Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974
Sá bezti heima —
etra lið samt
— Ég mun ekki geta tekið
f tugþrautarlandskeppn-
inrJ í Parfs, sagði Stefán Hall-
sson, tslandsmethafinn f
raut f viðtali við Morgun-
blaðið um helgina. Stefán
s.; 'i, að í tugþrautarkeppninni
rðpumeistaramótinu í Róm
* c >j strax komið í Ijós, að
hann hefði ekki verið orðinn
góC-!r af meiðslum, sem hann
varð fyrir f sumar, — og það er
gaman að fara meiddur út
í keppni, bætti hann við, — auk
óttast ég svo, að meiðslin
kunni að versna ef ég reyni
iega á mig, og þannig gæti
ég misst úr meiri tfma við
æf ingarnar en ella.
•fán hefur nokkuð lengi
fundið fyrir eymslum í fótvöðv-
um Hann sagðist hafa hvílzt
vci fyrir tugþrautarkeppnina
hér heima og bikarkeppnina og
verí þá orðinn sæmilegur. —
Þaó var einungis í hástökkinu
og langstökkinu sem ég fann til
sársauka sagði hann. Þess
vegna vonaði ég í lengstu lög að
ég kæmist í gegnum þrautina í
ói og næði þar bærilegum
árangri. Það kom hins vegar í
ljós strax í fyrstu greininni,
þegar ég fór að reyna alvarlega
á mig, að ég var engan veginn
orðinn góður og síðan hélt þetta
stöðugt áfram að versna, og í
stökkgreinunum var það
þannig, að ég fann til mikils
sársauka. Var ég að hugsa um
að hætta keppninni, en píndi
mig áfram í 110 metra grinda-
hlaupið, en þar fann ég að það
þýddi ekki að vera lengur að:
þessu og hætti.
í Morgunblaðinu hafði komið
fram að Stefán hefði dottið í
grindahlaupinu og hætt þess
vegna, en svo var ekki, sem að
framan segir.
Tugþrautarlandskeppnin í
París verður síðasta stórverk-
efni íslenzkra frjálsiþrótta-
manna á þessu ári. Þótt Stefán
verði þar ekki meðal keppenda
geta íslendingar, eigi að síður,
teflt fram í keppni þessari
betra tugþrautarlandsliði en
nokkru sinni fyrr. Elías Sveins-
son, sem hlaut rösklega 7100
stig í tugþrautarkeppninni á
dögunum, á mikla möguleika á
að bæta sig verulega, og félagar
hans: Karl West, Hafsteinn Jó-
hannesson og Vilmundur Vil-
hjálmsson eiga einnig allir góða
möguleika á að stórbæta
árangur sinn, en allir hafa þeir
náð sínu bezta í tugþraut á
þessu sumri.
Allt á afturfótunum
við undirbúning OL
TVÆR stórar gryfjur er nú búið
að grafa þar sem Olympfuleik-
vangurinn og sundhöllinn eiga að
vera á Olympfuleikunum f
Montreal f Kanada að tveimur
árum liðnum. Við hliðina á þess-
um gryfjum er hjólreiðabraut
leikanna, sem var lftið meira en
hálfköruð er heimsmeistara-
keppnin fór þar fram f haust.
Framkvæmdirnar á Olympfu-
svæðinu eru f algjörri mótsögn
við næsta umhverfi þess; þar er
fallegur skemmtigarður og fyrsta
flokks golfvöllur.
Kanadamenn eigs nú í miklum
erfiðleikum við byggingu
Olympíumannvirkjanna, og allt
hefur reynzt þar margfalt kostn-
aðarsamara en gert var ráð fyrir í
upphafi, auk þess sem verkföll
hafa sett mikið strik í reikning
framkvæmdaaðilanna.
Þegar boði Montreal um að
halda sumarleikana 1976 var tek-
ið fyrir f jörum árum, lýsti borgar-
stjórinn, Jean Drapeau, því strax
yfir, að leikarnir kæmu ekki til
með að kosta einn einasta eyri
fyrir íbúa borgarinnar. Afla átti
fjár til framkvæmda með happ-
drættum og sölu á minjapening-
um og frímerkjum.
