Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÖBER 1974 Hornafjörður: 250 km langur karlakór Höfn Hornafirði, 10. okt. KARLAKÓRINN Jökull er nú að hefja vetrarstarfið og verður æfð ný söngdagskrá. Jökull söng síðast á Sandinum í sumar, þegar hringvegurinn var vígður, en það má segja að Jökull sé lengsti kór landsins því félagar eru á svæðinu frá Hvalnesi að Skeiðará eða á 250 km löngum kafla. Stjórnandi er Sigjón Bjamason. Þá eru skátar hér með aðalfund sinn í kvöld, en um 60 skátar starfa hér. Elfas. Neskaupstaður: Veturinn snemma á ferð Neskaupstað, 10. okt. HÉÐAN eru litlar fréttir, allt í rólegheitunum. Það hefur verið erfitt með veðrið lengi og slæm- ar gæftir. 1 gær var þó góður afli á línuna og er eitthvað að glæðast. Fiskast bæði þorskur og ýsa. Það er kominn vetrarbragur á bæinn, mánuði of snemma. Það þarf að fara 20—30 ár aftur í tímann til að finna eins leiðin- legt veður og verið hefur síðan í vor að segja má. Menn eru nú farnir að dunda við haustið hér og sfðustu daga hefur verið gott veður, bjart og góðlegt. — Asgeir. Egilsstaðir: r A snjóbíl í göngurnar Egilsstöðum, 10. okt. GÖNGUM er að mestu lokið á Héraðiog útlitið varðandi fjár- skaða er ekki áns slæmt og menn héldu eftir hretið sem skall her á þegar smölun var ólokið. bændur í Eiðaþinghá fóru i göngur i Mjoafjörð um sl. hel^ og utðu að fá snjöbi'l yfir Mjo'afjarðarheiðina þar sem vegurinn til menntamáia- ráðherra var á kafi í snjo'. Bændur komu aftur á þriðju- dag með600fjárog gekk ferðin vel. Hér er nú bjartviðri og næt- urfrost, en það er heitfengt konufo'lk hér svo það kemur ekki að sök. Hákon. Borgarnes: Með allt að 60 slátur Borgamesi, 10. okt. HÉÐAN ER fátt að frétta nema það venjulega. Félagslífið er að komast í gang og Tónlistar- félagið er með Sinfóníuhljóm- sveitina á Logalandi á næst- unni. Bridgefélagið heldur aðalfund í kvöld og byrjað verð- ur að spila þannig að þetta er að færast í hausthorfið. Lionsmenn héldu skemmti- fund með gamla fólkinu hér á hótelinu eitt kvöldið og gerði það mikla lukku. Strákarnir skemmtu sjálfir og m.a. var myndasýning. Þá fóru Rotary- menn með gamla fólkið I ferða- lag fyrir skömmu. Konur hér hafa nú nóg að gera í sláturgerð og húsmæður taka allt upp í 60 slátur. Krakkar hér em aldir upp við allar tegundir af slátri og þetta þykir góð búbót hér. Hörður. Grindavík: Ótti í mönnum við samdrátt Grindavík, 10. okt. ÁSTANDIÐ i útgerðarmálun- um hér er uggvænlegt núna, þvi lítill afli berst á land í hvaða veiðarfæri sem er og fjöl- margir bátar liggja bundnir þar sem miklum erfiðleikum er háð að manna þá, jafnvel stóru bát- ana einnig. Annars er sláturtið hér í full- um gangi og er slátrað hér fé af Suðurnesjum og einnig nokkru ofan úr Kjós. Dale Carnegie-námskeið hef- ur verið hér að undanförnu og hefur verið fullsetið á það, en til stendur að hafa annað námskeið eftir áramót. Vetrarstarfið er - að hefjast hér I félagslífinu, unnið er við hafnargerð og gatnagerð, en það er ótti í mönnum við sam- drátt, því strax í byrjun þessa árs áu menn hvert stefndi í þessum málum. Menn vona þó að allt verði gert sem unnt er til að halda atvinnulífiinu gangandi. — Tómas. Skálholt: Nýir bflar skröltandi Skálholti, 10. okt. HÉR er allt i rólegheitunum, því hér verða aldrei nein hneyksli. Nú er verið að slátra í Laugarási og verður slátrað þar um 20 þús. fjár, en 60 menn vinna við slátrunina. Hér hefur verið ágætis tíðar- far, en annars kalt í september. Gras hefur sölnað og fallið óvenju snemma og dilkar eru heldur fyrir neðan meðallag. Annars er bærilegt hljóð í bændum. Það versta hjá okkur er hvað vegirnir eru andskoti slæmir, alveg f^ikilega leiðin- legir I sumar og með þessum vegum tekur ekki nema eitt ár að gera nýja bíla að skröltandi blikkdósum. — Björn. Vilhjálmur Hjðlmarsson menntamðlaráðherra lýsir yfir opnun Norrænu eldfjallastöðvarinnar. Norræna eldfjallastöðin á Islandi formlega opnuð VILHJÁLMUR Hjálmarsson menntamálarððherra opnaði f gær Norrænu eldfjallastöðina á Islandi við hátfðlega athöfn f Nor- ræna húsinu, að viðstöddum