Laxness er upp- rifjun ýmislegs þess, sem Halldór hefur áður sagt um efn- ið. Tryggum lesanda sínum kem- ur hann sfður en svo á óvart, en gott er ef einhver nennir, til dæmis Halldór Laxness, Helgi J. Halldórsson og fleiri kunnáttumenn um íslenskt mál, að benda orðskussum á mestu vitleysurnar. Auðlærð er ill danska. Það er satt. En ekki er laust við að við séum of viðkvæmir, hátíðlegir og þjóðernissinnaðir þegar við er- um að verja málið okkar, þetta mál, sem enginn lærir víst til hlítar. Kannski er það mesti kostur þess. Sú hvatning, sem eflir okkur og styrkir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.