Nú liggur hins vegar sú stað-
reynd fyrir, að fjármagnið verður
að verulegum hluta sótt í vasa
íbúa Montreal og reyndar flestra
Kanadabúa. Happdrættin eru
reyndar í fullum gangi, og var
ákveðið að hafa milljón dollara
vinhing í hverjum drætti, en
vinningsupphæðin var nýlega
lækkuð niður í 100.000 dollara,
þar sem áhugi á happdrættinu
reyndist vera mjög takmarkaður.
Samtímis verða svo fram-
kvæmdaaðilar leikanna að glfma
við þá gífurlegu verðbólgu, sem
ríkir í Kanada, og óróa á vinnu-
markaðinum. T.d. var búizt við
því, að hjólreiðabrautin myndi
kosta um 10 milljónir dollara.
Hún kostar nú þegar 25 milljónir
dollara, og er þó mikið ógert.
Sú spurning hefur vaknað að
undanförnu hjá mörgum hvort
Olympíumannvirkin geti verið til-
búin sumarið 1976. Allt er á eftir
áætlun nú þegar, og stöðugt sígur
á ógæfuhliðina. Forseti alþjóð-
legu Olympíunefndarinnar, Vest-
ur-Þjóðverjinn Willi Daume, fór
nýlega til Montreal og sagði eftir
þá ferð, að hann væri viss um, að
Kanadamenn myndu sigrast á
erfiðleikunum, en hins vegar
blöskraði sér fjárhagshlið máls-
ins, og hvað allt færi fram úr
áætlun. Ætti Daume þó ekki að
láta sér bregða við neina smá-
muni á því sviði. Hann var aðal-
maðurinn við byggingu Olymplu-
mannvirkjanna í Mtinchen, sem
voru fimm sinnum dýrari, en upp-
haflega var ráð fyrir gert.
Sá eini, sem virðist halda sæmi-
lega ró sinni í máli þessu, er
Drapeau borgarstjóri. Hann segir
aðeins, að enginn hafi trúað því
'að Montreal gæti lokið nauðsyn-
legum framkvæmdum fyrir
heimssýninguna Expo 67, en
mannvirkin þar eru nú hreinasta
draugaborg. — Þótt allt hafi
gengið heídur verr en við áttum
von á, fiöfum við nægan tíma til
þess að vinna það upp sem við
erum á eftir, segir borgarstjórinn.
— Eins og er virðast fáir trúa
orðum hans, og menn telja, að það
þurfi kraftaverk að koma til, svo
að Montreal geti uppfyllt þau skil-
yrði, sem gerð eru til Olympíu-
leika, eftir aðeins tvö ár. Þannig
er t.d. mjög erfitt að ímynda sér,
að borgin, sem reisa á fyrir hina
10.000 keppendur, sem búizt er
við að komi til leikanna, verði
tilbúin á réttum tíma, þar sem
nákvæmlega ekkert er farið að
vinna að byggingu hennar.
HAUKAR
UNNU FH
Haukar unnu nokkuð óvæntan
sigur yfir 1. deildar liði FH í
knattspyrnu, er liðin mættust f
Hafnarfjarðarmótinu f knatt-
spyrnu. Voru Haukarnir betri
aðilinn allan leikinn og sigruðu
2:0. Það var Þráinn Ilauksson,
sem skoraði bæði mörk Hauk-
anna, en áður en hann gerði
mörkin, hafði honum mistekist f
vítaspyrnu — lét markvörð FH
verja skot sitt. I fyrri leik liðanna
f Hafnarfjarðarmótinu urðu úr-
slitin þau, að FH sigraði, 2—0,
þannig að liðin verða að leika
úrslitaleik.
iVfTeMBM*
SKTU'R íiIÐ GLÆSILSGA HfilMSMST
SÍTT - HVS LANGT A EFTIR
HíiFSU "GÖMLU G0ÐIN" OHÐIO 1
P.NUHMI HLJÖP A
14:L8.8 Ahio 1928.
