Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1974, Blaðsíða 1
200. tbl. 61 árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÖBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 2000 hreinar meyjar til Astralíu Melbourne, Ástralfu. 14. október. Reuter. CLYDE Cameron verkalýðsmála- ráðherra Ástralíu skýrði frá því i dag, að 2000 hreinar meyjar frá Kýpur væru væntanlegar til Ástralíu á næstunni. Stúlkurnar eru á aldrinum 12—20 ára og flýðu heimili sín í átökunum á Kýpur i júlí sl. Ráðherrann sagði: „Astralia er talinn öruggur dvalarstaður fyrir þær." sagði Henry Kissinger í Kaíró Peking: Heiftarleg valdabarátta q A camknmiilao'iA mil Starfsævi Maos lokið? október Lðndon AP—NTB. BREZKA blaðið Daily Tele- graph birti f dag stóra forsfðu- frétt, þar sem segir, að Mao Tse-tung leiðtogi kinverka kommúnistaflokksins hafi fengið alvarlegt hjartaáfall f sl. mánuði, og að starfsævi hans sé f raun lokið. Blaðið segir, að fréttin um hjartaáfall Maos hafi borizt til Vesturlanda með vestrænum kaupsýslumönnum, sem hafi hitt háttsetta embættismenn á ferðalagi um Kfna. Þá hefur blaðið eftir þessum heimildum, að heiftarleg bar- átta hafi brotizt út i Kína í kjölfar veikinda Maos og að höfuðandstæðingarnir í þeirri baráttu séu eiginkona Maos, Chiang Shing og Chou En-lai forsætisráðherra. Segir blaðið að samkomulagið milli þeirra tveggja hafi versnað til muna á árinu. Það hafi ekki bætt stöðu forsætisráðherrans, að hann hefur tvivegis sjálfur fengið hjartaáfall, hið fyrra f júni og hið seinna i júlilok. Er Chou ennþá i sjúkrahúsi til með- ferðar, en hefur tekið á móti gestum. Talið er óliklegt, að hann geti á ný tekið við þeim mikilvægu og erfiðu störfum, sem hann hefur gegnt i stjórn landsins. Framhald á bls. 39 Framhald á bls. 39 kerfis. Hann sagði einnig að stjórn sín, sem aðeins hefði nauman meirihluta á þingi mundi vinna ötullega að því að tryggja traust, ábyrg og arðvænleg einka- fyrirtæki. Wilson lýsti þvf yfir, að hann mundi á morgun ræða sam- eiginlega við fulltrúa verkalýðs- félaganna og forustumenn brezka iðnrekendasambandsins. Hann sagði að ríkisstjórnin mundi beita sér fyrir því að ráða bráða bót á erfiðri lausafjárstöðu verzlunar- og iðnfyrirtækja og gaf siðan verkalýðsfélögunum óbeina við- vörun, er hann sagði: „Það hefur miðað nokkuð í rétta átt í efna- hagsmálum á síðustu mánuðum, en það er lífsnauðsynlegt, að við stofnum bata þessum ekki i hættu með ónauðsynlegum vinnudeil- um, eða með þvf að hækka svo verð á útflutningsvörum okkar, að enginn hafi efni á að kaupa þær. Efnahagur okkar þolir ekki, að einhverjir valdahópar reyni að ná meira en þeim ber af þvi, sem fyrir hendi er. Þess vegna á eng- inn nema þeir, sem ekki getað hjálpað sér sjálfir, rétt á því að fá stærri hlut af þjóðartekjunum en hann leggur til með vinnu sinni og kunnáttu. Þetta er enginn timi fyrir menn að hugsa um að græða peninga, það verður að vinna fyrir þeim.“ Wilson sagði að ekki þýddi fyrir Breta að gera sér vonir um bætta Damaskus 14. október. AP-Reuter. ANWAR Sadat Egyptalandsfor- seti fullvissaði f dag Henry Kiss- inger utanrfkisráðherra Banda- rfkjanna um, að hann mundi beita sér fyrir þvf á toppfundi Arabaleiðtoga, sem hefjast á f Marokkó 26. þessa mánaðar, að fá stuðning við gerð bráðabirgða- samkomulags við Israel. „Akveðin atriði benda til þess að við höfum nálgazt takmarkið um réttlátan og varanlegan frið f löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs“, sagði Kissinger við frétta- menn að loknum fundi sfnum með Sadat. Kissinger skýrði einnig frá þvf, að hann mundi snúa aftur til Miðausturlanda f nóvember, að afloknum heim- sóknum til Sovétrfkjanna og Ind- lands. 