Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 Gagnrýnenda- þing í Turku „ÞAÐ er nauðsynlegt að gagn- rýnendur hittist og ræði mál- in“, sagði Lars Hamberg, vara- formaður finnska gagnrýn- endafélagsins, að afloknu gagn- rýnendaþingi í Turku. Ham- berg varglaður þennan septem- bermorgun á Hótel Russalo. Hann hafði verið aðlhvatamað- ur þingsins og látið ljós sitt skfna óspart. Auk þess hafði honum tekist að ná ljósmynd af þyrlu, sem lenti á hverjum morgni á stéttinni fyrir framan hótelið. Ut úr þyrlunni skaust dökkklæddur maður með skjalatösku. Sumir sögðu að hann væri ráðherra. Það voru haldin mörg þing á Hótel Russalo og eflaust margir Ieyni- fundir. Lars Hamberg hafði staðið við gluggann og beðið þyrlunnar. Þegar hann kom niður i morgunverð sagði hann stoltur frá því að hann hefði náð mynd af þyrlunni. Og af því að ég var líka með myndavél spurði hann mig hvort mér hefði tekist að ná mynd af þessu tækniundri. Pekka Gronow, formaður finnska gagnrýnendafélagsins, sást sjaldan. Hann hélt ágæta ræðu við setningu þingsins, lagði áherslu á að gagnrýnend- ur glimdu ekki eingöngu við fagurfræðileg vandamál í skrif- um sínum, heldur létu sig einn- ig skipta hin ýmsu menningar- pólitísku svið. Á kvöldin eftir sauna var safnast saman í her- bergí Gronows. Þar voru bæði létt og sterk vín á boðstólum og Gronow sagði okkur frá áhuga- máli sfnu, þeirri ástríðu að safna gömlum grammifónplöt- um frá öllum löndum. Ég lofaði að senda honum íslenskar plöt- ur. Skáldið og ritstjórinn Karsten Hoydal frá Færeyjum gaf einnig fögur loforð. Finninn Arto Kytöhonka sagði sögur af kvennafari Kekkon- ens forseta og þvagfærasjúk- dómi hans. Svíinn Crispin Ahlström, hneykslaðist mikið á drykkjusiðum Færeyinga og ís- lendinga. Hann hafði farið með skipi til íslands og komið við f Færeyjum. Það voru mikil veisluhöld um borð og ekki tók betra við þegar komið var í land. Ahlström lét ekki drykkjarföng Gronows ósnert. Hann hafði Ifka afrekað það að koma skáldsagnahöfundinum Hannu Salama á viku fyllirf og hlaut fyrir það bölvun konu Salama. Það var því engin furða þótt Karsten Hoydal læddi út úr sér eftirfarandi at- hugasemd þegar hann hafði hlustað á sögurnar um drykkju- skap Færeyinga og islendinga: „Það hlýtur að hafa verið leið- inlegt fyrir þig Ahlström, sem ert algjör bindindismaður, að hitta fyrir svona fólk.“ Þá þagn- aði Ahlström. Aðalumræðuefni gagnrýn- endaþingsins í Turku var hugsanleg skólun gagnrýnenda Hugmyndin fékk slæmar undir- tektir. Daninn Thomas Bredsdorff, gagnrýnandi Politiken, óttaðist að gagnrýn- endur yrðu sérhæfð stétt og mælti gegn hverskyns sérhæf- ingu. Landi hans Allan De Waal skopaðist að hugmynd- inni um skólagöngu gagnrýn- enda. Alvörugefnir menn frá Svíþjóð vfttu De Waal fyrir ábyrgðalaust hjal f anda stjórn- leysis og avantgardisma. Bilið milli Svía og Dana kom greini- lega fram á þinginu, ekki síst í umræðum um þetta efni. Arto Kytöhonka, sem er rit- stjóri tímarits finnskra gagn- rýnenda, var eindregið á þeirri skoðun að gagnrýnendur þyrftu á skólagöngu að halda. Hann benti á hve gagnrýnend- ur væru illa að sér f faglegum efnum blaðamennskunnar. Þeir kynnu ekki að skrifa læsi- lega, skrif þeirra væru þurr og óaðgengileg. Til þess að bæta úr þessu væri að minnsta kosti nauðsynlegt að halda námskeið fyrir gagnrýnendur svo að þeir kynntust undirtöðuatriðum blaðamennsku. ■ Norðmaðurinn Finn Jor, menningarmálaritstjóri Aften- posten, skýrði frá því að blað Lars Hamberg, varaformaður finnska gagnrýnendafélagsins, mikill áhugamaður um norræna samvinnu. hans