NO HSíOI HANN OHOIi
HRING A SFTIR KUTS
4 V.Kutí. IS.35.0r/45?
M 138 M LFTI íi gÆ
K.Kevxo ís.zv.2 — /wr
fefSax, 1 69 M SFTIR .ig#;
E. Por-rertANS 13.13.0 —1472
'7. Í1AKI 14,08.* -1434
ý/j6 M EFTIR
NURMIHEFÐIATT
HEILAN HRING EFTIR
Hver man ekki eftir nöfnum eins og Zatopek og Nurmi, tveimur
frægustu langhlaupurum, sem uppi hafa verið? Hvað myndu þessir
kappar hafa gert í keppni við Belgfumanninn Emil Puttemans,
núverandi heimsmcistara f 5000 metra hlaupi? A meðfylgjandi
mynd er sett á svið hlaup á milli nokkurra fremstu langhlaupara
sfðustu 50 ára og skýrir þessi skemmtilega mynd sig í rauninni
sjálf. Nurmi er elztur þcssara hlaupara og hann hefði komið f mark
á milli Keyno og Kutz, en það skal skýrt tekið fram að Nurmi hefði
þá átt heilan hring eftir.
r
Islandsmót
íblaki
Islandsmótið í blaki veróur
með svipuðu sniði og í fyrra.
Undankeppni eða riðlakeppni
mun hef jast um miðjan nóvem-
ber og efstu liðin í hverjum
riðli munu síðan leika saman til
úrslita um íslandsmeistaratit-
ilinn.
Á ársþingi BLI nú í vor var
samþykkt tillaga um að stofna
1. og 2. deild f blaki veturinn
’75—’76 og í 1. deild munu þá
leika þau lið, sem komast f úr-
slitakeppnina nú í vetur, og hin
liðin munu leika í annarri
deild. Þátttakehdum verður
greint nánar frá þessu áður en
mótið hefst.
Þátttökutilkynningar ásamt
þátttökugjaldi kr. 3000,- þurfa
að hafa borizt til BLl, pósthólf
864, Reykjavík, fyrir 15. nóvem-
ber.
Golfá
Húsavík
FVRSTA opna golfmótið á
Húsavfk fór fram s.l. laugar-
dag og sunnudag. Keppendur f
mótinu voru 32 frá Akureyri,
Ölafsfirði, Húsavfk og Hafnar-
firði. Leiknar voru 36 holur,
með og án forgjafar.
Sigurvegari f keppni án for-
gjafar varð Sigurður Héðins-
son, Golfklúbbnum Keili, sem
lék á 155 höggum. Annar varð
Árni Jónsson frá Akureyri,
sem lék á 165 höggum, og
þriðji varð Halldór Rafnsson,
einnig frá Akureyri, og lék
hann á 166 höggum.
1 forgjafarkeppninni sigraði
Jónas Geir Jónsson frá Húsa-
vfk, lék á 134 höggum. Annar
varð Einar Heiðarsson frá
Akureyri á 136 höggum og
þriðji varð Ingimar Hjálmars-
son, Húsavfk, lék á 137 högg-
um.
Par vallarins er 163 högg.
Golfvöllurinn á Húsavfk
þykir mjög góður, og landslag-
ið mjög f jölbreytt og fallegt.
Veizlaí
verðlaun
S.l. laugardag fór fram hjá
Golfklúbbi Ness á Seltjarnar-
nesi hin svonefnda Veitinga-
húsakeppni, en þar er um að
ræða 18 holu keppni með for-
gjöf, og eru verðlaunin veizla
fyrir sígurvegarann og maka í
einu veitingarhúsi borgar-
innar, og var það Hótel Saga,
sem gaf þessi verðlaun núna.
Sigurvegari í keppninni varð
Pétur Orri Þórðarson, en hann
sigraði einnig í keppni, sem
fram fór á Nesvellinum um
fyrri helgi, en þar áttust við
þeir félagar klúbbsins, sem
hafa hæstu forgjöf, „24 keppn-
in“ er mót þetta kallað. Lék
Pétur á 94 höggum, en í öðru
sæti urðu jafnir þeir Kristján
ö. Kristjánsson og Jón Björns-
son — léku á 106 höggum. Jón
er með elztu kylfingum lands-
ins, verður 75 ára á næstunni
og hefur leikið golf s.l. sjö ár
sér til ánægju og heilsubótar.
Blak í
Kópavogi
Stofnfundur blakdeildar
Handknattleiksfélags Kópa-
vogs vcrður haldinn í Æsku-
lýðsheimilinu að Álfhólsvegi
32 í Kópavogi kl. 20.30 f kvöld.
Allt blakáhugafólk er velkomið
á fundinn.