Morgunblaðið - 11.10.1974, Side 18

Morgunblaðið - 11.10.1974, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1974 hf. Árvakur. Reykjavík Haraldur Sveínsson Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuBmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6. sími 10 100. ASalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. ð mánuSi innanlands í lausasólu 35.00 kr. eintakiS. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar Stefna stjórnvalda í efnahags- og fjármál- um undanfarin ár hefur leitt til meiri verðbólgu hér á landi en dæmi eru til um í lýðræðisríkjum. Óða- verðbólgan, sem nú er á milli 40 og 50%, hefur valdið meiri ringulreið í efnahags- og atvinnu- málum en áður hefur þekkst. Hér á landi hefur sú trú lengi verið við lýði, að verðlagshöft væru vís- asti vegurinn til þess að halda verðlagi í skefjum. Af þeim sökum hafa áhrifa- mikil stjórnmálaöfl ekki þorað að varpa þessu löngu úrelta kerfi fyrir róða og taka upp eðlilega viðskipta- hætti. Og í raun réttri eru afturhaldssjónarmið af þessu tagi ein af orsökum óðaverðbólgu og ringul- reiðar í efnahagsmálum. Enginn getur a.m.k. lokað augunum fyrir því, að verðlagshöftin hafa á engan hátt verið hemill á óðaverðbólguna. íslendingar eru eina þjóðin, er býr við frjálsa stjórnarhætti, sem enn við- heldur úreltum verðlags- höftum. Allar nágranna- þjóðir okkar hafa fyrir löngu snúið baki við þessu kerfi og tekið upp frjálsa viðskiptahætti. Þó . að þessar þjóðir eigi einnig við verðbólguvandamál að etja eins og sakir standa, er sá vandi hverfandi miðað við þá ringulreið, sem við stöndum frammi fyrir. Verðlagshöftin þjóna þvf ekki hagsmunum neytenda og geta á engan hátt haldið verðlagi í skefjum. Og einu gildir, hvaða stjórnvöld fara með verðlagsmálefni. Þannig hefur vöruverð aldrei hækkað jafn mikið á jafn skömmum tíma eins og í viðskiptaráðherratíð Lúðvíks Jósepssonar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi barist fyrir því, að sett yrði löggjöf um frjálsa verðmyndun og verðgæslu eins og nú er t.a.m. í gildi á Norðurlönd- um. Viðreisnarstjórnin lagði fram slíkt frumvarp á sínum tíma, sem sniðið var eftir löggjöf í Danmörku, er sósíaldemókratar þar í landi höfðu beitt sér fyrir og staðið að. Frumvarp þetta náði ekki fram að ganga vegna þröngsýni nokkurra áhrifamanna í Alþýðuflokknum. Full- trúar Framsóknarflokks- ins tóku þátt í undirbún- ingi frumvarpsins, , en flokkurinn snerist síðan gegn því, þegar til kast- anna kom. Þessi aftur- haldssjónarmið réðu því, að á þeim tíma tókst ekki að færa viðskiptahætti hér á landi í það horf, sem lengi hefur viðgengist á Norðurlöndum, og hafa þau lönd þó verið talin standa öðrum framar að því er varðar félagslegan jöfnuð. Þegar vinstri stjórnin kom til valda var enn hert á verðlagshöftunum undir forystu kommúnista, sem fóru þar með viðskiptamál. Og til viðbótar var gripið til þess ráðs að leyna al- menningi þeirri verðlags- þróun, sem átti sér stað, með því að neita stór- um þjónustufyrirtækjum sveitarfélaga og ríkisins að selja þjónustu sína og framleiðslu á kostnaðar- verði. Bilið var síðan brúað með stóraukinni skulda- söfnun. öllum er ljóst, að með þessu móti var ekki dregið úr verðbólguvexti, þvert á móti leiddi þetta fyrirkomulag til aukinnar verðbólgu og meiri ringul- reiðar. Þau álagningarhöft, sem nú eru í gildi, leiða í fyrsta lagi til þess, að ekki verður um innbyrðis sam- keppni milli verslana að ræða. í öðru lagi er rétt að benda á, að þau hvetja ekki innflytjendur til þess að gera hagkvæm innkaup, það eru þvert á móti hags- munir þeirra að kaupa dýra vöru. Það er því hrein blekking, að slíkt kerfi sé hagkvæmt neytendum. Hverfa verður frá