sæi gagnrýnendum sfnum fyrir fræðslu, að nokkru f formi námskeiða. Allir gagnrýnendur Aftenposten ættu kost á vissri framhaldsmenntun. Þekking er gagnrýnendum nauðsynleg, sagði Finn Jor. En gagnrýnand- inn er fyrst og fremst kynnir, ekki dómari. Gagnrýnendur eiga ekki að breikka bilið milli sín og fólksins. Daninn Thorkild Behrens frá blaðamannaskólanum f Arhus, flutti erindi um skólann og hugsanlega kennslu fyrir gagn- rýnendur. Behrens vildi að um þrenns konar deildir yrði að ræða: rithöfundadeild, útgef- endadeild og gagnrýnenda- deild. Dómkirkjan f Turku er 600 ára gömul. I ályktun, sem gerð var á þinginu, var hugmynd Behrens um að gagnrýnendur sæktu sex vikna námskeið í blaðamanna- skólanum, vísað á bug. Aftur á móti var gerður góður rómur að því að gagnrýnendur ættu kost á framhaldsmenntun og þjálf- un, sem miðaðist við þörf og óskir hvers og eins. Mikilvæg- ast væri að gagnrýnendur héldu sambandi sín á milli, ekki síst á samnorrænum grundvelli. Vel skipulögð gagn- rýnendaþing, þar sem ákveðin efni væru tekin fyrir, væru æskileg. 1 ljós hefði komið að af þeim mætti hafa mikið gagn. Um frelsi gagnrýnenda var allmikið rætt. Tónlistargagn- rýnandinn Rainer Palas, rit- stjóri Rondo, málgagns finnska tónlistarkennarasambandins, skýrði frá því að fyrir fáeinum dögum hefði honum verið til- kynnt að hann væri ekki lengur ritstjóri blaðsins. Engar skýr- ingar voru gefnar á uppsögn- inni. Þegar farið var að ræða málið rifjaðist upp dagpurleg saga um sjálfsmorð ungrar finnskrar söngkonu, sem fengið hafði harða dóma fyrir söng sinn hjá gagnrýnenda stærsta blaðs Finnlands Helsingin Sanomat. önnur söngkona, tengd blaðinu, fékk lofsamlega umsögn. Rainer Palas deildi á Helsingin Sanomat fyrir þessi vinnubrögð. Gagnrýni hans birtist í Rondo. En nú höfðu orðið formannsskipti í tónlist- arkennarasambandinu. Við for- mennsku hafði tekið eiginmað- ur söngkonunnar, sem lofuð var á kostnað hinnar. Fýrsta verk hans var að láta reka Pallas í hefndarskyni fyrir greinina f Rondo. Erfitt er fyrir ókunnuga að átta sig á slíkum aðgerðum og því, sem liggur að baki. En allir voru sammála um að mótmæla brottrekstri Pallas. Hann hafði látið í ljós skoðun sfna á viðkvæmu máli. Að hegna honum fyrir það er að sjálfsögðu ógnun við prent- frelsi. Frelsi gagnrýnenda til að vera á öðru máli en ritstjórn og eigendur blaða og fá tækifæri til að túlka eigin sjónarmið var meðal umræðuefna á þinginu. Gagnrýnendur vildu náttúrlega ekki una ritskoðun. Svíinn Sune örnberg sagði að ekki væri úr vegi að gagnrýnendur skiptu um skoðun, fjarlægðust stjórnmálastefnu þeirra blaða, sem þeir skrifuðu fyrir. En til umhugsunar fyrir gagnrýnend- ur sagði hann dálitla dæmi- sögu: Hugsum okkur að maður skrifi í bindindismannablað. Hann varar við afleiðingum víndrykkju. Skyndilega breyt- ist afstaða hans. Hann sannfær- ist um að brennivín sé hollt og fólk eigi að neyta þess. Á hann þá að halda áfram að skrifa f bindindismannablaðið eða á hann að skrifa f annað blað? Kent Hagglund, gagnrýnandi sænska kommúnistablaðsins Ny Dag, var í fararbroddi þeirra, sem mæltu með algjöru frelsi gagnrýnenda. Hann vildi að þetta frelsi næði einnig til leiðarahöfunda blaðanna. Landi hans, Jan Olov Ullén, benti á að leiðarahöfundar hefðu frjálsar hendur. Þeir væru yfirleitt sama sinnis og ritstjórar og eigendur blaða og túlkuðu þess vegna eigin skoð- un um leið og mat blaðsins. Hagglund vildi ekki una þessu og rifjaði upp skrif sænskra blaða um Víetnam. Algengt var að á menningarsíðum blaðanna birtust allt aðrar skoðanir