Geir Hallgrfmssyni forsætisráðherra, Halldóri E. Sigurðssyni landbún- aðarráðherra og fleiri gestum. Próf. Arne Nygaard, stjórnarfor- maður Norrænu eldfjallastöðvar- innar, stjórnaði samkomunni og flutti ávarp. En í lokin var frum- sýnd kvikmynd Osvaldar Knud- sen um Heimaeyjargosið. Eldfjallastöðin hefur verið I undirbúningi síðan henni voru settar reglur á árinu 1973. Hlut- verk hennar er að framkvæma rannsóknir I eldfjallafræði al- mennt og veita ungum jarðfræð- ingum þjálfun á því sviði. Hún er til húsa f Jarðfræðideild Háskól- ans, þar sem eldfjallastöðin hefur þriðjung húsnæðisins, en jarð- fræði og landfræðideild Háskól- ans % hússiris. Island á að leggja stöðinni til húsnæði, en rekstur FORSÆTIS- RÁÐHERRA TALAR Á AKUREYRI Á MORGUN laugardaginn 12. okt. verður haldinn aðalfundur kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi. eystra. Verður fundurinn haldinn í Sjálf- stæðishúsinu á Akureyri (Litla- sal) og hefst kl. 14.00. Á dagskrá fundarins eru málefni Sjálfstæð- isflokksins í kjördæminu og kosn- ingar í fastanefndir og stjórn kjördæmisráðsins næsta kjör- timabil. Geir Hallgrímsson forsætisráð- Próf. Nygaard, stjórnarformaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar ávarpar gesti. og tækni alla kostar Norðurlanda- ráð með greiðslum i sömu hlut- föllum og til annarra viðfangs- herra verður gestur fundarins og mun hann ræða um stjórnmála- viðhorfið. Kjördæmisráð fer með sameig- inleg flokksmál í hverju kjör- dæmi. efna, þar sem hlutur Islands er 1%. Forstöðumaður stöðvarinnar er dr. Guðmundur Sigvaldason, en aðrir starfsmenn eru Karl Grönvold jarðfræðingur, tækni- legir aðstoðarmenn þeir Niels Oskarsson og Halldór Olafsson, en skrifstofustjóri er Svala Eggerts- dóttir. Við Norrænu eldfjallastöð- ina eru nú 4 styrkþegar, 2 frá Noregi, enn frá Danmörku og 1 frá Islandi. Stjórn hennar skipa Arne Noe Nygaard formaður, Sig- urður Þórarinsson varaformaður, Christoffer Oftedahl, Franz Wickeman, Matti Lahdeoja, Guð- mundur Pálmason, Sveinn Jakobsson og Þorbjörn Sigur- geirsson. Við opnun Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar i gær flutti dr. Nyggard ávarp, Menntamálaráð- herra lýsti yfir opnun stöðvarinn- ar með ræðu, Magnús Kull, fram- kvæmdastjóri Menningarstofnun- ar Norðurlandaráðs talaði, Guð- Framhald á bls. 20 Sjómenn handteknir UM 60 íslenzkir sjómenn af síld- veiðiskipum sem stunda veiðar I Norðursjó voru meðal áhorfenda að landsleik Islands og Danmerk- ur í Alaborg í fyrrakvöld. Veittu þeir landanum mikinn stuðning með hvatningaköllum sínum á meðan á leiknum stóð. Hins vegar bar nokkuð á ölvun, og varð lög- reglan að fjarlægja fjóra menn af þeim sökum. Lézt í bílslysi MYNDIN er af Þorleifi Kristni Árnasyni, sem beið bana i bif- reiðarslysi á Dalvík aðfararnótt s.l. laugardags. Þorleifur heitinn var 27 ára gamali, ókvæntur og barnlaus. Athugasemd frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Fáskrúðsfjarðar MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd: Um hugsanlega úrsögn Verka- Hellas sigr- aði Fram 17-16 í lélegum leik SÆNSKA liðið Hellas sigraði Reykjavfkurmeistara Fram I handknattleik f gærkvöldi með 17 mörkum gegn 16. 1 hálfleik var staðan 8—6 fyrir Hellas. Þótti leikurinn lélega leikinn af báðum aðilum. Hjá Hellas var Fischer- ström markhæstur með 5 mörk en hjá Fram Pálmi Pálmason með 4 mörk. lýðs- og sjómannafélags Fáskrúðs- fjarðar úr Lífeyrissjóði Austur- Iands: Við undirrituð í stjórn félagsins birtum hér með bókun þá, sem samþykkt var á fundi félagsins 29/9 1974: „Flutningsmaður tillögunnar vakti máls á því, hvort ekki væri athugandi að ná lífeyrissjóði verkamanna hér heim, og fól fundurinn stjórninni að athuga þessi mál.“ Og þar sem ekki var ætlast til, að mál þetta væri gert opinbert og þvi síður, að deilt væri á stjórn sjóðsins, viljum við mótmæla birt- ingu greinar þessarar. Formaður: Óskar Þórormsson. Ritari: Guðmundur Guðjónsson. jjaldkeri: Inga V. Ölafsdóttir. Meðstjórnandi: Valborg Björg- vinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.