Morgunblaðið - 11.10.1974, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKT0BER 1974
Óháði söfnuðurinn:
Kirkju-
dagur á
sunnudag
Hinn árlegi kirkjudagur Óháða
safnaðarins er næsta sunnudag,
13. október, og hefst dagskráin
með guðsþjónustu klukkan 2.
Eftir messu og fram að kvöld-
verðartíma hafa konur úr kvenfé-
lagi kirkjunnar veizlukaffi á boð-
stólum í Kirkjubæ, og eru allir
kærkomnir þangað eins og á
undanförnum árum. Klukkan 5
þennan dag verður jafnframt
kaffiveitingunum barnaskemmt-
un inni í kirkjusalnum með lit-
myndasýningu, og er öllum heim-
ill aðgangur.
Snemma á næsta ári á kirkju-
söfnuður vor, Óháði söfnuðurinn,
25 ára starfsafmæli, og 15 ár eru
liðin síðan safnaðarkirkjan var
vígð, á sumardaginn fyrsta 1959.
Þegar á öðru starfsári safnaðar-
ins, 1951, héldum vér hátíð,
nefndum hana Kirkjudag og helg-
uðum daginn innri sem ytri starf-
seini í þágu kirkjuhugsjónar vorr-
ar. Kirkjudagurinn varð því
snemma starfshvatardagur. Þá
notuðum vér tækifærið og eggjuð-
um hvert annað til samheldni og
samstarfs. Á fyrstu árunum
áttum vér eigi þak yfir höfuðið en
reistum stundum tjaldbúð á fyrir-
huguðum kirkjustað og messuð-
um þar á kirkjudögum. Og
kirkjan reis þarna fyrr en varði,
spratt beinlínis upp af þessu
starfi tiltölulega fámenns hóps
með tvær hendur tómar. Hún var
byggð í nýjum stfl með þá starf-
semi í huga, sem þarna átti að
fara fram, án alls prjáls. Þannig
varð hún skilgetið afkvæmi
sinnar aldar í byggingarstíl. En
margir, sem fóru um veginn,
hristu höfuð sín og viku jafnvel
að oss glósum varðandi þetta
byggingarlag, eins og gengur ef
brugðið er út af vana.
En ekki ber allt upp á sama dag.
Lada Topas árg. 1973.
Til sölu Lada Topas árg. '73. Bíll í sérflokki.
Góðir greiðsluskilmálar.
Biireiðar & Landbúnaðarvélar hi
AriariMMkrMM U - ReyUavft - SM 3S8M
Electrolux
Vörumarkaðurinn hf.
ÁRMÚLA 1A, SÍMI 8 6112, REYKJAVÍK.
■xri
JMi
Nú hefur arkitektanefnd, sem
starfaði á vegum Fegrunarfélags
Reykjavíkur, tilnefnt þessa litlu
kirkju sem eitt af ellefu „fal-
legustu mannvirkjum“ Reykja-
víkurborgar á 1100 ára afmæli
byggðar í landinu. Þessa viður-
kenningu metum vér ekki sízt
vegna þess, að arkitektarnir
sjálfir fjölluðu hér um. Þeir ættu
að vita bezt hvað vert er að viður-
kenna á þessu sviði. Hér á við að
minnast þess, að kirkju vora
teiknaði Gunnar Hansson.
Með þessum orðum erum vér
sízt að stæra oss af neinu, heldur
láta í ljós gleði vora og þakklæti
yfir því, að kirkjubyggingu vorri,
sem er fyrir löngu orðin hluti af
oss, hefur af arkitektum sjálfum
verið skipað á bekk með þeim
mannvirkjum, sem þykja vera til
prýði í höfuðborg vorri og heima-
borg. öllum þykir vænt um þegar
fórnfúst starf þeirra er nokkurs
metið, en fjöldi safnaðarfólks hef-
ur fram á þennan dag unnið
sleitulaust með ýmsum hætti að
því að byggja kirkjuna, endur-
bæta ýmislegt með árunum og
fegra innanhúss og utan.
Fjölmennum til kirkju og f
Kirkjubæ á kirkjudaginn næst-
komandi sunnudag og sam-
fögnum hvert öðru með árangur-
inn af vel unnu starfi. Samfögn-
um einnig Vestmannaeyingum,
sem starfað hafa með oss í kirkju
vorri á undanförnum misserum
en hafa nú flestir getað snúið
aftur til heimkynna sinna. Þeir
kvöddu oss í kirkjunni síðsumars
og fylgja þeim blessunaróskir vor-
ar.
Með þökk fyrir birtinguna
Emil Björnsson.
Kjördæmisþing
Kjördæmisþing Heimdallar S.U.S. verður haldið i miðbæ
v/Háaleitisbraut 58—60, laugardaginn 1 2. október n.k. kl. 3.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
3. Umræður um skýrslu og reikninga.
4. Lagabreytingar.
5. Umræður og afgreiðsla stjórnmálaályktunar.
6. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda
7. Kosning fulltrúaráðs.
8. Önnur mál.
Félagar eru kvattir til að fjölmenna.
Héraðsmót
Sjálfstæðisflokksins
Sjálfstæðisflokkurinn heldur síðustu héraðsmótin j
sumrinu um næstu helgi á eftirtöldum stöðum:
Stapa á
Suðurnesjum
Föstudaginn 1 1. október kl.
21,00 i Stapa i Njarðvikum.
Ávörp flytja Matthias Á.
Mathiesen, fjármálaráðherra og
Oddur Ólafsson, alþingismaður.
Stiórnin.
Vestmannaeyjum
Laugardaginn 1 2. október kl. 2 1,00 i Vestmannaeyjum
(Sjálfstæðishúsinu). Ávðrp flytþr Ólafur G. Einarsson,
alþingismaður og Jóhann Friðfinnsson bæjarfulltrúi.
Fjölbreytt skemmtiatriði á héraðsmótunum annast
Ólafur Gaukur og hljómsveit hans auk Svölu Nielsen,
Svanhildar og Jörundar Guðmundssonar. Að loknum
héraðsmótunum verður haldinn dansleikur þar sem
hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur leika og syngja.
Við byggjum Sjálfstaðishús.
UPP SKAL ÞAÐ
Sjálfstæðismenn
sýnum hug okkar i verki. Sjálfboðaliðar hafa þegar unnið geysimikið
starf við nýja Sjálfstæðishúsið.
Við treystum á áframhaldandi samstarf.
Sjálfboðaliða vantar til ýmissa verkefna
laugardaga kl. 13—18,30 Byggingarnefndin.
Húsnæðis—
og byggingamál.
Fundur verður haldinn í starfshópi S.U.S. um húsnæðis- og bygginga-
mál mánudaginn 14. október. Fundurinn hefst kl. 6.15 í Galtafelli v/
Laufásveg.