1 dag birtist í þýzka vikuritinu Der Spiegel viðtal við Sadat, þar sem hann neitaði því eindregið, að Arabar undirbyggju nýtt stríð við Israela. „Það eru Israelar sem tala um stríð“. Hann bætti því við, að hann væri reiðubúinn til að skrifa undir friðarsamning við Israela, ef þeir drægju herlið sitt á brott frá þeim svæðum, sem þeir hernámu í 6 daga stríðinu 1967. Kissinger sagði á sunnudag, að Fanfani rcvnir stjómarmyndun Róm 14. október. NTB-Reuter. AMINTORE Fanfani, formaður Kristilega demókrataflokksins á Italfu lét f dag undan miklum pólitfskum þrýstingi og féllst á að reyna stjórnarmyndun. Fanfani hefur fjórum sinnum gegnt emb- ætti forsætisráðherra á sl. 15 árum, en stjórnmálafréttaritarar telja afar litlar Ifkur á, að honum takist að mynda stjórn nú, þar sem ekkert hefur gerzt frá þvf að sfðasta rfkisstjórn undir forsæti Rumors féll. Stjórnarkreppan nú er talin ein hin erfiðasta frá lokum heims- styrjaldarinnar. Giovanni Spagn- olli, forseti ítölsku öldungadeild- arinnar, reyndi á föstudag, laug- Palestínu- arabar til S.þ. New York 14. október NTB. ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna samþykkti seint í gær- kvöldi með 105 atkvæðum gegn 9, en 20 sátu hjá, að bjóða fulltrúum frelsishreyfingar Palestínuaraba að taka þátt f umræðum þingsins um ástandið í Miðausturlöndum. Þetta er í fyrsta skipti sem aðili utan S.Þ. fær að taka þátt í um- ræðum á allsherjarþinginu. ardag og sunnudag að miðla málum milli stjórnarflokkanna fyrrverandi, miðflokkanna og sósíalista, og fá þá til að leggja Framhald á bls. 39 hann hefði náð samkomulagi við leiðtoga ísraels um grundvallar- reglur, sem hugsanlega yrði hægt að byggja næsta þátt friðarvið- ræðnanna á. Frá Israel fór Kiss- inger til Saudi-Arabíu, þar sem Feisal konungur lýsti því óvænt yfir, að hann styddi tilraunir Bandaríkjamanna til að lækka olíuverð og lét einnig í ljós stuðn- ing við friðarumleitanir Kiss- ingers. Áður hafði Hussein Jórdaníukonungur lýst yfir stuðn- ingi sínum við þær umleitanir Kissingers, með því skilyrði, að brottflutningur herliðsins af Sinaiskaga yrði tengdur samn- ingaviðræðum Jórdana um vestúrbakka árinnar Jórdan. Kissinger fór frá Kaíró til Damaskus, þar sem hann átti að hitta Assad forseta í kvöld. Að loknum fundi sínum með Assad heldur Kissinger til Alsír, en leiðtogar þessara tveggja landa eru taldir tregir til að styðja áætl- anir bandarfska utanríkisráðherr- ans. Bandarfskir embættismenn eru sagðir bjartsýnir um árangur þessarar ferðar Kissingers til Miðausturlanda, en segja annars að talsverð spenna sé ríkjandi. Kissinger og helztu ráðgjafar hans segja, að ekki verði hjá þvi komizt í nánustu framtíð, að leið- Framhald á bls. 39 Wilson og kona hans á kosningadaginn. Obreytt lífskjör næstu arm 1 London 14. október, Reuter. NTB. HAROLD Wilson forsætisráð- herra Breta varaði 1 dag verka- lýðsfélögin f Bretlandi við að gera of miklar kröfur og lofaði jafn- framt aðstoð við einkafyrirtæki f ræðu, sem hann flutti f kvöld og var útvarpað og sjónvarpað. Wil- son skoraði á þjóðina að sýna ein- ingu f baráttunni við efnahags- vandann og sagði að enginn þyrfti að gera sér vonir um bætt Iffskjör næstu tvö árin að minnsta kosti. Wilson lýsti þvf yfir, að Verka- mannaflokkurinn mundi standa við loforð sín um aukna þjónýt- ingu, en sagði að slíkt yrði gert innan ramma blandaðs efnahags- Bretlandi afkomu á næstu 2—3 árum. Hann sagði einnig, að verðbólgan f heiminum, næst á eftir stór- hækkuðu olíuverði, væri mesti vandinn, sem Bretar hefðu horfzt í augu við frá stríðsárum. Bretar yrðu að standa við sínar skuld- bindingar erlendis, en þeir gætu ekki vonazt til að losna við óhag- stæðan viðskiptajöfnuð næstu tvö árin.“ Sama gildir um aðrar þjóð- ir, sem þurfa að flytja inn sína olíu, en ef allar þjóðir reyndu að lagfæra viðskiptajöfnuð sinn með því að draga úr innflutningi, mundi það hafa i för með sér kreppu á borð við þá, sem gerð- ist upp úr 1930. Wilson vísaði kenningum um atvinnuleysi sem vopn í baráttunni gegn verðbólgu algerlega á bug. Slíkt mundi kosta „Nálgumst takmarkið”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.