úreltum viðskiptaháttum Óhjákvæmilegt er, að ís- Iendingar hverfi frá þess- um úreltu viðskiptahátt- um. Hagsmunir einstakra neytenda og þjóðarheild- arinnar krefjast þess. Nú- verandi ríkisstjórn hefur ákveðið að beita sér fyrir breytingum í þessum efnum. I stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að hún muni beita sér fyrir að sett verði ný löggjöf um verðmyndun, viðskipta- hætti og verðgæslu. Stefna eigi í átt til almenns eftir- lits neytenda með við- skiptaháttum í því skyni að tryggja heilbrigða sam- keppni og eðlilega verð- myndun verslunar- og iðnaðarfyrirtækja til bættrar. þjónustu fyrir neytendur. Hér er um mik- ilsverða stefnubreytingu að ræða. Enn er þó ekki ljóst, hvernig að þessum málum verður staðið. Ólafur Jóhannesson, við- skiptaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum, að þessi málefni þyrftu sérstakrar athugunar við, áður en ljóst yrði, hvernig stjórnin myndi vinna að framgangi þessarar nýju stefnu. Til þess er ætlast, að þessi ríkisstjórn beiti sér fyrir margs konar þjóðfé- lagslegum umbótum og framförum samhliða og í framhaldi af því endur- reisnarstarfi, sem nú er verið að vinna. Einn þátt- urinn í því starfi er óhjá- kvæmilega sá að koma hér á nútíma viðskiptaháttum og verðgæslu. er ekki miklu lengur til setunnar boðið Honum er í mun að útkljá málið um arftaka sína áður en hann fellur frá Enginn einn getur vænst þess á feta í fótspor Maos eftir dauða hans og þess vegna verður að fela forust- una fleiri en einum. Mao setti sjálfan sig í guðatölu, með því að innleiða persónudýrkunina i augum þjóðar- innar getur þvi enginn komið i hans stað Það er þó gott og blessað á meðan hann lifir En valdabaráttan við fráfall hans hlýtur að verða bæði löng og afdrifarík Þeir atburðir, sem urðu í Rússlandi við dauða Stalins, gætu endurtekið sig i Kína. Þetta vandamál hefur lengi blasað við í Kina, en sverfur nú æ fastar að Mao getur að visu sjálfum sér um kennt að nokkru, þar sem hann losaði sig við tvo nánustu samstarfs menn sina, þá Liu Shao-chi og Lin Piao I því máli hefur Mao ef til vill fundist vænlegast að sýna fulla hörku, svo engan bilbug mætti finna forum world features verður arftaki Maos formanns ? FRÉTTIR af „farsælli framvindu" mála andspyrnuhreyfingarinnar gegn Lin-Piao og Konfúsíusi gamla eru enn aðalumræðuefni opinberra málgagna í Kína, En Mao formaður á við önnur og erfiðari vandamál að stríða Chou-En-lai forsætisráðherra hefur mátt þola síendurtekin hjart- veikisköst og er nú vart starfhæfur Því getur svo farið að fjórða þjóðar- þingið, sem nú stendur fyrir dyrum, verði haldið án þess að þar njóti styrkrar forystu hans Enda þótt þingið sé kallað saman eingöngu til málamynda og til að samþykkja fyrirfram ákveðnar álykt- anir, hefur nærvera Chous þótt nauðsynleg til að jafna smávægi- legan ágreining fulltrúanna, sem eru 3000 talsins, eða bara til að tryggja að sjónarspilið verði allt slétt og fellt. Chou-En-lai er nú orðinn 76 ára Hann hefur setið i forsæti í 25 ár og er orðinn eins konar táknmynd styrkleika og öruggrar framþióunar kínverska alþýðulýðveldisins Fjarvist hans á þinginu hlýtur að hafa óheppíleg sálræn áhrif, svo ekki sé meira sagt. En því miður er ekki hægt að slá því á frest öllu lengur. í þingsálvktuninni verður að leggja drög að skipun „samvirku forustunnar", sem yrði arftaki Maos að honum látnum Mao er kominn á níræðisaldur og veit þvi að honum á hugsjónaafli byltingarinnar. En hann gat heldur ekki sætt sig við tilhugsunina um að Liu eða Lin breyttu í nokkru stjórnarstefnu hans Mao er dramblátur maður með óskorað sjálfstraust, eins og flestir byltingarforingjar. Hann er þó drottnunargjarnari en flestir, því hann