á Víetnamstríðinu en f dálkum leiðarahöfundanna. Ullén sagði að þetta sannaði aðeins að leið- arahöfundarnir hefðu ekki ver- ið eins fljótir að átta sig á því sem raunverulega var að gerast f Víetnam og þeir, sem sáu um menningarsíðurnar. Finninn Juha Virkkunen var nýkominn frá Kúbu. Hann lagði áherslu á að gagnrýnend- ur þyrftu að sjá sig um í heim- inum, ferðast mikið, til að geta gegnt hlutverki sínu. Virkkun- en leit á það sem æðstu skyldu gagnrýnandans að vera á verði gegn andhúmanisma. I Finn- landi koma út margar bækur, einkum fvrir iólin, þar sem her- mennska er gyllt fyrir fólki. Gamlir hershöfðingjar semja ævisögur sínar og sjá allt í rómantísku ljósi. Kjell Hágg- lund tók undir orð hans. Kvik- myndirnar stuðla að dýrkun á ofbeldi og klámi, sagði HSgg- lund, blöðin hafa gefist upp á að benda á hættuna. Til dæmis er ekki skrifað lengur um ftalskar-bandarískar kvikmynd- ir í Dagens Nyheter, vondar kvikmyndir eru látnar afksipta- lausar af gagnrýnendum. I öðr- um sænskum blöðum birtast f mesta lagi tvær — þrjár línur um að viðkomandi kvikmynd sé léleg og fleira í þeim dúr. Sama er að segja um barnabækur og kvikmyndir ætlaðar börnum. Gagnrýnendur þegja þunnu hljóði um þetta efni; börnin verða útundan. I inngangserindum, sem flutt voru á þinginu, kom fram að mörgum stendur stuggur af menningarfjandskap ríkis- valdsins. Finninn IIpo Saunio lýsti þvf hvernig finnska stjórn- in hefði skorið niður framlag til lista og menningarmála. Thomas Bredsdorff fjallaði um neiðkvæð áhrif Glistrups á danskt menningarlíf, en varaði jafnframt við heimtufrekju listamanna, sem beinist í þá átt að rfkisvaldið eigi að taka þá á arma sína og verða við öllum kröfum þeirra. Finn Jorsagði að þrátt fyrir vissa andstöðu menningarfjandsamlegra afla f Noregi væri stuðningur rfkisins allmikill. Árið 1950 var framlag norska rfkisins til menningar- mála 10 milljónir norskra króna, í ár er það 217 milljónir norskra króna. Að sögn Karstens Hoydals þurfa fær- eyskir rithöfundar að fá lán í banka til þess að geta gefið út bækur sfnar. I Færeyjum selj- ast ljóðabækur og skáldsögur í 600 eintökum, ef allt gengur að óskum. Þessi sala nægir ekki til greiðslu á útgáfukostnaði, rit- höfundar verða að leggja á sig margra ára skuldabyrðar til að koma bókum sfnum á markað. Fyrir tveimur árum var orðið við þeim tilmælum færeyskra rithöfunda að veita árlega af fjárlögum 100 þús færeyskar krónur til rithöfunda, sem gáfu út bækur sfnar árið á undan. Eftir tvö ár var ákveðið að breyta þessum uppbótarlaun- um í lán. Svíinn Folke Edwards nefndi dæmi um þá stefnu sænskra stjórnvalda að auka stuðning við menningarstarf- semi áhugamanna. Hvað stuðn- ing við listir varðar eru Svíar vel settir. Áhugi kom fram á þinginu að efna til fleiri gagnrýnenda- þinga með svipuðu sniði og þingið f Turku. Það var hinn óþreytandi Lars Hamberg, mik- ill áhugamaður um norræna samvinnu á sviði menningar- mála, sem stakk upp á því að næsta þing yrði haldið f Noregi. Ekki veit ég til þess að gagn- rýnendur hafi nokkurs staðar á Norðurlöndum sameinast í einu stéttarfélagi nema í Finnandi. A íslandi er til félag leikgagn- rýnenda, stofnað í því skyni að úthluta silfurlampanum. Bók- menntagagnrýnendur dagblað- anna hittast árlega til að út- hluta silfurhestinum án þess að um formlegan félagsskap sé að ræða. Ekki er ástæða til að rifja upp söguna um menningarsilfr- ið. Hana þekkja margir. En sennilega er langt í land að íslenskir gagnrýnendur komi sér saman um að stofna félag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.