vill líka rikja eftir dauða sinn. Þess vegna er honum mikið i mun að finna arftaka, sem getur talist nógu traustur og trúverðugur læri sveinn Það hefur honum ekki tekist enn En óvissan elur af sér úlfúð Þess vegna eru nú stöðugir flokka- drættir með mönnum innan kín- verska kommúnistaflokksins — og þess vegna er stöðugt verið að af- Eftir Eric Chou neita öllum klíkuskap og landshluta- deilum í opinberum fréttablöðum i Peking „Samvirk forusta" mundi geta sætt andstæð öfl innan flokks- ins Spurningin er bara sú: hverja á að velja svo allir geti vel við unað? Takist það val ekki, má vænta enn alvarlegri sundrungar Verið getur að deiluaðilar sjái sér þann kost vænstan að hafa hljóttt um sig á meðan Mao er á lífi En úrslita- stundin nálgast LÍKLEGIR ARFTAKAR: Ef stjórnmálaástandið i Peking er sem sýnist, verður Teng Hsiao-ping arftaki Chou-En-lai í forsætisráð- herraembættinu, en hann er fyrrver- andi aðalritari flokksins og var út- nefndur i það embætti eftir menn- ingarbyltinguna svokölluðu. Hann varð meðlimur i franska armi kín- verska kommúnistaflokksins árið 1924, þegar hann var við nám i Paris ásamt Chou Útnefning hans i stöðu varaforsætisráðherra var gerð með fullu samþykki Maos. Og til þéss að fylgi Maos við hann yrði öllum Ijós var nýlega birt opinber- lega mynd af Teng við hlið for- mannsins Líkur benda til að hann verði forsætisráðherra innan tiðar, en honum til aðstoðar verði Li-Hsien nien skipaður fyrsti varaforsætisráð- herra Li var við nám i Frakklandi á árunum eftir 1920 og er einn fremsti fjármálasérfræðingur í Kina nú. Áður hafði hanrýgetið sér góðan orðstir sem yfirforingi í borgarastríð- inu 1 946—49 Full ástæða er til að ætla að gott samstarf geti tekist með Teng og Li Báðir eru einlægir stuðningsmenn Maos, en hvorugur stenst Chou snúning hvað hæfileika og persónu- gerð varðar. Saman gæti þeim þó tekist að halda jafnvægi i innanrikis- málum, enda óliklegt að þeir víki frá stefnumörkun Chous um hægfara þróun. Nema til komi að Maó taki enn eitt heljarstökkið í „sagnfræði- legum" útlistunum En aðalvandamálið er, hvernig flokksforustan skuli skipuð að Maó látnum Flokksformannsstöðuna verður að fylla, enda þótt gripið verði til „samvirkrar forustu" Chou gæti tekið að sér það hlutverk, ef heilsa hans batnar. En nú er engin vissa fyrir því að hann lifi Maó og enginn annar virðist vandanum vaxinn. Síðustu fregnir benda þó til að verið sé að undirbúa útnefningu Wang-Hung-wen í formannssætið. Wang er róttækur byltingarsinni frá Shanghai, 37 ára að aldri, og þegar settur i 3. virðingarsætið innan flokksins — næstur á eftir Mao og Chou En þá er að geta þess að þessi skyndilegi frami Wangs eftir 10 flokksþingið í september var afleið- ing ólgunnar, sem þar varð vart hjá róttækum byltingarsinnum. Mao kaus að ganga til móts við þá og þess vegna skipaði hann Wang í þetta háa sæti — tók hann fram yfir marga aðra, sem bæði höfðu meiri reynslu og hæfileika en hinn ungi Wang Vera má að Wang njóti stuðnings róttæku aflanna í Shanghai, en vafa- mál er hvort herinn er honum hlið- hollur Mao hefur sjálfur oft sagt að valdið sé þeirra sem vopnin bera og Wang hlýtur að gera sér Ijóst að frekari frami hans er ekki fyrirfram útreiknuð staðreynd Þótt kaldhæðnislegt sé má segja að andstæðurnar og sundrungar- öflin séu að nokkru verk Maos sjálfs I hálfa öld hefur hann borið þar eld að glæðum til að tryggja sjálfan sig i sessi og auka völd sin. Nú kemur brátt að skuldadögunum. Þegar honum hentar bezt að afhenda gunnfána byltingarinnar hæfum arf- taka, er honum það næsta ófært. Öldnum einræðisherrum er stund- um þrautin þyngri að deyja en hjara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.